Morgunblaðið - 28.08.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.08.1983, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 1983 „H&nn sinnir um pípuna, situr með krús og sefur hjá vekjara- klukku" Þótt ásýnd mín sé leið og Ijót líkt og erfðasyndin með aðstoð Páls varð umbót skjót svo engilfríð var myndin Baga og lýti bæta kann blíðka svip og laga af öldnum hróum iðkar hann ellibelg að draga Ég hygg að ner ég horfinn er til himna í sæla skarann þeir segi er líta mynd af mér „mjög svo fríður var hann" Sá, sem orti svo um sjálfan sig þegar Páll Pálsson, ljósmyndari á Akureyri tók af honum mynd, hef- ur gengið undir ýmsum nöfnum og ljóð hans hafa birzt í blöðum og tímaritum, þó nú sé nokkuð liöið síðan og eina Ijóðabók, Dvergmál hefur hann gefið út. Hann hét meðaf annars Dvergur, Andvari og Balli, en samkvæmt þjóð- skránni, kirkjubókum og öðrum heimildum heitir maðurinn Bald- ur Eiríksson og er búsettur á Ak- ureyri. Baldur vann um áraraðir á skrifstofum Kaupfélags Eyfirð- inga og auk skáldskapargáfunnar er honum margt til lista lagt. Meðal annars málar hann og sker út í tré, en það gerir kona hans, Laufey Stefánsdóttir, einnig. Biaðamaður Morgunblaðsins heimsótti þessi heiðurshjón fyrir allnokkru og bað Baldur að segja svolítið frá ævi sinni. Baldur taldi það að fara í geitarhús að leita ullar að biðja sig að segja frá, en lét þó til leiðast. Varð heldur snögg- soðinn stúdent „Ég er fæddur 23. desember 1910 í Hrafnagilshreppi og var sonur hjónanna Eiríks Helgason- ar bónda á Dvergsstöðum og Sig- ríðar Árnadóttur. Ég ólst þar upp en fór þaðan 1931 er foreldrar mínir voru báðir dánir. Þá fór ég í vinnumennsku á næsta bæ og var sama ár í ígripum við mjóikur- flutninga í hreppnum. Þaðan lá leiðin næsta hjúadag og í kaupa- vinnu um sumarið en Gagnfræða- skóla Akureyrar um haustið og til áramóta og þaðan í annan bekk Menntaskólans. Næstu þrjá vetur var ég við nám og kaupamennsku á sumrum unz ég útskrifaðist 1936. Um jólin kvæntist ég Lauf- eyu Stefánsdóttur frá Munka- þverá og eigum við 5 uppkomin börn. Við vorum alls 19, þar af ein kona, sem útskrifuðumst þá um vorið. Það má segja að ég hafi ver- ið dálítið snoggsoðinn stúdent, því Hinn örlagarfki mistilteinn, sem blindi ásinn Höður deyddi hinn hvíta ás, Baldur, með, er þekktur úr goðasðgunum. Baldur hefur mistiltein í kompu sinni, en ekki hefur hann orðið neinum að bana með honum og verður vaentanlega ekki. ég byrjaði í öðrum bekk og las fimmta og sjötta saman síðasta veturinn. Skólaárin voru mér ævintýri og frá þeim á ég ekkert nema góðar endurminningar um skólasystkin mín, kennara og síð- ast en ekki sízt Sigurð Guð- mundsson, skólameistara, sem ætíð reyndist mér betur en ég átti skilið, að mér fannst, því að það duldist mér ekki, að ég hefði mátt vera ástundunarsamari við námið. Þá voru í skóla margir gáfu- og hæfileikamenn, sem síðar urðu þjóðfrægir og má til þess nefna, að þá var MA-kvartettinn að hefja göngu sína. Var á skrifstofum KEA í 45 ár Haustið 1936 hóf ég störf á skrifstofum KEA og var þar í 45 ár eða til 1981. Það var langur tími og ég var að sumu leyti feginn að hætta, enda ellin farin að segja til sín. Þ6 get ég ekki neitað því, að mörgu góðu fólki kynntist ég og átti þar margar góðar stundir. Við störf mín á skrifstofu gjaldkera KEA kynntist ég fjölda fólks, bæði úr bæ og byggð, því þar af- greiddi ég bændur og búalið og var orðinn málkunnugur fjölmörgum viðskiptavinum Kaupfélagsins á Spjallað viö skáldið og málarann Baldur Eiríksson þeim 30 árum, sem ég var þarna við afgreiðslu. Ekki vil ég dæma um það hversu vel ég stóð þar í stöðu minni, vafalaust hefur þar stundum orðið misbrestur á og stundum fékk ég snuprur frá viðskiptavinum og það sjálfsagt ekki að ástæðulausu. Aldrei kom þó til alvarlegra átaka nema ef telja skal, að eitt sinn þótti göml- um bónda ég helzt til svifaseinn og slæmdi til mín hendi, líklega f rek- ar í gamni en alvöru enda var það högg meinlaust og við jafngóðir kunningjar eftir sem áður. Sam- starfsfólk mitt á skrifstofunni var ágætt og þar var mjög skemmti- legt að vinna og furða var hvað það þoldi mér spéskap minn og meinlega vísnagerð. Þá er líklega rétt að geta þess, að ég kenndi ís- lenzku við Menntaskólann á Akur- eyri í öðrum bekk veturinn 1943 til 1944. Eftir að ég hætti störfum sakir aldurs hef ég oft heimsótt Amts- bokasafnið og þótt þar gott að korna. Þar eru varðveittar á film- um kirkjubækur allar frá því að farið var að skrá þær og fram á síðustu ár. Þarna eru óþrjótandi verkefni að grúska í og mér finnst að ég sé farinn að þekkja þessa löngu dauðu forfeður mína miklu betur en það fólk, sem enn er ofar moldu. Ég hef gaman af ættfræði, get til dæmis sagt þér að við erum skyldir. Guðmundur langafi þinn var ömmubróðir minn. Hef sennilega byrjað að yrkja sem krakki Ég byrjaði snemma á ljóða- lestri. Sigurður heitinn frá Brún kenndi mér í barnaskóla, en hann var skáld gott og kunni mikið af kveðskap. Hann hafði geysileg áhrif á mig og kenndi mér meðal annars að meta Einar Benedikts- son og fleiri. Ég reyndi líka snemma að yrkja og hef sennilega byrjað á því sem krakki, en varla getur það hafa verið til þess að hafa eftir. Þegar ég ólst upp voru allir með vísur á hraðbergi og við systkinin lærðum snemma ljóð. Þetta byrjaði þó eiginlega ekki hjá mér fyrr en ég fór að vinna hjá KEA. Þá lenti ég í félagsskap manna, sem voru síyrkjandi, þó ekki væri það allt fallegt. Indriði Pálmason frá Hofi og Gísli Kon- ráðsson voru þeir, sem aðallega fengust við kveðskapinn og við Indriði vorum mikið saman og sáum lengi vel um annála starfs- Baldur og kona hans, Laufey Stefinsdóttir. Bak við þau mi sjá hluta þeirra mynda sem Baldur befw málað- Umsókn um bifreiðakaup i. Ég undirritaður óska heitt, að mér verði það leyfi veitt að ég geti keypt mér jeppa. Áður hafði ég engin ráð þá því, en hefí lengi þráð þetta hnossið að hreppa. Ég veit það er seint að sækja nú, en sendi bréfið í sterkri trú, því sannlega segi ég yður, útséð er fyrst, þá allt er reynt og ávallt er fínt að koma seint og haldinn höföingjasiður. Þér spyrjið fyrst, hvort þorf sé bryn, þessu ég svara, laus við grín, en fátt eitt ég fram mun telja. Maður er daginn út og inn sem útspýtt hundsskinn um kaupstaðinn að selja, kaupa og selja. Heim þarf að flytja: Mjöl og mjóik, munntóbak, slátur, skyr og tólg, og margskonar matarforða. Æ, ég gleymdi víst ærkjöti, er við fáum, úr landssjóði, bætur fyrir að borða. Mjög þarf að flytja mó og tað, að maður nefni ekki kolablað, því hér er ei hitaveita. Með rafknúnum bor þótt rótað sé ramma þeir aldrei á Helvfte, og má það merkilegt heita. Svo þarf stundum að sækja prest, sýslumann eða veizlugest, blómsveig og brúðargjafar. Þegar lokið er þófinu þarf að skutla peim nýgiftu heim í háttinn, án tafar. Svo þarf að fara um sveitirnar, sérdeilis fyrir kosningar, fyrir flokkana að smala. Aka á framboðsfundarstað, fylgjast með öllu og hlusta, á það, sem tólfkóngavitmenn tala. Sækja þarf reyfi á réttirnar, rollur flytja til slátrunar — hóstandi í hærra lagi — Afréttarsmala flytja á fjöll, fjóshaugunum að aka á völl, og flytja torfur úr flagi. Flytja þarf skjöl til fógetans, fátæklinga til hreppstjórans, krakka til kirkjuskírnar. Sækja þarf póstinn, bréf og blðð, boðum koma á símastöð, og ná í naut fyrir kýrnar. ótalmargt mætti ennþá tjá, er álíka mikið liggur á, en hér mun ég hætta að sinni. Vonandi hef ég ekkert ýkt, menn eru hættir að gera slíkt í déskotans dýrtíðinni. Bið ég loks fyrir landi og þjóð lánsstofnunum og ríkissjóð, klerkum og kirkjumálum, nýsköpun, ráðum, nefndunum, nýjabrumi og framförum og ollum sannkristnum sálum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.