Morgunblaðið - 28.08.1983, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 28.08.1983, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 1983 Rétt fyrir and- látið var Niven vakinn og spurður um líðanina. Hann hafði verið að vakna af og til þessa síðustu nótt en nú var kominn morgunn og hann brosti og sagði að sér liði ágætlega og rétti upp hnefann með þumalfingurinn á lofti, eins og hann hafði gert svo oft þeg- ar hann var að kveðja. Svo sofnaði hann aft- ur og stuttu seinna var hann dáinn. Hann var 73 ára og hafði lengi þjáðst af sjaldgæfum ólækn- andi sjúkdómi, sem veldur rýrnun á hreyfitaugum í heila og mænu. Fréttin um lát hans flaug eins og eldur í sinu um heiminn. Hann hafði eignast ótölulegan fjölda vina um ævina, enda lék hann í næst- um 90 kvikmyndum. ÉhHé w ^lb- É» '¦& jfjímwJá i 1 m ^pl '4 í^^P Wí w§> h m ¦§ *\ ¦ w\ »¦1 BJ&S ^M | jflMl^t ^H^HkuK §H 11 mm- ^ftta**&£ ^mm Ul~W£:^r ^GIS«iP<& : :."jQjs H w Æ m) sW~^iJ>'^^^M ..JflS'. p» «i mmV^^Jm r ¦:•: .: .¦^íi"W^^^HS»}ií'i::« ^xmmW? Ærw ^Fimf*^ j tfMfefo wmm\ /' &m ¦<> »§' \ t^jjm 9,M ¦ Æ gfc ' - Ili æUF?*,\\ /M ^P^ ^^ í ! í o: w ö: !>1,.. -Æ&vii: h iflK v 1 ll-.1*/ /fl llÉMllÉlfeiif Sífe^SJ wm.f mWf I Nivcn með hinni sansku konn sinni, Hjördísi, begar hann var útskrifaður af Wellington-spítalanum í London í mare sl. David Nrven 1910—1983. Stormasöm bernska Niven fæddist í Kirriemuir i Skotlandi 1. mars 1910, sonur yfir- manns í hernum, sem skírði hann James David Graham Niven. Faðir hans lést i fyrri heimsstyrjöldinni við Dardanella. David átti storma- sama bernsku og var það aðallega óviðkunnanlegur stjúpfaðir hans sem sá fyrir því. Hann var sendur úr einum barnaskólanum í annan þar sem sársaukafullar refsingar biðu þeirra sem brutu strangar hegðunarreglur. Það varð til þess að hinn ungi David flúði ósjaldan úr skóla eða var rekinn. Þegar hann hafði aldur til, fetaði hann í fótspor föður síns og fór í herfor- ingjaskólann í Sandhurst og þegar hann útskrifaðist þaðan þjónaði hann sem foringi í léttvopnaða skoska fótgönguliðinu, aðallega á Möltu, en sagði sig úr þjónustunni eftir þrjú ár og fluttist til Kanada. Þaðan fluttist hann skömmu seinna til Bandaríkjanna. Þúsundþjalasmiður A þessum árum tók hann sér ým- islegt fyrir hendur, var skógar- ógrynni af skrýtlum og af því að hann var hvers manns hugljúfi varð hann fljótt vinsæll i sam- kvæmum og var boðið í öll bestu Hollywoodpartýin. Þar kynntist hann stjórstjörnum og verðandi stjórstjörnum og var fljótur að afla sér vina. Ensk týpa númer 2008 Hann var skráður í leikaraskrá Hollywood sem „Anglo Saxon Type Number 2008" eða ensk týpa númer 2008. Og þó það hafi verið afar sjaldgæft meðal leikara í aukahlut- verkum í Hollywood að ná langt í kvikmyndum, var Niven undan- tekning frá reglunni. Hann sagði einu sinni að moguleikarnir væru 5000 á móti einum að statisti næði langt í kvikmyndunum í Holly- wood. Til er ljósmynd af honum, Clark Gable og Alice Fay saman, líkast til þeim einu sem tókst þaö á þessum árum. „Auðvitað hef ég verið helviti heppinn," sagði Niven. Hann var heppinn með samning- ana sem hann gerði og að vera „réttur maður á réttum tíma". A þessum árum voru þeir í Holly- wood iðnir við að gera kvikmyndir Ad Niven látnum Frægðin var spursmál um heppni David Niven tók lífinu létt og sjálfan sig aldrei of alvarlega. Hann sagði í viðtali 1977, hæversk- ur eins og alltaf, að frami hans og vinsældir hefðu verið spursmál um heppni. „Ég var á réttum stað á réttum tíma og það vildi svo til að ég hafði eignast nokkra mjog svo áhrifamikla félaga, (Clark Gable, Cary Grant, Errol Flynn, Humphr- ey Bogart til að nefna nokkra) sem af einhverri óskiljanlegri ástæðu höfðu áhuga á hvernig mér vegn- aði." Það var þvi kannski þessum vinum hans að þakka og mörgum fleirum að hann varð vinsæl kvikmyndastjarna, þó svo að hann hafi aldrei náð eins langt á hvíta tjaldinu og fyrrnefndar stórstjörn- ur. Reyndar var það ósk hans undir það síðasta að hans yrði frekar minnst fyrir ritstðrf sín en leik. Ævisogur hans tvær, The Moon's a Balloon og Bring on the Empty Horses urðu metsölubækur, sem seldust í um 10 milljónum eintaka og svo hafði hann skrifað skáld- sogu, sem gerðist í Hollywood, Go Slowly, Come Back Quickly. Eins og ævÍ8ögur hans tvær varð þessi einnig metsölubók. í allt skrifaði hann því fjórar bækur því árið 1951 skrifaði hann skáldsogu sem hlaut nafnið Once Over Lightly. Það var næstum af tilviljun sem hann varð kvikmyndaleikari með enga reynslu að baki i leiklistinni, en með heppni, af því að hann þekkti réttu mennina og með per- sónutöfrum sinum tókst honum elcki aðeins að komast í álnir i Hollywood, heldur líka aö halda sinu i hörðum, miskunnarlausum heimi. Það segir sitt um kraft hans og ítök að hann var enn eftirsóttur í kvikmyndir eftir næstum fimm áratugi i leiknum. Merkilega fáar Niven með dóttur sinni, annað af tveimur börnum sem hann og Hjördís ættleiddu. myndir hans eru mönnum þó minn- isstæðar, aðallega vegna þess að hann tók það sem honum bauðst i stað þess að biða og vona að honum bærust betri hlutverk. Honum fannst það vera nóg að fá vel borg- að fyrir hluti, sem hann hafði gam- an af að gera. „Ekta breskur heiðurs- maður" Skyndilegt lát Nivens kom vinum hans í opna skjöldu, þrátt fyrir að hann hafi átt við þennan hræðilega sjúkdóm að striða. Stærstu stjörn- ur Hollywood komu til Sviss eftir lát hans til aö votta honum virð- ingu sína. Sagði kvikmyndafram- leiðandinn Lee Vance að lát hans hefði „verið áfall fyrir Hollywood". Góður vinur Nivens, Elisabeth Taylor sagði: „Hann var einn minna bestu vina og ég dáði hann vegna alls hins góða í fari hans — vináttunnar, lífsgleðinnar, kimn- innar, skarpskyggninnar og greindarinnar." Marlon Brando sagði: „David var einn mest aðlað- andi maður sem ég þekkti." Zsa Zsa Gabor sagði: „Við elskuðum hann öll í Hollywood. Hann var dásam- legur maður, ekta breskur heiðurs- maður." Niven er eflaust best lýst með seinustu orðum Gabor, „ekta breskur heiðursmaður", hann lék þá ófáa. Þrátt fyrir alla þá frægð sem hann hlaut og peningana sem hann átti, olli leikferill Nivens dá- litlum vonbrigðum. í einni mynd af annarri lék hann yfirleitt sömu persónuna — heiðursmanninn. Hann náði aldrei að losna við hlut- verkið og fyrir bragðið lék hann í mun verri myndum en meðfæddir leikhæfileikar hans áttu skilið. Verulega góðar myndir hans má næstum telja á fingrum annarrar handar. höggsmaður, starfsmaður i þvotta- húsi, fréttaritari, leiðbeindi kúb- önskum uppreisnarmönnum um vopn, var fulltrúi fyrir breskt vin- gerðarfyrirtæki i Bandaríkjunum, kynnir og smákrimmi að eigin sogn. Hann fluttist til New York í kreppunni raiklu þar sem hann vann sem þjónn og vínsðlumaður. Ferðalög hans tóku hann á endan- um til Los Angeles þar sem hann komst í kynni við fólk sem útvegaði honum smáhlutverk i kvikmynd- um. Vegna þess að hann var reiðmað- ur góður, leiddist Niven út í vest- ra-kvikmyndir. Hann sagði eitt sinn: „Ég reið svolítið í vestrum. Sat á hestbaki, jæja .. en allavega þorðu þeir ekki að láta mig opna munninn. Þeir sprautuðu yfir mig einhvers skonar gulri málningu svo ég liti út eins og Mexíkani." Hann var frábær sogumaður og kunni um breskt efni og réðu nokkuð af breskum leikurum og féll Niven þar inní eins og flfs við rass. Cary Grant, Roland Colman, Basil Rathbone, Herbert Marchall og C. Aubrey Smith, sem rak krikk- ettklúbbinn í Hollywood, voru með- al Breta, sem frægir urðu í kvik- myndaborginni á þessum árum fjórða áratugarins. Ráðinn hjá Goldwyn Eftir nokkrar mislukkaðar reynslutökur hjá öðrum framleið- endum, gerði Niven samning við Sam Goldwyn og þó samband þeirra hafi verið æði stormasamt entist það engu að síður i 14 ár. Fyrsta alvðru-hlutverkið fékk hann 1936 í The Charge of the Light Brigade, en stjarna þeirrar myndar var Errol Flynn og urðu Á móti Olivia de Havilland í RafTies, 1939.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.