Morgunblaðið - 28.08.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.08.1983, Blaðsíða 20
 20 MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 1983 A ferð með Stuðmönnum um Skagafjörð og nærsveitir — „Þeir eru æði", — sagði ljóshærða stúlkan við dansfélaga sinn, sem kinkaði kolli og bætti við: „frábærir", — og það lék enginn vafi á því við hverja var átt. Á sviðinu voru STUÐMENN, einhver vins- ælasta hljómsveit sem fsland hefur alið, „frábærir atvinnumenn að sunnan", svo gripið sé til orðalags er notað var um skemmtikraft einn í kvikmyndinni „Með allt á hreinu". Nú erum við hins vegar stödd á dansleik í samkomuhúsinu Miðgarði í Skagafirði og það er mikið fjör í mannskapnum, eins og jafnan þar sem Stuðmenn koma fram. Þeir félagar hafa að undanförnu verið á yfirreið um landið og hvarvetna komið fram fyrir fullu húsi við afar góðar undirtekt- ir enda jarðvegurinn vel undirbúinn. Kvikmynd þeirra „Með allt á hreinu" fór sigurför um landið síðastliðinn vetur og nýlega kom út hljómplatan „Grái fiðringurinn", sem hlotið hefur góðar undir- tektir. Ferill Stuðmanna, sem raunar er einstakur í sögu íslenskrar rokktónlistar, verður ekki rakinn hér, heldur munum við fylgjast með þeim einn dag á ferð þeirra um iandið. MAGNAST KRAFTUR STTJDSINS aga okkar hefst skömmu fyrir hádegi, þegar Stuðmenn vöknuðu af værum blundi á gistiheimili Hansínu á Akur- eyri, þar sem þeir höfðu bækistöð í þessari lotu ferðarinnar. Þetta var sól- bjartur laugardagur og Stuðmenn voru furðu sprækir þótt þeir hefðu kvöldið áður verið að spila á dúndrandi dans- leik á ölafsfirði og tekið seint á sig náðir. Líklega kemst þetta upp í vana. Fyrir höndum áttu þeir nú rúmlega tveggja klukkustunda akstur í Skagafjörð. Farkosturinn var ekki af lakari gerðinni, stór og glæsilegur langferðavagn frá Teiti Jónassyni, með myndbandstæki og öllu tilheyrandi, enda lifum við nú á öld tækninnar. Á leiðinni styttu menn sér stund- ir við að horfa á eitt meistaraverka Woody Allen á milli þess sem þeir virtu fyrir sér gamalkunna ásýnd fósturjarðarinnar. Einhver hafði á orði að eiginlega væri skömm að því að eyða tímanum í að horfa á ameríska kvikmynd þegar náttúra landsins skartaði sínu fegursta úti fyrir, en það var snarlega þaggað niður í honum með þeim rökum að svo oft hefðu þeir farið þessa ieið að þeir kynnu landsiagið utanbókar en hins vegar höfðu fæstir séð myndina áður, og við það sat. Á leiðinni ræddum við lítillega um ferð þeirra féiaga um landið, feril hljómsveitarinnar, og muninn á „bransanum" nú á þessu öðru tímabili hljómsveit- arinnar, sem kalla má, því eins og kunnugt er störf- uðu þeir ekki saman undir nafni Stuðmanna um nokkura ára skeið. Jakob taldi helsta muninn þann, að hljómsveitin væri nú betur samæfð en áður og þakkaði það því, að fjórir þeirra, Ásgeir, Egill, Tómas og Þórður, hafa leikið saman í nokkur ár undir merkjum Þursaflokksins, og hefði slík samæfing mikið að segja. Valgeir taldi það einnig mikinn kost að nú hefðu þeir úr mun fleiri lögum að moða, sem mörg hver væru vel þekkt og vinsæl enda hefði það sýnt sig á dansleikjunum að fólk væri vel með á nótunum og tæki óspart undir. Stuðmenn sögðust mundu taka til við handrit að nýrri kvikmynd að lokinni þessari ferð, en að öðru leyti væri framtíðin óráðin. Um það hvort kvikmyndin yrði tekin upp á Indlandi, eins og fram hefur komið, sögðu þeir að það myndi ráðast af handritinu, en hins vegar hefði kunningi Jakobs boðið þeim aðstöðu til kvikmynda- gerðar þar í landi hvað svo sem úr yrði. Þegar rennt var í hlað í Miðgarði, um miðjan dag, biðu nokkrar ungar stúlkur á tröppum samkomu- hússins í því skyni að tryggja sér borð á ballinu um kvöldið. Sannaðist þar hið fornkveðna að ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Kom nú til kasta aðstoðar- manna hljómsveitarinnar við að koma fyrir tækja- búnaði og var það ærið verk og tímafrekt. Þar voru fremstir í flokki rótararnir Guðmundur og Bergur ásamt Ijósameistaranum Alfreð Alfreðssyni, en úti í sal var komið fyrir 24 rása hljóðblöndunarbórði (mixer), sem hljómsveitin keyrir tónlist sfna í gegn- um, og var þar hver rás fullnýtt. Við borðið sat hljóðstjórinn Júlíus Agnarsson og hélt öllum þráðum i hendi sér. Við hljóðfæraburðinn og uppsetningu nutu tæknimennirnir og rótararnir aðstoðar Jóns bfl- stjóra og Halls Helgasonar, en aðalhlutverk Halls í ferðinni er að annast uppákomu á dansleikjunum og kemur hann þá fram í hlutverki „Sneglu-Halla". Eftir að Stuðmenn höfðu prófað hljómburðinn í húsinu var haldið út á Sauðárkrók þar sem þeirra beið kvöldverðarboð hjá venslafólki Valgeirs og sögðu þeir félagar að slík heimboð væru algeng á ferðum þeirra enda hefðu þeir í gegnum árin eignast marga góða vini og kunningja víða um land. Að kvöldverði loknum var gengð til stofu og settist Jakob þar við píanó og upphófst nú söngur mikill og gleðskapur þar til tími var kominn til að halda aftur í Miðgarð og hefja dansleikinn. Stuðmannaballið í Miðgarði var í rauninni annað og meira en venjulegur dansleikur, þetta var eins konar sambland af skemmtun, hljómleikum og sveitaballi, og það er einstakt að verða vitni að því að hljómsveit hafi upp undir fimmtíu frumsamin lög á efnisskránni, þar sem flest þeirra njóta slíkra vin- sælda að „salurinn" tekur undir og syngur fullum hálsi. Stemmningin í salnum var enda eftir því. Að öðru leyti sveif andi hinna íslensku sveitaballa yfir vötnum með tilheyrandi áfengisneyslu og svipting- um. Slagsmál sáust þó varla enda héldu Stuðmenn fólkinu vel við efnið á dansgólfinu. Eftir því sem leið á dansleikinn magnaðist kraftur stuðsins, en pásurnar notuðu Stuðmenn til að skipta um búninga, sem voru mismunandi í hverju „setti", eins og það er kallað á fagmálinu. „Sneglu-Halli" framdi gjörning og söng nokkur gömul rokklög við góðar undirtektir og hljómsveitin færðist öll í aukana undir lokin. Tommi bassaleikari sveif þá yfir sviðinu í kaðli, en bitinn sem hélt uppi kaðlinum bognaði óvænt og munaði minnstu að bassaleikarinn kæmi niður með höfuðið á undan og var þetta óund- irbúna atriði til að auka enn á stemmninguna. Hver skýringin er á hinum miklu vinsældum Stuð- manna skal ósagt látið en víst er að þeir hafa aldrei tekið sig svo hátíðlega sem hljómlistarmenn að þeir hafi gleymt því að vera skemmtilegir, eins og~sannað- ist þetta kvöld. Og þegar þetta tvennt fer saman, góður hljóðfæraleikur og skemmtilegur húmor hlýt- ur dæmið að ganga upp. - Sv.G. Kkirt um landirt i öld myndhandaUekninnar. Ungar stúlkur á Saudárkréki fá viginhandaráritun, enda ekki á hverju degi sem Studraenn eiga leio nm ba-inn. Brugöið á leik í búningsherberginu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.