Morgunblaðið - 28.08.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.08.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 1983 Sjónvarp kl. 18.10og 21.00: Amma • Tveir ömmuþættir eru í sjón- varpinu í dag. Það eru þættirnir „Amma og átta krakkar“ kl. 18.10 ætlaöur börnum og „Amma og himnafaðirinn“ sem hefst kl. 21.00 en það er fyrsti þáttur. „Amma og átta krakkar" fjall- ar um stóra fjölskyldu sem býr í lítilli íbúð í blokk. Faðirinn er vörubflstjóri og þegar vörubflnum er stolið gera krakkarnir leit að honum um allan bæinn. „Amma og himnafaðirinn" segir frá gamalli konu, 78 ára ekkju sem hefur verið ráðrík alla sína ævi. Hún tekur að rifja upp ævi sína í samtali við himnaföð- urinn og hverfur til æsku sinnar er hún ræðst sem vinnukona til byggingameistara. Þessi meist- ari leitar sífellt á hana svo að hún trúlofaði sig í snatri. Síðar kynnist hún ríkasta manni bæj- arins og slítur þá trúlofuninni til að giftast til fjár. Vinir og vandamenn Alúðar þakkir til þeirra er minntust mín 17. ágúst. Guðs blessunfylgi ykkur. Hafliðína Haflidadóttir. Varmo- snjóbræðslurörin Varmo-snjóbræöslurörin fást hjá okkur. Komið í veg fyrir hálkuslysin meö því aö nýta affallsvatniö. Varmo-snjóbræöslurörin eru íslensk úrvalsframleiösla. VATNSVIRKÍNN//J ÁRMÚLI 21 • REYKJAVÍK • ® 86455 r Ut og suóur kl. 10.20: Bandaríkja- ferð íslenskra lögfræðinga Á dagskrá hljóðvarps kl. 10.25 ei þátturinn Út og suður í umsjá Frið- riks Páls Jónsson. Dr. Gunnlaugur Þórðarson heldur áfram ferðasögu sinni úr Ameríkureisunni, sem hann fór í hópi íslenskra lögfræðinga. Sjónvarp kl. 21.15 á mánudag: Þursabit — danskt sjónvarps- leikrit Á dagskrá sjónvarps kl. 21.15 á mánudag er dönsk sjónvarpsmynd sem nefnd hefur verið „Þursabit" (Hekseskud). Bræðurnir Kjell og Flemming eiga fátt sameiginlegt. Kjell er fjölskyldufaðir i fastri atvinnu en Flemming lætur reka á reið- anum. í lestarferð verður ung stúlka klefanautur þeirra og vekur ólíkar kenndir með þeim bræðrum. Tvær Amsterdam - Paris Vikuferð 30. sept. Nú sláum viö saman tveimur skemmtilegustu borgum megin- landsins og kynnumst því besta sem hvor um sig hefur upp á að bjóöa. Verö kr. 16.350.— miöaö við gistingu í 2ja manna herbergi. Innifaliö: Flug til og frá Amsterdam, gisting í 3 nætur á Victoria hóteli i Amsterdam, 4 nætur á Mondial hóteli í Paris, skoðunarferðir um París og til Versala, rútuferð Amsterdam-París-Amsterdam og íslensk fararstjórn Barnaafsláttur kr. 4000.- Samvinnuferóir - Landsýn AUSTURSTR/ET112 - SÍMAR 27077 ft 28899 * A lúxushótelí í hjarta Amsterdam Vikudvöl fyrir ótrúlega tágt verð. Nú er rétti tíminn fyrir vikudvöl í Amsterdam, þar sem fjölskrúðugt mannlíf og alþjóðlegir menningarstraumar skapa einstaka stemmningu á degi og nóttu. Við gistum á Sonesta, fimm stjörnu lúxushóteli í miðpunkti borgarinnar, - annálað fyrir glæsilegan aðbúnað og þjónustu. örstutt er á söfnin, í verslanirnar, á veitinga- staðina og næturklúbbana og dvölin verður ógleymanlegt ævintýri frá fyrsta degi. Verð aöeins kr. 14.980.- Innifalið: Flug, akstur að og frá flugvelli erlendis og gisting á lúxushótelinu Sonesta m/morgunverði. Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRJET112 - SÍMAR 27077 & 28899 ■WWttWWtlMMtMmiH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.