Morgunblaðið - 28.08.1983, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 28.08.1983, Blaðsíða 45
MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 1983 45 Þakka innilega vináttu og hlýhug á 70 ára afmæli minu. Ragnheiður Þórðardóttir, Vesturgötu 41, Akranesi. Síðbúin afmæliskveðja: Ragnar Kjartans- son myndhöggvari Ragnar Kjartansson mynd- höggvari varð sextugur þann 17. ágúst sl. sem kunnugt er orðið af afmælisgreinum, sem birst hafa um hann í blöðum. Mig langar þó að bæta þar örlitlu við um þann kapítula lífs hans, sem snúið hefur að Myndlistaskólanum í Reykja- vík. Ragnar Kjartansson kom snemma við sögu Myndlistaskól- ans, hann gerðist nemandi fljót- lega eftir stofnun hans, síðar kennari og skólastjóri. Og er mér stórlega til efs að skólinn væri til í dag hefði hans ekki notið við, hann kenndi í höggmyndadeild, teiknideildum og barnadeildum. Á þeim árum voru brennsluofnar ekki komnir í barna- og ungl- ingaskóla landsins og mun Ragnar hafa verið fyrstur hérlendis til að kenna stórum hópi barna leirmót- un, þá gerðu börn undir hans handleiðslu mósaikmyndir í stofn- anir í Reykjavík. Ragnar hefur reynst dugandi kennari, lifandi og litríkur per- sónuleiki, honum tekst að hrífa nemendur sína með sér svo þeir telja ekki eftir sér að vinna, hann er áhugavekjandi og skemmtileg- ur, segir meiningu sína á grein- argóðan og kjarnyrtan hátt, hann sér möguleikana i unga fólkinu, sem vill beita sér til árangurs, hann talar af lotningu um þá sem eru ungir og óþreyttir og honum lætur einkar vel að umgangast sér yngra fólk, hann er ungur í hugs- un og fullur af viljaþreki og krafti. Ragnar hefur setið í stjórn Myndlistaskólans í Reykjavík frá ómunatíð, lengi vel sem stjórnar- formaður. Síðastliðin 10 ár hef ég verið með honum í stjórninni og þó langt sé frá að við höfum haft sömu skoðanir á hlutunum þá hef- ur okkur lynt vel. Alltaf hefur ver- ið daufara á stjórnar- og kennara- fundum þegar hann hefur ekki mætt, hann er skemmtilegur i samkvæmi, talar af innlifun, bros- ir með öllu andlitinu og verður myndrænni í útliti eftir því, sem árunum fjölgar. Kæri vinur, ég óska þér til ham- ingju og góðs gengis í framtíðinni. Katrín Briem. resió af meginþorra þjóðarinnar daglega! Auglýsinga- síminner22480 Alúðarþakkir og kveöjur færi ég öllum þeim fjölmörgu er heiöruöu mig meö heimsóknum, gjöfum og heillaósk- um á sjötugsafmœli mínu, þann 13. ágúst sL Guð blessi ykkur öll. Unnur Halldórsdóttir, Gröf. Þessi bátur er til sölu Trébátur, 5,3 tonn. Petter díselvól. 3 rafm. rúllur, dýpt- armælir, talstöo o.fl. Má greiöast aö hluta með fast- eignatryggöu skuldabréfi. Uppl. í síma 29555 og síma 76253.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.