Morgunblaðið - 28.08.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.08.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 28. AGÚST1983 23 '¦¦m v Baldur Eiríksson í „kompu" sinni. Hægra megin vid hann trónar Káinn upp á vegg, en myndina hefur Baldur sjálfur málað. MYNDIR OG TEXTI HG mannafélags Kaupfélagsins og var mikið kveðist á. Hér er til dæmis ein um gamlan samstarfsmann: Nú hefir hann lifað um æðimörg ár án þess neitt honum bagi, í óvígðri sambúð við unnustur þrjár, með ágætu samkomulagi. Hver og ein þeirra er þjónustufús og þáttur í önn hans og lukku: Hann sinnir um pípuna, situr með krús og sefur hjá vekjaraklukku. Erlingur Davíðsson kom upp um mig Ég orti mest ljóð um daginn og veginn, atburði líðandi stundar og hef alltaf verið lítið fyrir það að flíka þessu og notaði því dulnefni, þó flestir hafi líklega vitað hver maðurinn var. Það var Haukur Snorrason, sem fékk mig til að setja eitthvað af þessu í blöðin, en hann var þá ritstjóri Dags og síð- an Tímans. Að vísu sendi ég Páli Skúlasyni af og til vísur, sem hann birti í Speglinum. Ég notaði nafn- ið Dvergur í Degi, Andvari í Tím- anum og Balli í Speglinum. Það var svo Erlingur Davíðsson, rit- stjóri Dags, sem kom endanlega upp um mig. Hann var þá að skrifa eitthvað um mig í blaðið og gat þess þá hver valdur væri að þessum spéskap. Börnin min fengu mig siðan til þess að gefa út ljóða- bókina Dvergmál árið 1981 og er það mesta í henni úr blöðum og tímaritum. Án hvatningar frá börnunum hefði bókin líklega aldrei komið út. „Skáldaði" út leyfi til jeppakaupa Ég hafði nú aldrei neitt út úr kveðskapnum af veraldlegum gæðum utan einu sinni. Á þeim tíma þurfti leyfi til bílakaupa og voru margir um hituna. Ég var ætíð á eilífum þveitingi um bæinn og fram í sveitir til að aðstoða fólk og var því mikil þörf á jeppa. Þá var það að svokallaðir bændajepp- ar voru auglýstir og mönnum gert að senda inn umsókn vildu þeir fá leyfi til kaupanna. Ég sendi hinum háu ráðuneytisherrum i Reykjavík umsókn í ljóðum og beið lengi svars án árangurs. Þá heyrði ég í útvarpinu lesna upp tilkynningu þess efnis, að búið væri að úthluta öllum bændajeppunum og ekkert þýddi að sækja um í svipinn. Mér þótti hart að fá svar í gegn um útvarpið og sendi þá viðbót við umsóknina, einnig í ljóðum. Það hreif, ég fékk jeppann. Mála mínar myndir sjálfur Fyrir utan ættfræðigrúskið og kirkjubókalesturinn hef ég mjög gaman af bókum og á þó nokkur eintök. Ljóðum hef ég ákaflega gaman af og gömlum sögnum. Þá hef ég dundað við að mála, eigin- lega alveg frá því ég byrjaði hjá Kaupfélaginu. Eg sýndi einu sinni nokkrar myndir á samsýningu frí- stundamálara fyrir óralöngu og hef selt nokkuð af myndum, aðal- lega til vina og kunningja og allar þær myndir, sem hér eru inni hef ég málað sjálfur, það er ódýrara," sagði skáldið og málarinn Baldur Eiríksson, er skrafinu lauk i góðu yfirlæti yfir kaffibolla hjá Lauf- eyju konu hans. HG Umsókn um Enginn láir yður það bifreiðarkaup þótt úr sé vöndu að ráða, ef þér fáið eitthvert blað 2. frá ókunnugum snáða, Ég reit yður bréf eftir réttir í haust, sem virðist alveg ófeiminn og rétt hygg ég með það fari. og ákaflega hraðlyginn, En á ég að biða endalaust og leirburðinn eys á bóga báða. eftir yðar heiðraða svari? Merki hins gjörhugla gáfnafars, Ekki gengst ég fyrir fé í gamla daga þeir sögðu þótt finnist slíkt hjá hinum, ef menn voru nokkuð seinir til svars og ég geng einn á yðar vé og um sinn við spurningum þögðu. án aðstoðar frá vinum. Þér ætlið kannski að ég sé En mér finnst sú aðgætni óþarfleg okurkarl og prakkare, hjá arftökum Njáls og Snorra, en selji strax á svartamarkaðinum. að vera að draga svarið við sig frá sumri og fram á þorra. Ég finn kannske enga náð Er ég sendi umsóknir hjá æðstu landsins ráðum, auðmjúkar og prúðar, en eftir því sem út er sáð og hafði aldrei yðar dyr mun uppskeran hjá báðum. áður látið knúðar, En — verði orð mín alveg smáð, hló í brjósti hugurinn eftir Nýbyggingarráð og hugði að ég í þetta sinn erfiljóðin yrkja mun ég bráðum. skyldi ei ganga bónleiður til búðar. B. Fyrirliggjandi í birgðastöð EFNIS- PIPUR SKF 280 ooo°ooo0OOo Fjölmargir sverteikar og þykktir. SINDRA STALHF Borgartúni 31 sími 27222 ARNARFWG VÖRUFLUTNINGAR Aukinn vettuhraöi meö $ $ vörustreymi Reglubundið áætlunarflug Arnarflugs tryggir lágmarksflutningstíma á vörum til landsins. þannig stuðlum við að minna birgðahaldi, lægri fjármagnskostnaði og auknum veltuhraða stórra sem smárra fyrirtækja. Tryggðu betri nýtingu á fjármagni þínu og sparaðu að auki dýrt geymsluhúsnæði með aðstoð Arnarflugs. Láttu okkur finna hagkvæmustu leiðina fyrir þína vöru. ¦file^ Flugfélag með ferskan blæ ARNARFLUG Lágmúli 7, Sími 29511

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.