Morgunblaðið - 19.08.1983, Blaðsíða 32
^Aiiglýsinga-
síminn er 2 24 80
FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1983
^^skriftar-
síminn er 830 33
Hraðfrystihúsið verður
að byggjast upp aftur
— segir Rögnvaldur
Ólafsson
framkvæmdastjóri
á Hellissandi
„FRYSTIHÚSIÐ verður að byggja
upp aftur hvernig sem farið verður
að því, á því byggist þetta sveitar-
félag j>að mikið,“ sagði Rögnvald-
ur Olafsson framkvæmdastjóri
Hraðfrystihúss Hellissands hf. er
blm. ræddi við hann og Ólaf son
hans, sem er skrifstofustjóri fyrir-
tækisins, á Hellissandi í gærmorg-
un um framtíð fyrirtækisins, en
eins og kunnugt er þá brann
hraðfrystihús fyrirtækisins til
kaldra kola í fyrradag.
Eldsupptök eru enn ókunn en i
gær voru menn frá Rannsókn-
arlögreglu ríkisins á Hellissandi
að rannsaka málið. í dag var von
á matsmönnum frá Trygginga-
miðstöðinni til að meta tjón á
innbúi, vélum og birgðum og eft-
ir helgina koma matsmenn
Brunabótafélagsins til Hellis-
sands til að meta tjón á bygging-
um. Er því enn ekki vitað hve
mikið tjón hefur orðið við brun-
ann, en ólafur Rögnvaldsson
sagði, í viðtali í blaðinu í gær, að
tjónið næmi tugmilljónum og
vátryggingarupphæðin væri ekki
nema brot af því sem kostaði að
byggja upp að nýju.
Þeir Rögnvaldur og Ólafur
sögðu að stjórn félagsins kæmi
fljótlega saman til að ákveða
framhaldið. Sögðu þeir að upp-
bygging tæki alltaf hálft annað
ár hvort sem farið væri í að
Úr rústum Hraðfrystihúss Hellissands hf. í gærmorgun.
byggja frá grunni eða gera við
húsin sem brunnu. Aftur á móti
gæti verið möguleiki á að koma
saltfiskverkuninni aftur í gang
eftir 2—3 mánuði. Sögðu þeir að
nokkur hluti starfsfólksins fengi
vinnu við að pakka saltfiski og
skreið í stuttan tíma og líklega
yrði vinna fyrir hluta starfs-
fólksins við að hreinsa til í rúst-
unum og byggja upp.
Gunnar Már Kristófersson,
oddviti Neshrepps utan Ennis,
sem jafnframt er formaður
verkalýðsfélagsins Aftureld-
ingar, sagði í gærmorgun að
reynt yrði að leysa vanda þess
folks sem missti vinnuna við
frystihúsbrunann með því að
saltfiskverkunarstöðvarnar
bættu við sig hráefni og tækju
um leið eitthvað fleira fólk í
vinnu, en einnig væri hugsanlegt
að nýta það húsnæði sem til er á
Morgunblaóið/KEE
staðnum til frystingar. Þá mætti
einnig búast við að fólk þyrfti
eitthvað að leita til ólafsvíkur
með vinnu. „Við gefust ekkert
upp þótt móti blási i bili,“ sagði
Gunnar“, því hér býr gott og
duglegt fólk og mér sýnist að góð
samvinna ætli að takast um það
hjá öllum aðilum að leysa þau
mál, sem í bili steðja að þessu
byggðarlagi."
Stjórn Dagsbrúnar klofnar um ráðningu framkvæmdastjóra:
Þresti Olafesyni boðin
fímmföld verkamannalaun
„Lít á þetta sem uppsögn,“ segir
Halldór Björnsson varaformaður
Klukkan á Lækjartorgi, hinn vinsæli
stefnumótsstaður, fékk „andlitslyft-
ingu“ á afmæli Reykjavíkur í gær.
Síðumúla-
fangelsi
opnar aft-
ur eftir
sumarleyfi
Síðumúlafangelsið opnar í dag eft-
ir að hafa verið lokað síðastliðnar
6—7 vikur, en því var lokað vegna
sumarleyfa um mánaðamótin júní/-
júlí.
Að sögn Jóns Thors, deildar-
stjóra í dómsmálaráðuneytinu,
hefur verið reynt flest undanfarin
ár að loka fangelsinu einhvern
tíma á sumrin og spara þannig
ráðningu afleysingarstarfsmanna,
þegar nokkurn veginn er fyrirséð
að Hegningarhúsið við Skóla-
vörðustíg anni þörfinni fyrir fang-
elsanir og gæsluvarðhöld. Hins
vegar sagði Jón að sá möguleiki
stæði ætíð opinn að opna fangels-
ið, ef álagið yrði það mikið, að það
þætti nauðsyniegt.
Enn spáð
rigningu
EKKI lítur út fyrir að fbúar Suðvest-
urlands fái sólbaðsveður um helg-
ina, því Veðurstofa íslands spáir
suðvestlægri átt um Suðvesturland,
með rigningu og jafnvel súld sem
fylgisveini.
Rigningin heldur svo ferð sinni
áfram um landið og stefnir norð-
austur, en þrátt fyrir gæti laug-
ardagurinn orðið ágætur á Norð-
austurlandi.
TOGSKII’H) Dagrún kom hingað til
Bolungarvíkur í morgun með 110
tonna afla, aðallega af þorski, eftir 8
daga veiðiferð. í gær urðu skipverjar
varir við mikla loðnu á Kögurgrunni.
Að sögn Hávarðs Olgeirssonar,
skipstjóra, virtist vera þarna
óvenjumikið magn, sem þá var
samfellt á 6—8 mílna svæði. Loðn-
STJÓRN verkamannafélagsins
Dagsbrúnar klofnaði f gær í afstöðu
sinni til þess hvort bjóða bæri Þresti
Ólafssyni, hagfræðingi, starf fram-
kvæmdastjóra félagsins. Atkvæði fóru
þannig að meðmæltir voru fimm, en á
móti voru þrír. 10 menn sitja f stjórn,
en einn var fjarverandi og vegna frá-
falls eins stjórnarmanna, er eitt sæti
óskipað í stjórninni.
Formaður Dagsbrúnar, Guð-
mundur J. Guðmundsson, og vara-
formaður, Halldór Björnsson, eru á
öndverðum meiði um ráðningu
Þrastar og lenti Halldór í minni-
hluta. Eins og fram kemur í samtöl-
an virtist liggja við botninn, en
færa sig á grynnra vatn þegar líða
tók á daginn. Hávarður sagði að
það hefði alltaf orðið vart við ein-
hverja loðnu um þetta leyti á mið-
unum hér fyrir utan, en það hefði
þá iðulega verið mun dýpra, eða á
200 faðma dýpi og þá í mun minna
mæli. En þarna er loðnan á
100—120 faðma dýpi. Hávarður
um við þá á bls. 2 í biaðinu í dag, eru
þeir raunar ekki sammála um að
samþykkt stjórnarinnar þýði ráðn-
ingu Þrastar, en það er skoðun Hall-
dórs, eða hvort stjórnin hafi gefið
heimild til viðræðna við Þröst, sem
Guðmundur segir vera.
Samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins heimilaði stjórnin að bjóða
Þresti 32 þúsund krónur í föst mán-
sagði að þeir hefðu fengið botn-
trollið þakið loðnu og voru sýni
tekin og send Hafrannsókn í
morgun til að reyna að fá úr því
skorið hvaða árgangur er þarna á
ferðinni og hvaðan þessi loðnu-
torfa gæti verið. Hávarður sagðist
hins vegar ekki geta séð betur en
þarna væri fullvaxin loðna á ferð.
Gunnar.
aðarlaun, 40 tíma í fasta yfirtíð á
mánuði, afnot af bíl eða bílastyrk og
greiddan símakostnað. Samtals mun
þetta jafngilda yfir 50 þús. króna
mánaðarlaunum. Samkvæmt lægsta
taxta Dagsbrúnar eru mánaðarlaun
verkamanns 10.537 krónur.
„Þessi ráðning Þrastar Ólafsson-
ar kom mér algerlega í opna skjöldu
og ég hlýt að líta svo á að verið sé að
segja mér upp starfi," segir Halldór
Björnsson, varaformaður Dags-
brúnar, í samtali sem birt er á bls. 2
í dag, þar sem fram kemur að hann
hefur annast daglegan rekstur
skrifstofu Dagsbrúnar.
Formaður Dagsbrúnar, Guð-
mundur J. Guðmundsson, segir að
Dagsbrún hafi orðið fyrir áföllum á
árinu, þar sem tveir máttarstólpar
félagsins hafi fallið frá, þeir Eðvarð
Guðmundsson, fyrrverandi formað-
ur þess, og Sigurður Guðgeirsson,
gjaldkeri. Ohjákvæmilega hljóti það
að leiða til breytinga.
Atkvæði fóru þannig í stjórninni,
að með voru: Ásgeir Kristinsson,
Guðlaugur Valdimarsson, Guð-
mundur J. Guðmundsson, Hólmfríð-
ur Þórðardóttir og Jóhann Geir-
harðsson. Á móti voru: Garðar
Steingrímsson, Halldór Björnsson
og Óskar Ólafsson.
Sjá viðtöl við formann og vara-
formann Dagsbrúnar á bls. 2.
VeiÖiþjófar
lögðu „línur“
Veiðieftirlitsmaður á Arnarvatns-
heiði stóð veiðiþjófa að verki fyrr í
sumar þar sem þeir voru við ólöglegar
veiðar í Úlfsvatni, næststærsta vatni
heiðarinnar.
Það var einkum hinn óhefðbundni
búnaður þjófanna sem vakti athygli.
Ekki voru þeir að netaveiðum, held-
ur höfðu þeir útbúið línur. Lögðu
þeir í vatnið aliiangar nælonsnúrur
með á annað hundrað girnistaumum
hver snúra og var öngull á enda
hvers girnisstubbs. Veiðarfærin
voru gerð upptæk og svo hefði einnig
verið um aflann ef einhver hefði ver-
ið, en svo var ekki.
Loðnu vart á Kögurgrunni
Kolungarvík. 18. ágú.st.