Morgunblaðið - 31.08.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1983
13
Forsvarsmenn Stéttarsarabands bænda á blaðaraannafundinum þar sem
aðalfundur sambandsins var kynntur. Frá vinstri: Hákon Sigurgrímsson,
framkvæmdastjóri, Ingi Tryggvason, formaður, og Guðmundur Stefánsson,
búnaðarhagfræðingur, starfsmaður Stéttarsambandsins. MorminbiaOið/ köe.
Aðalfundur Stéttarsambands bænda:
Fjallað um aðgerðir
til að draga úr hækk-
un á búvöruverði
Fyrirliggjandi í birgðastöð
EFNIS-
PIPUR
SKF 280
ooO° oo°® »OOo
Fjölrrtargir sveiieikar
og pykktir.
SINDRA
STALHF
Borgartúni 31 sími 27222
Á AÐALFUNDI Stéttarsambands bænda sem haldinn verður að Reykjum í
Hrútafirði dagana 1.—3. september næstkomandi verður meðal annars rætt
um hugmyndir ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til þess að draga úr hækkun
búvöruverðs þann 1. október. Einnig verður rætt um erfiðleika í sölu kinda-
kjöts, stjórnun búvöruframleiðslunnar og versnandi fjárhagsstöðu bænda.
Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Stéttarsambandið boðaði til fyrir
skömmu, en hann sátu auk Inga Tryggvasonar, formanns Stéttarsambands
bænda, Hákon Sigurgrímsson, framkvæmdastjóri Stéttarsambandsins, og
Guðmundur Stefánsson, búnaðarhagfræðingur.
Auk ofangreindra mála verður fundarins fara fram á kjörmanna-
meðal annars lagt fram frumvarp
til laga um atvinnuréttindi í land-
búnaði, en það gerir ráð fyrir að
allir sem hefja vilja búrekstur
þurfi að uppfylla tilteknar kröfur
um menntun og/eða starfsreynslu.
Einnig er búist við að áföll hjá
bændum vegna erfiðs árferðis
komi til umræðu.
Búist er við að aðalfundinn sitji
um 150 manns. Kjörnir fulltrúar
eru 46, tveir úr hverri sýslu, en
auk þeirra sitja fundinn fulltrúar
sérbúgreinafélaganna, forstöðu-
menn ýmissa stofnana landbúnað-
arins, eiginkonur fulltrúanna og
heimamenn. Kosningar til aðal-
fundum, einum í hverri sýslu, þar
sem sæti eiga 3 fulltrúar frá öllum
hreppabúnaðarfélögum viðkom-
andi sýslu. Að þessu sinni taka 7
nýir fulltrúar sæti á aðalfundin-
um, en kjörtímabil fulltrúanna er
tvö ár.
Ingi Tryggvason, formaður
Stéttarsambands bænda, mun í
upphafi aðalfundarins flytja
skýrslu um störf Stéttarsam-
bandsins á liðnu ári og um horfur
í framleiðslu og markaðsmálum. I
lok aðalfundarins verður kosin
stjórn Stéttarsambands bænda til
næstu tveggja ára.
Stjórnarfundur í Norvarme, norræna hitaveitusambandinu. Á myndinni eru,
talið frá vinstri, í kringum borðið: Sven E. Larsen, Danmörku, Jóhannes
Zoega, Wilhelm Steindórsson, Eggert Ásgeirsson, Veli Rautoja, formaður
Norvarme, og Heikki Koivisto, aðalritari sambandsins, báðir frá Finnlandi,
Torbjörn Waldenby og Jan Erik Ryman, Svíþjóð.
Norræna hitaveitusambandið:
Fundað á íslandi
„MENN GERA sér tæpast grein fyrir
því hér á landi hve umfangsmiklar
hitaveitur eru á öðrum Norðurlönd-
um. í Svíþjóð anna hitaveitur nú til
dæmis 25% allrar upphitunarþarfar
þar í landi og er stefnt að því að
koma þeirri tölu upp í 50% á næstu
árum,“ sagði Eggert Ásgeirsson,
skrifstofustjóri Sambands ísl. hita-
veitna, í samtali við Mbl., en hann
sótti aðalfund Norvarme, norræna
hitaveitusambandsins, sem haldinn
var í Reykjavík þann 18. ágúst síð-
astliðinn.
Eggert sagði einnig að norræna
hitaveitusambandið væri aðili að
ýmsum samnorrænum rannsókn-
um sem skipt geta íslenskar hita-
veitur miklu máli að eiga aðild að,
svo sem tæringarrannsóknir, en
tæringarvandamál eru sameiginleg
öllum hitaveitum. Eggert sagði
einnig að fjölmörg neytendamál
hefðu verið til umræðu á fundin-
um, svo sem gjaldskrármál, mælar
og þess háttar. Þessi aðalfundur
norræna hitaveitusambandsins var
fyrsti fundur þess sem haldinn er á
íslandi en Samband íslenskra hita-
veitna gerðist á fyrra ári aðili að
þessum samtökum sem stofnuð
voru fyrir 7 árum. Fundinn sóttu
auk Eggerts Jóhannes Zoega,
fyrrverandi formaður Sambands
ísl. hitaveitna, og Wilhelm V.
Steindórsson, formaður, en hann
hélt fyrirlestur um orkumál á Is-
landi.
„AÐFERÐIR SEM GERT HAFA ÞÁ GÓÐU BETRI“
NÁMSKEIÐ FYRIR STJÓRNENDUR
FYRIRTÆKJA OG STOFNANA
Randa Wilbur
framkv.stj. markaðssviðs
Tarkenton & Company
Fyrirlesarinn Randa Wilbur er framkvæmdastjóri
markaössviðs Tarkenton & Company USA, sem er
ráðgjafafyrirtæki um stjórnun, stofnað 1969.
T arkenton er leiðandi fyrirtæki á sviði stjórnunar sem
hefur beitt sér fyrir jákvæðum stjórnunaraðferðum
eins og þær eru túlkaðar í bók Peters og Watermans:
IN SEARCH OF EXCELLENCE sem dreift var af
Stjórnunarfélaginu nýlega. Meðal fjölda fyrirtækja
sem Tarkenton hefur unnið fyrir má nefna 3M
Company, Exxon, Honeywell og Levi Strauss.
Randa Wilbur hefur langa reynslu úr mörgum stór-
fyrirtækjum sem ráðgjafi og fyrirlesari.
Þær aðferðir sem hún kynnir höfum við kallað sam-
stöðustjórnun.
Þessar aðferðir sameina þátttöku allra stjórnenda í
fyrirtækinu og tryggja mælanlegan árangur með
markmiðastjórnun, gæðahringjum, gagnkvæmu
upplýsingastreymi, hvatningastjórnar, orsakagrein-
ingu o.fl.
Randa Wilbur mun fjalla um grundvöllinn að lang-
tímaárangri margra best reknu fyrirtækja Banda-
ríkjanna.
Hvernig er hægt að komast í hóp best reknu fyrir-
• FRAMLEIÐNIAUKNING tækja landsins?
• FYRIRTÆKJAMENNING
• SAMSTÖÐUSTJÓRNUN
• LEIÐIR TIL BREYTINGA
• AÐVEKJAHINN
MANNLEGA VILJA
Þátttökugjald kr. 2000.
Tími: Fimmtudagur 1. sept. kl. 13.30 -18.00
Staður Hótel Loftleiðir, Kristalsal.
Hringið og fáið sendar nánari upplýsingar.
Vinsamlega tilkynnið þátttöku í síma 44033 sem
fyrst.
Ráðgjafaþjónusta
Stjórnun — Skipulag
Skipulagning — Vinnurannsóknir
Flutningatækni — Birgðahald
Upplýsingakerfi — Tölvuráðgjöf
Markaðs- og söluráðgjöf
Stjórnenda- og starfsþjálfun
REKSTRARSTOFAN
— Samstarf sjálfstæðra rekstrarráðgjafa á mismunandi sviðum —
Hamraborg 1 202 Kópavogi
Sími 91-44033