Morgunblaðið - 28.08.1983, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.08.1983, Blaðsíða 29
Hljóm- plotur Árni Johnsen Hallbjörn í kúrekaham Stundum er sem villtur og fjörugur foli ráði ferðinni í kántrýlögum Hallbjarnar Hjart- arsonar, í öðrum er rómantísk undiralda, en fyrst og fremst eru lög hans einlæg og söngvin, þau hrífa hlustandann með sér. Það hefur fækkað stórlega kúrekun- um í tslandi, en fáir hafa þeir verið í hinum bandariska sléttu- stíl. Okkar kúrekar gerðu garð- inn frægan með hestvagna í eft- irdragi, mjólkurlögg, póst og annað slíkt. Það er skemmtilegt framtak hjá Hallbirni að setja lög sin á þrykk og flytja þau á látlausan, en hressilegan hátt hins lagvissa manns. Flestir textarnir eru sögur úr mannlífinu, fjalla um það að hittast og kveðjast, leita eftir fé- lagsskap í kærleik og ást. Höf- undar textanna eru Rúnar Krist- jánsson, Kristján Hjartarson, Jón Sigurðsson, María Konráðs- dóttir og Jóhann G. Jóhannsson, sem á tvö lög og texta á plötunni. Hljómlistin er íslenskuð kú- rekatónlist. Hefur hinn rétta blæ, en er með öðru sniði en hin rótgróna kántrýtónlist Banda- ríkjanna. Á sínum tíma var enska orðið Beatles islenskað i bítill. Eins má segja að Hall- björn íslenski sléttusöngvana á sinn hátt og satt best að segja blæs hann úr ýmsum áttum, meðal annars með ágætis jóðli. Hallbjörn hefur góða liðs- menn með sér á Kántrý 2, Vil- hjálm Guðjónsson á gítar, Árna Áskelsson á trommur og þús- undþjalasmiðinn Sigurð Rúnar á píanó, fiðlu, bassa, gitar, munn- hörpu, harmoníku og áslátt- arhljóðfæri. Þá er heill herskari hljómlistarmanna sem leikur á ýmis strengjahljóðfæri, góðar bakraddir, og allt skapar þetta skemmtilega og heimilislega plötu. MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 1983 ^«01* \egrar rósasýo'09ar Sýnd *an í svn.n9— «£££ **°«**'’ Bnn.9^7^. .inQartnnar.Sín*enns>a ank danskra g . ^ syn.nga' Símar 1. Alhliðanámskeið SÉRFRÆÐINGAR LEIÐBEINA MEÐ: • Snyrtingu • Hárgreiðslu • Fataval — hreinlæti • Framkomu • Kurteisi • Borðsiði — gestaboð • Göngu • Hagsýni • Ræðumennsku 12 sinnum — tvisvar í viku. 10 í hóp Snyrtifræðingar: Brynhildur Þorsteinsdóttir. Hárgreiðslumeistari: Erla Vilhjálmsdóttir. 2. Fyrir ungar konur á öllum aldri 8 sinnum — einu sinni í viku. Framkoma — Hárgreiðsla — Snyrting — Fataval — Borðsiðir. 10 í hóp. 3. Stutt snyrtinámskeið 3 sinnum — 3 klst. Handsnyrting — Andlitshreinsun — Dagsnyrting — Kvöldsnyrting. 6 í hóp. 4. Fyrir starfshópa — saumaklúbba 6 sinnum — einu sinni í viku. Snyrting — Framkoma — Hárgreiðsla — Borösiðir. 10 í hóp. 5 Fyrir ungar stúlkur 14—16 ára (skólahópa) 8 sinnum — einu sinni í viku. Framkoma — Hreinlæti — Fatnaður — Snyrting — Borðsiðir — Ganga — Hagsýni. 10 í hóp. 6. Fyrir herra á öllum aldri 7 sinnum — einu sinni í viku. Hárgreiðsla — Hreinlæti — Fatnaöur — Snyrting — Ræöumennska — Kurt- eisi. 10 í hóp. 7. Modelnámskeið 15 sinnum — fyrir verðandi sýningar- fólk. Dömur — Herra. Kurteisi — Fram- koma — Snyrting — Fatnaöur — Ganga — Hreinlæti. 8 i hóp. Innritun hefst mánudag 29. ágúst í símum 36141 — 15118, kl. 2—6. Unnur Arngrímsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.