Morgunblaðið - 28.08.1983, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 28.08.1983, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 1983 t Faðir okkar, ÁSGRÍMUR ÞORGRÍMSSON. bóndi, Borg, Miklaholtshreppi. andaöist á Sjúkrahúsi Akraness 25. ágúst. Börnin. Minning: t Útför konu minnar, UNNAR ÓLAFSDÓTTUR, sem lézt 18. ágúst sl. hefur fariö fram. Þakka auösýnda samúö og færi sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks Landakotsspítala, Heimahjúkrunar Reykjavíkurborgar, svo og nágranna mlnna fyrir ómetanlega aðstoö Óli Magnúm ísaksson. t Móöir okkar og tengdamóðir, SÓLVEIG BJARNADÓTTIR ANSNES, sem andaöist aöfaranótt 21. ágúst veröur jarösungin frá DómkirkJ- unni, þriöjudaginn 30. ágúst kl. 15. Guörún Ansnes, Bjarni H. Ansnes, Harrý Steinson, Rut Guðmundsdóttir t Bróöir okkar. GUDBRANDUR ÞORKELL SÆMUNDSSON. veitingaþjónn, er andaöist 23. ágúst veröur jarösunginn þriöjudaginn 30. ágúst kl. 1.30 frá Fossvogskirkju. Eva Sœmundsdóttir. Lára Sasmundadóttir, Guðrún Sæmundsdóttir. t Útför eiginmanns míns, fööur, tengdafðöur og afa, ÓLAFS TRYGGVASONAR, Brekkustíg 14, Reykjavík, fer fram frá Dómkirkjunni, þriöjudaginn 30. ágúst kl. 10.30. Sigriöur Sigurgairadóttir, Knstrún Ólafadóttir, Sigurður Guðmundsson, Kári Ólafsson, Margrét Jóhannsdóttir, Sigurgeir Ólafsaon og barnabörn. t Faöir okkar, tengdafaðir og afi, EDVARD FRÍMANNSSON, leiösögumaöur og fyrrv. kaupmaður, Hringbraut 46, Reykjavik, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni, mánudaginn 29. ágúst kl. 13.30. Jón Gunnar Edvards, Linda Stefanía De L'Etoile, Birgir Frímann Edvards, Elín Edvards, Jens Sandholt, og barnabörnin Rúnar Þór, Atli Jarl og Ásta Lára. t Utför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÁSTU MARGRÉTAR GUDLAUGSDÓTTUR, Miklubraut 42, fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík, miövikudaginn 31. ágúst nk. kl. 15.00. Björgvin Grfmaaon, Jóhann S. Björgvinsson, Klara Sjöfn Kristjánadóttir, Guðrún E. Björgvinsdóttir, Jón Böövarsson, Guölaugur Björgvinsson, Þórunn Hafatein, og barnabörn t Þökkum innilega auðsýnda samúö og vinarhug við fráfall föður okkar, tengdafööur og afa, EIRÍKS ORMSSONAR, rafvirkjameistara. Sigrún Eiríksdóttir, Sigurveig Eiríksdóttir, Eyrún Eiríksdóttir, Karl Eiríksson, Kristín Þorsteinsdóttir og barnabörn. ..........¦¦¦¦¦¦¦ ¦ iii Knstinn Guðjónsson, Ingibjörg Skúladóttir, Andrés Andrésson framkvœmdastjóri Ra'ddur 1. nóvember 1928. Díinn 16. ágúst 1983. Þegar vinur og starfsfélagi á besta aldri er kvaddur burt úr þessu lífi, finnst manni tilveran furðuleg og söknuður verður mik- ill einkum þegar samfylgdin hefur verið náin um margra ára skeið. Fyrstu kynni okkar Andrésar hófust árið 1955 þegar hann réðst til Rafvirkjadeildar Sameinaðra verktaka sem bókari og síðar sem framkvæmdastjóri. Hafa sam- skipti okkar verið all náin öll þessi ár, bæði í starfi og tómstundum. Meðal annars fórum við saman í laxveiðiferðir árum saman með vinum og kunningjum. Árið 1964 festum við Andrés kaup á jörðinni Foss í Skefilstaðahreppi ásamt tveim félogum öðrum, og höfum við verið með fiskiræktartilraunir þar í nokkur ár. Andrés lauk prófi frá Verslun- arskóla fslands árið 1947. Hann var mjög hæfur bókhaldari og leituðu margir til hans varðandi það. Rafvirkjadeildin var ekki eini starfsvettvangur Andrésar. Þegar Ákvæðisvinnunefnd rafvirkja var stofnuð árið 1965 var hann skipað- ur oddamaður í þeirri nefnd af opinberri stofnun, og falið þar framkvæmdastjórastarf vegna góðrar þekkingar á rafvirkjastörf- um. Einnig kenndi Andrés bók- færslu við Iðnskólann í Reykjavík um árabil. Andrés Andrésson var fæddur 1. nóvember 1928 í Stöðvarfirði. Foreldrar hans voru Andrés Karlsson, byggingarmeistari, sem dáinn er fyrir mörgum árum, og Vilfríður Þórunn Björnsdóttir, sem enn er á lífi háöldruð. Þau áttu auk Andrésar tvo syni, þá Pétur, sem er húsasmiður, og Hauk, sem vinnur í Áburðarverk- smiðju ríkisins. Þann 20. júlí 1952 kvæntist Andrés ágætri konu, Pálínu Björnsdóttur, og áttu þau tvö börn, Rósu Björgu og Andrés Þór. Rósa Björg er kvænt Hallgrími Ævari Hallgrímssyni og eiga þau tvo drengi. Andrés Þór býr enn í foreldrahúsum. Um leið og ég þakka samfylgd- ina sem við Andrés áttum, vil ég fyrir hönd félaganna í Rafvirkja- deildinni og fjölskyldu minnar senda þér, kæra Pálina, og fjðl- skyldu þinni okkar innilegustu samúðark veðj ur. Vilberg Guðmundsson. Þriðjudaginn 16. ágúst lést Andrés Andrésson framkvæmda- stjóri á Landspítalanum, aðeins 55 ára að aldri. Hann hafði um sjö mánaða skeið, þó með stuttum hléum, háð harða baráttu við sjúkdóminn, sem dró hann til dauða. Andrés fæddist á Stöðvarfirði 1. nóvember 1928, yngstur þriggja sona hjónanna Vilfríðar Bjarna- dóttur og Andrésar Karlssonar kaupmanns og póstafgreiðslu- manns þar. Bftirlifandi bræður hans eru Pétur og Haukur, báðir fjölskyldumenn, búsettir í Reykja- vík og Garðabæ. Þegar Andrés var tveggja ára gamall fluttist fjölskylda hans til Reykjavíkur og þar setti faðir hans á stofn trésmíðaverkstæði, sem hann rak síðan til dauðadags 3. nóvember 1959. Vilfríður, móðir Andrésar, lifir son sinn í hárri elli, svo og heimilisvinur þeirra hjóna, Katrín, sem fluttist með þeim frá Stöðvarfirði og tók sér- stöku ástfóstri við Andrés. Við Andrés vorum bekkjar- bræður í barnaskóla og urðum strax góðir félagar og síðar styrktust vináttuböndin, er við urðum nágrannar, er Túnin í Reykjavík byggðust. Þar bættust okkur góðir vinir, þeir Snorri og Rikki, og má segja að við fjórir höfum verið saman í óllum frí- stundum okkar á unglingsárunum. Þá tókst sú vinátta sem enst hefur til þessa dags. A sumrin var farið í ferðalög, útilegur og veiðitúra. Á vetrum var gjarnan leitað til fjalla og far- ið á skíði. Oft var þá gist í skíða- skálanum „Hliðskjálf" í Selfjalli, þar sem við áttum félaga. Andrés lauk prófi frá Verslun- arskóla íslands 1947 og stundaði síðan verslunarstörf og bókhald í Reykjavík. Hann varð fram- kvæmdastjóri rafvirkjadeildar LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöföa 4 — Sími 81960 Lokaö vegna jaröarfarar, ANDRÉSAR ANDRÉSSONAR, frá kl. 13.00, mánudaginn 29. ágúst. Segull hf. Skipaljós, Eyjagötu 7, Reykjavík. t Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, JÓHANNES 6. GUOMUNDSSON, viöskiptafrœöingur, Melabraut 47, Seltjarnarneai, verður jarösunginn frá Dómkirkjunni, þriöjudaginn 30. ágúst kl. 13.30. Þóra Guðjónsdóttir, Guðmundur Jóhannesson, Helga Jósepsdóttir, Alexander Jóhanneaaon, Helga Hafsteinsdóttir, Anna B. Jóhanneedóttir, Steingrímur Ellingaen, GuAlaug I. Jóhanneadóttir, Gary Hecker, og barnaborn. Sameinaðra verktaka 1954 (nú Rafvirkjadeildin hf.) og veitti for- stöðu skrifstofu ákvæðisvinnu- nefndar FLRR og FÍR frá upphafi til dauðadags. Nokkur síðustu árin var hann einnig stundakennari í bókfærslu við meistaraskóla Iðnskólans i Reykjavík. Utan síns daglega starfs hafði Andrés mikið yndi af veiðum og varð snemma góður laxveiðimað- ur. Fór hann víða um land til veiða. Fyrir um það bil 25 árum tók hann, ásamt Vilberg Guð- mundssyni rafvirkjameistara og fleiri mönnum, litla laxveiðiá á leigu. Þetta var Fossá í Skefils- staðahreppi á Skaga. Sex árum seinna keyptu þeir jörðina Foss og dvaldi Andrés þar á hverju sumri eftir það í fríum sinum ásamt fjöl- skyldu sinni. Hann tók ástfóstri við þennan stað og ekki síður við fólkið sem sveitina byggir. Að Fossi voru ættingjar og vinir ávallt velkomnir, þar var alltaf nóg húsrými og hjartahlýja og gestrisni húsráðenda einstök. Það var gaman að fara með Andrési um sveitina, er hann heimsótti bændur á hinum ýmsu bæjum. Þá var oft falast eftir veiðileyfi í heiðarvatni eða hestum til ferða, sem var alltaf auðsótt mál, því hvarvetna þótti hann au- fúsugestur. Eftirlifandi konu sinni, Pálínu Björnsdóttur, kvæntist hann 1952 og var hún gæfa hans og yndi. Hún hjúkraði honum í veikindum hans, enda mátti hann vart af henni sjá, og var hjá honum er yfir lauk. Börn þeirra Andrésar og Pálínu eru tvö, Rósa Björg og Andrés Þór. Rósa er gift Hallgrími Ævari Hallgrímssyni bifreiðarstjóra og eiga þau tvo syni, Andrés Pál og Hallgrím Val. En Andrés dvelur enn i foreldrahúsum. Heimili þeirra Andrésar og Pál- inu hefur lengst af verið í Glað- heimum 16 hér í borg. Þar var gott að koma og við hjónin eigum margar góðar minningar um sam- veruna með þeim þar og eins á heimili okkar, einnig frá sameig- inlegum ferðalögum bæði hér heima og erlendis. Minningarnar um liðnar samverustundir lifa og þeirra er nú gott að minnast. Við sendum Pálínu, börnunum, aldraðri móður, bræðrum og ætt- ingjum öllum innilegar samúð- arkveðjur. Blessuð sé minning Andrésar Andréssonar. Ragnar Vignir Útför Andrésar fer fram frá Fossvogskirkju nk. mánudag kl. 13.30. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. .......' ' i ii i i i i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.