Morgunblaðið - 28.08.1983, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST1983
43
Ein of orustumy ndunum á Bayeux-
nflinum frá 11. öld. Kiddaralio
Normana berst með sverðum, en
Kngilsaxarnir með öxum. Á öllu
þessu 70 m langa saumaða teppi eru
svo skýringar nedanmáls og ofan
mils, eins og sjá má.
Lagt að landi. Mastrío lagt niour og
bestar riddaraliosins loiddir á land
úr víkingaskipinu. En á Bayeux-
teppinu eru fyrstu og oft einu heim-
ildirnar um ýmislegt slíkt, svo sem
drekahöfuð skipanna, sem hvergi
eru á uppgröfnum skipum, stýriað-
ferðir og hestaflutningar.
Eitt það merkilegasta sem Bayeux-
teppið sýnir og er heimild um er
hvernig fornmenn stýrðu vfkinga-
skipunum. Á skipum ba-oi Normana
og Engilsaxa stýra þeir með árinni
á stjórnborða. Teiknað út úr mynd á
teppinu.
En hvað um samskipti íslend-
inga við Normandí? Skip hafa
komið frá íslandi síðast 1180, eins
og heimild væri um, sagði próf.
Musset. En í skrá um skatta frá
því ári megi sjá að skip hafi komið
frá íslandi með ull til sölu til
Rúðuborgar. Hertoginn tók skatt
af slíkum varningi og því er þessi
skipakoma skráð. En það er raun-
ar eina sönnunin um samskipti af
þessu tagi, sem þar er ao finna.
En þar sem forseti Islands var
væntanlegur í opinbera heimsókn
til Frakklands mánuði síðar, barst
það í tal við prófessorinn í Caen,
og hann vakti athygli á þvi að
fyrsta norræna opinbera heim-
sóknin til Normandíhéraðs hefði
raunar verið þegar Göngu-Hrólfur
hitti þar Karl konung 911 og hélt
alla leið til Rúðuborgar og fékk
austurhluta héraðsins i sinn hlut.
Að vísu var sú heimsókn ekki eins
vinsamleg og ekki heldur frá Is-
landi, þótt ættmenn Hrólfs væru
um sama leyti að nema land á Is-
landi.
Heimildir um
yíkingaskipin
Prófessor Musset hafði beðið
blaðamanns Morgunblaðsins lengi
af mikilli þolinmæði í skrifstofu
sinni i háskólanum í Caen, en
aksturinn til Bayeux frá París og
viðdvölin þar við að skoða refilinn
fræga hafði reynst tafsamari en
fylgdarmaður minn og bílstjóri
höfðu áætlað. Höfðu raunar ekki
gert sér grein fyrir því hvað blaða-
maðurinn frá Islandi lagði svona
mikið kapp á að sjá í Bayeux —
ekki fyrr en þau hðfðu sjálf skoðað
þennan dýrlega grip. En erindið
við prófessorinn hafði í rauninni
verið að biðja hann um að benda á
hvað merkilegast væri við mynda-
söguna á þessu merkilega teppi.
— Skipin og útbúnaður þeirra,
sagði hann. Engin drekahðfuð af
víkingaskipum hafa fundist og
þarna má sjá hvernig þeir settu
þau á skip sín. Slík höfuð eru ekki
á norsku skipunum sem fundist
hafa. Hér í Normandí hefur ekk-
ert slikt. skip fundist, en vitað um
eitt sem fannst í Bretagne en var
brennt. Af Bayeux-teppinu höfum
við lika fengið vitneskju um
hvernig þeir stýrðu skipunum með
árunum. Og eins er seglabúnaður-
inn merkileg heimild. Það er t.d.
fróðlegt að vita hvers konar skip
menn notuðu og þarna sést að eng-
ilsaxnesku skipin og þau norm-
önsku eru eins, sem er mjög
merkilegt. En töluverður munur
er á herbúnaði manna og klæðn-
aði, einnig hártískunni. Engil-
saxarnir eru með skegg, en Norm-
anarnir hafa rakað hár og skegg
til að geta betur borið hjálmana.
Eins er mjög fróðlegt að sjá þarna
á mynd hvernig þeir komu hestun-
um í litlu skipin og úr þeim. Þetta
voru stórir stríðshestar, en hafa
eflaust ekki verið mjög margir.
Þarna eru margar ákaflega merki-
legar upplýsingar að fá.
Bayeux-teppið sem hér um ræð-
ir er rúmlega 70 metra langur og
50 sm breiður refill úr grófu líni
og með ásaumuðum myndum með
því sem kallað hefur verið fornís-
lenskur saumur eða refilsaumur.
Sagan sem þar er sögð er undan-
fari orustunnar við Hastings 1066
og endar raunar á henni, þegar
Normanar sigra og innrásarher-
inn leggur undir sig England. Er
sagan, sem þarna er rakin greini-
lega ætluð til að finna Vilhjálmi
sigursæla réttlætingu til innrásar
í England. Haraldur Guðinason
hefur lofað Vilhjálmi að hann
muni viðurkenna hann sem kon-
ung og samkvæmt Flateyjarbók
hefur hann einnig heitið Jatvarði
Englandskonungi að taka engan
konung annan en Vilhjálm frænda
hans sem eftirmann hans. Um leið
og Játvarður er látinn, lætur Har-
aldur þó krýna sjálfan sig konung.
En á þeim tíma þótti óafsakanleg-
ur glæpur að gerast eiðrofi, svo að
Vilhjálmur hafði af tveimur full-
gildum ástæðum rétt til að leggja
undir sig England, sem Játvarður
hafði ætlað honum. Ekki eru þó
allir sammála um þessa skýringu
fremur en annað, eins og það hver
muni hafa saumað eða látið
sauma refilinn. Þó er talið likleg-
ast að það hafi verið Odo eða Ótti
biskup, hálfbróðir Vilhjálms bast-
arðar, sem hafði fengið biskups-
dæmið í Bayeux, en var með Vil-
hjálmi i herförinni og dvaldist i
Englandi í 15 ár sem jarl af Kent
eftir að Vilhjálmur hafði sigrað.
Óliklegt að það hafi verið saumað
af Matthildi konu Vilhjálms, eins
og sumir halda fram eða dvergi
einum sem mynd er af á teppinu.
En það hefur eflaust verið saumað
skömmu eftir orustuna við Hast-
ings og myndir gerðar af þeim
sem viðstaddir voru. En á þessum
langa refli koma fyrir 626 menn,
1257 dýr af ýmsum tegundum, 37
byggingar, 41 skip, 49 tré og ein
halastjarna. Af þeirri upptalningu
einni má sjá hvílik frásögn er
þarna á ferð.
Eini sigurinn yfir
Englandi
Það var ekki fyrr en á 17. öld að
þetta merkilega teppi fannst.
Raunar var það ekki týnt. En um
1725 var það dregið fram sem upp-
rúllaður strangi í afkima í dóm-
kirkjunni í Bayeux. Teppið hafði
þó verið tekið fram einu sinni á ári
og strengt yfir kórbogann í kirkj-
unni í 5 daga. Spurnir eru hafðar
af teppinu í Bayeux um 1077 og
síðan í skjölum frá 14. öld. En það
merkilega er að á þessum 9 öldum
Svona voru reiotygi í orustunni við
Hastings og öorum orustum á 11.
öld, samkva-mt myndum i Bayenx-
reflimim.
virðist það litt hafa látið á sjá,
litirnir á ullarbandinu sáralitið
upplitaðir. En eftir að refillinn
kom í ráðhúsið laust eftir 1800 var
farið að rúlla honum upp á kefli,
og af því þegar átti að skoða hann.
F6r það ekki sem best með hann.
Og nú er sem sagt búið að yfirfara
þennan merka grip, og koma hon-
um fyrir í bókasafninu við bestu
skilyrði og svo að allir geti fengið
að njóta. Ættu þeir íslendingar
sem eru á ferð ekki að láta fara
fram hjá sér að sjá einn frægasta
forngrip Evrópu, sem tengist frá-
sognum úr okkar eigin sögum.
Þegar ég spurði próf. Musset
hvort refillinn hefði verið illa far-
inn og hvort hefði þurft að gera
mikið við hann, sagði hann: —
Nei, nei, þurfti lítið annað að gera
en að taka hann fram og ryksuga
úr honum rykið. Hann hafði verið
svo vel tekinn í gegn eftir bylting-
una.
— Ha, hvaða byltingu? varð
blaðamanni að orði. Mundi ekki
eftir neinni nýlegri.
— Nú frönsku stjórnarbylting-
una, var svarið. Ég lét sem ekkert
væri og leitaði síðar að hlutverki
refilsins frá Bayeux á þeim árum.
En á þeim andkirkjulegu tímum
eftir 1793 hafði teppið naumlega
sloppið við að vera notað sem
vagnteppi á skrautvagni skynsem-
isgyðjunnar. En refillinn frá Bay-
eux átti með myndafrásögn sinni
af innrás i England heldur betur
upp á pallborðið hjá Napoleon
fáum árum síðar, er hann hugðist
sýna fram á að það afrek væri
mögulegt að taka England. Það
hefði verið gert fyrr, með orust-
unni við Hastings. Var Bayeux-
refillinn fluttur til Parísar og
sýndur þar. En Napoleon fór aldr-
ei í herförina til Englands og refl-
inum var skilað aftur. Það var þá
sem hann lenti i ráðhúsinu. Þegar
næsti einvaldur hugðist taka
Bretland, Hitler sálugi i siðustu
heimsstyrjöldinni, átti aftur að
grípa til þessarar frægu myndar
af Englandi sigruðu. Þýska leyni-
þjónustan fann refilinn, þótt reynt
væri að fela hann og flutti til Par-
ísar. Lengra var hann ekki kominn
þegar Hitler hafði um annað að
hugsa en auglýsa slíka herför. Að-
ur en gripurinn fór aftur til síns
heima, var hann sýndur í
Louvres-safninu eftir stríðslok.
Áður en refillinn var settur upp
í prestaskólahúsinu gamla and-
spænis dómkirkjunni í Bayeux,
þar sem því er búinn framtíðar-
staður, var fóðrið fjarlægt, svo að
hægt væri að taka prufu af þráð-
unum. Þar sannaðist að teppið er
gersamlega fúalaust og heilt eftir
9 aldir. Það er til sýnis í Ancien
Seminaire, Rue Nesmond í Bayeux
daglega nema frá jólum og fram á
nýársdag, að mér var sagt. Og
kemur stöðugur straumur fólks til
bæjarins til að skoða það. Ekki að
furða, því það er eins og að sjá
kvikmynd af atburðunum að
ganga meðfram þessum myndum,
þar sem skipin sigla til orustu,
menn búa sig af stað og hestarnir
geysast hver gegn öðrum með
riddarana. Ég tala ekki um ef það
er í fylgd með áhugamanni, eins
og George Bernage, um sogu þessa
tíma. En hann fylgdi myndunum
með lifandi frásögn og útskýring-
um fyrir blaðamann Mbl.
- E.PÍ.