Morgunblaðið - 31.08.1983, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 31.08.1983, Blaðsíða 44
44 V- \ MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1983 er rr\éb Lvejrrujr kjöLiurum." ást er .. á fætur og trimma með honum. TM Reg U S Pal Ott — all rights reserved »1983 Los Angeles Times Syndicate Mig dreymdi í nótt að þú værir fullir 2 m á hæó, herðabreiður og með svona pínulítið yfirvaraskegg! HÖGNI HREKKVÍSI FISKSALIMM ER r SÍ MANUM ( HÓöMI ! '' Að rannsaka áfengissýki hjá hófdrykkjumönnum Steinar Guðmundsson skrifar. Velvakandi. Karp um áfengismál er engin ný bóla, enda auðvelt að fá menn upp á móti sér hvort heldur vín er last- að eða lofað. Með þessu hefur mátt fylgjast í Mbl. undanfarnar vikur og mánuði. Þótt ég fylgist af áhuga með karpi víndýrkenda og hinna sem fjandann sjá í hverjum dropa hef- ur það lítil áhrif á stefnu mína í ofdrykkjuvörnum, því ég þykist vita að drykkjumenn velti ekki fyrir sér eðli vínsins og unglingur- inn láti sig engu skipta hvort brakar í bindindismanni eða hófdrykkjumanni. Öðru máli gegnir þegar blaða- maður innrammar, svart á hvítu, á forsíðu Mbl., svona rétt um sjálfan höfuðdaginn, að áfengis- sýki gangi í erfðir. Látum vera þótt minnst sé á þetta gamla og úr sér gengna þrætumál, en að slá upp stórfyrirsögn með vafasömum fullyrðingum, er skaðlegt. Lesi maður hins vegar greinina sem fyrirsögninni um erfðafjand- ann fylgir kemur í ljós, að grund- völlur þeirra „vísindalegu" rann- sókna sem fullyrðingin byggist á, er svo fúin að hún heldur ekki. Rannsóknin byggðist á viðbrögð- um sem fengust við athugun á 48 dönskum karlmönnum á aldrinum 19 til 21 árs, en 31 þeirra átti áfengissjúkling fyrir föður. Rúsín- an í pylsuendanum er svo sú, að enginn þessara 48 manna var áfengissjúklingur sjálfur. Bf með heitinu áfengissjúkling- ur er átt við alkóhólista, er hætt við að erfitt verði að finna mark- tækt úrtak til að standa undir svona skringilega uppstilltri rann- sókn, og vafalaust þyrfti að velja úr þúsundum svo kallaðra hóf- drykkjumanna til að finna líklega þátttakendur sem uppfylltu hin Áfengissýkin gengur í arf — segja danskir og bandarískir vísindamenn Lm Angeles, 27. ígmL AP. RANN9ÓKN1R bandarískra og danskra vúnndamanna þykja benda til, mó rétt kunni ad vera aú kenning, md áfengissýki sé að nokkru arfgeng. Víaindamennirnir akýra frá niöurstödum rannsóknanna í ág- ústhefti tímaritains „Archives of General Psychiatry“ og segja þar, að afkomendur áfengissjúklinga séu sérstaklega viðkvæmir fyrir áhrifum áfengisins vegna arftek- inna breytinga l heila og i mið- taugakerfi. I ljós kom, að börn mikilla drykkjumanna eru Jíf- frœðilega mörkuð“ í miðtaugakerfi og eiga því fremur á hættu að verða sjálf áfenginu að bráð siðar meir. Rannsóknirnar fóru fram á 48 dönskum karlmönnum á aldrinum 19—21 árs og átti 31 þeirra áfeng- issjúkling fyrir fööur. „Áfengið hafði önnur áhrif á heila þeirra, sem áttu áfengissjúkl- ing fyrir föður, en á heila hinna, sem áttu föður lausan við áfengis- sýkina,“ sagði einn visindamann- anna, Jan Volavka. „Það virðist sem þeir hafi í sér arftekna til- hneigingu til að verða áfengis- sjúklingar.“ Rannsóknirnar fóru þannig fram, að mönnunum var gefinn ákveðinn skammtur af áfengi og kom þá fram, að þótt áfengismagn- ið mældist það sama í blóði allra var heilalínuritið ólíkt eftir því hvort þeir áttu áfengissjúkan föð- ur eða ekki. Enginn þessara ungu manna var áfengissjúklingur sjálf- ur. fyrirfram gefnu skilyrði. Auðvelt væri að ná sér í 48 bindindismenn og gera tilraunir á þeim, en að velja 48 menn úr röðum hóf- drykkjumanna þannig að enginn þeirra sé alkóhólisti kostar leit og umstang sem hætt er við að slái grundvöllinn undan hlutlausum rannsóknum, og hlýtur því rann- sókn sem byggist á svona fimbul- fambi að vera marklaus. Og svo bítur þessi „sönnun" í skottið á sjálfri sér með því að upplýsa að enginn þessara 31 sona dönsku áfengissjúklinganna hafi erft sjúkdóminn sem tilraunin átti að sanna að þeir hlytu að erfa. Flestir þeirra sem fást við beisl- un alkóhólisma hafa afskrifað erfðakenninguna þótt enn sé hald- ið í hana af mislukkuðum vín- dýrkandi fyllibyttum og einstaka geðlækni, sem reyna að smokra sér undan ábyrgðinni á mistökum sínum í sambandi við meðferð áfengis og áfengissjúkra. Sannleikurinn var ekki kæfður þótt afhöggvið höfuð Jóhannesar væri borið fram á silfurfati. Eins er það með ofdrykkjuvarnirnar, ábyrgðinni verður ekki svipt af drykkjumanninum þótt undir- málsmenn beri erfðakenninguna fyrir sig, en það má tefja þær með ýmsu móti, m.a. með því, að telja fólki trú um að ofdrykkja sé arf- geng. Ekki er öll lágkúran eins Tryggvi G. Thorstensen, gamall KR-ingur, hafði samband við Vel- vakanda og hafði eftirfarandi að segja: „Ekki er öll lágkúran eins. Ný- lega sá ég auglýsingu sem bar vott um þá mestu lágkúru sem hugsast getur. Var það auglýsing knatt- spyrnuliðs Vestmannaeyja fyrir úrslitaleik þeirra Eyjamanna við Skagamenn um síðustu helgi. Auglýsingin var útbúin eins og jarðarfararkort og hefur sjálfsagt átt að þykja fyndin. Þvílík kímni- gáfa. Ekki get ég ímyndað mér að nokkrum manni hafi stokkið bros á vör af þessari lágkúru, sem sneidd var öllum íþróttamanns- anda — enda fengu þeir skömm- ina sem áttu hana skilið. Ég vona að íþróttamenn ann- arra liða taki ekki upp á því að smána sig og sitt lið á sama hátt og Eyjamenn gerðu, og reyndar allir knattspymuunnendur hljóta að formæla. Iþróttamenn hér áður fyrr lögðu það ekki í vana sinn að iítilsvirða keppinauta sína, hvorki á þennan hátt né annan, svo ekki sé minnst á þá skömm sem íþróttaliðið sjálft hlýtur af svona uppátækjum. Það ætla ég að vona að okkur, sem höfum yndi af góðri knatt- spyrnu, verði hlíft við samskonar vitleysu í framtíðinni." Þessir hringdu . . . Þakkir til blindrabóka- safnsins Halldóra hringdi. Mig langar til að koma á framfæri í Velvakanda þökk- um til blindrafélagsins og sérstaklega blindrabóka- safnsins fyrir stórgóða þjón- ustu í þágu okkar, sem erum blind eða með mikið skerta sjón. Efnið sem hægt er að fá lánað, upplesið á spólum, er framúrskarandi vel unnið og skemmtilegt. Þá ber að þakka að þessi þjónusta er lánþeg- um að kostnaðarlausu, svo og flutningskostnaður, og er það meira en hægt er að segja um margan óþarfann í þessu landi. Hafið kæra þökk fyrir, þið sem að þessu bókasafni standið. Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til lostudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.