Morgunblaðið - 31.08.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1983
19
„Fólk neyöíst oft til aö flytja í hálfkláruö húsin.“ — Einar Þór Ingason
hamast við að koma bflskúrnum í íbúðarhæft ástand.
hluta gefins í lánamálum. Ég vona
svo sannarlega að einhverjar úr-
bætur séu framundan í húsnæðis-
málum, og ég tel að lána eigi til
lengri tíma en nú er, og lánaðar
verði hærri upphæðir í einu. Mér
finnst allt í lagi að hafa lánin
verðtryggð, svo framalega sem
þau fara ekki fram úr greiðslugetu
almennings."
— Ertu bjartsýnn?
„Já, já, ég er mjög bjartsýnn,
það þýðir ekkert annað. Fólk sem
stendur í húsbyggingum verður
bara að passa sig á að fara ekki i
of mikla vinnu sjálft, en ég hef svo
gaman af þessu, að það gerir ekk-
ert til. Það er bara veðrið sem
mætti vera betra."
Á flakki okkar um Suðurhlíð-
arnar heyrðum við blístrað glað-
lega, en það hljómaði einhvern
veginn annarlega í okkar eyrum
eftir frásagnir hinna húsbyggj-
endanna af baráttu þeirra við
„kerfið". Blistrið kom úr bílskúr,
og við runnum á hljóðið. Þar voru
tveir félagar að vinna við að full-
gera bílskúr sem tilheyrði einu
hálfkláruðu húsinu enn. Eigandi
hússins, Einar Þór Ingason, var
annar vinnuglöðu mannanna, og
fyrst spurðum við hann hvers
vegna hann væri að blístra.
„Það er sko örugglega ekki
vegna þess hve auðvelt er að
byggja í dag, — öðru nær. Ég æti-
aði að klára húsið í ár, en það
gengur ekki. Það eru komin tvö ár
frá því ég fékk lóðina, en nú liggur
beinast við að klára bílskúrinn,
svo við getum flutt inn í hann og
klárað svo húsið á næstu árum.“
— Er það algengt að fólk flytji
inn í ófullgerð hús, eða bílskúra?
„Já, í mörgum tilvikum er ekk-
ert annað fyrir fólk að gera, þegar
það er búið að selja ofan af sér og
peningarnir verða að engu þegar
verið er að byggja. Það er mjög
óréttlátt að „mennirnir með völd-
in“ gátu notað sér verðbólguna til
að éta upp skuldir sínar, og svo
verðum við að gjalda þess. Þeir
bjuggu alls ekki nógu vel í haginn
fyrir okkur; næstu kynslóð á eftir,
og það er alveg sama hvað það er,
hægri eða vinstri, þetta er allt
sama vitleysan."
— Vinnurðu mikið sjálfur í
húsinu, — eða réttara sagt bíl-
skúrnum?
„Já ég er hér öllum stundum,
þegar ég get, og vinnudagurinn
byrjar stundvíslega kl. 6:55 og lýk-
ur yfirleitt ekki fyrr en milli 1 og 2
á næturna. Konan vinnur hér líka
þegar hún getur, en annars sér
maður lítið af fjölskyldunni. Ég
verða að trúa því að ég sé að búa
fjölskyldunni betri kjör í framtíð-
inni með því að byggja, en auðvit-
að vildi maður vera meira með
sínum nánustu, en tími gefst til.“
— Sérðu fram á einhverjar úr-
bætur?
„Nei, ekki eins og er, en það
veitti ekki af að ýta við þessum
málum, eins og þessi áhugasamtök
ætla að gera. Mér finnst raunhæft
að taka verðtryggð lán, þ.e. að
borga aftur það sem maður fær að
láni á raunverði, þótt það væri
auðvitað ánægjulegt að láta verð-
bólguna éta smá skammt af skuld-
unum. Einnig finnst mér að lánin
ættu að koma strax, meðan þau
koma að einhverju gagni."
— Gerðirðu þér grein fyrir erf-
iðleikunum þegar þú byrjaðir að
byggja?
„Nei, ég vissi ekki að þetta yrði
svona mikið basl, enda hefur allt
hækkað um að minnsta kosti
100%, meðan laun standa í stað,
svo allir útreikningar standast
ekki.“
— Ertu bjartsýnn?
„Já, ég er bjartsýnn að eðlisfari,
en hvernig þetta fer, veit ég ekki.“
listamanna, er Kjarvalsstaðir
buðu til, sterkasta framlag hans
til þessa. Á sýningunni í Djúpinu
gætir mjög þeirra viðhorfa er
hinn ungi maður hefur tileinkað
sér — kostir hans og gallar
koma hér vel í ljós. Einna best
tekst honum í myndum nr. 2, 4
og 6, en þær myndir eru efnis-
kenndari og þróttmeiri flestum
öðrum á sýningunni. En ein-
hvern vegin er ég ekki sáttur við
myndirnar á þessum stað og
náði litlu sambandi við þær er ég
skoðaði sýninguna, — margar
þeirra þurfa enda meira rými.
Hér er um sýningu ungs
manns að ræða, sem enn er í
deiglunni sem málari og sem
hyggur á framhaldsnám í
Frakklandi í vetur. Þangað
fylgja honum góðar óskir.
Stúdcntakjallarinn
í stúdentakjallaranum eiga
tveir ungir myndlistarmenn
nokkur málverk eftir sig, sem
þeir hafa unnið í samvinnu. Báð-
ir hafa þeir komið við sögu áður
og vakið athygli fyrir hressileg
myndverk. Ekki veit ég í hverju
samvinna þeirra félaga Kristjáns
G. Jónssonar og Ómars Stefáns-
sonar er fólgin, nema þá í því, að
hér skuli hið algjöra frelsi til
tjáningar ráða ferðinni, — og að
sjálfsögðu í anda nýbylgjumál-
verksins. Hvað sem öðru líður
væri það ofsögn að segja að
myndirnar hafi hrifið mig og
álít ég að hér sé um nokkurn
misskilning að ræða á listastefn-
unni, — svo sem nokkuð ber á
hér á hjara veraldar. En það er
annað mál.
Listasagan segir okkur frá
margri gerð af samvinnu á milli
myndlistarmanna og oftlega
mjög merkilegri, en þar sem ég
kem ekki auga á tilganginn með
samvinnu þeirra félaga, bera
víst fæst orð minnsta ábyrgð.
Báðir eru við nám og farnist
þeim vel.
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR
Umdeildur og litrík-
ur foringi fer frá
— og hvað tekur nú við í ísrael?
UM MENACHEM Begin ættu við þau orð sem mælt voru í eina
tíð um Hvamm-Sturlu, að enginn frýði honum vits, en meira væri
hann grunaður um græsku. Að undanskildum fyrstu mánuðunum
í embætti forsætisráðherra hefur Begin verið óvenjulega um-
deildur maður. Menn hafa dáð snerpu hans, greind og mælsku,
en skelfzt ofstæki hans og þröngsýni. Oft hefur verið sagt að
hugsanagangur Begin réðist ekki fyrst og fremst af raunveru-
leika nútíðar né horfum framtíðar heldur af reynslu og þjáning-
um fortíðar. í stjórnartíð hans hafa ísraelar háð þá einu styrjöld,
sem landar hans hafa ekki verið einhuga um; það er mjög erfitt
að færa rök fyrir því að Líbanonstríðið hafí verið háð til að verja
tilveru Ísraelsríkis. Það blandast að vísu engum hugur um, að
Begin hafði stuðning ísraelsku þjóðarinnar við það sem kallað
var í júní „friður fyrir Galileu" og beindist að því að uppræta iðju
skæruliða í Suður-Líbanon, sem ógnuðu tvímælalaust öryggi íbúa
norðurhluta ísraels. En þegar haldið var síðan áfram og sezt um
Beirút, skildu leiðir. Síðan hefur Begin sætt alvarlegu ámæli og
vaxandi gagnrýni.
Stjórnartíð Begins hefur
einkennzt af sundrungu,
sem var óþekkt innan ríkisins —
að minnsta kosti var sá ágrein-
ingur ekki það djúpstæður, að
ástæða væri til að óttast hann.
Þessi sex ár hafa einnig ein-
kennzt af vaxandi efnahags-
kreppu, atvinnuleysi og óðaverð-
bólgu. Ágreiningur sá sem kom
upp á yfirborðið fyrir alvöru í
fyrrahaust hefur síðan magnast
og þar blandast einnig inn í deil-
ur milli Sephardi og Ashek-
anzy-gyðinganna. Atvinnuleysi
er meira meðal Sephardim-gyð-
inga og verulegur munur er á að-
stöðu manna til að afla sér
menntunar, eftir því hvort þeir
eru Afríku/ Asíu-gyðingar
(sephardim) eða Evrópu/ Amer-
íku- (Askhenazy) gyðingar. Með
þá staðreynd í huga er líka at-
hyglisvert að hafa í huga að
Likud-bandalag Begins nýtur
stuðnings Sephardi-gyðinga að
yfirgnæfandi meirihluta. Ymsar
skýringar hafa menn á því, með-
al annars þá að Likud hafi gefið
Sephardim meiri tækifæri til að
hafa áhrif á stjórnun landsins,
m.a. með setu í mikilvægum
nefndum, allmikið átak hafi ver-
ið gert í að jafna almennan að-
stöðumun milli þessara hópa.
Við stofnun ríkisins voru Ashk-
enazi-gyðingar í meirihluta og
þeir hafa allar götur síðan verið
eins konar yfirstétt í augum
Sephardim. Önnur skýring er sú
að Sephardim falli mjög harð-
skeytt stefna Likud gagnvart
Aröbum og er ekki fráleit, enda
ólust flestir Sephardim upp í
Arabalöndum og þurftu að þola
harðræði og niðurlægingu af
hendi Arabanna og þykir því
ekki nema rétt mátulegt, að ís-
raelar séu nú herraþjóð. í þriðja
lagi kemur til trúin og hefðin.
Hugmyndafræði Verkamanna-
flokksins byggði í upphafi á
þeim kenningum sionismans að
koma á fót þjóðfélagi að vest-
rænni fyrirmynd.
Mikil áherzla var lögð á
kibbutz-uppbyggingu og ræktun
jarðarinnar. Hins vegar kom
meirihluti Sephardim yfirleitt af
trúarlegum ástæðum til að upp-
fylla spádóminn. Þeir héldu sig
vera að koma til lands þar sem
smjör draup af hverju strái og
guð myndi leysa snöfurmann-
lega öll þeirra mál. Svo hafa þeir
vaknað upp við vondan draum og
eru margir tregir til að horfast í
augu við veruleikann. Begin hef-
ur komið fram sem talsmaður
hinnar gyðinglegu hefðar og arf-
leifðar og því nærtækt að Seph-
ardim-gyðingar halli sér að
Likud umfram Verkamanna-
flokkinn. Þá hafa Sephardim
staðið á þeim fullyrðingum
fastar en fótunum margir að
Menachem Begin
þeir séu langtum betur í stakk
búnir til að vera aðalmenn í
hugsanlegum samningum við
Araba, sakir þess að þeir þekki
arabískt eðli og upplag betur
vegna uppruna síns.
Nú þegar Begin hefur ákveðið
að segja af sér er fróðlegt að
íhuga hvað gæti tekið við.
Samkvæmt ísraelskum lögum
veldur afsögn forsætisráðherra
því að ríkisstjórnin verður eins
konar bráðabirgðastjórn sem
ekki er hægt að fella með van-
trausti á þingi. Ef Begin sendir
formlegt afsagnarbréf til Herzog
forseta mun hann verða í emb-
ætti áfram unz hann eða annar
stjórnmálaleiðtogi getur komið
saman starfhæfri ríkisstjórn og
þarf ekki endilega að efna til
kosninga. Begin getur einnig fal-
ið einhverjum samráðherra
sinna verkstjórn ríkisstjórnar-
innar um óákveðinn tíma.
Þegar þetta er ritað er enn allt
á huldu um, hvað framhaldið
verður. Þrátt fyrir að Begin hef-
ur haldið máttleysislega um
stjórnvölinn síðustu mánuði,
eins og margoft hefur komið
fram hér í Mbl. í fréttum eða
greinum, nýtur hann langmests
stuðnings allra stjórnmála-
manna í Israel. í skoðanakönnun
sem var birt í Jerúsalem Post
komu fram athyglisverðar stað-
reyndir um fylgi Begins. Þegar
menn voru spurðir hvern þeir
vildu hafa í forsvari Likud
studdu 42,1% Begin, næstur var
Ezer Weizman með 8,7. þá
Moshe Arens með 4,8 og David
Levy 3,1%. Sá síðastnefndi er
Sephardi-gyðingur og það myndi
án efa styrkja Likud ef hann
hreppti embætti forsætisráð-
herra og jafnframt myndi hann
verða fyrsti maðurinn úr röðum
Sephardim til að takast á hend-
ur embætti forsætisráðherra.
Innan Verkamannaflokksins
eru skoðanir skiptar sem fyrr og
það blandast fáum hugur um að
Shimon Peres, formaður flokks-
ins, myndi fús að reyna myndun
stjórnar. Það vill hins vegar svo
óheppilega til, að landar hans
eru ekki alveg á því máii. Og í
fyrrnefndri skoðanakönnun voru
menn einnig spurðir hvern þeir
kysu sem leiðtoga Verkamanna-
flokksins. Keppinautur Peresar
um langar tíðir, Yitzak Rabin
fékk stuðning 39,6% og næstur
honum kom Yitzak Navon, fyrrv.
forseti með 23,5%, Shimon Peres
fékk aðeins stuðning 6,9%.
Hvaða leið sem farin verður í
ísraelskum stjórnmálum er að-
eins tvennt augljóst nú: svipmik-
ill og umdeildur forystumaður
hefur látið af störfum og mun
varla láta að sér kveða meira
hvernig sem allt veltur, og sá er
ekki öfundsverður sem tekur við
af honum.