Morgunblaðið - 31.08.1983, Blaðsíða 29
MORGIJNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1983
29
Edda Þórarinsdóttir og Sigurdur Karlsson í hlutverkum sínum í Lokaæfingu.
Ljósmynd: Jóhanna Ólafsdóttir.
Þjóðleikhúsið:
Fyrsta frumsýn-
ingin í Færeyjum
FYRSTA frumsýning Þjóðleikhúss-
ins á þessu hausti fer fram í nýja
Norðurlandahúsinu í Þórshöfn í
Færeyjum í dag, 31. ágúst. Verður
frumsýnt nýtt leikrit Svövu Jakobs-
dóttur, Lokaæfing, og er fyrirhugað
að sýna það á Litla sviði Þjóðleik-
hússins í vetur.
Tvær til þrjár sýningar verða á
Lokaæfingu í Þórshöfn í boði
Norðurlandahússins, en þessi
leikför er farin Þjóðleikhúsinu al-
gerlega að kostnaðarlausu, þar
sem Norðurlandahúsið fékk sér-
stakan styrk frá færeysku lands-
stjórninni til þessa verkefnis.
Með hlutverkin í sýningunni
fara Edda Þórarinsdóttir, Sigurð-
ur Karlsson og Sigrún Edda
Björnsdóttir, en leikstjóri er Bríet
Héðinsdóttir. Leikmynd og bun-
inga gerði Birgir Engilberts, en
Ásmundur Karlsson sér um lýs-
inguna.
Áætlað er að sýningar á Loka-
æfingu hefjist á Litla sviði Þjóð-
leikhússins í byrjun október.
Frá aðalfundi Kaupmannafélags Austfjarða.
Ljósm. Mbl. ól.Guðm.
Egilsstaðir:
Verslunin er stærsti inn-
heimtuaðili ríkissjóðs
— segir í ályktun Kaupmannafélags Austurlands
Kgilsstöðum, 28. ágúst
í GÆR var haldinn að Eiðum aðal-
fundur Kaupmannafélags Austur-
lands. Gestir fundarins voru þeir
Sigurður Haraldsson, formaður
Kaupmannasamtaka íslands, Magn-
ús Finnsson, framkvæmdastjóri
samtakanna og Gunnar Snorrason,
fulltrúi samtakanna í Lífeyrissjóði
verslunarmanna.
Aðalfundur Kaupmannafélags
Austurlands samþykkti að hefjast
nú þegar handa um byggingu
sumarhúss fyrir félagsmenn sína í
landi Staffells í Fellahreppi. Gert
er ráð fyrir því að húsið verði tek-
ið í notkun þegar á næsta ári.
í ályktun fundarins segir m.a.
að verslunin sé nú stærsti inn-
heimtuaðili ríkissjóðs og er skorað
á stjórnvöld að greiða ákveðna
þóknun fyrir þá innheimtu. Þá
skorar fundurinn jafnframt á
stjórnvöld að jafna síma-, hitun-
ar- og rafmagnskostnað — svo að
allir megi sitja við sama borð í
þeim efnum. Þá mótmælti fundur-
inn „óeðlilegri skattlagningu kæli-
búnaðar til verslunar“ — svo og
„síaukinni gjaldtöku bankastofn-
ana á sama tíma og tæknivæðing
eykst“. Þá ályktar aðalfundur
Kaupmannafélags Austurlands
ennfremur um ýmsa skattstofna,
s.s. aðstöðugjald, launaskatt og
skatt á skrifstofu- og verslunar-
húsnæði.
Stjórn Kaupmannafélags Aust-
urlands var öll endurkjörin á aðal-
fundinum í gær — en hana skipa:
Norræn eyjaráðstefna
haldin í Vestmannaeyjum
Á VEGUM Menningar- og fræðslu-
sambands alþýóu á Norðurlöndum
verður dagana 6.-9. september nk.
haldin ráóstefna í Vestmannaeyjum,
þar sem saman koma íbúar og félags-
mcnn verkalýóssamtakanna á nokkr-
um norrænum eyjum og ræða sameig-
inleg hagsmunamál og áhugamál. Eyj-
arnar eru auk Vestmannaeyja: Álands-
eyjar, Borgundarhólmur, Gotland og
Lofoten.
Á ráðstefnunni verður skipst á
skoðunum um atvinnumál eyjanna,
félags- og menningarmál og með
hvaða hætti verkalýðssamtökin á
hverjum stað geta best stutt að öfl-
ugra og fjölbreyttara atvinnulifi á
eyjunum, en þessir staðir eiga það
sameiginlegt, að atvinnulíf er frem-
ur einhæft. Einnig verður fjallað
um félags- og menningarmál eyj-
anna og hlut verkalýðshreyfingar-
innar í því efni. Þá verður fjallað
um norræna samvinnu á vegum
verkalýðshreyfingarinnar, hverjum
hún eigi helst að þjóna og með
hvaða hætti.
Hér á landi er ráðstefnan undir-
búin af Menningar- og fræðslusam-
bandi alþýðu og verkalýðsfélögun-
um í Vestmannaeyjum, en þetta
verkefni hefur fengið styrk frá
Norræna menningarmálasjóðnum.
Norrænu þátttakendurnir heim-
sækja stofnanir og fyrirtæki í Vest-
mannaeyjum og ræða við for-
svarsmenn þeirra.
Þess skal einnig getið að í fylgd
með erlendu þáttakendunum, sem
alls eru tíu, er fréttamaður frá
danska ríkisútvarpinu, sem mun
fylgjast með ráðstefnunni og afla
efnis í Vestmannaeyjum.
Gunnar Hjaltason, Reyðarfirði,
formaður; Gunnar Vignisson,
Fellabæ; Björn Sveinsson, Fell-
abæ; Elís Guðnason, Eskifirði og
Brynjar Júlíusson, Neskaupstað.
Að sögn formanns, Gunnars
Hjaltasonar, var félagið stofnað
1978 og eru félagar nú 34 talsins.
Sjö nýir félagar gengu í félagið á
aðalfundinum.
Á aðalfundinum færði Vilberg-
ur Sveinbjörnsson, kaupmaður á
Seyðisfirði, Kaupmannasamtök-
um fslands veggplatta að gjöf —
sem formaður samtakanna, Sig-
urður Haraldsson, veitti viðtöku.
— Ólafur.
I KVÖLD KL: 18.30:
LAUGARDALSVÖLLUR
KR-INGAR STYÐJUM
STRAKANA í BARÁTTUNNI
UM EVRÓPUSÆTIÐ.
ÞETTA ER SIÐASTI
HEIMALEIKUR KR
ÞAÐ VERÐUR
KR-STUD í
KVÖLD
ÁFRAM KR
VARTA
ofurkraftur ótrúleg ending
Lim og kitli tra
Þvottahúsid
AuObrakku 41, Köp.
Simi 447*9
HÖTEL
►jOnust*
SKÚLAGOTU 30
123 884 23388
P
TÖLVUPAPPÍR
IRi
FORMPRENl
Hvarfkgötu 71, tknar 26800 -
IXiLud
Austurstræti 17, __
sími 26611 Austurstræti 22, Innstræti, simi 11633.
XEROX'
LEIÐANDI MERKI í LJÓSRITUN
NÓN HF.
Hverfisgötu 105 S. 26235-26234
RANK XEROX umboöiö