Morgunblaðið - 31.08.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.08.1983, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1983 Thatcher fékk bréf frá Juri Lundunum, 30. apust. AP. MARGARET Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, fékk í gær bréf frá Juri Andropov, leiðtoga sovéska kommúnistaflokksins, þar sem hann reifaöi tilboð sitt um að fækka SS-20 kjarnaflaugum Sovétmanna ef það mætti verða til þess að Bandaríkin og NATO hættu við að koma fyrir 572 meðaidrægum kjarnorku- eldflaugum í Vestur-Evrópu síðar á Jæssu ári. Bréfíð var samsvarandi bréfí, sem Bettino Craxi, forsætisráðherra Italíu, fékk í fyrradag. Talsmaður Thatchers sagði í gær, að innihald bréfsins væri í athugun, en hann gaf ekkert út á viðbrögð Thatchers, sem er ákafur stuðn- ingsmaður þess að fyrrgreindum eldflaugum verði komið fyrir. Fleiri vestrænir leiðtogar hafa fengið bréf af þessu tagi, einnig yfirmenn í NATO. Inntakið í þeim virðist vera að yfirstandandi afvopnunarvið- ræður séu tilgangslausar ef Banda- ríkin og NATO haldi því til streitu að tefla frá Pershing- og Cruis- flaugunum 572. í Washington hefur tilboði Andropovs verið fagnað, en menn hafa þó varað sig á því að láta hafa um of eftir sér uns málið verð- ur skýrara. I bréfi sínu til Craxi bætti Andropov því jafnframt við (og það hefur áður heyrst að Sov- étmenn myndu svara í „sömu rnynt" ef NATO-flaugarnar verða gerðar klárar), að Sovétmenn myndu þá efla enn meira eigin eldflaugabirgð- ir og að sjálfsögðu beina þeim á skotmörk í Vestur-Evrópu og Bandaríkjunum. Skrifstofa Mitterands Frakk- landsforseta staðfesti í gær, að þangað hefði borist bréf frá sovéska leiðtoganum. Ekkert var látið uppi um innihaldið, en búast má við því að það sé keimlíkt bréfum þeim sem aðrir leiðtogar Vestur-Evrópu hafa fengið síðustu dagana. Andrei Gromyko, utanríkisráðherra Sov- étríkjanna, er væntanlegur í heim- sókn til Frakklands eftir tæpa viku og verður þá væntanlega rætt m.a. um bréf Andropovs. Challanger æðir upp í himingeiminn með Ijósadýrð og tilþrifum. Símamynd AP. Ljósadýrð er Challanger skaust upp í geiminn ('ape ( 'anaveral, 30. ájfúst AP. GEIMSKUTLAN Challanger hóf sig til flugs á Cape Canaveral aðfaranótt gærdagsins, í annað skiptið í 33 ára sögu umræddrar „geimhafnar" sem geimskot fer fram að næturþeli. Var geimskotið tilkomumikil sjón og áhorfendur skiptu þúsundum. Um borð voru m.a. fyrsti hörundsdökki geimfarinn og elsti maðurinn, sem farið hefur í geimferð til þessa. Til greina kom um tíma að fresta geimskotinu og seinkaði því reyndar um 17 mínútur vegna slæms skyggnis og rigningarskýja. Þremur klukkustundum áður höfðu áhorfendur orðið að hlaupa eins og fætur toguðu í skjól, er þrumuveður geisaði vægðarlítið. Það létti hins vegar til og Chall- anger lagði af stað. Geimskotið var sem fyrr segir afar tilkomumikið, þar sem hin Motley boðið til Nicaragua Mana^ua, Nicara^ua, 30. ágúst ap. völd þar sýna Bandaríkja- lltanríkisráðuneyti Nicar- mönnum í verki, að þeir væru agua tilkynnti í dag að það bæði sáttfúsir og friðelskandi. 100 tonna geimskutla þaut af stað af flóðlýstum skotpallinum með slíkum eldglæringum, að engu var líkara en að eldfoss mikill fossaði fram af pallinum. Síðan klauf Challanger næturhimininn með eldhalann langt aftur úr sér. Var um tíma engu líkara, en að há- bjartur dagur væri. Áhorfendur trúðu vart sínum eigin augum og voru á einu máli um að þetta hefði verið sjónarspil svo fagurt og til- komumikið, að sjón hefði verið sögu ríkari. Sex áhafnarmeðlimir eru um borð og auk flugstjóra og aðstoð- armanns hans, eru Guion Bluford, fyrsti þeldökki geimfarinn, og William Thornton, 54 ára doktor, sem er elsti maður til þessa sem fer í geimferð. Ferð Challangers stendur yfir í 6 sólarhringa og eru verkefnin þau, að koma indversku gervitungli á braut, að reyna vélknúinn arm utan á skutlunni, og að yfirfara gervitungl nokkurt, sem leika á stórt hlutverk í næstu ferðum Challangers út í geiminn. Veður víða um heim Akureyri • lóttskýjaó Amsterdam 22 heiðskírt Aþena 33 heiöskírt Berlín 25 heiðskírt BrUssel 26 heiðskirt Chicago 35 rfgning Dyflínni 19 skýjað Franklurt 26 heiðskfrt Fœreyjar 9 alskýjað Gent 24 skýjað Helsinki 18 skýjað Hong Kong 31 heiðakirt Jerúsalem 28 heiðakírt Jóhannesarborg 23 akýjað Kaupmannahöfn 25 heiðskírt Kairó 34 heiðskírt Liasabon 31 heiðskírt London 21 skýjað Los Angeles 38 heiðskirt Madrid 30 heiðskírt Mallorka 29 skýjað Miami 31 rigning Moskva 15 skýjað Mýja Delhi 30 skýjað New York 27 heiðskirt Osló 9 skýjað París 24 skýjað Peking 32 heiðakírt Perth 19 •kýjað Reykjavík 7 léttakýjað Hiode Janeiro 35 heiðakirt Róm 28 rigning San Fransisco 24 •kýjað Stokkhólmur 20 •kýjað Sydney 21 heiðskirt Tel Aviv 30 heiðskírt Tókýó 31 heiðskírt Vancouver 19 skýjað Vín 28 heiðskírt Varsjá 22 heiðskirt Santiago: Lands- stjórinn myrtur Santiago, Chile, 30. ápist. AP. VOPNAÐIR menn réðust í dag að Carol Uruza, landsstjóra Santiago í Chile, og skutu hann til bana. Hann var í bifreið á leiðinni til miðborgar Santiago, þegar morðingjarnir gerðu honum fyrirsát. Uruza var 57 ára, fyrrverandi hershöfðingi. Hann var æðsti full- trúi herstjórnarinnar í Santiago, en þar búa fjórar af ellefu milljón- um íbúa landsins. Þetta var fyrsta meiri háttar hryðjuverkið sem hef- ur verið framið í Chile í rösk þrjú ár. Píanóleik- ari týndur Gijon, Spáni, 30. á((Ú8L AP. PÍANÓLEIKARI sovésku útvarps- hljómsveitarinnar sem hefur verið í hljómleikaferð á Spáni, er týndur og ekkert um ferðir hans viUð, að því er heimildir tengdar hljómsveitinni sögðu AP fréttastofunni I dag. Píanóleikarinn mun hafa horfið sl. fimmtudag og síðan hefur ekkert til hans spurzt. Talsmaður sovézka sendiráðsins í Madrid neitaði að segja nokkuð um málið. Sl. laugar- dag fannst fiðluleikari hljómsveit- arinnar Boris Korsakov hengdur í baðherbergi í hóteli þar sem hann dvaldi með öðrum hljómsveitar- mönnum. Lík hans verður flutt sjó- leiðis til Sovétríkjanna. hefði boðið Antony Motley í heimsókn til Nicaragua. Motley er aðstoðarráðherra um málefni Ameríkuríkja. Þegar leitað var staðfestingar á þessu í sendiráði Bandaríkj- anna í Managua var sagt að Motley myndi að öllum líkindum koma til Nicaragua á laugardag eða sunnudag, en þó hefði enn ekki komið formleg tilkynning um að boðið hefði verið þegið, en hins vegar væri þetta talið mjög jákvætt og væri afar líklegt að Motley myndi koma. Þegar utanríkisráðuneyti Nic- aragua kunngerði þetta var tekið fram, að með þessu vildu stjórn- Merkur fundur efiia- sambanda á loftsteini WjLshington, 30. áffúst. AP. VÍSINDAMENN sögðu í gær að fímm efnasambönd, sem fínnast í genum allra lifandi vera, hefðu fundist í loftsteinum, sem ýtti enn undir þær skoðanir margra, að líf fínnist í einhverri mynd víðar í sól- kerfínu en á jörðinni. Fyrir rannsóknarhópi þeim er rannsakað hefur loftsteinana fer Cyril Ponnamperuna, doktor, og sagði hann að tilvist efnasam- bandanna benti ekki aðeins til lífs annars staðar í sólkerfinu, heldur gerðu þau skilning manna á uppruna lífs á jörðinni gleggri. Hann tók það jafnframt fram, að fund þeirra félaga mætti ekki misskilja, „við fund- um alls ekki líf á loftsteinunum, heldur allt sem þarf til þess að líf geti þróast," sagði Ponnamp- eruna. Hann sagði jafnframt, að fleiri vísindamenn hefðu stað- fest tilvist umræddra efnasam- banda sem eru Adenin, Guanine, Cytosine, Thymine og Uracil. Loftsteinninn sem þeir félagar rannsökuðu er hinn svokallaði Murchinson-loftsteinn, sem féll á Ástralíu árið 1969. Sagði Ponn- amperuna að þetta væri í fyrsta skipti sem öll fimm efnin sem fyrr er getið finnast á einum og sama loftsteininum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.