Morgunblaðið - 19.08.1983, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1983
A
Þetta er hin nýja Atlantis-tölva sem kynnt verður á iðnsýningunni.
íslensk tölva
á markaðinn
Á IÐNSÝNINGUNNI, sem hefst í
Laugardal í dag, verftur sýnd í
fyrsta sinn opinberlega íslensk
tölva sem framlcidd er af Atlantis
hf., en það er nýstofnað fyrirtæki
sem ætlað er að standa að fram-
leiöslu og markaðssetningu á smá-
tölvum hér á landi.
Iðntæknistofnun Islands hefur
þegar pantað fyrstu Atlantis-
tölvuna, en hún er fyrst og fremst
ætluð tii viðskipta og iðnaðar-
nota. Grunneining Atlantis-
tölvunnar er hönnuð af hópi sér-
fræðinga í Bandaríkjunum fyrir
Atlantis hf. íslenska tölvan er
hliðstæða nýrrar tölvu frá IBM,
sk. IBM Personal Computer. For-
ráðamenn Atlantis telja, miðað
við innflutningsverð sambæri-
legrar erlendrar tölvu, að þjóð-
inni sparist 1.200—1.300 banda-
ríkjadalir í gjaldeyri fyrir hverja
tölvu.
„Ég veit ekki hvað
þarna er á ferðinni
- segir Halldór Björnsson, varaformaður Dagsbrúnar
íí
„ÁSTÆÐAN er fyrst og fremst sú að á
sínum tíma var mér falið að hafa dag-
legan rekstur skrifstofunnar með
höndum. Þessi ráðning Þrastar Ólafs-
sonar kom mér algerlega í opna
skjöldu og ég hlýt að líta svo á að verið
sé að segja mér upp starfi," sagði Hall-
dór Björnsson, varaformaður verka-
mannafélagsins Dagsbrúnar í samtali
við Morgunblaðið, þegar hann var
spurður hvers vegna hann hefði verið
andvígur ráðningu Þrastar Ólafssonar
í framkvæmdastjórastarf hjá Dags-
brún, en Halldór varð I minnihluta,
þegar kosið var um það í stjórn félags-
ins.
„Samkvæmt ráðningu Þrastar í
dag, er hann ráðinn þarna fram-
kvæmdastjóri, með alræðisvald, og
þar með er öllum öðrum ýtt til hlið-
ar. Einn stjórnarmaður, Garðar
Steingrímsson, lýsti því yfir að hann
myndi ekki taka lengur þátt í störf-
um stjórnar og sagði sig úr stjórn,"
sagði Halldór.
Halldór sagði að hann hefði fyrst
heyrt af þessu máli fyrir röskum
hálfum mánuði síðan. Hann sagði að
það hefði verið þannig innan dyra
hjá þeim í Dagsbrún að laun
starfsmanna væru nokkuð hliðstæð
og engin sérstök stéttarskipting
hefði verið þar, t.a.m. kannaðist
hann ekki við að Guðmundur J. Guð-
mundsson hefði notið sérstakra fríð-
inda þegar hann gegndi starfi vara-
formanns. Nú væri tekin upp ný
stefna, þar sem ráðinn væri maður
upp á 50 þúsund króna mánaðarlaun,
þegar hlunnindi væru meðtalin.
„Ég hef verið eini stjórnarmaður-
Seljugerði fegursta gatan
SELJUGERÐI í Reykjavík hlaut í
gær titilinn „Fegursta gata Reykja-
víkur 1983", en Seljugerði er tíunda
gatan sem hlýtur þennan titil. Davíð
Oddsson, borgarstjóri. veitti verð-
launin, en það var dómnefnd á veg-
um Umhverfismálaráðs sem út-
nefndi götuna. Einnig hlutu 9 fyrir-
tæki viðurkenningu fyrir snyrtilegt
umhverfi.
Frá árinu 1969 hefur verið til-
nefnd fegursta gata borgarinnar
og hefur skjöldur verið settur upp
í viðkomandi götu sem hlotið hef-
ur slíka viðurkenningu. 9 götur
bera nú fegurðarskjöldinn, og í
gær bættist sú lOnda við. Það er
Seljugerði sem hlýtur titilinn
„Fegursta gata borgarinnar" í ár.
9 fyrirtæki hlutu viðurkenningu
fyrir snyrtilegt umhverfi og fram-
tak til fegrun borgarinnar, en það
voru Bensínstöð Olíufélagsins hf.
við Ægissíðu 102 og Hjólbarðavið-
gerð Jóns Ólafssonar á sama stað,
Kaffivagninn, Grandagarði 10,
Sparisjóður vélstjóra, Borgartúni
18, Vélaverkstæði J. Hinrikssonar
hf., Súðarvogi 4, Gunnar Guð-
mundsson hf., Dugguvogi 2, Fiski-
mjölsverksmiðjan að Kletti, Bíla-
smiðjan Kyndill hf., Smiðshöfða 9,
og Geymsluhús Samábyrgðar fs-
lands á fiskiskipum á Vagnhöfða
14.
inn þarna í starfi og það virðist vera
skoðun formannsins og meirihluta
stjórnar að það gangi ekki lengur.
Það sem þarna er á ferðinni veit ég
ekki hvað er,“ sagði Halldór.
Halldór sagði að hann hefði verið
starfsmaður Dagsbrúnar frá því
1969, en samþykktin varðandi núver-
andi starfsvettvang hans, sem væri
sá sami og Guðmundar J. Guð-
mundssonar meðan hann var vara-
formaður, hefði verið gerð fyrir
þremur árum. Þessi ráðning hefði
komið sér algerlega í opna skjöldu.
„Ég veit ekki hvað ég kem til með
að gera, en ég óttast að vegna þessa
séum við að missa út úr höndunum á
okkur mjög góða starfsmenn, sem
eru búnir að vinna þarna í mörg ár,“
sagði Halldór Björnsson, ennfremur.
Þröstur Ólafsson hef-
ur ekki verið ráðinn
— segir Guðmundur J. Guðmunds-
son, formaður Dagsbrúnar
„ÉG kannast ekki við að Þröstur
Ólafsson hafi verið ráðinn fram-
kvæmdastjóri Dagsbrúnar. Hann hefur
hvorki sótt um það starf, né gert
ákveðnar launakröfur í þvi sambandi.
Hins vegar hef ég haft áhuga á því að
fá hann til starfa fyrir félagið og fékk
heimild til þess hjá stjórn félagsins að
ræða við hann um starf," sagði Guð-
mundur J. Guðmundsson, formaður
verkamannafélagsins Dagsbrúnar í
samtali við Morgunblaðið í gær, þegar
það var borið undir hann hvort Þröstur
Ólafsson hefði verið ráðinn fram-
kvæmdastjóri Dagsbrúnar.
Guðmundur sagði að þessar um-
ræður við Þröst stæðu í sambandi
við það að Dagsbrún hefði orðið fyrir
áföllum á árinu, því tveir máttar-
stólpar þess hefðu fallið frá: Eðvarð
Sigurðsson, fyrrverandi formaður
þess, sem verið hefði ómetanlegur
ráðgjafi, hefði unnið ólaunað starf
hjá félaginu frá því hann lét af
formennsku og Sigurður Guðgeirs-
son, gjaldkeri, sem hefði annast all-
ar fjárreiður félagsins og bókhald.
Óhjákvæmilega hefði fráfall þessara
manna breytingar í för með sér og
hefðu störf hjá honum til að mynda
aukist mjög. Guðmundur aftók með
öllu að þessum viðræðum við Þröst,
væri beint gegn nokkrum starfs-
manna félagsins.
Varðandi laun sagði Guðmundur
að það væri ætíð mjög erfitt að meta
hvernig borga skyldi laun fyrir störf
þess eðlis, sem hér um ræddi. Þau
færu mikið fram utan venjulegs
vinnutíma. Til dæmis væri spurning
hvort greiða bæri fasta yfirvinnu á
mánuði eða unna yfirvinnu. Ef til
samninga kæmi við Þröst, myndi
fylgja kvöð um ótakmarkaða vinnu-
skyldu. Sú hefði verið tíðin að allir á
skrifstofu Dagsbrúnar hefðu unnið
fyrir sömu daglaunum.
„Ég vonast til að það verði áfram
bræðralag á skrifstofu félagsins. Það
verður það frá minni hendi,“ sagði
Guðmundur J. Guðmundsson að lok-
Ljósmynda-
tösku stolið
Á miðvikudagskvöldið var stolið úr
bifreið, sem stóð í porti Morgun-
blaðsins, stórri svartri tösku sem í
var myndavél af gerðinni Mamya RB
67, þrjár linsur ásamt Ijósmæli,
flash-mæli og ýmsum öðrum fylgi-
hlutum sem viðkoma myndatöku.
Það er að vonum bagalegt fyrir
ljósmyndara þegar stolið er frá
honum atvinnutækjunum og ef ein-
hver getur gefið upplýsingar um
mál þetta er hann vinsamlegast
beðinn að hafa samband við ljós-
myndadeild Morgunblaðsins og
einnig má hinn seki gjarnan skila
töskunni með öllu tilheyrandi á
sama stað svo lítið ber á.
Iðnsýningin hefst í dag:
120 fyrirtæki taka
þátt í sýningunni
KLUKKAN sex í dag hefst f Laug-
ardalshöll yfirgripsmesta iðnsýning
sem sett hefur verið upp á íslandi.
Iðnsýning ’83, er hún köíluð og taka
þátt í henni um 120 fyrirtæki. Sýn-
ingin er haldin í tilefni 50 ára afmæl-
is Félags íslenskra iðnrekenda og
hefur kjörorðið „íslensk framtíð á
iðnaði byggð".
Víglundur Þorsteinsson, for-
maður FÍI, sagði á fundi með
fréttamönnum í gær að eitt helsta
markmið sýningarinnar væri að
gera íslenskum almenningi ljóst
hve þróaður og margþættur ís-
lenskur iðnaður er orðinn. „Það
mun koma í ljós á þessar sýningu,"
sagði Víglundur, „að íslenskur iðn-
aður er bráðlifandi og á fullri ferð
að gera nýja og góða hluti."
Efnt var til samkeppni um kjör-
orð sýningarinnar og var kjörorð-
ið, „íslensk framtíð á iðnaði
byggð“, valið úr 671 tillögu. Töldu
forráðamenn sýningarinnar þetta
kjörorð vel við hæfi, þar sem ljóst
væri að vaxtarmöguleikar hefð-
bundins landbúnaðar væru tak-
markaðir og auðlindir sjávar væru
ekki óþrjótandi. Framtíð íslensku
þjóðarinnar myndi því í vaxandi
mæli byggjast á iðnaðinum.
Mikið kapp hefur verið lagt á að
gera sýninguna skemmtilega og
líflega, að sögn Bjarna Þórs Jóns-
sonar, framkvæmdastjóra sýn-
ingarinnar. Fataframleiðendur
standa fyrir daglegum fata- og
tískusýningum, sem mikið er lagt
í. Smíðaður hefur verið sérstakur
Morjfunbladió/KAX
Hið íslenskumælandi vélmenni,
ásamt umboðsmanni sínum hér á
landi, Birni Kristinssyni.
pallur gegnt áhorfendastúkunni
þar sem tískusýningar fara fram,
tvisvar til þrisvar á dag. Þetta
verða tískusýningar með leikrænu
ívafi, m.a. verður notast við leik-
muni og mjög fullkominn ljósa-
búnað. Milli 30 og 35 manns hafa
fastan starfa við sýningarnar, en
sýningarfólkið er úr Módelsam-
tökunum og Model ’79.
Þá mun gestum gefast kostur á
að smakka á margs konar réttum í
matardeildinni, sem verður í and-
dyri Hallarinnar, og í veitingasöl-
unni, sem JC Reykjavík sér um,
verður boðið upp á rétti sem aldrei
hafa áður sést á íslenskum mat-
seðlum. Brotið verður uppá ýms-
um skemmtilegheitum, til dæmis
verður á hverjum degi valinn
„happagestur", sem verður leystur
út með einhverri vöru á sýning-
unni.
Það sem kemur sennilega til
með að vekja einna mesta athygli
á sýningunni er bandarískt vél-
menni, eða „róbót“, sem leika mun
ýmsar listir gestum til fróðleiks
og skemmtunar. Það er Björn
Kristinsson og starfsfólk hans hjá
Rafagnatækni sem stendur á bak
við veru vélmennisins á sýning-
unni. Vélmennið, sem kallar sig
Fjallið hreina.
FÍA fjölhæfa, talar íslensku, með
bandarískum hreim að vísu, en
það mun stafa af því að hljóðin
sem tölvan vinnur með eru úr
bandarísku talmáli en ekki ís-
lensku. Tvö önnur fyrirtæki verða
einnig með vélmenni til sýnis, auk
þess sem gestir fá tækifæri til að
kynnast fyrstu séríslensku tölv-
unni.
Töluvert verður af erlendum
gestum við opnun sýningarinnar,
m.a. 75 Færeyingar, sem koma í
boði Útflutningsmiðstöðvar iðnað-
arins og FÍI. Stendur þessi koma
Færeyinganna í tengslum við sér-
stakt átak, sem gert hefur verið í
sambandi við aukinn útflutning til
Færeyja.
Sýningin í dag hefst með ávarpi
Ágústs Valfells, sem er formaður
sýningarnefndar. Þá munu Víg-
lundur Þorsteinsson, formaður
FÍI, og Sverrir Hermannsson, iðn-
aðarráðherra, flytja ræður.
Inngangseyrir er 100 krónur
fyrir fullorðna og 40 krónur fyrir
börn, en sýningin verður opin frá
klukkan 15 til 22 á virkum dögum
og frá 13 til 22 um helgar. Sýn-
ingarsvæðinu verður lokað klukk-
an 23 á hverju kvöldi.