Morgunblaðið - 28.08.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.08.1983, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 1983 Breidd stálþilsins er 22 metrar en lengd þess er 60 metrar eða svipað og hæð Hallgrímskirkjunnar. Rifið á milli hafs og vatnasvæðis er liðlega 250 metra breitt, en lengst í fjarska sést Ingólfshöfði. Ljósmynd Mbi. Ragnar AxeUson. Hörkugangur hjá „gullskipsmönnum" MYNDIN sem fylgir þessari frétt sýnir vel aðstæðurnar hjá gull- skipsmönnum á Skeiðarársandi, Atlantshafið ólgandi á hægri hönd og vatnasvæði Skeiðarár á vinstri hönd tugi kflómetra inn í landið. Rifið sjálft er um 250—300 metra breitt. Gullskipsmenn ferðast i vatnadreka um svæðið, tæki sem er bæði bátur og bfll eftir því hvort hentar. Dæling hefur gengiö mjög vel og má búast við að leitarmenn komi niður á „gullskipið" jafnvel í dag eða á morgun. Þurrt væri innan þilsins ef gullskipsmenn dældu ekki vatni inn í þilið. Gullskipsmenn gripu í það dagstund eina í vikunni að gera 900 metra langan flugvöll á miðjum sandinum há Brúsastöð- um, en það nafn er tilkomið vegna þess að kaffibrúsar og meðlæti var skilið eftir í pappa- kassa í slóð á sandinum handa einum leiðangursmanna sem var að vinna á ýtu á svæðinu. Þegar ýtumaðurinn var á leið að búð- unum í kaffið sá hann pappa- kassa og tuldraði við sjálfan sig um sóðaskap félaga sinna og keyrði síðan ýtunni yfir kassann og tróð hann niður í sandinn. Á korti gullskipsmanna ber flug- völlurinn nafnið Brúsastaða Air- port. Alls þarf að dæla um 13.500 rúmmetrum af sandi til þess að komast niður á þilfar gullskips- ins og er þegar búið að dæla nær 10 þúsund rúmmetrum. Sjá forsíðumynd. Stórhækkaö verð á plasti HRÁEFNISVERÐ á plasti, sem not- að er í plastumbúðir hefur stórhækk- að erlendis á fáum vikum: Samtals er um að ræða 35—45% hækkanir í erlendri mynt eftir löndum. Þessar erlendu hækkanir á plasti munu hafa þau áhrif hér á landi, að verð á ýmsum plastvarningi, svo sem bygg- ingarplasti, plastpokum og öðrum plastumbúðum mun hækka talsvert umfram almennar verðhækkanir á næstunni. Þessar hækkanir eru álíka mikl- ar og urðu á plasti og öðrum olíu- afurðum í kjölfar olíukreppunnar 1973 og aftur 1979. Eftir miklar verðhækkanir á olíu 1979 kom samdráttur í heimsviðskipti, sem nam að meðaltali 15% hvort árið um sig 1980 og 1981. Þetta hafði í för með sér offramleiðslu og verð- fall á plasti um allan heim. Erlend plastframleiðsla var rekin með miklu tapi og framleiðendur drógu saman seglin jafnframt því sem þeir reyndu að ýta verðinu upp. Það sem einkum er talið valda skyndilegri verðhækkun nú er að samdráttur í plastframleiðslu hef- ur leitt til aukins jafnvægis milli framboðs og eftirspurnar, auk þess sem nýr og mjög stór mark- aður hefur opnast í Mið—Austur- löndum fyrir plast framleitt í Evr- ópu. Hafnaríjarð- arkirkja í MESSUTILKYNNINGU í blað- inu í gær frá Garða-, Víðistaða- og Hafnarfjarðarprestaköllum féll niður að geta þess hvar sunnu- dagsmessan í dag færi fram. Það verður í Hafnarfjarðarkirkju. Sr. Gunnþór Ingason messar. Lánskjaravísitalan: Skiptar skoðanir í þing- flokki sjálfstæðismanna ÞINGFLOKKUR sjálfstæðismanna þingaöi á föstudag um lánskjaravísi- töluna og voru skoðanir nokkuð skiptar um það hvort taka bæri upp nýja reikningsaðferð þegar við næstu mánaðamót. Samkvæmt heimildum sem Morgunblaðið aflaði sér í gær mun meirihluti þingflokks- ins hafa verið mótfallinn því að lánskjaravísitalan hækkaði um 8,1% 1. september og vildi þegar taka upp hina nýju reikningsaðferð sem þýtt hefði 5,1% hækkun. Tveir ráðherrar, þeir Albert Guðmundsson og Sverrir Her- mannsson, munu hafa verið mjög andsnúnir 8,1% hækkuninni og töldu ásamt flestum þingmanna flokksins að réttlætanlegt væri vegna efnahagsástandsins að skerða fjármagn sparifjáreigenda og banka og tímabært að inn- stæðueigendur tækju á sig ein- hverjar byrðar eins og launþegar hafa orðið að gera. Geir Hall- grímsson og Matthías Á. Mathie- sen munu á hinn bóginn hafa lagt áherslu á að skerðing sparifjár væri óframkvæmanleg og bentu þeir jafnframt á að með 8,1% hækkuninni væri verið að afgreiða óstjórn fyrri ríkisstjórnar jafn- framt því sem mörkuð væri ný stefna sem á næstu mánuðum myndi skila verulegum árangri. Þá fjölluðu þeir einnig um mild- andi aðgerðir sem fylgja munu, vaxtalækkun o.fl. Niðurstaðan var sú að gangast inn á 8,1% hækkunina og lögðu allir þingmenn áherslu á stefnu- breytinguna sem orðin er, verið væri að leiðrétta fyrri óstjórn og gripið væri til mildandi ráðstaf- ana til að létta mönnum byrði. Fyreta keppnisdaginn í íslandsrallinu áttu erlendu keppendurnir í nokkrum erfiðleikum er yfir ár var að fara. Um eitt þúsund manns stunda gæsaveiðar hér NÚ FARA GÆSASKYTTUR óðum að hreinsa byssur sínar, því 20. ágúst rann upp gæsaveiðitímabilið, sem stendur venjulega fram í nóvember- byrjun. Gæsaveiðar eru þó leyfðar að vetrinum til, fram til 15. mars, en þá er bara engar gæsir að hafa, þær eru flognar til Bretlandseyja þar sem þær hafa vetursetu. Það eru fjórar tegundir gæsa sem veiddar eru hér á landi: grágæs, heiðagæs, blesgæs og helsingi. Morgunblaðið sneri sér til Erling Ólafssonar dýrafræðings til að fá upprýsingar um fjölda þessara gæsa hér á landi og helstu aðsetur. Af grágæsunum er það að segja að þær eru taldar vera um 70 þús- und í nóvember. Heiðargæsin, sem er bæði af íslensku og grænlensku bergi brotin, er ekki mikið veidd þar sem hún heldur sig mest á hálendinu. öðru máli gegnir um grænlensku blesgæsina, hún er mikið veidd, og fer aðallega um Borgarfjörðinn, Árnes- og Rang- árvallasýslur. Það eru á bilinu sjö til átta þúsund fuglar sem fara hér um. Þá er það helsinginn, en sú gæs verpir á Norðaustur-Græn- landi og fer hér um Skagafjörð og Skaftafellssýslur. Stofninn telur um 30 þúsund fugla. En hvað er mikið veitt af gæs hérlendis og hversu margir stunda slíkar veiðar? Sverrir Scheving Thorsteinsson, jarðfræðingur og formaður Skotveiðifélags Islands, verður fyrir svörum, en hann er nýkominn úr sinni fyrstu gæsa- veiðiferð um Snæfellsnes og Dala- sýslu.. „Þú spyrð ekki um lítið. Þetta eru upplýsingar sem við í Skot- veiðifélaginu vildum gjarnan búa yfir, en því miður liggja þær ekki á lausu. Sannleikurinn er sá, að það veit enginn hve mikið er veitt, né hve margir stunda gæsaveiðar að staðaldri. Þ6 er kannski auð- veldara að skjóta á svar við seinni spurningunni. Ég gæti trúað að það væru um þúsund manns sem stunduðu gæsaveiðar af alvöru. Ég segi „af alvöru", því það er sitt- hvað gæsaveiðimaður og „gæsa- veiðimaður". Við í Skotveiðifélag- inu leggjum áherslu á það að gæs sé drepin með haglabyssu og á flugi. Það er hið eina rétta. En það eru til menn, og þeir margir, sem drepa gæs í sárum og selja síðan sem haustskotna gæs. Auðvitað miklu verri matur. Eins tel ég þá ekki til gæsaveiðimanna sem stunda skytterí á vorin. Slíkt er ekki aðeins lögbrot, heldur gjör- samlega siðlaust. En því miður eru brögð að því. Varðandi það hve mikið er af gæs, þá held ég að ekki sé einu sinni hægt að skjóta á svar við því. En til að gefa mönnum einhverja hugmynd um fjöldann, get ég nefnt að meðalveiði gæsaskyttu yfir eina helgi er á bilinu tvær til fimm gæsir. — GPA íslandsrallið: Seinkaði um f jóra tíma ÖKUKEPPPNIN sem Frakkinn Claude Bertrand stendur fyrir var stöðvuð með lögregluvaldi i gærmorg- un, þar eð tryggingar á ókutækjum sem þitt taka í keppninni voru ekki nsgilegar. Ökukeppnin átti að hefjast kl. 8 í gærmorgun, en hófst ekki fyrr en kl. 12 á hádegi vegna þessarar taf- ar, en í millitíðinni var unnið í því að leysa málið. Að sögn Örvars Kristjánssonar hjá Landsambandi íslenskra akst- ursíþróttafélaga var keppnin í upp- hafi tryggð sem 4 brautarkeppnir. Kostnaðurinn því samfara var svo mikill að Frakkinn treysti sér ekki til að greiða hann og því varð trygg- ingin ógild. I gærmorgun tókst að ganga frá nýrri tryggingu og leyfið til keppninnar var því endurnýjað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.