Morgunblaðið - 28.08.1983, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 1983
41
Minning:
Edvard Frímanns-
son leiðsögumaður
Fæddur 28. ágúst 1917
Dáinn 13. ágúst 1983
Góður vinur er genginn. Á
morgun, mánudag kl. 13.30 verður
Edvard Frímannsson jarðsunginn
frá Dómkirkjunni í Reykjavík.
Kvöldið áður en hann dó hringdi
hann til okkar hjónanna og spjall-
aði lengi við okkur bæði og var
hinn hressasti, sagði okkur frá
ferð sem hann átti að fara næsta
dag sem leiðsögumaður erlends
ferðahóps, en þann dag að Húsa-
felli í Borgarfirði féll hann niður
og var látinn stuttu síðar í sjúkra-
húsinu á Akranesi.
Edvard var fæddur í Borgarnesi
þann 28. ágúst 1917, sonur sæmd-
arhjónanna Margrétar Runólfs-
dóttur frá Norðtungu í Borgarfirði
og Frímanns Frimannssonar í
Hafnarhúsinu, sem flestallir
Reykvíkingar og fleiri þekktu og
er nú nýlega látinn, svo stutt var
milli þeirra feðga.
Edvard var mikill laxveiðimað-
ur og sérstaklega mikill heiðurs-
maður í þeirri íþrótt, aðstoðaði og
kenndi mörgum byrjandanum og
þar á meðal vorum við hjónin,
enda áttum við margar góðar
stundir saman við fallegar lax-
veiðiár í Borgarfirðinum.
A unglingsárum dvaldi hann á
sumrin hjá afa sínum í Norðtungu
við hina góðu laxveiðiá Þverá, og
síðar sem leiðsógumaður Englend-
inga við laxveiðar í ánni og er mér
minnisstætt eitt sinn er við vorum
við veiðar í Norðurá að Englend-
ingurinn captain Turner og kona
hans heimsóttu Edvard í veiði-
húsið, en hann hafði verið við
veiðar með Edvard sem leiðsögu-
mann við Þverá að mig minnir 25
árum áður og urðu miklir fagnað-
arfundir.
Edvard lauk prófi frá Verzlun-
arskóla íslands árið 1936, fór síð-
an til Bandaríkjanna og dvaldi þar
í nokkur ár, fyrst sem starfsmað-
ur á Heimssýningunni í New York
og síðar hjá G. Helgason &
Melsted í New York. Eftir dvölina
í Bandaríkjunum fór Edvard til
Tékkóslóvakíu, dvaldi þar nokk-
urn tíma við leit að viðskiptasam-
böndum. Að lokinni dvöl þar sneri
Edvard heim til Islands, setti með
stuttu millibili á stofn þrjár tísku-
verslanir við Laugaveginn ásamt
konu sinni, en síðustu árin starf-
aði hann sem leiðsögumaður er-
lendra ferðamanna og í þeim ferð-
um eignaðist hann marga góða
erlenda kunningja, sem héldu
sambandi við hann.
Edvard kvæntist Ástu Láru
Jónsdóttur ólafssonar, banka-
stjóra Útvegsbankans, hinni
glæsilegustu og ágætustu konu og
eignuðust þau þrjú börn, Jón
Gunnar, sem kvæntur er Lindu
Stefáníu De L'Etoile, Birgi Frí-
mann, sem var giftur Nönnu Eg-
ilson og Elínu Láru, sem er gift
Jens Sandholt og eru barnabörnin
nú þrjú, en þau Asta Lára slitu
samvistum fyrir nokkrum árum.
Mörg áhugamál átti Edvard,
hann var meðlimur í Lions-
-klúbbnum Ægi og Frímúrara-
reglunni, safnaði frímerkjum af
miklum áhuga og tók mikið af
ljósmyndum á ferðalögum sinum.
Sem leiðsögumaður var hann sér-
staklega hjálpfús eins og við lax-
veiðarnar. Heima hjá okkur verð-
ur hans saknað á hverri hátíð svo
og heimsókna hans og símtala
með lýsingum af ferðum hans.
Að lokum vottum við hjónin
börnum hans, barnabörnum og
öðrum ættingjum samúð okkar.
Eggert Kristinsson
Ferðaþjónustan á íslandi hefur
misst mikilhæfan mann. Leið-
sögumenn hafa misst ágætan fé-
laga og samstarfsmann.
Edvard Frímannsson stundaði
leiðsögustörf alfarið sfðastliðin 12
ár, fyrst og fremst fyrir erlenda
ferðamenn á íslandi, en einnig var
hann fararstjóri með íslendingum
erlendis.
Hann hafði snemma kynnst því
að fylgja erlendum ferðamönnum,
því að á skólaárum sínum var
hann fylgarmaður enskra lax-
veiðimanna við Þverá í Borgar-
firði, en móðurafi hans var bóndi í
Norðtungu, sem er mikil laxveiði-
jörð.
Edvard stundaði nám í Verslun-
arskóla íslands, var við fram-
haldsnám í verslunarfræðum í
Englandi og einnig í Tékkóslóv-
akíu. Hann dvaldi langdvölum við
viðskiptastörf í New York og sneri
sér að verslun í Reykjavík er heim
kom.
Þegar hann hóf leiðsögustarfið,
fann hann lífsstarf, sem átti afar
vel við hann. Hann hafði ómælda
ánægju af að miðla farþegum sín-
um af þekkingu sinni um land og
þjóð og hann sýndi þeim einstaka
kurteisi og umhyggju. Hann var
mjög metnaðarfullur leiðsögu-
maður, sem lagði sig í líma við að
hafa allar upplýsingar sem ná-
kvæmastar og var óþreytandi að
sækja hvers konar fræðslunám-
skeið og fyrirlestra, sem að gagni
mættu koma í leiðsogustarfinu.
Einnig átti hann mikinn bókakost
um Island. Edvard var mikill
tungumálamaður, talaði sérlega
góða ensku, en einnig dönsku og
þýsku.
Leiðsögumenn búa yfirleitt við
lítið atvinnuöryggi, en vinsældir
Edvards tryggðu honum vinnu
hvern dag um ferðamannatímann.
Hann var mjög kappsamur og af-
kastamikill leiðsögumaður. Er-
lendir farþegar hans gegnum árin
skipta tugum þúsunda, t.d. var
hann á sl. ári leiðsögumaður 6.500
farþega. f viðtali við Félagsblað
leiðsögumanna á sl. vetri sagði
Edvard þetta um ieiðsögustarfið:
„Maður verður að hafa áhuga á
fólki og starfinu til að geta sinnt
því á réttan máta, þannig að ferð-
in verði áhugaverð fyrir farþeg-
ana. Það, sem er skemmtilegast
við starfið er, að maður kynnist
indælu fólki, sem kann að meta
það, sem maður er að fræða það
um, það fær ást á íslandi og kem-
ur hingað jafnvel ár eftir ár."
Hann vissi, að ferðamaður, sem
snýr ánægður heim úr íslandsferð,
er besta landkynningin og því
slakaði hann aldrei á kröfunni til
sjálfs sín um að gera sitt besta i
hverri ferð.
Farþegar hans, sem voru af
ýmsu þjóðerni, voru mjög ánægðir
með hann og sýndu honum þakk-
læti sitt á margan hátt, m.a. fékk
hann fjölda bréfa frá farþegum
sínum.
Leiðsögustarfið er ung atvinnu-
grein og Edvard skildi mikilvægi
þess, að leiðsögumenn byndust
samtökum um aukna starfs-
menntun, aukinn þátt í ferðaþjón-
ustunni og bætt kjör. Hann var
því einn af stofnfélögum Félags
leiðsögumanna 1972 og í trunað-
armannaráði þess um árabil.
Edvard Frimannsson veiktist
við vinnu sína á ferð um Borgar-
fjörð laugardaginn 13. ágúst og
lést að kvöldi sama dags.
Við í Félagi leiðsögumanna
geymum minninguna um góðan
dreng og sendum börnum hans og
fjólskyldum þeirra einlægar sam-
úðarkveðjur.
Júlía Sveinbjarnardottir.
Eðvarð Frímannsson var maður
vel á miðjum aldri er hann hóf
störf við leiðsögn erlendra ferða-
manna á Islandi. En skemmst er
frá því að segja að hann var einn
afkastamesti starfsmaður þessar-
ar ungu atvinnugreinar hérlendis,
í seinni tíð að minnsta kosti. Sá
sem þessi fáu kveðjuorð ritar átti
þess kost að starfa í nálægð Eð-
varðs um all langt skeið og þykist
þess umkominn að lýsa þeirri
skoðun að einn mætasti fulltrúi ís-
lenskra leiðsögumanna sé nú
genginn með honum.
Eðvarð stundaði vandasamt
starf af mikilli alúð og nákvæmni
og setti sig ekki úr færi um að
auka við þekkingu sína, þannig að
til gagns mætti verða í starfi.
Hann var veitull farþegum sinum
í bestu merkingu þess orðs.
Á tímum ofurtrúar á þýðingu
svokallaðrar fjölmiðlunar og aug-
lýsingaskrums, yfirsést á stundum
gildi starfs þess sem unnið er á
hljóðlátari hátt. Eðvarð Frí-
mannsson vann gott starf að land-
kynningu, án þess að hávaði
fylgdi.
Honum eru þakkaðar góðar
samverustundir og samstarf og
óskað góðrar ferðar.
Kristján Jónsson, Kynnisferðum.
Legsteinar
Fram leiðum allar stærðir og gerðir af legstei num
Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf
um gerð og val legsteina._________
8S.HELGAS0NHF
STEINSMKMA
SKBvWUVEÖI 48 SÍM) 76677
Opið til kl. 10 virka daga
Útfararkransar og kistuskreytingar meö stuttum
fyrirvara. Allar skreytingar unnar af dönskum skreyt-
ingameistara. HÓra, Hafnarstræti 16,
sími 24025.
Húseigendur
Viö önnumat þakviöhald — þéttingar — viögeröir
Vatnsþéttingu steinsteypu.
Lagningu slitlaga á gólf.
Husaklæðningar.
S. Sígurösson hf.
Hafnarfiröi, aími 50538,
kvöld- og helgarsími 54832.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsynda samúö og stuðning viö andlát og
útför
KRISTJANS J. SIGURJÓNSSONAR,
skipstjóra,
Hringbraut 48, Reykjavik.
Sérstakar þakklr til Hafrannsóknastofnunarinnar, Breska sendi-
ráösins og áhafnarinnar á rs. Arna Friðrikssyni fyrir veitta aðstoð
Bella (Babs) Sigurjónsson.
Ronald Michael Kristjansson,
Sigurjón Helgi Knstjansson,
Ellen Mjöll Ronaldsdóttir.
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samuð við andlát og útför fööur
okkar,
NIKULASAR ODDGEIRSSONAR.
Háaleitisbraut 32.
Börnin.
t
Innilegar þakkir færum viö öllum sem auösýndu okkur samúö og
vinarhug við andlát og útför föður okkar. tengdaföður, bróöur, afa
og langafa,
GUÐMUNDAR GUDMUNDSSONAR,
fré Blómsturvóllum. Stokkseyn.
Lilja Guðmundsdóttir.
Guðmundur Helgi GuAmundsson.
Sigríður Sveinsdóttir.
Ingib|örg Gudmundsdóttir,
barnabbrn og barnabarnaborn.
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð og vináttu viö andlát og
útför
KARLS HJÁLMARSSONAR,
Hringbraut 43.
Fríðbjörg Davíösdóttir.
born og tengdaböm.
+
Innilegar þakkir færi ég öllum þeim sem sýndu mór og börnur
okkar hlýhug viö andlát og jarðarför eiginmanns míns og fööur,
VIGGÓS SVEINSSONAR,
pípulagningameistara.
Sérstakar þakkir til Félags pipulagningameistara.
Margrét Simonardóttir
og börn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsynda samuð og vinarhug við andlát og
útför eíginmanns míns, fööur, tengdafööur og afa,
NIKOLAI ELÍASSONAR,
Bergi. Keflavík.
Kristjana Jónsdóttir.
Axel Nikolaison. Asa Sigurjónadóttir,
Elías Nikolaison. Þórunn Torfadóttir.
Jón Nikolaison. Erla Delberts.
Kristin Nikolaidóttir, Ólafur H. Kiartansson.
og barnabörn.