Morgunblaðið - 28.08.1983, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.08.1983, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 1983 Wfotgm&Utbib Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnus Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 230 kr. á mánuöi innanlands. í lausasöiu 18 kr. eintakiö. Þrekið má ekki bresta Seðlabanki íslands sendi frá sér fréttatilkynningu í fyrradag og forsætisráðherra og viðskiptaráðherra efndu til blaðamannafundar. Tilefnið var þríþætt: 1) Ákvörðun hafði verið tekin um að lánskjara- vísitalan myndi hækka um 8,1% 1. september og er það í samræmi við verðbólguþróun til þessa og óbreyttar reglur um útreikning á þessari vísitölu. 2) Lánskjaravísitala hjá hús- byggjendum og námsmönnum verður 5,1% 1. september. 3) Framvegis verða mánaðar- legir útreikningar gerðir á vísi- tölum framfærslu- og bygg- ingakostnaðar og þeir notaðir við útreikning á lánskjaravísi- tölu. Eins og af þessari upptaln- ingu sést er hér ekki um neinar tímamótaákvarðanir að ræða. í frásögnum ráðherranna af vangaveltum þeirra um láns- kjaravísitöluna kemur fram að hugmyndir hafa verið uppi um það innan ríkisstjórnarinnar að „krukka" í þessa vísitölu en þær hafi strandað á ótta við máls- sókn af hálfu sparifjáreigenda. Þó gat ríkisstjórnin ekki látið „krukkið" hjá líða varðandi námslán og húsnæðislán og hvetur lífeyrissjóði til hins sama. Reynslan hefur þó sýnt að „vísitölukrukk" stjórnvalda hefur ekki haft annað í för með sér en meira öngþveiti. Ástæða er til að minna á að á 2.000 manna fundi um húsnæðismál á miðvikudag var þess ekki krafist að „krukkað" yrði í lánskjaravísitöluna heldur að lán yrðu lengd og lánshlutfall hækkað, en stjórnarflokkarnir lofuðu hvoru tveggja fyrir kosningar. Tæknileg breyting hefur nú verið ákveðin sem tryggja á sem best samræmi milli þeirra vísitalna sem notaðar eru og þær mæli sama hlutinn á sama tíma, en lánskjaravísitalan er enn að mæla verðbólguna áður en hún tók að hjaðna. Og er þá komið að því að í fréttatilkynn- ingum ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans eru settar fram áætlanir um að lánskjaravísi- talan hraðlækki frá og með 1. október. í fréttatilkynningu Seðlabankans er komist svo að orði: „Allar spár, sem fyrir l'ggja, benda eindregið til þess, að ört muni draga úr verðbólgu næstu mánuði og hafi reyndar þegar dregið úr henni í þessum mánuði." Spáir bankinn því einnig að raunvextir komist fljótlega yfir verðbólgustig og því verði unnt að lækka þá. Reynslan sýnir að Seðlabank- inn tekur mikla áhættu með því að gefa til kynna með spátölum að verðbólgan muni hjaðna svo og svo mikið. Óvissan er mikil og því er hættulegt að gefa slík fyrirheit. Fátt stuðlar meira að þrekleysi í hörðum átökum en að bjartar vonir rætist ekki. Ljóst er að spárnar um að verð- bólgan haldi áfram að hjaðna byggjast á kröfum um mikið aðhald bæði í gengismálum og launamálum. Á þeim rúma ára- tug sem verðbólgan hefur magnast hefur af og til verið gefið til kynna að í sjónmáli sé að náð verði tökum á henni en því miður hefur sá árangur jafnan verið tímabundinn. Hér er ekki við óviðráðanleg efna- hagslögmál að etja heldur póli- tískan vanda, þrekið hefur brostið til langvinnra átaka. Skilji menn fréttatilkynn- ingarnar á föstudaginn og blaðamannafund ráðherranna á þann veg að stríðinu sé lokið er um hættulegan misskilning að ræða. Ráðamenn voru ein- vörðungu að skýra frá tækni- legri aðlögun að breyttum að- stæðum vegna þess að verð- bólgan er byrjuð að hjaðna. Dæminu hefur hins vegar ekki verið snúið við til langframa því að enn sem komið er hefur ekki tekist að sníða þjóðar- búinu stakk eftir vexti. Sívax- andi halli á ríkissjóði er skýr- asta dæmið um það. Og þennan sama föstudag var til dæmis skýrt frá því hér í blaðinu að dýrmætasta útflutningsafurð okkar, þorskflökin á Banda- ríkjamarkaði, hefði verið lækk- uð í verði. Þótt fiskseljendur deili um réttmæti verðlækkun- arinnar gefur hún til kynna að þarna kunni að vera vá fyrir dyrum. Við blasir að hallalaus- um fjárlögum fyrir næsta ár verður ekki unnt að koma sam- an nema með ströngu aðhaldi og ýtrustu sparsemi. Þrekið má ekki bresta eftir aðeins þriggja mánaða baráttu. Útvarpið og Afganistan Sjónvarpsáhorfendum gafst færi á því á föstudagskvöld að kynnast viðhorfum land- flótta Afgana sem lagði allt undir fyrir frelsið, yfirgaf stöðu, heimili og ættjörð til að geta helgað sig baráttunni gegn kommúnistum og sovéska inn- rásarliðinu í Afganistan. Um- ræðurnar á eftir staðfestu að ritstjóri Þjóðviljans fordæmir ekki innrásina, málið er of „flókið" til þess. í fréttum hljóðvarps var á fimmtudagskvöld meðal annars sagt frá því að Bandaríkjamenn og Sovétmenn hefðu gert með sér viðskiptasamning um korn. Aftan í fréttina var hnýtt þess- ari setningu: „Þetta er fyrsti meiriháttar samningur ríkj- anna síðan Sovétmenn hófu af- skipti af borgarastríðinu í Afg- anistan." Allir aðrir en örgustu Sovétvinir hljóta að hafa hrokkið í kút þegar þeir heyrðu þetta orðalag. Þetta er ekki fréttaflutningur heldur innræt- ing. Það er verið að villa um fyrir hlustendum þegar blóð- ugri innrás Sovétmanna í Afg- anistan og hernámi landsins er lýst sem „afskiptum af borg- arastríði". Áður hefur verið á það bent af Morgunblaðinu að vegna kvartana út af fréttum útvarps og sjónvarps í Noregi af stríð- inu í Líbanon í fyrra lét yfir- stjórn útvarpsins hlutlausa að- ila gera úttekt á fréttaflutn- ingnum. Meðal helstu gagnrýn- isatriðanna í skýrslu þeirra er hlutdrægt orðaval frétta- manna. Það er ekki einu sinni unnt að skýra skilgreiningu fréttastofu hljóðvarps á innrás- inni í Afganistan með þeim hætti að um hlutdrægt orðaval sé að ræða. í hinum tilvitnuðu orðum er beinlínis verið að villa um fyrir hlustendum með því að fara rangt með staðreyndir. Gegn slflcri misnotkun á opin- berum einokunarmiðli verður að sporna með öllum tiltækum ráðum. ?????????????????????????????????????????????????????????????????? Rey kj a víkur br éf ?????????????? Laugardagur 27. ágúst ?????????????? Alþýdubanda- lagið og hús- næðismálin Á meðan Sigurjón Pétursson, full- trúi Alþýðubandalagsins, var oddviti vinstri meirihlutans í borg- arstjórn Reykjavíkur lét hann orð falla á þann veg að með opinberum aðgerðum ætti að svipta einstakl- inga fullum umráðum yfir eigin húsnæði og skylda þá til að leyfa öðrum að flytja inn í það fyrir leigu- gjald sem einnig yrði ákveðið með opinberum úrskurði. Eftir að ræki- lega hafði verið skýrt hvað í þessari stefnu felst hættu alþýðubanda- lagsmenn að halda henni á loft. Því er þetta rifjaö upp nú til að minna á þá staðreynd að Alþýðubandalagið er andvígt þeirri meginstefnu að einstaklingar eigi íbúðarhúsnæði, flokkurinn vill að hið opinbera hafi forræði í húsnæðisbyggingum. í stefnuskrá Alþýðubandalagsins segir (bls. 59 og 60): „Skipan hús- næðismála hér á landi er glöggt dæmi um það hvernig auðvalds- skipulagið knýr almenning til að fullnægja þorf, sem er orðin félags- leg í eðli sínu, með einkaframtaki í þágu einkagróða. í stað þess að tryggja almenningi öruggt húsnæði gegn sanngjörnu leigugjaldi er hon- um gefinn kostur á að kaupa íbúðir eins og hverja aðra markaðsvöru eða búa ella við öryggisleysið sem fylgir leiguhúsnæði í einstaklings- eign. Hver meðalfjölskylda er þann- ig knúin til að stofna fjárhag og félagslegri tilveru sinni í háska til þess eins að „eignast þak yfir höfuð- ið" — með öllum búnaði sem fylgir heimilishaldi nú á tímum... Sam- býlishættir draga dám af eignar- skipaninni; í skjóli einkaeignarinn- ar, sem fjölmargir verða að gjalda fyrir með heilsutjóni, er hætt við útúrboruhætti og smámunalegri einstaklingshyggju sem girðir fyrir að kostir sambýlis séu nýttir. Með því að standa sýknt og heilagt gegn félagslegri lausn á húsnæðismálum eru fulltrúar skipulagsins ekki ein- ungis að tryggja „einkaframtakinu" gróðaaðstöðu heldur einnig að ýta undir andfélagslega hegðun þannig að samskipti manna einkennist sem mest af sérhyggju." Þessari stefnu var Sigurjón Pét- ursson að framfylgja þegar hann varpaði fram hugmyndinni um leigunám á „of stóru" húsnæði í eigu einstaklinga og þessari stefnu var Svavar Gestsson, formaður Alþýðu- bandalagsins, að • framfylgja bæði meðan hann var bankamálaráð- herra og húsnæðismálaráðherra. Enda var Svavari það sérstakt kappsmál að þrengja að einstakling- um á kostnað hins opinbera eða „fé- lagslega" kerfis í húsnæðismálum. 2000 ýta undir „andfélagslega hegðun" Á miðvikudaginn var boðað til fundar í Sigtúni í Reykjavík og stóðu „áhugamenn um úrbætur í húsnæðismálum" fyrir honum. 2000 manns mættu á fundinn og var mik- ill hugur í mönnum þar. Skyldu þeir vilja úrbætur á þann veg að stefna Alþýðubandalagsins nái fram að ganga, að hagsmunir einstaklings- ins víki fyrir „félagslegum þörfum"? Nei, þvert á móti. Fyrsti frummæl- andi á fundinum, Stefán ólafsson, lektor, sagði meðal annars: „Við eigum erindi við ráðamenn þessa lands. Við þurfum að koma þeim í skilning um það að húsnæð- islánakerfið er sprungið. Við þurfum að gera þeim grein fyrir því misrétti í húsnæðismálum sem komið hefur upp milli kynslóða og því misrétti sem almennt launafólk er beitt. Ungt fólk getur ekki komið sér upp húsnæði á þeim kjörum sem í boði eru." Samkvæmt frásögn Morgunblaðs- ins af þessum fjölmenna fundi hvatti enginn ræðumanna þar til að í stað þess að hjálpa einstaklingum til sjálfsbjargar í húsnæðismálum eftir öllum tiltækum leiðum og þannig að samræmdist efnahags- ástandinu yrði valin stefna Alþýðu- bandalagsins, að svipta menn frum- kvæðinu og fela íbúðarbyggingar í hendur opinberra aðila. Þegar metin er meginstefnan i húsnæðismálum verður því að líta á þennan 2000 manna fund sem andmæli við „fé- lagslega" og opinbera forsjá í hús- næðismálum, stefnumið Alþýðu- bandalagsins. Samkvæmt stefnu- skrá Aiþýðubandalagsins er því hér um „andfélagslega hegðun" og „sérhyggju" að ræða. Vegagerð i Arskógsströnd, norðan Hámundarstaða í Kyjafirði. Sér til Hríseyjar. Hér er ekki ástæða til að ítreka þær skoðanir sem Morgunblaðið hefur þegar látið í Ijós um úrbætur í húsnæðismálum í forystugreinum. Heldur skal Iátið staðar numið og lesendur hvattir til að velta þvf fyrir sér, hvort það sé einleikið að ungt fólk skuli þurfa að rísa upp með þeim hætti sem raun ber vitni eftir rúmlega þriggja ára forræði Al- þýðubandalagsins í húsnæðismál- um. Flokksins sem telur það stuðla að „útúrboruhætti og smámunalegri einstaklingshyggju" að berjast und- ir þeim fána sem dreginn var að húni í Sigtúni á miðvikudaginn. Leonard Bernstein 65 ára Fyrir hreina tilviljun komst bréfritari að því að Leonard Bern-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.