Morgunblaðið - 31.08.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 31.08.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1983 21 . ■;'■ ■ . ■ ■ v, ■ ■ • f ..v' \ * . ... % . . .. + ■: > • 111 t. ’ > ’ ' sœ Arvid Uggla med einn smitberanna upp á arminn. Kettir valda fósturlátum TVEIR sænskir vísindamenn, Gunnild Huldt og Arvid Uggla, halda því fram, eftir miklar rann- sóknir, að kettir séu smitberar sníkjudýrasjúkdómsins Toxo- plasmos. Árlega fæðast um 10 börn í Svíþjóð með alvarlega augn- sjúkdóma, vatnsheila og slæm útbrot, sem rekja má til sníkju- dýrsins Toxoplasma Gondii. Þá eru 60 prósent fósturláta í Sví- þjóð að meðaltali rakinn til þessa sníkjudýrs. Sænska Dagblaðið greindi frá því á mánudaginn, að samband væri milli þessara fósturláta og sjúku barna annars vegar og kattarhalds hins vegar og það væri kjarninn í rannsóknum þeirra Huldt og Uggla. Segja vís- indamennirnir, að Toxoplasma Gondii lifi góðu lífi í iðrum katta, en nái að dreifast með saur dýranna. Þá gerðist það í gær, að félagar í friðarsamninganefnd stjórnvalda í E1 Salvador hittu að máli nokkra leiötoga vinstrisinnaðra skæruliða í landinu. Var sá fundur einnig leyni- legur og fátt meira vitað um gildi hans en fund Stones og skærulið- anna. Hins vegar þykir fundurinn merkilegur fyrir þær sakir, að hann er sá fyrsti milli embættismanna stjórnvalda og skæruliða síðan borgarastyrjöldin hófst í landinu fyrir rúmum þremur árum. Fundur- inn var haldinn í Bogota í Kólombíu og Richard Stone var meðal fund- armanna, ásamt friðarnefndar- mönnunum þremur. Hann sagði ekki annað um fundinn en að hann hafi verið gagnlegur og annar fund- ur yrði í dag. Haft var eftir tals- mönnum skæruliðanna, að umræðu- efnið hefði verið eitt og annað, en það eina sem samkomulag hafi náðst um var dagsetning næsta fundar. Stjórnvöld í Nicaragua buðu í gær Langhorne Motley til skrafs og ráðagerða í Managua og er talið lík- legt að bandarísk stjórnvöld þekkist boðið fyrir hönd Motleys, en hann er aðstoðarmaður utanríkisráðherra í málefnum Mið-Ameríku. Talsmaður b«.dArJ2híL. ytaxiríkisráóunextisj ns _ sagði í gær, að ekki væri óhugsandi að fundur Motleys og stjórnvalda í Nicaragua gæti hafist á föstudag eða laugardag. Enn var barist í E1 Salvador í gær og í tveimur aðskildum árásum skæruliða féllu fimm stjórnarher- menn, en ekkert var vitað um mannfall í röðum skæruliða. Afganistan: Skæruliðar atgangsharð- ir við stjórnarhermenn Islamabaad, Pakistan, 30. áfoist. AP. AFGANSKIR skæruliðar, sem berjast gegn stjórnarhernum í Kabul og sovézkum hermönn- um, segjast hafa drepið 38 manns í tveimur afgönskum bæjum og valdiö meiri háttar tjóni á mannvirkjum og her- gögnum síðustu dagana, að því er vestrænir diplómatar í Islamabad sögðu AP-frétta- stofunni í dag. Þeir munu eirinig hafa komið höndum yfir nokkurn hóp sov- ézkra hernaðarráðgjafa, en ekki fylgdi sögunni, hvort þeir hefðu drepið þá. Skæruliðum hefur vegnað allvel í baráttu sinni að undanförnu og svo virðist sem herjum uppreisn- „Miss International Beauty“: Norsk stúlka sigurvegari Seul, Sudur Kóreu, 30. ágúst. AP. SOFIA FALKENAAS frá Noregi varð hlutskörpust í keppninni Full- trúi ungu kynslóðarinnar 1983, í al- þjóðlegri keppni í Seul sem lauk í dag. Þátttakendur voru frá 53 lönd- um og voru á aldrinum 16—20 ára. Við lokaathöfnina voru áhorfendur um 4.500. Ungfrú Falklandseyjar vann til sérstakra fegurðarverðlauna, Maristella Grazzia, nítján ára stúlka frá Brasilíu, varð í 2. sæti og Kim Sun Mi, menntaskóia- stúlka frá Suður-Kóreu, varð í þriðja sæti. Patricia Gotton frá Guam var kjörin bezta ljósmynda- fyrirsætan og Chanpreeya Buny- aratapun frá Thailandi fékk verð- laun fyrir fallegasta þjóðbúning- inn. Isabel Yepez frá Venezúela var kosin vinsælasta stúlka keppninnar. Fyrir íslands hönd tók Kolbrún Anna Jónsdóttir þátt í keppninni. Marcos: Merk fundahöld í Mið-Ameríku S»n Jose, Costa Rica, 30. ágú.Ht- AP. RICHARD Stone, sérlegur sendifulltrúi Bandaríkjastjórnarinnar í Mið-Amer- íku, hitti í gær að máli fulltrúa vinstrisinnaöra skæruliða frá El Salvador, en það eina sem vitað var um fundinn var, að hann fór fram á Costa Rica, stóð yfir í 90 mínútur og Luis Alberto Monge, forseti Costa Rica, sat hann. Stone hitti þá Ruben Zamora og Guilermo Manuel Ungo, en hann hafði áður rætt við Zamora á leynilegum fundi. Sem fyrr greinir, fór litlum fréttum af því hvað fundarmenn sögðu hver við annan, en þó var tilkynnt að fundirnir yröu fleiri og réðu menn af því að viðræðurnar hefðu verið gagnlegar. Mordið á Aquino er „heimskulegt* Manilla, Filippseyjum, 30. ágúst. AP. FERNAND Marcos, forseti Filippseyja, sagði í dag að morðið á Benigno Aquino, einum helzta keppinaut for- setans þegar hann kom heim til Manilla á sunnudaginn, hefði verð með eindæmum „heimskulegt“ og engum fil- ippinskum stjórnmálamanni myndi láta sér detta í hug að standa að slíku. Marcos sagði þetta í viðræðum við Mark Hatfield, öldungar- deildarþingmann frá Banda- ríkjunum sem kom til Fil- ippseyja í gær. Marcos sagði, að í ljós hefði komið að morðinginn hefði verið þekkt leiguþý, og oft hefði hann verið grunaður um aðskiljanleg hryðjuverk og þegið peninga fyrir. Stjórnmálamenn myndu ekki ráða slíkan mann til starfa né láta hann standa að þessu eins og gert var á flugvellinum í Manilla, var haft eftir Filippseyjaforseta. Marcos sagði að kommúnistar einir myndu hagnast á þessum verknaði, hvorki flokkur hans né stjórnarandstaðan almennt. Hann sagði að reynt hefði verið að flækja ráðandi öfl í málið, en hann og stjórn hans hefðu strax sýnt, að þau vildu upplýsa málið og sett rannsóknarnefnd á laggirnar í því skyni. Haft var eftir Hatfield að hann skildi erfiða stöðu Filippseyinga almennt og hann myndi hvetja Reagan Bandaríkjaforseta til að breyta ekki þeim áformum sínum að heimsækja Filippseyjar í Asíu- för í nóvember. Sporvagnastjórinn vann Alþjóðlegt „Mastermind u liondon, 30. ágÚHt. AP. LESTARSTJÓRINN Christopher Hughes, sem var vísað úr skóla fimmtán ára gamall, bar sigur úr býtum í alþjóðlegu Mastermind- keppni brezka sjónvarpsins í gær. Hughes fékk 34 stig og viðfangs- efni hans var brezkar járnbrautir frá aldamótum til 1968, svo og spurningar almenns eðlis. Hann keppti við John Egan, bónda frá írlandi, sem hafði val- ið sér tónlist og lífshlaup Bob Dylans, veðurfræðinginn Don Linforth frá Ástralíu og Simon Smith kennara frá Nýja Sjá- landi. Hughes sagði að keppnin hefði verið býsna erfið. Þættinum var sjónvarpað í gærkvöldi, en tek- inn upp fyrir tveimur vikum en ekkert hafði síast út um úrslitin. Fyrr í vetur vann Hughes brezka Mastermind-titilinn. Hann segist nú ekki ætla að taka þátt í fleiri spurningaleikjum og fyrir nokkru afþakkaði hann starfstilboð sem hann fékk frá tölvufyrirtæki í London. Stjórn- andi Mastermind-þáttanna sem fyrr er Magnús Magnússon. armanna gangi nú betur að vinna saman en áður og eigi það sinn þátt í velgengni þeirra. Tilkynnt hefur verið að fjórir háttsettir fé- lagar í stjórnmálaflokki Afganist- an hefi verið drepnir fyrir nokkr- um dögum í Kabúl. Eftir fregnum að dæma voru einnig flestir þeirra 28, sem þeir segjast hafa ráðið af dögum, áhrifamenn í stjórnar- flokki landsins. Lestunar- áætlun Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: HULL/GOOLE: Jan 5/9 Jan 19/9 Jan 3/10 Jan 17/10 ROTTERDAM: Jan 6/9 Jan 20/9 Jan 4/10 Jan 18/10 ANTWERPEN: Jan 7/9 Jan 21/9 Jan 5/10 Jan 19/10 HAMBORG: Jan 9/9 Jan 23/9 Jan 7/10 Jan 21/10 HELSINKI: Helgafell 12/9 Helgafell 6/10 LARVIK: Hvassafell 12/9 Hvassafell 26/9 Hvassafell 10/10 GAUTABORG: Hvassafell 13/9 Hvassafell 27/9 Hvassafell 11/10 KAUPMANNAHÖFN: Hvassafell 14/9 Hvassafell 28/9 Hvassafell 12/10 SVENDBORG: Hvassafell 1/9 Arnarfell 7/9 Hvassafell 15/9 Helgafell 16/9 Hvassafell 29/9 Hvassafell 13/10 ÁRHUS: Hvassafell 1/9 Arnarfell 7/9 Hvassafell 15/9 Hvassafell 29/9 Hvassafell 13/10 GLOUCESTER MASS.: Jökulfell 10/9 Skaftafell ...... 20/9 HALIFAX, KANADA: Skaftafell ...... 22/9 fa SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.