Morgunblaðið - 31.08.1983, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 31.08.1983, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1983 47 Arnór einn sterkasti leikmaðurinn í Belgíu „Arnór er einn sterkesti leik- maöur í belgísku deildinni," sagöi Robert Waseige, þjálfari Club Luik í belgísku lyrstu deildinni í samtali viö íþróttablaöiö Sport 80 nýlega, en þá var spjallaö viö þjálfara allra liöanna í deildinni — þeir látnir spá um lokaniöur- stööuna í vor, og einnig tilnefna merkilegustu sölu á leikmanni til belgísks félags. Arnór Guöjohnsen er greinilega í miklum metum í Belgíu. Horst Hrubesch var reyndar af flestum • Rene Arnoux sigraöi í Hollandi, helst vegna þess að bfll hans bilaöi aldrei og reyndist mjög vel í alla staöi. þjálfurunum nefndur i sambandi viö sölu ársins — en hann var sem kunnugt er keyptur til Standard frá Hamburger í Þýskalandi. Sjö þjálf- arar völdu Hrubesch, en Arnór kom næstur. Þrír þjálfaranna til- nefndu hann, og einnig Vladimir Petrovic, sem nú er kominn til Antwerpen, en hann var hjá Arsen- al í Englandi í fyrra. Þaö er einnig greinilegt aö þjálf- ararnir búast viö Anderlecht-liðinu sterku, því sjö þeirra settu þaö í fyrsta sætiö en aðeins þrír spáöu Standard meistaratitli. Jef Vliers, þjálfari Beringen, hældi Arnóri mest allra. „íslendingurinn er einn full- • Arnór er í miklum metum hjá þjálfurum 1. deildar liöanna í Belgíu. Hér er hann ásamt félaga sínum Pétri Péturssyni aö gefa eiginhandar- áritanir. Pétur hefur fengiö góöa dóma fyrir fyrstu leiki sina á keppn- istímabilinu í ár. komnasti leikmaðurinn í belgísku deildinni og meö hann viö hliöina á sér tel ég Frankie Vercauteren eiga mikla möguleika á því aö hreppa Gullskóinn — þ.e.a.s. veröa markakóngur," sagöi Vliers. Asgeir með gegn Hollandi — óvíst með atvinnumennina í Belgíu Landsliösnefndin í knattspyrnu hefur undanfarna daga átt mjög annríkt við aö reyna aö fá at- Arnoux sigraði og á nú möguleika á að verða heimsmeistari Frakkinn Rene Arnoux sigraöi í Grand Prix-kappakstrinum sem fram fór í Hollandi um helgina og félagi hans, Tambay, sem einnig ekur Ferrary-bíl, varö annar, en Prost, sem hefur enn forustu í keppninni um heimsmeistaratitil- inn, féll úr keppni ásamt Piquet eftir aö þeir höföu keyrt saman. Piquet frá Brasilíu haföi forust- una framan af keppninni en þegar keppnin var rúmlega hálfnuö ætl- aöi Prost aö taka fram úr honum og ná forustunni en ekki vildi þá betur til en svo aö bílar þeirra rák- ust saman og fór bíll Piquet útaf og Renault-bíll Prost einnig nokk- uð hundruö metrum síöar. Viö þetta komst Renaux í forustu en hann startaði tíundi, og hann hélt forustunni allan tímann sem eftir var og sigraöi. Mikil keppni var um annaö sæti á milli þeirra Tambay og italans Patrese, en meö því aö þenja vélina í bíl sínum til hins ýtr- asta á lokahringjunum tókst Tam- bay aö tryggja sér annað sætiö og tvöfaldur Ferrary sigur var í höfn. Vél ítalans bilaði skömmu síöar og varö þaö til þess að Bretarnir John Watson og Derek Warwick lentu í þriöja og fjóröa sæti. Meöalhraöi Arnoux í þessari keppni var 186,105 km á klst. en alls óku kapparnir 306,144 km og var Arnoux fljótastur aö aka þá en þaö tók hann eina klst. 38 mín. og 41.950 sekúndur. Hann átti einnig besta hringinn í Hollandi en hann náði því aö aka einn hring á 191.668 km hraöa að meöaltali. Keppnin um heimsmeistaratitil- inn er nú aftur orðin æsispennandi því Prost fékk engin stig um helg- ina en Arnoux fékk nokkur og er nú í ööru sæti með 43 stig en Prost er enn með 51 stig. Eftir keppnina sagöi Arnoux viö fréttamann AP: „Þar sem aðeins eru eftir þrjár keppnir og þaö munar ekki nema 8 stigum á mór og Prost þá er ég alveg tilbúinn aö sigra og mér finnst einhvern vegin aö ég muni gera þaö.“ Staöan í keppninni um heims- meistaratitilinn er nú þannig: 1. Alain Proat, Frakkl. 51 atig. 2. Rene Arnoux, Frakkl. 43 atig 3. Nelson Piquet, Brasilía 37 stig 4. Patrick Tambay, Frakkl. 37 stig 5. Keke Rosberg, Finnl. 25 stig 6. John Watson, Bretlandi 22 stig 7. Eddie Cheever, US 17 stig 8. Niki Lauda, Austurr. 12 stig 9. Jacques Laffite, Frakkl. 11 stig 10. Mich«l« Alboreto, ítalia 10 atig • Liö Þórs frá Akureyri — sigurvegari í 2. deild kvenna í knattspyrnu — ásamt þjálfara sínum, Guömundi Svanssyni, og forráðamönnum félagsins. Þórsstúlkurnar sigruöu Hött frá Egilsstööum í úrslitaleik á Akureyri um helgina, 4:2. Höttur komst í 2:0, en Þór jafnaði er 24 sek. voru eftir af venjulegum leiktíma. Inga Huld Pálsdóttir skoraöi þrjú mörk fyrir Þór og Anna Einarsdóttir eitt. Arney Magnúsdóttir og Hera Magnúsdóttir skoröu fyrir Hött. Morgunt>ia*tö/skaptj vinnumennina okkar í knatt- spyrnu til liös viö okkur þegar viö mætum Hollandi í knattspyrnu í næstu viku. Þeir hafa verið á stanslausum fundum og undir venjulegum kringumstæöum væru þeir búnir aö gefa út hvern- ig liðiö veröur skipaö sem ieikur gegn Hollendingum, en þegar fundi þeirra lauk í gærkvöldi var ekkert vitaö annað en þaö, aö þeir Ásgeir Sigurvinsson, Atli Eö- valdsson og Pétur Ormslev veröa meö í leiknum. Janus Guölaugsson verður aö öllum líkindum ekki meö, þar sem hann á viö veikindi aö striöa og þá leikmenn sem leika í Belgíu er ekk- ert komiö á hreint ennþá meö, en þaö skýrist aö öllum líkindum á morgun. Ellert B. Schram er búinn aö vera í stanslausum skeytasending- um og símhringingum viö liöin þar úti og kiúbbarnir hafa gefiö sitt leyfi, en þá hafa þjálfararnir sett strákana upp viö vegg og hótaö Kærumálin enn óleyst Kærumálín á hendur Skalla- grími á Borgarnesi í keppni í 3. deild í knattspyrnu viröast ætla aö veröa nokkuö flókin. Búiö er aö dæma í tveimur þeirra kæra sem í upphafi var stofnaö til og var úrskurður í báöum tilvikum Skallagrími í óhag þannig aö þeir töpuöu þar þremur stigum. Nú er aðeins eftir aö kæra í mál- um Snæfells og Ármanns en þau liö kæröu Skallagrím einnig. Ef dómar falla þannig aó Snæfell tapi þar fjórum stigum þá fer Selfoss upp en Ármann dettur niöur. Ef á hinn bóginn dómar veröa Skalla- grimi í hag þá fara þeir upp en Ármann fellur jafnt eftir sem áöur. Nú hefur þaö heyrst aö bæöi Snæfell og Ármann séu aö hugsa um aö draga kærur sínar til baka þannig aö Selfoss veröur þá áfram í 3. deild en Skallagrímur fer upp í 2. deild en þaö er ekkert hægt aö gera nema aö bíöa og sjá til hvaö gerist i málinu næstu daga. — sus þeim öllu illu ef þeir fari í leikinn. Jóhannes Atlason landsliös- þjálfari sagöi í gær aö þetta heföi aldrei verið eins erfitt og útlitiö væri nokkuö Ijótt. Hann sagöist vel skilja strákana aö þeir þyröu ekki aö taka neina áhættu varöandi þaö aö falla í ónáö hjá þjálfaranum og hann sagói einnig aö þaö væri ekki ólíklegt aö í liðinu sem fer til Hollands yröu leikmenn sem leika meö landsliöinu undir 21 árs aldri. Endanleg ákvöröun um hvernig liöiö veröur skipaö veröur tekin í kvöld, en þar sem mörgum hefur leikiö hugur á aó vita hver yröi í markinu spuröum viö Helga Daní- elsson að því, en þaö eina sem hann vildi segja um máliö var: „Ætli ég verði bara ekki í því“. Viö höfum ekki enn fengið upp- lýsingar um hvernig hollenska landsliöiö mun veróa skipaö í leiknum gegn okkur í næstu viku, en vitaö er aö þar veröa aöeins leikmenn sem leika í Hollandi en engir sem leika meö liöum utan Hollands. sus Lítið um leikbönn Þaö var óvenju lítiö að gera hjá Aganefndinni í gær þegar hún hélt sinn vikulega fund. „Aöeins“ einn leikmaöur úr 1. deild fékk leikbann og tveir úr 2. deild. Sig- uröur Lárusson fyrirliöi Skaga- manna fékk einn leik í bann vegna brottreksturs úr leik ÍA og ÍBV í bikarúrslitaleiknum og Erl- ingur Kristjánsson úr KA fékk einn leik í bann vegna 10 refsi- stiga, en Vilhjálmur Einarsson úr Garöinum fékk tvo leiki í bann vegna 15 refsistiga. _ SUS Myndabrengl í þriöjudagsblaöinu hjá okkur uröu þau leiöu mistök aö tvær myndir brengluöust þar sem rætt var viö áhorfendur á bikarúrslita- leiknum. Myndirnar sem rugluö- ust voru af Heröi Þorbergssyni og Þórarni Ingólfssyni og eru þeir beönir velviröingar á því. Knattspyrnuþjálfari Knattspyrnufélag í Færeyjum óskar eftir aö ráöa þjálfara fyrir m.fl. helst 2ja ára samningur 1984—’85. Skriflega umsókn skal senda til: T.B. c/o Jean Dimon, 3880 Tvoroyri, Foroyar. (Uppl. í síma 90-4542-71782).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.