Morgunblaðið - 31.08.1983, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1983
Akurinn plægður
fyrir uppgjöf
— eftir Hjörleif
Guttormsson
Herra ritstjóri.
Erfitt er yðar hlutskipti, svo
sem sjá má af Reykjavíkurbréfi
Morgunblaðsins um síðustu helgi,
21. ágúst. Þar er eingöngu fjallað
um álmálið svonefnda, þ.e. sam-
skipti íslands og Alusuisse. Úti í
London stóð þá yfir þriðji samn-
ingafundur fulltrúa núverandi
ríkisstjórnar og Alusuisse og blað
yðar virtist gera ráð fyrir að þar
tækjust samningar milli aðila og
raunar þegar í júlímánuði sl. Svo
fór þó ekki, og telur iðnaðarráð-
herra að árangur Lundúnafundar-
ins hafi verið „lítill sem enginn“.
Forskrift fyrir uppgjöf
Ekki er annað hægt en að telja
þetta vel sloppið, hafi það verið
ætlan einhverra að ganga til
samninga upp á þau býti, sem boð-
uð eru í umræddu Reykjavíkur-
bréfi. Samkvæmt því er mælt með
samningi sem fæli í sér eftirfar-
andi meginatriði’
1. Ágreiningur um 10 milljóna
dollara skattkröfu íslenska
ríkisins á,-hendur ÍSAL verði
tekinn úr þeim gerðardómsfar-
vegi sem hann nú er kominn í
samkvæmt aðalsamningi og
„heldur leiddur til lykta af
sérskipuðum og sérfróðum aðil-
um“, eins og það er orðað í
Reykjavíkurbréfi.
2. „I öðru lagi mun ekki standa á
því að ríkisstjórnin fallist á
hugmyndir um stækkun álvers-
ins í Straumsvík og að nýr eign-
araðili komi til sögunnar", seg-
ir skýrt og skorinort í sama
bréfi.
Það er ekki amalegt fyrir Alu-
suisse að hafa slíkar yfirlýs-
ingar í höndum um að auð-
hringurinn fái umboð til að
selja aðgöngumiða að íslensk-
um orkulindum og hagnýta sér
þær sjálfur í enn ríkara mæli.
3. „Orkuverðið ... viðkvæmasti,
en jafnframt auðskildasti þátt-
ur deilunnar ... Eins og áður
hefur komið fram gerði Hjör-
leifur Guttormsson tvö tilboð
um hækkun á orkuverðinu úr
6,45 mills. í maí 1982 að verðið
hækkaði í 9,5 mills og þegar dró
að kosningum, eða í marz 1983,
að það hækkaði í 12,5 mills.
Verði samið i annað borð, mun
orkuverðið hækka i þessu bili.
Bendir ýmislegt til þess að
fyrra tilboð Hjörleifs sé nærri
því sem Alusuis.se vilji sætta sig
við ... Nú, eins og í ráðherratíð
Hjörleifs Guttormssonar, verð-
ur litið á hækkun á þessu bili
sem byrjunarhækkun." (Let-
urbr. H.G.)
300 milljónir milli vina
Þá vitum við það, að þeir sem
Morgunblaðið talar fyrir eru reiðu-
búnir að ganga að hækkun raforku-
verðsins á bilinu 9,5—12,5 mills og
fallast um leið á stækkun álversins
og óskir Alusuisse um að taka
skattkröfu íslenskra stjórnvalda úr
núverandi gerðardómsfarvegi, þar
sem auðhringurinn á að tilnefna
dómsaðila af sinni hálfu fyrir 16.
september næstkomandi. Það er
engin tilviljun að Alusuisse fellst
á að taka á móti íslensku samn-
ingamönnunum í Zúrich fyrir
þann tíma, eða 6. september. Slík
gestrisni er ómaksins verð, ef
hægt er að koma 10 milljóna doll-
ara kröfu út af borðinu og kannski
undir borðið svipað og farið var
með yfirverð ÍSALs frá árinu 1974
í samningunum frægu ári síðar.
Skrif Morgunblaðsins um skatt-
svik dótturfyrirtækis Alusuisse í
Straumsvík eru kafli út af fyrir
sig, sem hljóta að vekja athygli
íslenskra skattþega og ekki síður
erlendis, svo sem í Bandaríkjun-
um, þar sem ríki telja sér skylt að
verja hagsmuni sína í stað þess að
stunda góðgerðarstarfsemi við
fjölþjóðafyrirtæki. Gera verður
ráð fyrir að hinn örláti fjármála-
ráðherra, Albert Guðmundsson,
hafi þegar afhent Jóhannesi Nor-
dal, seðlabankastjóra, prókúruna
varðandi umrædda skattakröfu
ríkissjóðs upp á nær 300 milljónir
króna.
Gripiö til falsana
En það þarf meira við að hafa
til að unnt sé að kaupa sér að-
göngumiða í íslensku almennings-
áliti til samninga um stækkun ál-
versins og raforkuverð á bilinu
9,5—12,5 mills. Á sama tíma er
framleiðslukostnaðarverð hjá
Landsvirkjun um 20 mills og fs-
lenskar rafveitur þurfa að greiða
5—6 sinnum hærra verð fyrir
hverja kílóvattstund en stóriðju-
fyrirtækin. Siðan er það almenn-
ingur sem þarf að taka á sig mis-
muninn í síhækkandi raforku-
verði.
Til að vinna slíkri hugmynd
brautargengi dagana sem hún átti
að verða að veruleika í Jagara-
lundum Lundúnaborgar grípur
Morgunblaðið til grófustu falsana
um málsmeðferð í tíð fyrri ríkis-
stjórnar. Þar helgar tilgangurinn
meðalið á sama hátt og vörn
blaðsins fyrir hönd Alusuisse í
skattsvikamálinu stóra.
Fölsunum Morgunblaðsins
varðandi „tilboð Hjörleifs" í maí
1982 hefur áður verið svarað, þeg-
ar búin var til uppsláttarfrétt um
það í Morgunblaðinu í fyrra. Nú er
hins vegar fylgt klassískri aðferð
um að endurtaka ósannindalumm-
una í von um að hún verði að
„sögulegri staðreynd" og með því á
að plægja akurinn fyrir þá nauð-
ungarsamninga við Alusuisse, sem
Morgunblaðið er nú málpípa fyrir.
Svo langt er gengið að staðhæfa,
að tillögur mínar um breytingar á
rafmagnsverðinu til ÍSÁLs hafi
„stangast á við niðurstöður í
skýrslu starfshóps á vegum iðnað-
arráðuneytisins um athugun á
raforkuverði til álversins sem út
kom í júlí 1982“, þ.e. um að full rök
séu fyrir leiðréttingu á núverandi
raforkusamningi án stækkunar ál-
versins í 15—20 mills miðað við
verðlag á miðju ári 1982.
Hvert var þá efni „sáttaboðsins"
til Alusuisse í maíbyrjun 1982 og
helstu tillagna af hálfu iðnaðar-
ráðuneytisins um breytingar á
raforkuverði í minni tíð sem ráð-
herra? Það er rétt að það liggi
fyrir í Morgunblaðinu lesendum
þes's til upplýsingar, nú þegar
semja á „undir laufkrónum
trjánna" í London eða Zúrich.
Desember 1981
I bréfi iðnaðarráðuneytisins til
Alusuisse þann 17. deseraber 1981
voru útfærð nánar ýmis atriði úr
samþykkt ríkisstjórnarinnar frá
16. júlí 1981 um endurskoðun
samninga. Um raforkuverðið var
þetta tekið fram:
„Verðviðmiðunina varðandi raf-
orku, sem seld er ÍSAL samkvæmt
rafmagnssamningi við Lands-
virkjun, þarf að endurskoða með
það í huga að verðið taki mið af
raunverulegum raforkukostnaði
frá nýjum vatnsaflsvirkjunum í
landinu og að sú viðmiðun haldist
út gildistíma samningsins."
Febrúar 1982
Þann 26. febrúar 1982 gerði
ráðherranefnd í umboði ríkis-
Hjörleifur Guttormsson
„Því þurfa menn að
halda vöku sinni, minn-
ugir þess að málflutn-
ingur Morgunblaðsins
er ekki lög á íslandi.
Nauðungarsamningum
við erlenda aðila hefur
áður verið hnekkt.“
stjórnar samþykkt „Varðandi
meðferð deilumála og endurskoð-
un samninga við Alusuisse vegna
fSALs".
Um raforkuverðið segir þar:
„Þegar í stað hefjist viðræður
um endurskoðun gildandi samn-
inga með hliðsjón af bréfi iðnað-
arráðuneytisins frá 17. desember
1981, þar sem aðilar fallist á að
rædd verði m.a. eftirfarndi atriði:
a) hækkun raforkuverðs frá því
sem nú er upp að kostnaðar-
verði við nýja raforkuöflun og
gildi hækkunin frá 1. janúar
1982, með ákvörðun um óskerta
verðtryggingu."
Mars 1982
Á fundum aðila í Reykjavík
25.-26. marz 1982 voru kröfur ís-
lenskra stjórnvalda ræddar og
m.a. lögð fram ríkisstjórnarsam-
þykktin frá 26. febrúar, svo og
„Minnisblað varðandi grundvall-
arbreytingar á aðstæðum er
snerta rafmagnssamninginn milli
Landsvirkjunar og ÍSALs".
Þar er m.a. bent á að þær for-
sendur sem lagðar voru til
grundvallar álsamningnum 1966
þýði við núverandi aðstæður um
17 mills/ kWh í raforkuverði, og
vegur þar þyngst brottfall tolla
gagnvart útflutningi áls til landa í
Efnahagsbandalagi Evrópu. Einn-
ig er bent á, að framleiðslukostn-
aður raforku hjá Landsvirkjun sé
nú á bilinu 15-20 mills/ kWh.
Maí 1982
Þegar engin jákvæð viðbrögð
fengust frá Alusuisse við óskum
stjórnvalda um hækkun raforku-
verðsins var ákveðið að reyna að
fá úr því skorið hvort einhver
samningsvilji væri til staðar hjá
talsmönnum auðhringsins. Á
fundi með fulltrúum Alusuisse 6.
mai 1982 lagði ég fram tillögu til
málamiðlunar milli aðila, sem fól í
sér eftirfarandi varðandi raforku-
verðið:
„Ríkisstjórn íslands og Alu-
suisse samþykkja nú þegar bráða-
birgðafyrirkomulag á hækkun raf-
orkuverðs til ISALs með eftir-
greindum hætti:
a) Hækkun frá núverandi verði
6,45 mills/ kWh í 9,5
mills/ kWh frá 1. júlí 1982.
b) Frekari hækkun í 12,8
mills/ kWh strax og markaðs-
verð á áli (eins og það er skráð
á London Metal Exchange) nær
80% af skráðu Alcan-verði.
Jafnframt samþykkja aðilar að
endurskoða núverandi samninga
og byrja þegar í stað viðræður um
eftirfarandi atriði:
1. Endurskoðun á rafmagnssamn-
ingnum milli Landsvirkjunar
og ÍSALs með það í huga að
aðlaga raforkuverðið til lengri
tíma framleiðslukostnaði svo
og því sem greitt er af ál-
bræðslum í Evrópu og Norður-
Ameríku, þar sem tekið verði
eðlilegt tillit til tollfrjáls að-
gangs ÍSALs að markaði Efna-
hagsbandalags Evrópu og ann-
arra þátta er varða samkeppn-
isstöðu ÍSALs.
Það er ásetningur aðila að
hafa lokið endurskoðun raf-
magnssamningsins 1. nóvember
1982.“
Þetta er það sem Morgunblaðið
telur sér sæma að túlka sem tilboð
af minni hálfu um 9,5 mills í raf-
orkuverði til lengri tíma, þegar gerð
er samhliða og samtengd krafa um
12,8 mills með hækkandi álverði og
að fallist sé á viðræður ura endur-
skoðun rafmagnssamningsins á nán-
ar skilgreindum forsendum sem all-
ar vísa í raforkuverð nálægt 20 mills.
Þeim samningum skyldi lokið fyrir
1. nóvember 1982 eða hálfu ári eftir
umræddan fund. Er hægt að seilast
öllu lengra í fölsunum til að reyna að
réttlæta fyrirhugaða uppgjöf núver-
andi ríkisstjórnar gagnvart auð-
hringnum?
Fulltrúar Alusuisse höfnuðu
þegar á staðnum þann 6. mai 1982
þessari málamiðlunartillögu og
vildu ekki þiggja vikufrest til að
kynna hana stjórn fyrirtækisins.
Ég lýsti því þá yfir að hún væri
ekki í gildi lengur af hálfu ís-
lenskra stjórnvalda né heldur aðr-
ar framlagðar hugmyndir. Áskildi
ég íslenskum stjórnvöldum allan
rétt í málinu og taldi nauðsynlegt
að endurskoða afstöðu Islands til
samskipta við Alusuisse frá
grunni í ljósi óbilgirni fyrirtækis-
ins.
Að venda kvæði í kross
Skrif Morgunblaðsins um önnur
„tilboð" af minni hálfu til Alu-
suisse eru sama marki brennd og
þetta grófa dæmi frá maí 1982 ber
órækan vott um. Allar tilraunir
blaðsins til að koma höggi á Al-
þýðubandalagið eða að stimpla
mig fyrir undaniátssemi í garð
Alusuisse eru hjáróma, enda hefur
kveðið við annan tón úr þess garði
hingað til. Þar hafa ásakanir um
óbilgirni og tilefnislausar aðdrótt-
anir í garð auðhringsins verið að-
alstefið í skrifum blaðsins svo og í
málflutningi Geirs-liðsins á Al-
þingi. I umræddu Reykjavíkur-
bréfi er ég sérstaklega gagnrýnd-
ur fyrir að hafa ekki viljað fallast
á stækkun álversins í tengslum við
upphafshækkun á raforkuverði, en
slík stækkun hefur raunar verið á
kröfulista Sjálfstæðisflokksins frá
því í júlí 1981.
Skýr stefna
AlþýÖubandalagsins
Þegar ljóst var að Alusuisse
vildi í engu fallast á sanngirnis-
kröfur af íslands hálfu um leið-
réttingu samninga og hækkun raf-
orkuverðs og Framsóknarflokkur-
inn var hlaupinn yfir í herbúðir
stjórnarandstöðunnar í málinu í
febrúar sl., fluttu allir þingmenn
Alþýðubandalagsins í Neðri deild
Alþingis frumvarp til laga „Um
leiðréttingu orkuverðs til Islenska
álfélagsins hf.“
Frumvarpið fól í sér að felld
væru úr gildi ákvæði rafmagns-
samningsins milli Landsvirkjunar
og ÍSALs um orkuverð. Raforku-
verðið yrði ákveðið strax 12,5 mills
en síðan leitað samninga við Alu-
suisse um frekari hækkun sam-
kvæmt ákveðnum forsendum. Næð-
ust slíkir samningar ekki fyrir árs-
lok 1983 skuli stjórn Landsvirkjunar
ákvarða með gjaldskrá raforkuverð-
ið til álversins í Straumsvík á bilinu
15—20 mills á kflóvattstund og
breytist það síöan í samræmi við
breytingar á skráðu heimsmarkaðs-
verði á áli.
Hér liggur stefna Alþýðubanda-
lagsins skýrt fyrir og lagafrum-
varpið var í rökréttu framhaldi af
fyrri stefnumörkun iðnaðarráðu-
neytisins og synjun Alusuisse að
fallast á raunhæfar samningavið-
ræður og sanngirniskröfur af ís-
lands hálfu.
Sjálfstæðismenn í stjórnar-
andstöðu brugðust hins vegar *
ókvæða við þessu frumvarpi og
tóku höndum saman við fulltrúa
Framsóknarflokksins og Alþýðu-
flokksins í atvinnumálanefnd
Sameinaðs þings um að flytja til-
lögu til varnar Alusuisse. Þá til-
lögu túlkaði Morgunblaðið sem
vantraust á mig sem iðnaðarráð-
herra. Er sú umræða flestum í
fersku minni, þótt höfundur
Reykjavíkurbréfs telji að álmál-
inu hafi verið „linlega haldið á loft
í kosningabaráttunni nú í vor ...“
N auðungarsamningi
verður hnekkt
Skattgreiðsla almennings i sjóð
Alusuisse fer nú vaxandi með
hverjum mánuði. Kaforkureikning-
ur hverrar meðal fjölskyldu hefur
hækkað um sem svarar nær 10 þús-
und krónum á ári í tíð núverandi
ríkisstjórnar, þar sem hitað er upp
með rafmagni, og að auki er um
200 milljónum króna varið beint
úr ríkissjóði til niðurgreiðslu á
raforku.
Núverandi ríkisstjórn verður að
gera það upp við sig, hvort hún ætlar
að binda enda á meðgjöf með raf-
magninu til álversins svo sem öll rök
standa til eöa endurtaka í þriðja
sinn samninga á borð við þá sem
gerðir voru 1966 og 1975.
Því miður stefnir flest í hið síð-
arnefnda ef marka má skrif Morg-
unblaðsins og fregnir frá samn-
ingafundum við Alusuisse, þótt
óljósar séu. Því þurfa menn að
halda vöku sinni minnugir þess að
málflutningur Morgunblaðsins er
ekki lög á íslandi. Nauðungarsamn-
ingum við erlenda aðila hefur áður
verið hnekkt. Þar er landhelgis-
samningurinn frá 1961 lýsandi
dæmi, svo og fordæmi annarra
þjóða í viðskiptum við fjölþjóða-
fyrirtæki á undanförnum árum.
Með þökk fyrir birtinguna.
Reykjavík, 23. ágúst, 1983.
Hjörleifur Guttormsson.
Aths. ritstj.:
Hjörleifur Guttormsson hefur
jafnan lagt sig fram um að forðast
kjarna málsins í umræðum um
Alusuisse, álverið í Straumsvík og
næstu áform í stóriðjumálum.
Grein hans að þessu sinni er því
marki brennd. Hún er full af út-
úrsnúningum og dylgjum sem
fram eru settar til að drepa mál-
inu á dreif. Skrif af þessu tagi eru
raunar ær og kýr alþýðubanda-
lagsmanna þegar þeir fjalla um
störf sín í ríkisstjórnum síðan
1978.
1) Hjörleifur Guttormsson getur
ekki fært rök fyrir fullyrðing-
um sínum um að samkomulag
um nýjan eignaraðila að
stækkuðu álveri í Straumsvík
jafngildi „umboði" fyrir Alu-
suisse „til að selja aðgöngu-
miða að íslenskum orkulind-
um“. Þetta er sleggjudómur.
2) Það er einnig sleggjudómur að
önnur leið til að leysa ágrein-
ing um skattamál en gerðar-
dómsleiðin þýði að skattakröf-
unni sé komið „út af borðinu og
kannski undir borðið".
3) Morgunblaðið hefur ekki falsað
neitt varðandi tilboð Hjörleifs
Guttormssonar til Alusuisse.
Þau liggja skjalfest fyrir. Hjör-
leifur bauð Álusuisse 9,5 mills
sem byrjunarhækkun 6. maí
1982. Undan því fær hann ekki
vikist frekar en sú viðræðu-
nefnd sem nú ræðir við Alu-
suisse. Morgunblaðið hefur jafn-
an látið þess getið, að hér hafi
verið um tilboð um byrjunar-
hækkun að ræða. Fullyrðingar
Hjörleifs um annað er fölsun.
Tilvitnunin sem hann birtir úr