Morgunblaðið - 19.08.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.08.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1983 23 Verndaður vinnustaður — eftir Hrafn Sœmundsson „Ekki er lengur einblínt á beina arösemi vinnu- staðanna sjálfra, heldur þann gróða sem í því felst að endurhæfa fólk og gera það sjálfbjarga á ný.“ Hvað er verndaður vinnustað- ur? Menn þekkja þessa gerð vinnustaða sem framleiðslufyrir- tæki þar sem fólk með skerta starfsorku vinnur. Þannig lítur verndaður vinnustaður út í fljótu bragði. En verndaður vinnustaður er miklu meira en þetta. Hlutverk vinnustaðanna Líklega eru verndaðir vinnu- staðir ein mestu gróðafyrirtæki í þjóðfélaginu. Þetta er hægt að rökstyðja á tvennan hátt. Annarsvegar gera þessir vinnu- staðir miklum fjölda fólks kleift að vinna aðrbæra vinnu, fólki sem ekki hefði möguleika á að hefja störf á óvernduðum vinnumark- aði. í mörgum tilvikum ræður þessi gerð vinnustaða því að ein- staklingurinn tekur aftur fullan þátt í rekstri þjóðfélagsins með skyldum og réttindum, ef vel tekst til. Hinsvegar verður hinn mann- legi þáttur, sem verndaður vinnu- staður stuðlar að, ekki metinn til peninga, og er þetta raunar annar flötur á sama hlutnum. Staða ein- staklingsins breytist og fjölskyld- ur þeirra sem hljóta góða endur- hæfingu og aðstandendur þeirra fá aftur þá stöðu í samfélaginu, sem er undirstaða eðlilegs lífs og lífsfyllingar. Endurhæfingarsjónarmiðið Verndaðir vinnustaðir hafa allt- af þjónað endurhæfingarsjónar- miði. Flestir þeir vernduðu vinnu- staðir, sem reknir eru hér á landi, hafa það markmið að þjálfa starfsfólk sitt á einhvern hátt til að takast á við aukin verkefni á einhverju sviði. Á seinni árum hefur þetl endurhæfingarsjónarmið rutt s< meira til rúms og orðið snara: þáttur í uppbyggingu vinnustai anna en áður var. Það má segja a þetta sjónarmið sé ríkjandi endurhæfingarmálum í Vestui Evrópu. Ekki er lengur einblínt beina arðsemi vinnustaðann sjálfra, heldur þann gróða sem því felst að endurhæfa fólk o gera það sjálfbjarga á ný. Hrafn Sæmundsson vinnustöðum, þarf rekstrargrund- völlur þeirra að vera tryggður. Með lögunum um málefni fatl- aðra, er gert ráð fyrir því að þessi þáttur málsins sé á þann veg að þetta sjónarmið geti setið í önd- vegi. Þessi lög taka gildi 1. janúar 1984. Mikill fjöldi einstaklinga með skerta starfsorku á framtíð sína undir því að í fjárlögum verði séð fyrir fé til að framkvæma þennan þátt laganna. Mikið í húfi Mikill einhugur og samstaða hefur verið um málefni fatlaðra undanfarin ár. Nú hefur fötlun verið skilgreind undir ein lög. Miklar vonir eru bundnar við framkvæmd þessara laga. Og við, sem búum við fötlun og þekkjum eða störfum að málefnum fatl- aðra, vitum að þeir ráðamenn, sem stjórna fjármálum og félags- málum, munu beita sér fyrir því að þessi lög verði framkvæmd. Við höfum á undanförnum árum haft góða reynslu af þeim sem nú ráða þessum málaflokkum og treystum því að gangan til betra lífs og sjálfsbjargar haldi áfram. Hrafn Sæmundsson er atrinnu- málafulltrúi í Kóparogi. Timburverzlunin Völundur framleiðir spónlagðar ® hurðir með bezta fáanlega spæni. Spjaldahurðir eða sléttar hurðir, eftir vali kaupandans. Stuttur afgreiðslufrestur. Hagstætt verð. Gjörið svo vel og lítið inn í sýningarsali okkar á Klapparstíg 1 og Skeifunni 19. Yfir 75 ára reynsla tryggir.gæðin. Timburverzlunin VÓlundur hf. KLAPPARSTÍG 1, SÍMI 18430 — SKEIFAN 19, SÍMI 85244 Tengsl við atvinnulífið Átta verndaðir vinnustaðir er nú starfræktir hér á landi og a minnsta kosti tveir eru að hefj rekstur. Þessir vinnustaðir eru s mismunandi gerð og þjóna mörg um hópum fólks með mismunanc skerta starfsorku. Sú þróun getur verið eðlileg o nauðsynleg að verndaðir vinnc staðir hafi meira samstarf. Þanr ig gætu sumir vinnustaðir veri framleiðsluvinnustaðir fyrst o fremst, en á öðrum væri hægt a þjóna endurhæfingunni meirc Þetta fyrirkomulag gæti gefi góða raun. Einnig þarf að tengja vernduð vinnustaðina betur við atvinnulíf ið og almenna uppbyggingu nýiðn aðar. Verndaður vinnustaður næ ekki tilgangi sínum nema það s tryggt að starfsfólk hans fái stör við hæfi að lokinni vinnu o; endurhæfingu. Á þessum sta standa endurhæfingarmál blindgötu á íslandi. Tímamót 1. janúar 1984 Til þess að hægt sé að einbeit; sér að endurhæfingu á vernduðun Völundar hurðir Ævintýraferð á ótrúlegu verði Brottför 27. ágúst Gisting á Hótei Montpamasse Park 4 dagar 10.800 11.900 Innifalið: Rug Keflavík-Paris og Luxemborg-Keftavík. Akstur frá Orty flugvelli að hóteli við komu. Lestarferð milli Parísar og Luxemborgar. Skoðunarferð um Paris og auk þess skoðunarferð um Versali í 8 daga ferð. Böm 2-11 ára fá kr. 3.500 í afslátL URVAL við Austurvöll 7726900 Umboftsmenn um allt laod

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.