Morgunblaðið - 28.08.1983, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 28.08.1983, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 1983 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 1983 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur. Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 230 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 18 kr. eintakiö. Þrekið má ekki bresta Seðlabanki íslands sendi frá sér fréttatilkynningu í fyrradag og forsætisráðherra og viðskiptaráðherra efndu til blaðamannafundar. Tilefnið var þríþætt: 1) Ákvörðun hafði verið tekin um að lánskjara- vísitalan myndi hækka um 8,1% 1. september og er það í samræmi við verðbólguþróun til þessa og óbreyttar reglur um útreikning á þessari vísitölu. 2) Lánskjaravísitala hjá hús- byggjendum og námsmönnum verður 5,1% 1. september. 3) Framvegis verða mánaðar- legir útreikningar gerðir á vísi- tölum framfærslu- og bygg- ingakostnaðar og þeir notaðir við útreikning á lánskjaravísi- tölu. Eins og af þessari upptaln- ingu sést er hér ekki um neinar tímamótaákvarðanir að ræða. í frásögnum ráðherranna af vangaveltum þeirra um láns- kjaravísitöluna kemur fram að hugmyndir hafa verið uppi um það innan ríkisstjórnarinnar að „krukka" í þessa vísitölu en þær hafi strandað á ótta við máls- sókn af hálfu sparifjáreigenda. Þó gat ríkisstjórnin ekki látið „krukkið" hjá líða varðandi námslán og húsnæðislán og hvetur lífeyrissjóði til hins sama. Reynslan hefur þó sýnt að „vísitölukrukk" stjórnvalda hefur ekki haft annað í för með sér en meira öngþveiti. Ástæða er til að minna á að á 2.000 manna fundi um húsnæðismál á miðvikudag var þess ekki krafist að „krukkað" yrði í lánskjaravísitöluna heldur að lán yrðu lengd og lánshlutfall hækkað, en stjórnarflokkarnir lofuðu hvoru tveggja fyrir kosningar. Tæknileg breyting hefur nú verið ákveðin sem tryggja á sem best samræmi milli þeirra vísitalna sem notaðar eru og þær mæli sama hlutinn á sama tíma, en lánskjaravísitalan er enn að mæla verðbólguna áður en hún tók að hjaðna. Og er þá komið að því að í fréttatilkynn- ingum ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans eru settar fram áætlanir um að lánskjaravísi- talan hraðlækki frá og með 1. október. 1 fréttatilkynningu Seðlabankans er komist svo að orði: „Allar spár, sem fyrir liggja, benda eindregið til þess, að ört muni draga úr verðbólgu næstu mánuði og hafi reyndar þegar dregið úr henni í þessum mánuði." Spáir bankinn því einnig að raunvextir komist fljótlega yfir verðbólgustig og því verði unnt að lækka þá. Reynslan sýnir að Seðlabank- inn tekur mikla áhættu með því að gefa til kynna með spátölum að verðbólgan muni hjaðna svo og svo mikið. Óvissan er mikil og því er hættulegt að gefa slík fyrirheit. Fátt stuðlar meira að þrekleysi í hörðum átökum en að bjartar vonir rætist ekki. Ljóst er að spárnar um að verð- bólgan haldi áfram að hjaðna byggjast á kröfum um mikið aðhald bæði í gengismálum og launamálum. Á þeim rúma ára- tug sem verðbólgan hefur magnast hefur af og til verið gefið til kynna að í sjónmáli sé að náð verði tökum á henni en því miður hefur sá árangur jafnan verið tímabundinn. Hér er ekki við óviðráðanleg efna- hagslögmál að etja heldur póli- tískan vanda, þrekið hefur brostið til langvinnra átaka. Skilji menn fréttatilkynn- ingarnar á föstudaginn og blaðamannafund ráðherranna á þann veg að stríðinu sé lokið er um hættulegan misskilning að ræða. Ráðamenn voru ein- vörðungu að skýra frá tækni- legri aðlögun að breyttum að- stæðum vegna þess að verð- bólgan er byrjuð að hjaðna. Dæminu hefur hins vegar ekki verið snúið við til langframa því að enn sem komið er hefur ekki tekist að sníða þjóðar- búinu stakk eftir vexti. Sívax- andi halli á ríkissjóði er skýr- asta dæmið um það. Og þennan sama föstudag var til dæmis skýrt frá því hér í blaðinu að dýrmætasta útflutningsafurð okkar, þorskflökin á Banda- ríkjamarkaði, hefði verið lækk- uð í verði. Þótt fiskseljendur deili um réttmæti verðlækkun- arinnar gefur hún til kynna að þarna kunni að vera vá fyrir dyrum. Við blasir að hallalaus- um fjárlögum fyrir næsta ár verður ekki unnt að koma sam- an nema með ströngu aðhaldi og ýtrustu sparsemi. Þrekið má ekki bresta eftir aðeins þriggja mánaða baráttu. Útvarpið og Afganistan Sjónvarpsáhorfendum gafst færi á því á föstudagskvöld að kynnast viðhorfum land- flótta Afgana sem lagði allt undir fyrir frelsið, yfirgaf stöðu, heimili og ættjörð til að geta helgað sig baráttunni gegn kommúnistum og sovéska inn- rásarliðinu í Afganistan. Um- ræðurnar á eftir staðfestu að ritstjóri Þjóðviljans fordæmir ekki innrásina, málið er of „flókið“ til þess. í fréttum hljóðvarps var á fimmtudagskvöld meðal annars sagt frá því að Bandaríkjamenn og Sovétmenn hefðu gert með sér viðskiptasamning um korn. Aftan í fréttina var hnýtt þess- ari setningu: „Þetta er fyrsti meiriháttar samningur ríkj- anna síðan Sovétmenn hófu af- skipti af borgarastríðinu í Afg- anistan." Allir aðrir en örgustu Sovétvinir hljóta að hafa hrokkið í kút þegar þeir heyrðu þetta orðalag. Þetta er ekki fréttaflutningur heldur innræt- ing. Það er verið að villa um fyrir hlustendum þegar blóð- ugri innrás Sovétmanna í Afg- anistan og hernámi landsins er lýst sem „afskiptum af borg- arastríði". Áður hefur verið á það bent af Morgunblaðinu að vegna kvartana út af fréttum útvarps og sjónvarps í Noregi af stríð- inu í Líbanon í fyrra lét yfir- stjórn útvarpsins hlutlausa að- ila gera úttekt á fréttaflutn- ingnum. Meðal helstu gagnrýn- isatriðanna í skýrslu þeirra er hlutdrægt orðaval frétta- manna. Það er ekki einu sinni unnt að skýra skilgreiningu fréttastofu hljóðvarps á innrás- inni í Afganistan með þeim hætti að um hlutdrægt orðaval sé að ræða. í hinum tilvitnuðu orðum er beinlínis verið að villa um fyrir hlustendum með því að fara rangt með staðreyndir. Gegn slíkri misnotkun á opin- berum einokunarmiðli verður að sporna með öllum tiltækum ráðum. Þrjár sölumannasögur komu allar upp í hugann um svipað leyti og tengdust. Tilefnið fram- leiðandi á skjánum í kvöldfrétt- unum með sýnishorn af ullar- flóka, sem verksmiðja hans fær að einum þriðja, minnir mig. Skýringin að rollurnar eru ekki rúnar meðan ullin er nýtanleg. 1) Árið 1180 kom íslenskt skip með ull siglandi upp eftir Signu og alla leið til Rúðuborgar. Er- indið að selja þarlendum ull. Þetta má lesa í tollskrám þeirra tíma. Fyrir 800 árum þurfti að greiða tolla af söluvarningi engu síður en nú. Þarna til hertogans í Normandí. Hvernig svo tókst að selja og nýta ullina fylgir ekki sögunni. En ull var þá góð sölu- vara. Megnið af fataleifum, sem fundist hafa á Norðurlöndum a.m.k. er úr ull. Kannski af því að ull hefur geymst betur en hör eða hampur. En þá var sú tíska alveg ný að nota lín í nærföt kvenna. 2) Árið 1983 kom fríður flokk- ur íslendinga til annarrar borg- ar á Signubökkum . Sérfræð- ingar í vörukynningu, 5 sýn- ingarstúlkur og sölufólk frá fimm ullarútflytjendum af fs- landi, þ.e. Álafossi, SÍS, Hildu, Röskva og Iceware. Tóku á leigu sal í glæsihótelinu Georgi V til að kynna nær 300 boðsgestum varning sinn í félagi við aðra seljendur neysluvöru og hráefnis frá þessu landi. Studdir til þess af stóraðilum eins og Flugleið- um. íslenskir útflytjendur þurfa nefnilega alla fáanlega athygli og þessa apríldaga var lag i heims borginni, þótt ekki væri þetta beint ullarsölutíminn með- an tískuhúsin voru að kynna og selja sumarfötin. En forseti þessa lands var í opinberri heim- sókn í París og dró að landi ísa athygli þessa daga. Þá athygli þurfti vel að virkja á erlendri grund til kynningar á fram- boðsvörum, eins og fyrirliði flokksins orðaði það. Þetta var glæsileg kynning og mikið í lagt af vinnu og fé. Svona mikið þarf að hafa við í nútíma sölu- mennsku og útflutningi. Vel að vanda og miklu til að kosta að gera megi ull af kind að gjald- eyrisaflandi varningi, svo að við megum fyrir kaupa aðrar nauð- synjavörur og framandlegar í þessu norðlæga landi. Við fslendingar erum semsagt búnir að vera að framleiða og flytja út ull í a.m.k. 800 ár, eins og þessi dæmi um útflutning til Frakklands sýna. Verið að þróa framleiðsluna og sölutæknina og laga að mörkuðum og aldaranda. Ófáir lagt hönd á plóginn. Sumir lagt í lífsstarf sitt að gera ullina eftirsótta úti í hinum harða samkeppnisheimi. Þessa dagana erum við minnt á að hugsjóna- fólk hefur nú í full 70 ár unnið saman í Heimilisiðnaðarfélaginu af óbilandi elju að kynningu á íslenkri ull og að hún megi hljóta sess gæðavöru, sem stenst harða samkeppni. Er einmitt á afmælisári með sýningar úti um land til að sýna afraksturinn af þeirri viðleitni. 3) Saga bandaríska gaman- sagnaskáldsins James Thurbers um fílabeinið, apana og mann- fólkið, birt í New Yorker: Flokk- •w. ur metnaðarfullra apa í Afríku gekk á fund fílahjarðar með til- lögu um viðskipti. „Við skulum selja mannfólki tennurnar ykkar fyrir glás af hnetum og appelsín- um,“ sagði sendinefndarformað- ur apanna. „í okkar augum og ykkar eru fílatennur tennur, en fyrir mannfólkið eru þær verzl- unarvara — billjardkúlur eða pí- anónótur og fleira sem fólk hef- ur til að kaupa og selja.“ Fílarnir kváðust mundu hugsa málið. „Komið hingað á morgun á sama tíma og við skulum ganga frá viðskiptunum," sagði leiðtogi ap- anna og þeir héldu sína leið til að finna menn á höttunum eftir varningi í héraðinu. „Þarna er fílabein af bestu tegund," sagði formaður apanna við formann mannfólksins. „Hundrað fílar, tvö hundruð fílabeinstennur. Allt falt fyrir appelsínur og hnetur“.„Þetta fílabein nægir í lítinn fílabeins- turn,“ sagði formaður mann- anna, „eða í hundrað billjardkúl- ur og þúsund píanónótur. Ég ætla að senda umboðsmanni okkar skeyti um að ferma skip með hnetum og appelsínum handa ykkur og hefja sölu á billjardkúlum og píanónótum. Hlutverk viðskiptanna eru viðskipti og kjarninn í þeim er hraði." Því svaraði formaður ap- anna: „Við munum binda við- skiptin fastmælum.” „Þá er bara eitt enn, hvar er varningurinn?" spurði formaður mannfólksins. Og apaformaðurinn svaraði um hæl: „Á þessari stundu er hann að borða eða eðla sig, en verður á ákveðnum stað á ákveðinni stundu.“ En hann var bara ekki þar. Fílarnir höfðu hugsað málið, séð sig um hönd og gleymt að mæta á staðnum daginn eftir, því fílar eru sérfræðingar í að gleyma þegar gleymska i hag kemur. Það var mikið um að vera í viðskiptamiðstöðvum heimsins, þegar samningurinn brást, og allir — nema fílarnir — tóku þátt í málarekstrinum: Við- skiptabótaskrifstofan, Apa- kattaverzlunin, Millitegunda- viðskiptanefndin, dýraríkis- dómstólarnir, Landssamband stórseljenda, Rannsóknaskrif- stofa Afríkuríkja, Alþjóðasam- band dýravelferðar og Ámeríku- sambandið. Álitsgerðir voru sendar, reglugerðir auglýstar, stefnur gefnar út, áminningar sendar og tilbaka til föðurhús- anna og mótmæli borin fram og hafnað. „Föðurlandsbandalag amerískra kvenna gegn falli“ lét málið til sín taka, þar til kæra kom á það um siðspillingu frá manni, sem síðar dró kæru sína til baka og græddi stórfé á út- gáfu tveggja bóka, Ég gerði í bólið mitt og Nú ligg ég laglega í því. Fílarnir héldu tönnunum sín- um, og enginn fékk neinar billj- ardkúlur eða píanónótur né heldur eina einustu hnetu eða appelsínu. Mórallinn í sögunni: Menn allra stétta taki upp hinn fróma ásetning: bjóðið aldrei upp á kanínukássu fyrr en búið er að veiða kanínuna. Heilræði dregið af öllum sög- unum þremur gæti þá verið: Seljið aldrei ullina fyrr en búið er að rýja ærnar. Ps. Reyndi á eigin skrokki eina af þessum nýju íslensku ullar- dragtum með blómamynstrinu í téðri forsetaför til Frakklands, við góðar undirtektir og fyrir- spurnir um uppruna í landi há- tískunnar. Flíkin kom á markað í vor. Seldist líka grimmt til túr- ista á íslandi, að sögn verzlunar- stjóra í miðborginni. En ábót fékkst ekki. Prjónastofurnar loka í fimm vikur vegna sumar- leyfa og taka til starfa aftur um leið og túristarnir hverfa til síns heima. Kynningin á vörunni ku hafa tekist mjög vel. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Rey kj a víkurbréf Vegagerð á Árskógsströnd, norðan Hámundarstaða í Eyjafirði. Sér til Hríseyjar. (LjóBmynd: Snorri Snorrason) ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Alþýdubanda- lagid og hús- næðismálin Á meðan Sigurjón Pétursson, full- trúi Alþýðubandalagsins, var oddviti vinstri meirihlutans í borg- arstjórn Reykjavíkur lét hann orð falla á þann veg að með opinberum aðgerðum ætti að svipta einstakl- inga fullum umráðum yfir eigin húsnæði og skylda þá til að leyfa öðrum að flytja inn í það fyrir leigu- gjald sem einnig yrði ákveðið með opinberum úrskurði. Eftir að ræki- lega hafði verið skýrt hvað í þessari stefnu felst hættu alþýðubanda- Iagsmenn að halda henni á loft. Því er þetta rifjað upp nú til að minna á þá staðreynd að Alþýðubandalagið er andvígt þeirri meginstefnu að einstaklingar eigi íbúðarhúsnæði, flokkurinn vill að hið opinbera hafi forræði í húsnæðisbyggingum. í stefnuskrá Alþýðubandalagsins segir (bls. 59 og 60): „Skipan hús- næðismála hér á landi er glöggt dæmi um það hvernig auðvalds- skipulagið knýr almenning til að fullnægja þörf, sem er orðin félags- leg í eðli sínu, með einkaframtaki í þágu einkagróða. í stað þess að tryggja almenningi öruggt húsnæði gegn sanngjörnu leigugjaldi er hon- um gefinn kostur á að kaupa íbúðir eins og hverja aðra markaðsvöru eða búa ella við öryggisleysið sem fylgir leiguhúsnæði í einstaklings- eign. Hver meðalfjölskylda er þann- Laugardagur 27. agust ig knúin til að stofna fjárhag og félagslegri tilveru sinni í háska til þess eins að „eignast þak yfir höfuð- ið“ — með öllum búnaði sem fylgir heimilishaldi nú á tímum... Sam- býlishættir draga dám af eignar- skipaninni; í skjóli einkaeignarinn- ar, sem fjölmargir verða að gjalda fyrir með heilsutjóni, er hætt við útúrboruhætti og smámunalegri einstaklingshyggju sem girðir fyrir að kostir sambýlis séu nýttir. Með því að standa sýknt og heilagt gegn félagslegri lausn á húsnæðismálum eru fulltrúar skipulagsins ekki ein- ungis að tryggja „einkaframtakinu" gróðaaðstöðu heldur einnig að ýta undir andfélagslega hegðun þannig að samskipti manna einkennist sem mest af sérhyggju.“ Þessari stefnu var Sigurjón Pét- ursson að framfylgja þegar hann varpaði fram hugmyndinni um leigunám á „of stóru“ húsnæði í eigu einstaklinga og þessari stefnu var Svavar Gestsson, formaður Alþýðu- bandalagsins, að ' framfylgja bæði meðan hann var bankamálaráð- herra og húsnæðismálaráðherra. Enda var Svavari það sérstakt kappsmál að þrengja að einstakling- um á kostnað hins opinbera eða „fé- lagslega" kerfis í húsnæðismálum. 2000 ýta undir „andfélagslega hegdun“ Á miðvikudaginn var boðað til fundar í Sigtúni í Reykjavík og ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ stóðu „áhugamenn um úrbætur í húsnæðismálum" fyrir honum. 2000 manns mættu á fundinn og var mik- ill hugur í mönnum þar. Skyldu þeir vilja úrbætur á þann veg að stefna Alþýðubandaiagsins nái fram að ganga, að hagsmunir einstaklings- ins víki fyrir Jélagslegum þörfum"? Nei, þvert á móti. Fyrsti frummæl- andi á fundinum, Stefán ólafsson, lektor, sagði meðal annars: „Við eigum erindi við ráðamenn þessa lands. Við þurfum að koma þeim í skilning um það að húsnæð- islánakerfið er sprungið. Við þurfum að gera þeim grein fyrir því misrétti í húsnæðismálum sem komið hefur upp milli kynslóða og því misrétti sem almennt launafólk er beitt. Ungt fólk getur ekki komið sér upp húsnæði á þeim kjörum sem í boði eru.“ Samkvæmt frásögn Morgunblaðs- ins af þessum fjölmenna fundi hvatti enginn ræðumanna þar til að í stað þess að hjálpa einstaklingum til sjálfsbjargar í húsnæðismálum eftir öllum tiltækum leiðum og þannig að samræmdist efnahags- ástandinu yrði valin stefna Alþýðu- bandalagsins, að svipta menn frum- kvæðinu og fela íbúðarbyggingar í hendur opinberra aðila. Þegar metin er meginstefnan í húsnæðismálum verður því að líta á þennan 2000 manna fund sem andmæli við Jé- lagslega" og opinbera forsjá í hús- næðismálum, stefnumið Alþýðu- bandalagsins. Samkvæmt stefnu- skrá Aiþýðubandalagsins er því hér um „andfélagslega hegðun" og „sérhyggju" að ræða. Hér er ekki ástæða til að ítreka þær skoðanir sem Morgunblaðið hefur þegar látið í ljós um úrbætur í húsnæðismálum í forystugreinum. Heldur skal látið staðar numið og lesendur hvattir til að velta því fyrir sér, hvort það sé einleikið að ungt fólk skuli þurfa að rísa upp með þeim hætti sem raun ber vitni eftir rúmlega þriggja ára forræði Al- þýðubandalagsins í húsnæðismál- um. Flokksins sem telur það stuðla að „útúrboruhætti og smámunalegri einstaklingshyggju" að berjast und- ir þeim fána sem dreginn var að húni í Sigtúni á miðvikudaginn. Leonard Bernstein 65 ára Fyrir hreina tilviljun komst bréfritari að því að Leonard Bern- stein, hlómsveitarstjórinn heims- frægi, varð 65 ára á fimmtudaginn, 25. ágúst. Um leið og honum eru sendar heillaóskir skal greint frá því hvemig vitneskjan um afmæli hans barst bréfritara. Aðilar í Bandaríkjunum þar sem Bernstein er búsettur eins og kunn- ugt er sendu út dreifibréf í nafni „65 ára afmælisnefndar Leonard Bernstein". Þar var I upphafi bent á afmælisdag meistarans og fyrir hvatningu afmælisbarnsins hafi nefndin tekið sér fyrir hendur að minnast dagsins með „óvenjulegum hætti: með því að helga okkur mál- efni sem allir þurfa að íhuga — al- mennri kjarnorkuafvopnun". Síðan segir í bréfinu: „Við biðjum vini og aðdáendur Leonard Bernstein — einkum tón- listarmenn en einnig tón- listaráhugamenn um heim allan og úr öllum stéttum — að sameinast með okkur 25. ágúst 1983 í kröfugerð til stuðnings gagnkvæmri frystingu kjarnorkuvopna undir eftirliti. Við förum þess á leit að þér dreifið með- fylgjandi heiðbláum armböndum til tónlistarmanna og annarra sem vilja setja þau á sig við flutning tónlistar (sinfóníuverka, rokktón- listar, kammerverka, söngverka eða í síðdegisboðum) móttöku aðgöngu- miða, sölu hljómplatna eða á sólar- ströndu fimmtudaginn 25. ágúst, til að sýna í verki stuðning sinn við gagnkvæma frystingu kjarnorku- vopna undir eftirliti... Sjálfur mun meistarinn bera heiðblátt armband við hátíðarat- höfn við fæðingarstað sinn í Herit- age State Park, Lawrence, Massach- usetts, þar sem honum verður sýnd- ur sá heiður að tileinka honum Leonard Bernstein Way og hann mun stjórna Greater Boston Youth Symphony Orchestra og öðrum hljómlistarmönnum úr hreyfing- unni Tónlistarmenn gegn kjarn- orkuvopnum." Undir lok bréfsins er svo frægum skyrtuframleiðendum eins Van He- usen Inc. færðar þakkir fyrir að leggja til efni í heiðbláa armbandið og tekið fram, að bréfið sé sent til tónlistarmanna og tónslistaráhuga- manna í Bandaríkjunum, Sovét- ríkjunum, Evrópu, Suður-Ameríku, Japan og ísrael „í stuttu máli til allra þar sem meistarinn á vini“ eins og það er orðað. Frumleg ad- ferd Þeim sem er í nöp við afmælis- greinar í blöðum en vilja heiðra vini eða kunningja á tyllidögum er hér með bent á frumlega aðferð til þess. En þetta afmælisbréf hlýtur að vekja fleiri en höfund Reykjavík- urbréfs til umhugsunar um það í hvaða farveg friðarbaráttan, en bréfið verður að líta á sem lið í henni, er að þróast. Ganga nor- rænna kvenna í Bandaríkjunum sem lauk á föstudaginn er angi af sama meiði og bréfið frá afmælis- nefnd Bernstein. Ekki er dregið í efa að þetta áhugafólk vill láta gott af sér leiða, en staðreynd er að jafn- flókið mál og kjarnorkuafvopnun verður aldrei leitt til lykta með því að bera heiðblá armbönd við flutn- ing tónlistar á 65 ára afmælisdegi Leonard Bernstein eða með því að norrænar konur gangi frá New York til Washington í steikjandi hita og kæfandi raka. Eða þá þeirri aðferð herstöðvaandstæðinga á íslandi sem hlýtur að teljast frumlegust allra að ganga í sovéska sendiráðið með kröfu um að Isiand segi sig úr NATO og rjúfi varnarsamstarfið við Bandaríkin! — Kröfu sem gæti verið samin af hugmyndafræðingum Var- sjárbandalagsins þar sem Kreml- verjar hafa tögl og hagldir. Hinn 18. águst sl. birti norska blaðið Aftenposten frétt frá blaða- manni sínum í Bandaríkjunum um friðargöngu norrænna kvenna þar. Hún hófst með þessum orðum: „Friðargangan ’83 hefur orðið menningaráfall („kultursjokk") fyrir flesta norrænu þátttakendurna sem eru um 100. Eftir að hafa gengið í átt til Washington í eina viku vita þeir ekki hvort þeir eiga að reiðast eða undrast yfir því að Banda- ríkjamenn láta ekki sjá sig í göng- unni.“ Segir blaðamaðurinn að á þeirri viku sem þá var liðin frá því að gangan hófst hafi ekki sést neitt til hins 50 manna bandaríska „göngukjarna“ sem áætlað var að gengi einnig frá New York til Washington. Gangan hafi „alls ekki orðið það sem frumkvöðlar hennar ímynduðu sér“. Afstada sjálfstædis- kvenna Það vakti verðskuldaða athygli í vikunni þegar stjórn Hvatar og framkvæmdastjórn Landssambands sjálfstæðiskvenna ákváðu að taka ekki þátt í friðarfundi á Lækjartorgi á föstudaginn, sama dag og friðar- göngu norrænna kvenna lauk I Washington. í rökstuðningi sjálf- stæðiskvenna fyrir þessari afstöðu sinni koma fram þau grundvallar- sjónarmið sem menn verða að hafa þrek til að taka afstöðu til þegar leitast er við að taka „þverpólitísk- ar“ ákvarðanir í friðarmálum. í ályktun sem birtist hér í blaðinu segja sjálfstæðiskonur meðal ann- ars: „Stjórnirnar vara eindregið við umræðum í nafni friðar þar sem þess er krafist að lýðræðisríki á Vesturlöndum skuldbindi sig með einhliða yfirlýsingum um að vera óvarin gegn vaxandi vígbúnaði í austri." Yngsta stjórnmálaaflið í landinu, Kvennalistinn, hafði frumkvæði að þessum fundi á föstudaginn. Les- endur Morgunblaðsins hljóta að minnast þess hve forsvarsmenn list- ans voru á báðum áttum í umræð- um um öryggi og sjálfstæði íslensku þjóðarinnar fyrir kosningar. Afstað- an er engu skýrari að kosningum loknum enda fylgir Kvennalistinn þeirri stefnu í þessum mikilvægu málum sem gengur ekki upp þegar hún er könnuð gaumgæfilega. Kvennaframboðið sem á fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur er mun skeleggara en Kvennalistinn og hef- ur mótað afstöðu gegn aðild Islands að Atlantshafsbandalaginu og varn- arsamstarfmu við Bandaríkin jafn- vel með afdráttarlausari hætti en Alþýðubandalagið eins og sást á yf- irlýsingu Kvennaframboðsins vegna Keflavíkurgöngunnar á dögunum. Með afstöðu sinni í tilefni friðar- fundarins á föstudaginn vekja stjórnir Hvatar og Landssambands sjálfstæðiskvenna athygli á því hvar draga verði mörkin í hinu „þverpóli- tíska“ friðarstarfi kvenna og það verður því starfi síst af öllu til fram- dráttar ef Kvennalistinn eða Kvennaframboðið ætla að stuðla að ófriði meðal íslenskra kvenna í frið- arbaráttunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.