Morgunblaðið - 28.08.1983, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 28.08.1983, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 1983 Lýsingálífi víkinganna á 11. öld Eftir Elínu Pálmadóttur í nútímaþjóðfélagi þykja fréttirnar frá í fyrra ekki ýkja spennandi. Ganga undir nafninu gamlar lummur og eru varla tald- ar í frásögur færandi. Sú fréttafrásögn frá 11. öld, sem á þessu ári var gerð aðgengileg hverjum sem vill, vekur þó ekki svo litla athygli. Þetta er myndafrá- sögn í litum á hinum fræga 70 metra langa klæði frá Bayeux. En þar segir frá valdabaráttu og herförum þeirra sem þá voru mest í sviðsljósinu í Evrópu, Vilhjálmi bastarði, Ját- varði, syni Aðalráðs kon- ungs í Englandi, og Har- aldi jarli Guðinasyni, mági Englandskonungs. En löngum hefur verið litið á þetta saumaða myndateppi sem hreinustu gullnámu með upplýsingum um lífið á 11. öldinni, þar sem fatn- aði, vopnum, tækjum, bát- um, orustum og daglegu amstri hárra og lágra er lýst af nákvæmni í saum- uðum myndum. Þar er meira að segja Halley- halastjarnan, sem mun hafa farið um himin 1066, en í Flateyjarbók er ein- mitt sagt frá því að kon- ungsskiptin í Englandi, sem frá er sagt, hafi verið 1065—66, og þar er nefnd þessi halastjarna. Þykir þetta góð sönnun um áreið- anleik frásagnar. Á mynd- unum eru upplýsingar um skip og útbúnað víking- anna, sem ekki finnast annars staðar, svo sem drekahöfuðin á skipunum, að því er sérfræðingurinn í miðaldasögu og sögu Normandíhéraðs, próf. Musset við háskólann í Caen, upplýsti blaðamann Mbl. um. En slík drekahöf- uð eru hvergi til á vík- ingaskipum sem grafin hafa verið upp. Einnig um seglabúnaðinn og þar eru t.d. einu upplýsingarnar um stýriárina á þessum skipum að finna. Og fjöl- margt fleira er þar fróð- legt. Þetta merkilega teppi, sem er talið eitt af dýrmætustu listaverk- um miðalda, var í febrúarmánuði sl. flutt úr erkibiskupshúsinu við dómkirkjuna í Bayeux, þar sem það hafði verið geymt, og sett upp til sýnis fyrir almenning í gamla prestaskólanum, ásamt bæjar- bókasafninu, sem í raun er eigandi refilsins frá fyrri tíð. Hefur verið mjög vel til vandað að teppið skemmist ekki og því komið fyrir í algerlega loftþéttum glerkassa, svo að hitastigið breytist aldrei frá 18 stigum og rakastigið víki ekki frá 50%. Og þótt ljósmagni sé Haraldur Guðinason sver Vilhjálmi bastarði hollustueið, hann muni engan annan styðja til konungdóms í Englandi að Játvarði látnum. Vil- hjálmur situr í hásæti sínu með sverð, en Haraldur sver með fíngur á helgum dómi eða eins og segir í hinni íslensku Flateyjarbók: „Á það ofan svarði Haraldur eið að skrfni hins heilaga Otamarus, að hann skildi aldrei vera i móti honum." Þarna er frásðgnin í mynd á Bay- eux-teppinu. VVlLLeLMODVCI: Bayeux-refillinn í nýjum heimkynnum ^'¦MlWtKfc.... 1 *$Eh ^tj j£ Kl *-¦¦* M mi ^^^^™ ^^^ * æ^ ^^ Halley-halastjarnan, sem raunveru- lega fór um himininn í aprflmánuði 1066, er saumuð þarna á teppið frá Bayeux og þykir merkilegt sönnun argagn um sannleiksgildi frisagn- haldið innan við 50 lux, þá er það alveg nægileg lýsing til þess að myndirnar virðast rísa sem „relief upp frá reflinum þegar maður gengur fram með honum og les myndasöguna eins og spenn- andi reyfara. En refillinn er var- inn skotheldum glerjum og sjálf- virkt brunakerfi á að vara við reyk eða eldi.Stækkaðar myndir af ein- stökum atburðum og skýringum verða í næstu sölum og þegar má þar fylgjast með á myndbandi, efnið er kynnt á ensku og frönsku.Það er ekki að furða þótt fengur hafi þótt að því að fá þessa 900 ára gömlu myndasögu að- gengilega hverjum manni. Enda skoðuðu refilinn 2300 manns á páskadaginn einan. Fréttamaður Mbl. kom þarna í marslok, um mánuði eftir að opnað var og hafði þá gestaaukning orðið 40%. íslensk ullarsala í Rúðuborg 1180 Eftir að hafa skoðað þessa merkilegu heimild, var komið við í háskólanum í Caen til að fræðast af próf. Musset um þennan tíma. Við þann háskóla er sem kunnugt er norrænudeild. Hann sagði að þar væru tveir prófessorar, próf. Durand, sem er m.a. sérfræðingur í ljóðlist 19. aldar, og próf. Bou- quet, sem hefur sænskar og danskar bókmenntir að sérgrein. Að auki 2 aðstoðarkennarar og 4 stundakennarar, hver í sinni greininni. Sjálfur kvaðst hann vera á baksviðinu, með miðalda- sögu og sögu Normandíhéraðs sem sérgrein. Og hann hefur skrifað bók um rústir frá þeim tíma. Hann talar dönsku, enda hefur Vinnubrógð, verkfæri og notkun þeirra koma vel fram i myndum teppisins frá Bayeux. Hér er styrkt skóflublað og notkun þess sýnd. hann búið í Danmörku í mörg ár og getur lesið íslensku og hefur lesið flestar fslendingasögurnar. Og hann hefur meira að segja þýtt eina. En víkingarnir sem komu frá Norðurlöndum eiga stóran hlut í sögu Normandí. Og því bað ég hann um að segja i stuttu máli frá komu þeirra: — Þegar víkingarnir komu til Normandí, komu þeir úr tveimur áttum. Sumir komu beint frá Danmörku, en aðrir frá Noregi. Þeir síðarnefndu ekki beina leið, heldur höfðu þeir flestir farið fyrst til skozku eyjanna eða aust- urstrandar írlands og leiðin því legið kringum Bretlandseyjar áð- ur en þeir lentu á strönd Norm- andís á norðurströnd Frakklands. Göngu-Hrólfur og hans menn til- heyrðu vitanlega seinni hópnum. Hann kom á fyrri hluta 10. aldar, líklega árið 905. Fyrstu innrásar- mennirnir hafa líklega komið um 825—30. Hrólfur hefur komið ann- aðhvort frá Norður-Skotlandi eða Austur-írlandi. Við vitum það ekki svo glöggt, sagði próf. Muss- et. Hann sagði að samband hefði verið við Norðurlönd fram um 1030. En þá hefði það slitnað al- veg. En Normandibúar hefðu haldið áfram að hafa samskipti við norsku vikinganýlenduna á Ir- landi. Fátt er um minjar frá þessum tima. Gröf fannst þó fyrir 120 ár- um skammt frá Rúðuborg í Signu- dalnum. Þetta er kvengröf og þar fundust tvær nælur. Einnig er til sverð annars staðar frá. En það sem eftir lifir speglast i tungu- málinu. í Normandí eru mörg orð af norrænum uppruna, einkum yf- ir áhöld og fiskveiðar, einnig fiskanöfn. Nefndi próf. Musset orphi sem er hornfiskur á dönsku og har sem er haj eða hákarl, en þessir fiskar heita allt annað ann- ars staðar í Frakklandi. Og af mannanöfnum nefndi hann Tur- stin sem er Þorsteinn og Turgot, sem er Þórgautur. Staðarnöfn má líka rekja til norrænnar tungu. Mörg þeirra alnorræn eða hálf- norræn og oft með frönskum end- ingum. Kvað prófessorinn mikinn áhuga á íslenskri tungu í Norm- andi af þessum ástæðum. En eng- ar rúnaristur hafa fundist í Norm- andí. Er hann var spurður um hvort norrænna einkenna gætti enn í útliti fólks í Normandí, sagði hann að svo hefði verið fyrir 1—2 öldum, þá verið meira um ljóshært og bláeygt fólk á skögum sem lengst ganga i norður á Normandf en annars staðar í Frakklandi. En síðan hefur blöndun orðið mjög mikil í landinu með bættum sam- göngum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.