Morgunblaðið - 28.08.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.08.1983, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 1983 Helvíti eða Paradís eftir Armando Valladares Skáldið Armando Valladares þekkir lítið til Paradísar. Hann var 23 ára opinber starfsmaður, þegar hann var handtekinn fyrir skopðanaglæp af lögreglu Kastrós árið 1960. Hann var ekki látinn laus úr prísundinni fyrr en 22 árum síðar, eftir að hafa verið nokkur ár í hjólastól, lamaður. Valladares, sem býr nú til skiptis í Madrid og París, er nú að rita endurminningar sínar. Eftirfarandi grein eftir hann birtist 12. ágúst í franska tímaritinu L’Express. Hún birtist hér örlítið stytt. Greinarhöfundur faðmar eiginkonu sína við komuna til Parísar 22. október 1982. f desember 1960 var ég handtek- inn af kúbönsku ríkislögreglunni. Ég hafði ekki drýgt neinn glæp. Auk þess hafði húsleit heima hjá mér verið árangurslaus; hvorki sprengiefni, vopn né grunsamleg skjöl höfðu fundist. Samt sem áð- ur lýstu lögregluþjónarnir sem yf- irheyrðu mig því yfir að þrátt fyrir skort á sönnunum gegn mér, væru þeir sannfærðir um að ég væri hugsanlegur óvinur bylt- ingarinnar. Hin raunverulega ástæða fangelsunar minnar var þó sú að hafa stöðugt varað vini og samlanda við þeirri hættu sem valdataka kommúnista hafði fyrir land vort. Pyrir að hafa notað prentfrelsið og látið í ljós skoðanir mínar hef ég eytt 22 árum í póli- tískum fangelsum. Fyrir að hafa neitað að hafna þessum skoðun- um, hefur mér verið misþyrmt kerfisbundið, haldið í algerri ein- angrun, pyndaður líkamlega og andlega. Sál mín og hendur bera merki þessa. Ég hef séð félaga mína pyndaða, ég hef verið bæði vitni og fórnarlamb ruddalegs og samviskulauss refsingakerfis. Síðan hersveitir Kastró tóku völdin árið 1959, er Kúba í reynd undir herlögum. Vald ríkisins er ekki skýrt afmarkað. í stjórn- arskrá kommúnista á Kúbu — hún gekk í gildi 1976 og er fyrirmynd í augum allra marxista í Suður- Ameríku — er ákvæði á þessa leið í grein 52: „Borgararnir njóta tjáningar- og prentfrelsins í sam- ræmi við markmið sósíalísks þjóð- félags. Efnisleg skilyrði þess að neyta þessa réttar eru til staöar á þann hátt að blöð, útvarp, sjón- varp og aðrir fjölmiðlar eru eign ríkisins og þjóðfélagsins, og geta undir engum kringumstæðum orð- ið einkaeign, sem tryggir að þeir verða alfarið í þjónustu verkalýðs- ins og gæta hagsmuna þjóðfé- lagsins." Enginn réttur getur þess vegna verið nýttur, sem andstæð- ur er takmarki stjórnarinnar. Á Kúbu hafa öll mannréttindi í reynd verið afnumin; tjáningar- frelsi, hugsanafrelsi, félagafrelsi, trúfrelsi, rétturinn til að stofna eða vera í óháðu verkalýðsfélagi og jafnvel rétturinn til að yfirgefa fangelsi þegar refsing hefur verið afplánuð. Á Kúbu hefur einræði ríkt í næstum aldarfjórðung, ruddalegt og ósveigjanlegt, haldið við lýði með skriðdrekum, byssustingum og óttanum sem ríkislögreglan vekur. Afleiðingar þessarar kúgunar eru ósmáar; þúsundir og aftur þúsundir fólks tekið af lífi, aðrar tugþúsundir fangelsaðar og nærri 2 milljónir flóttamanna. Kommúnistastjórnin hefur komið á 6 daga vinnuviku og af- numið þannig 5 daga vinnuvikuna, einn af sigrum kúbanskrar verka- lýðshreyfingar. Síðan vinnur fólk 6 daga vikunnar og helgar sig „sjálfboðavinnu" á sunnudögum. Allir Kúbubúar sem vinna ekki „sjálfboðavinnu" eru álitnir haldnir skorti á „byltingaranda", og eiga á hættu hefndarráðstafan- ir, allt frá opinberri auðmýkingu til brottvikningar úr starfi. Auk þess þvingar fjöldi verksmiðja og byggingarfyrirtækja starfsfólkið til 10, 12, jafnvel 14 tíma vinnu á dag. Refsingakerfið Nærri 140.000 pólitiskir og al- mennir refsifangar sitja í fangels- um á Kúbu. Þar eru 68 fangelsi. Ef með eru talin bóndabýli, notuð sem fangelsi, ásamt fangabúðum, kemst fjöldi refsistofnana yfir 100. í Havana-héraði, þar sem tvær milljónir manna búa, voru fyrir tveimur árum 48.000 fangar. Þarna eru fangelsi eins og Comb- inado del Este, þar sem ég var í haldi, en þar komst talan upp í 13.500 fanga. f La Cabana eru 3.500 til 4.000 manns, í del Morro 2.500 til 3.000, í Guanajay 3.000 til 3.500 og loks í kvennafangelsinu Nuevo Amanecer (Ný dagrenning) eru næstum 4.000 konur. Auk rammbyggðra fangelsa eru líka fangabúðir umluktar gaddavír, vaktaðar af vörðum vopnuðum vélbyssum, sem útbúnar eru speg- ilnemum. Einnig hafa þeir veiði- hunda. Þannig er með búðirnir Melana 1 og 2, Quivicán og Valle Grande, sem er stærst þeirra á eyjunni, og byggt fyrir aðeins einu og hálfu ári nálægt veginum, sem tengir Pinar del Rio og Havana. Þar eru einnig fangabúðir fyrir unglinga, Arcoiris (Regnboginn) og aðrar fyrir unga drengi La Vida Nueva (Nýtt líf). Bóndabýli notuð sem fangelsi líkjast að flestu fangabúðum, en þau eru ekki girt með gaddavír. Loks eru „frentes abiertos", en þar hafast við hópar fanga sem hafa fengið vægan dóm, eða eru um það bil að fá lausn. Þessir fangar fara um eyna til að byggja vegi, skóla, gripahús og íbúðarhús. Ferða- menn, sem fá oft tækifæri til að sjá menn að vinnu, grunar ekki að hér sé um að ræða fanga sem hafa fengið „pólitíska uppreisn æru“. Havana-hérað eitt hefur sex þess- ara stofnana. Hvað mér viðkemur hef ég eytt mestum hluta fangaævi minnar í strangri öryggisgæzlu, fyrst og fremst í La Cabana-fangelsinu, en þangað var ég fluttur í janúar 1961, þar eru pólitískir fangar úr öllu Havana-héraði skotnir. Af- tökustaðnum hafði verið komið fyrir í 200 ára gömlum skurðum, og þaðan hljómaði stöðug skothríð nótt eftir nótt, ásamt ópum eins og „Lifi Kristur konungur", „Niður með kommúnismann", sem hinir dauðadæmdu hrópuðu í kór áður en þeir dóu. Eftir 1963 var bur.dið fyrir munn þeirra. Ég var ekki nema nokkra daga í La Cabana-fangelsi nú, áður en ég var fluttur til eyjar sem er sunnan við Kúbu, og ber nafnið Isla de Pinos (Grenieyja); hér er um að ræða hina frægu „Gulleyju" Rob- erts Louis Stevensons, sem komm- únistar hafa breytt í Síberíu Am- eríku. Þeir hafa á stalínskan móð gert úr henni fangelsi fyrir alla pólitíska fanga, sem dæmdir hafa verið í þrælkunarvinnu. Þarna er mannslífið einskis metið. Ég hef séð fjölda félaga minna myrta, sá fyrsti þeirra var Ernesto Diaz Madruga, sem fangavörður drap með þyssusting. Þannig hófst ógnaröld sem leiddi til fjölda dauðsfalla og limlestinga. í apríl 1961 var dýnamíti komið fyrir í öllum byggingum til að hægt væri að ganga alveg frá okkur, ef Kúba yrði fyrir árás; 13 tonn af dýna- míti í hverja byggingu. Ég hand- lék eina þessara túpna. Hún var framleidd í Kanada; líklega hafði Kastró heldur litla trú á afköstum hins sovézka sprengiefnis. Ég vann mjög lengi í landbún- aðarbúðum og marmaranámum. Það var mjög slítandi. Auk þess vorum við fórnarlömb stöðugs ofbeldis af hálfu þeirra sem voru Armando Valladares í fangelsisklefa í Havana. settir yfir vinnuflokkana. Nokkr- um árum seinna var ég fluttur í Boniato-fangelsið í austurhéruð- unum. Öllum dyrum og gluggum var lokað með stálplötum. Pynd- arar gengu klefa úr klefa og börðu fangana kerfisbundið, í von um að þeir létu sig. Þetta tímabil var eitt það alversta á ævi minni. En ég var ekki einangraður, mér fannst ég hvorki vera einn né 'yfirgefinn, því Guð var hjá mér í þessari dý- flissu. Ég var í beinu sambandi við Hann. Það nægði mér að loka aug- unum til að fyllast innri birtu, til að finna sólaryl sem enginn getur skyggt fyrir og greina sjóndeild- arhringi, sem enginn getur tak- markað. Slíkt ástand fæst ekki fram nema með kærleika, og þessi kærleikur, það er Guð. Því ákafar sem fangaverðir mínir hötuðu mig, því oftar sem þeir börðu mig, því meir fylltist hjarta mitt af kristilegum kærleika og trú. Ég hataði þá aldrei og í dag, eftir allt sem liðið er, bið ég fyrir þeim, bið þess að þeir iðrist. Eitt sinn tókst mér að verða mér úti um biblíu, en að Iokum fundu hermennirnir hana og rifu í tætlur í bræði. í ágúst 1974, gerðist það í La Cabana, að fangarnir voru sveltir í 46 daga. Sex fangar, þar á meðal ég, komu út úr þessari raun í hjólastól. í mörg ár neituðu þeir okkur um læknishjálp. Vegna þrýstings frá Amnesty Inter- national á stjórn Kúbu, sendu stjórnendur La Cabana-fangelsis skýrslu til þessarar stofnunar árið 1976. Þar viðurkenndu þeir, að ég þjáðist af taugalömun sem tak- markaði hreyfingu handa og fóta. í meira en fjögur ár voru allar tilraunir mínar til að fá læknis- hjálp árangurslausar. En árið 1979 þegar Kastró hóf nýja áróð- ursherferð varð hann að lýsa yfir uppgjöf saka í stórum stíl. Ég var nú sendur í sjúkrahús, þar sem ég var látinn gangast undir viðeigandi læknismeðferð. Samt sem áður varð útgáfa bókar minnar í Frakklandi til þess að hætt var við lækninguna, og var ég sendur aftur í fangelsi, í þetta skipti til Combinado del Este, þar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.