Morgunblaðið - 31.08.1983, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 31.08.1983, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1983 Landslið íslands í hestaíþróttum 1983 Einvala lið manna Tómas Ragnarsson og Fjöln- ir frá Kvíabekk Tómas Ragnarsson er yngsti maður sveitarinnar, aðeins sautján ára, og fer nú í annað skiptið á Evr- ópumót sem keppandi. Hann er bú- settur í Reykjavík og vinnur Við tamningar. Tómas á litríkan feril að baki þótt ungur sé og má til gamans geta þess að hann var stigahæstur á öllum íslandsmótum sem hann tók þátt í meðan hann var í unglinga- flokki, einnig varð hann stigahæst- ur á fyrsta árinu sem hann keppti í fullorðinsflokki á íslandsmótinu ’82. Tómas byrjaði aðeins tíu ára gamall að hleypa skeiðhestum á kappreið- um og ellefu ára vann hann í fyrsta skipti gull í 250 metra skeiði. Af þeim hestum sem Tómas hefur haft undir höndum eru kunnastir Börkur frá Kvíabekk, Bjarki frá Vallanesi og Fjölnir frá Kvíabekk sem Tómas keppir á nú. Fjölnir er undan Hrafni 802 frá Holtsmúla og Pílu frá Kvíabekk. Hann er sjö vetra, brúnn, og munu þeir Tómas taka þátt í keppninni um Evrópumeistaratitil í saman- lögðu. Keppnisgreinarnar eru tölt, fimmgangur, 250 metra skeið, gæð- ingaskeið og hlýðniæfingar. Olii Amble og Bliki frá Höskuldsstöðum Olil, sem reyndar er norsk þótt hún keppi fyrir íslands hönd, er tvítug að aldri og starfar hún við tamningar. Hún hefur verið búsett hérlendis í tæp þrjú ár og hefur nú þegar getið sér gott orð sem tamn- ingamaður og knapi á keppnishest- um. Segja má að hún hafi slegið í gegn á Islandsmótinu ’82 en þá varð hún íslandsmeistari í tölti á Fleyg frá Kirkjubæ. Einnig gerði hún það gott á stórmótinu á Hellu fyrr í þessum mánuði en þá sýndi hún þrjá hesta í B-flokki gæðinga og kom hún þeim öllum í verðlauna- sæti og var einn þeirra, Snjall frá Gerðum, í fyrsta sæti. Olil er frá smábænum Asker í Noregi og byrj- aði hún sína hestamennsku níu ára gömul og þá á norskum fjarðahest- um og dalahestum en seinna upp- götvaði hún íslenska hestinn og þar með var teningnum kastað. Áður en hún kom hingað til lands hafði hún keppt á mótum víða um Noreg og einnig á Norðurlandamóti sem haldið var í Svíþjóð. Varð hún þar stigahæst í samanlögðu á hesti sem Eldjárn heitir. Olil keppir á Blika frá Hösk- uldsstöðum en hann er sjö vetra, brúnskjóttur og undan Nasa 899 og Árna-Skjónu 4436 frá Jódísarstöð- um. Keppnisgreinarnar eru fjórar, tölt, fjórgangur, hlýðnikeppni og víðavangshlaup og er hún eini „fs- lendingurinn" sem fer í þá grein. Eyjólfur Isólfsson á Krák. Gunnar Arnarson og Galsi frá Sólheimatungu Gunnar er 26 ára, fæddur og upp- alinn í Hafnarfirði en nýlega fluttur til Reykjavíkur. Hann er giftur Kristbjörgu Eyvindsdóttur sem er kunnur reiðkennari og hestakona og eiga þau eitt barn. Gunnar er lærð- ur trésmiður og vinnur við iðn sína á milli þess sem hann starfar við járningar og tamningu. Af þeim hestum sem Gunnar hefur haft und- ir er án efa þekktastur Glæsir frá Glæsibæ sem stóð efstur í A-flokki gæðinga á fjórðungsmótinu á Hellu ’81 og einnig í efsta sæti á stórmót- inu á Víðivöllum nú í sumar. Af öðr- um hestum sem Gunnar hefur keppt á, má nefna Hrannar frá Guðna- bakka, fjölhæfur hestur sem keppti jafnt í gæðingakeppni sem skeiði og ogh auk þess einu sinni í brokki og náði góðum árangri í öllum þessum greinum. Einnig var hann með skeiðhestinn Funa frá Seljabrekku, sem var í fremstu röð vekringa á sínum tíma. Gunnar keppir á Galsa frá Sól- heimatungu en hann er undan Hnokka 916 frá Steðja og Jörp frá Löngumýri. Galsi er átta vetra jarptvístjörnóttur. Þeir Gunnar og Galsi keppa í tölti, fimmgangi, hlýðniæfingum, 250 metra skeiði og gæðingaskeiði. Lárus Sigtnundsson og Bjarmi frá Kirkjubæ Lárus, þrítugur múrari, hefur þá sérstöðu innan sveitarinnar að vera sá eini sem ekki hefur lifibrauð sitt af hestamennsku. Sem sagt áhuga- maður eins og þeir gerast bestir. Hann er giftur Hrafnhildi Helga- dóttur og eiga þau þrjú börn. Ef til vill er Lárus þekktastur fyrir að halda í hesta á kappreiðum en einnig hefur hann tekið töluvert þátt í keppni og þá aðallega í hesta- íþróttum. Athygli vakti hversu auð- veldlega Lárus vann sér sæti í úr- tökunni og virtist hann vera nokkuð öruggur strax á fyrri degi úrtök- unnar. Og annað sem ekki gerir af- rek Lárusar minna er að hann keppti á hesti sem þekktir keppn- ismenn höfðu ýtt til hliðar og ekki talið nógu góðan í þetta en annað Hverjir eru sigurmögu- leikar íslendinganna? Þetta er spurning sem sjálfsagt margir hafa velt fyrir sér síðustu daga og vafalaust eru svörin jafnmörg hugsuöunum sem leiða hugann aö þessu. Ganga má út frá að möguleikar okkar til afreka í fjórgangi og tölti séu hverfandi litlir og lifa menn þá í þeirri von að hið óvænta gerist á þeim vígstöðvun- um. Hvað fimmganginn og skeiðið varðar er það ekkert launungamál að sigur er það eina sem við getum gert okkur ánægð með. Fram að þessu hefur verið keppt um titilinn sigurvegari mótsins þ.e.a.s. stigahæsta knapa mótsins og höf- um við hreppt þann titil á síðustu þrem mótum. Hefur sú breyting orðið á að nú verður keppt um tvo slíka titla; annars- vegar fimmgangshestar og svo fjórgangshestar hinsvegar. Til þess að keppendur séu gjaldgengir í keppni um þessa titla þurfa þeir að taka þátt í fjórum greinum, þeir sem eru með fimmgangshesta keppa í tölti, fimmgangi, 250 metra eða gæð- ingaskeiði og svo hlýðniæfingum. En þeir sem ríða fjórgangs- hestum keppa í tölti, fjórgangi, hlýðniæfingum og víðavangs hlaupi. Fyrir þessar breytingar áttu fjór- gangshestarnir litla möguleika á þessum titli og var þessu breytt að frumkvæði Þjóðverja, en þeirra sérgreinar eru fjórgangskeppni og tölt. Tveir íslendingar keppa í fjór- gangi, þau Olil á Blika og Lárus á Bjarma, og gætu þau vel við unað ef þeim tækist að komast í úrslit um sjötta til tíunda sæti í annað hvort tölti eða fjórgangi. Olil mun eínnig keppa í hlyðniæfingum og víða- vangshlaupi og verður þar af leið- andi með í keppninni um stigahæsta knapann fjórgangsmegin. Tæplega verður hún þar í toppbaráttunni en allt fyrir ofan tíunda sæti getum við talið sigur fyrir okkur. Fimmgangshestarnir sterkir En svo vikið sé að fimmgangs- hestunum og byrjað á keppni um stigahæsta knapann þá beinist at- hyglin fyrst og fremst að Tómasi Ragnarssyni og Fjölni. Án efa verð- ur hann þar í baráttunni um fyrsta sætið og á hann þar stóran mögu- leika. Reikna má með að hann kom- ist í úrslit í fimmgangi, verði fram- arlega í skeiðinu og þá sama hvort það verður gæðinga- eða 250 metra skeið. Fjölnir á bestan tíma, 22,8 sek., og verður hann kandídat í fyrsta sæti ásamt þeim Reyni á Sprota, bestur tími 22,2 sek. og Að- alsteini á Baldri einnig með bestan tdima 22,2 sek. Ef skeiðbrautin verður jafngóð og hún var í Noregi ’81 mega menn búast við tímum undir 23 sek. Satt best að segja von- ast maður eftir þreföldum íslensk- um sigri í 250 metra skeiði og ekki er útilokað með slíkt í gæðinga- skeiðinu. En svo aftur sé vikið að Fjölni og Tómasi þá má búast við að þeir verði vel yfir miðju í töitinu en fjórða greinin sem þeir verða að leysa af hendi, hlýðniæfingar, er þeirra höfuðverkur. Dómarar í hlýðnikeppni erlendis eru mjög kröfuharðir og þurfa menn ekki að gera sér miklar vonir ef ekki er allt í topplagi og því miður vantar tölu- vert á að svo sé hjá þeim Tómasi og Fjölni en við skulum vona að sem best takist til þegar á hólminn er komið þannig að þeir hali þar inn einhver stig i safnið, ekki veitir af. Gunnar Arnarson á Galsa er einnig gjaldgengur í þessari stigakeppni, en möguleikar hans eru ekki miklir, svona á pappírunum. Hans sterk- ustu greinar eru fimmgangur og gæðingaskeið og ef vel tekst til gæti hann gert sér vonir um verðlauna- sæti þá í fimmgangi. Eyjólfur sterkastur í töltinu Eyjólfur á Krák keppir í þrem greinum; tölti, fimmgangi og hlýðniæfingum. Á hann sennilega mesta möguleika allra íslending- anna í töltinu og sagðist hann að- spurður stefna á að komast í úr- slitakeppnina um sjötta til tíunda sæti. f fimmgangi á hann einnig góða von með að komast í úrslit og í hlýðniæfingunum er hann okkar stærsta von ásamt Reyni á Sprota. Má ugglaust reikna með að Eyjólfur komi heim með að minnsta kosti einn verðlaunapening ef allt gengur upp eins og það hefur best gert fram að þessu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.