Morgunblaðið - 31.08.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 31.08.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1983 3 Eru þeir að fá 'ann Strætisvagnar Reykjavíkur: leiðum á morgun ÞAR TIL endurskipulagningu leiðakerfis SVR, sem nú er unnið að, er lokið, er óhjákvæmilegt að sinna til bráðabirgða þörfum þeirra hverfa borgarinnar, sem nú eru að byggjast, en það er annars vegar Eiðsgrandabyggðin og hins vegar Ártúnshöfði, Artúnsholt og iðnað- arsvæðin sunnan Vesturlandsveg- ar, segir í frétt frá SVR. Um næstu mánaðamót verður því hafinn akstur á nýrri leið, nr. 16, sem hlotið hefur nafnið Lækj- artorg-Eiðsgrandi og ekið verður á 30 mín. fresti mánudaga til föstudaga kl. 07 til 19. Hinni nýju leið er fyrst og fremst ætlað að tengja hina nýju byggð við Eiðs- granda við miðborgina, en einnig að leysa að nokkru vanda þeirra skólabarna, sem skólasókn eiga í Jón Böðvarsson byggingarstjóri flugstöðvarinnar JÓN Böðvarsson hefur verið til- nefndur byggingarstjóri vegna flugstöðvarbyggingarinnar á Kefla- víkurflugvelli. í stað hans hefur Kjartan Gunnarsson, framkvæmda- stjóri, verið tilnefndur í byggingar- nefnd. Byggingarnefnd skipa nú, Sveinn Haukur Gunnlaugsson, formaður, en hann tók sæti Helga Ágústssonar, Ásgeir Einarsson, skrifstofustjóri, Leifur Magnús- son, formaður Flugráðs, Pétur Guðmundsson, flugvallarstjóri og Kjartan Gunnarsson. Ráðunautur nefndarinnar er Guðmundur Eiríksson. f gæzlu vegna kæru um nauðgun LIÐLEGA þrítugur maður var í gær úrskurðaður í gæzluvarðhald til 21. september. Maðurinn var kærður fyrir nauðgun á sunnudag og rann- sakar Rannsóknarlögregla ríkisins málið. Honum er gefið að sök að hafa ráðist inn á heimili 35 ára gam- allar konu og neytt aflsmunar til þess að koma fram vilja sínum. Maðurinn fer væntanlega í af- plánun þegar gæzluvarðhalds- úrskurðurinn rennur út. Honum hefur verið birtur 6 mánaða fang- elsisdómur fyrir fjársvik. Mikill afli í Kjósinni. Karl Björnsson, veiðivörður við Laxá í Kjós, sagði í samtali við Mbl. í gær, að rúmlega 1750 laxar væru komnir á land úr Laxá það sem af er sumri, en allt síðasta tímabil veiddust þar að- eins 1150 fiskar. „Veiðin hefur gengið vel að undanförnu og enn er talsvert að ganga af laxi. Eg var við Lax- fossinn á sunnudaginn og sá þar silfurbjarta laxa stökkva og horfði á menn draga lúsuga fiska,“ sagði Karl. Hann gat þess að áin hefði skolast í rigningun- um um helgina, en væri nú orðin góð á ný. Veitt er á tíu stangir í Laxá og veiðitímanum lýkur 9. september. Stærsti lax sumars- ins var 20 pundari, en nokkrir 17—18 punda laxar hafa einnig náðst. Meðalþyngdin er betri en í fyrra, Karl taldi hana líklega vera um 7 pund. Miðfjarðará enn dauf. Veiðinni í Miðfjarðará lýkur í dag og hefur veiðin verið afar treg í allt sumar. Þar voru í gær komnir um 870 laxar á land, þeir stærstu 17 pund. Aðeins 3 veidd- ust í gærmorgun og að sögn við- mælanda í veiðihúsinu að Laxa- hvammi, væri alvanalegt að það kæmu 1—9 laxar á land á dag, en veitt hefur verið lengst af með 10 stöngum. Miðfjarðará gruggað- ist í dembunni um helgina, en var orðin falleg og veiðileg á ný í gær. Haga- og Melaskóla og um lengstan veg eiga að sækja. í öðru lagi er ætlað að koma á sérstökum ferðum milli Breið- holtshverfa annars vegar og Ár- bæjar- og Ártúnshverfa hins vegar snemma á morgnana á virkum dögum, bæði til að auð- velda farþegum úr Breiðholts- hverfum að komast til vinnu í iðnaðarhverfin á Ártúnshöfða svo og til að aka skólafólki úr Árbæjarhverfi í Fjölbrautaskól- ann í Breiðholti, en hingað til hafa þessir farþegar þurft að skipta um vagna á Miklubraut við erfiðar aðstæður. Báðar þessar leiðir verða fyrst um sinn auglýstar til reynslu fram til áramóta, og mun sér- prentaður viðbætir við leiðabók SVR verða afhentur farþegum á sölustöðvum SVR, þar sem allar upplýsingar um akstursleiðir og brottfarartíma koma fram. Þá verður frá sama tíma gerð sú breyting á leið 14, að ekið verður í öllum ferðum um Jað- arsel í Seljahverfi, þ.e. á 30 mín. fresti, en akstur um Hólmasel og Hjallasel að Flúðaseli, sem hingað til hefur verið á 60 mín. fresti, fellur niður. Leið 11 mun hins vegar aka þessa leið óbreytt eins og áður. Framangreindar breytingar taka gildi á morgun 1. september 1983. Kröfur í Magasín 6—8 milljónir kr. TALIÐ er að kröfur í þrotabú vöru- hússins Magasíns sf., eign feðganna Magnúsar K. Jónssonar og Ástþórs Magnússonar, nemi um 6 til 8 millj- ónum króna. Auglýsing um kröfur í búið hefur enn ekki birst í Lögbirt- ingi en í gær var boðað til fundar hjá borgarfógeta með þeim, sem telja sig eiga kröfur í búið. Þar var meðal annars rætt til- boð sem gert hefur verið í verzlun- ina, en kröfuhafar höfnuðu tilboði sem fyrir lá. Góðar líkur eru tald- ar á, að náist upp í kröfur. Kínverskur ráð- herra í heimsókn YAO GUANG, fyrsti varautan- ríkisráðherra Kína, verður f opin- berri heimsókn á íslandi frá 31. ágúst til 2. september n.k. Hann heimsækir einnig Danmörku, Finnland, Noreg og Svíþjóð. Á meðfylgjandi myndum má sjá Stórafoss í /Eðarfossunum í Laxá í Aðaldal, fyrir og eftir hrunið á dögunum. Á myndinni að neðan er fossinn eftir hrunið og sést munurinn er litið er á klettinn fast við fossinn til hægri. Hann hefur lækkað talsvert frá því sem áður var og það brýtur á tveimur stórum klettum í flaumnum fyrir neðan hann. Þarna féll 1—2 metra breið ræma úr klettinum á 5—10 metra löngum kafla. Reynslan verður að skera úr um hvort fossinn er úr sögunni sem veiðistaður, en þarna hefur einmitt lengi verið einn gjöfulasti veiðistaður árinnar, Foss- hylurinn. Daginn áður en kletturinn hrundi var fólk þarna að veiðum. Veiddust þá fimm laiar í hylnum og mildi að hann hrundi ekki á meðan fólkið var á ferðinni ofan á hamrinum. Eldri myndina tók Jón Jóhannes- son, en þá nýrri fréttaritari Mbl. á Húsavfk, Sigurður P. Björnsson. IÐASTI DAGIIR Sumarútsölu okkar er í dag Nú er því allra síöasta tækifæriö til að eignast gæöafatnaö á hlægilega lágu verði %KARNABÆR Ko*11'0.* rtöO,lu gb** sío- V9 LAUGAVEGI 66 — GLÆSIBÆ — AUSTURSTRÆTI 22 SÍMI FRÁ SKIPTIBORÐI — 45800 GARBO — BONANZA — BONAPARTE Byrja akstur á tveimur nýjum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.