Morgunblaðið - 31.08.1983, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1983
33
Oflug íþróttahreyfing
er þjóðarnauðsyn
— eftir Örn Eiðsson
Mikil og stórbrotin skrif hafa
átt sér stað um fjáröflunarleiðir
og fjárskort íþróttahreyfingarinn-
ar undanfarnar vikur á síðum
dagblaðanna. Það er ekki oft, sem
íþróttirnar fá slíka umfjöllun í
dagblöðunum. Þar er nær ein-
göngu fjallað um sentimetra, sek-
úndubrot, mörk og stig, þegar
íþróttir eiga í hlut. Hið mikla og
fórnfúsa sjálfboðastarf, sem unnið
er innan íþróttahreyfingarinnar
af þúsundum ísiendinga fær því
miður ákaflega takmarkaða um-
ræðu, en án þess starfs er hætt við
að þessi þýðingarmikla fjölda-
hreyfing yrði vart svipur hjá sjón.
Erfiðasta verkefni íþróttahreyf-
ingarinnar á hverjum tíma er án
nokkurs vafa fjáröflun og fjár-
mögnun starfsins. Framlag hins
opinbera nemur aðeins 8% —9%
af lágmarks fjárþörf hreyfingar-
innar, það gefur því auga leið að
oft reynist erfitt að láta enda ná
saman. Velvilji fyrirtækja og ein-
staklinga í garð íþróttanna hefur
gert það að verkum, að hægt er að
halda uppi þolanlegu starfi, en því
miður verður að segja eins og er,
að fjárhagur íþrótta- og ung-
mennafélaga, íþróttaráða, héraðs-
sambanda og sérsambanda stend-
ur svo tæpt í dag, að fátt annað
virðist blasa við en samdráttur og
minnkandi starfsemi. Það er
slæmt, því að margir eru þeirrar
skoðunar, og það með réttu, að
íþróttaiðkun, hvort sem um er að
ræða þá sem æfa eingöngu sér til
heilsubótar eða þá sem einnig æfa
með það fyrir augum, að ná ár-
angri til keppni á alþjóðamótum,
auki manngildi og geri einstakl-
inginn hæfari til að takast á við
lífsstarfið. Svo ekki sé talað um þá
miklu kynningu á landi og þjóð, ef
vel tekst til á kappmótum við er-
lent íþróttafólk. Mér er til efs að
nokkurt afl hafi vakið eins mikla
jákvæða athygli á íslenskri þjóð
og íþróttirnar.
En hvernig á smáþjóðin ísland
að standa að þessum málum? Eig-
um við að taka þátt í kappleikjum
þjóðanna á íþróttasviðinu? Eða
eigum við eingöngu að þreyta
okkar meistaramót í hinum ýmsu
íþróttagreinum? Ég er þeirrar
skoðunar að rétt sé að halda uppi
eins öflugum samskiptum við aðr-
ar þjóðir á íþróttasviðinu og
mögulegt er og innan heilbrigðrar
skynsemi, þó að það sé eins og
margt annað teygjanlegt hugtak.
Þær kröfur, sem gerðar eru til
afreksfólks í íþróttum í dag eru
gífurlegar. íþróttafólkið verður að
æfa klukkustundum saman dag
hvern til þess að bæta árangur
sinn. Það eru allir hættir að tala
um áhugamennsku, þegar þeir
bestu í heiminum eiga í hlut. Þó að
þýðingarmest sé að fá fjöldann
með í íþróttirnar megum við ekki
gleyma okkar ágæta afreksfólki
sem vinnur frábært landkynn-
ingarstarf og varpar ljóma á ís-
land og íslensku þjóðina. Þetta
fólk verður að fá tækifæri tii að
iðka sína íþrótt eins og gerist hjá
öðrum þjóðum.
Við skulum nú aðeins hugleiða
hvernig að þessum málum er stað-
ið erlendis. I mörgum löndum má
segja, að íþróttirnar séu þjóðnýtt-
ar, t.d. í Austur-Evrópu og víðar.
Stjórnvöld veita miklu fé til
íþróttastarfseminnar, en margir
eru þeirrar skoðunar, að íþrótta-
hreyfingin í þessum löndum sé
ekki frjáls í þeim skilningi, sem
við leggjum í það orð. í vestrænum
löndum er íþróttastarfsemin
styrkt af almannafé, víðast ríf-
lega, þannig að hægt er að halda
uppi myndarlegu starfi. Hér hjá
okkur er framlag hins opinbera til
íþróttahreyfingarinnar lágt, þegar
borið er saman við frændþjóðir
okkar á Norðurlöndum og meira
að segja, þó að miðað sé við fólks-
fjölda. Til þess að afla aukins fjár
eru gerðir samningar við fyrir-
Rjóma-
kjuklinga
súpa
Örn Eiðsson
tæki, varningur og þjónusta eru
auglýst eftir ýmsum leiðum gegn
ríflegum greiðslum. Sumir eru
þessu andvígir, en aðrir telja þetta
sjálfsagt á tímum sölumennsku og
viðskipta. Um réttmæti um-
ræddra fjáröflunaraðferða skal ég
ekki fella neinn dóm, en að sjálf-
sögðu er nauðsynlegt fyrir
íþróttahreyfinguna að fara að öllu
með gát í þessum efnum. Rétt er
þó að taka fram, að aldrei hefur
borið á neinum þrýstingi um óeðli-
lega fyrirgreiðslu af hálfu þeirra
fyrirtækja, sem íslensk íþrótta-
hreyfing hefur samið við. Þar hef-
ur velvilji við íþróttirnar setið í
fyrirrúmi. Um orðalag samninga
má að sjálfsögðu alltaf deila, en
slíkt hlýtur að standa til bóta í
framtíðinni.
Að lokum skal á ný vitnað í hin
miklu skrif dagblaðanna um fjár-
öflunaraðferðir íþróttaforystunn-
ar í von um að þau verði til að
opna augu manna fyrir því, að fátt
er nauðsynlegra fyrir íslenska
æsku en heiibrigð og sterk íþrótta-
hreyfing. Það skal þó undirstrik-
að, að ekki er nóg að skrifa falleg-
ar greinar og flytja fagrar ræður á
tyllidögum. Raunverulegur stuðn-
ingur við íþróttirnar er það sem
skiptir mestu máli.
Örn Eiðsson er formsður Frjáls-
íþróttasambands íslands.
SSg
Cream^^Créme
of Chicken de Poulet
Soupmtx Métange á Soupe
fev/ » »■ I pm Koog */4 H
Einnig:
Sveppasúpa, Lauk-
súpa, Spergilsúpa,
Nuölu-kjúklingasúpa,
Tómatasúpa, Græn-
metissúpa.
QLUmTET
/4ccord
PRGLUDG
Til afgreiðslu meÖ stuttum fyrirvara
Tökum notaöa Hondabíla upp í þann nýja
HQ3VDA A ISLANDI — VATNAGÖROUM 24 — SIMAR 38772 — 39460.