Morgunblaðið - 31.08.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1983
15
Gísli Sigurbjörnsson
„Fiskurinn er víst
eitthvaö á undanhaldi.
Flestir þorskarnir eru
nú orðiÖ á landi, en þeir
sem í sjónum eru, eru
orðnir svo litlir og hor-
aðir að varla tekur því
að veiða þá. En við
kunnum ráð við því
flestu, fáum bara fleiri
skip.“
það eru smámunir. Þetta gengur
allt eftir áætlun.
Nú er margt farið að dragast
saman, örlítið, það er bölvað tíð-
arfarið, stjórnleysi segja reyndar
sumir, alltaf rigning. Það rignir
og rignir og heyfengur verður lít-
ill, en við björgum okkur með
súrheyjum. Að vísu eru fjósin á
Suðurlandi okkur erfið fyrir súr-
heyið, þeir eru snjallari fyrir
norðan. Hrossin og kindurnar eru
nokkuð mörg, sumir segja alltof
mörg, en einn sérfræðingurinn
segir, að gott sé fyrir ræktun að
hafa mikið af hrossum. Þetta
skilja að vísu ekki allir. Annað
skilja heldur ekki allir, þetta með
hreindýrin. Umsjá þeirra og hirð-
ing heyrir víst undir menntamála-
ráðuneytið, einnig gæsanna.
Hreindýrin þurfa sitt og fóru því í
heimsókn til Neskaupstaðar, þeg-
ar lítið var um beit í högum
þeirra. Þetta eru allt smámunir.
Fiskurinn er víst eitthvað á
undanhaldi. Flestir þorskarnir eru
nú orðið á landi, en þeir sem í
sjónum eru, eru orðnir svo litlir og
horaðir, að varla tekur því að
veiða þá. En við kunnum ráð við
flestu, fáum bara fleiri skip. Það
er alveg eins með bankana, eftir
því sem minna verður um peninga,
þ.e. erfiðara að fá lán, þá fjölgar
bönkum og sparisjóðum, útibúum
þeirra.
Atvinnuleysið verður að hverfa.
Það er ágætt ráð að hafa of margt
fólk á vinnustað, en slæmt að því
leyti, að það kostar mikla peninga.
En við höfum ráð á því, fáum olíu-
peninga, það er nóg af þeim. Vext-
ir eru að vísu einhverjir, en við
kunnum ráð við því, borgum vext-
ina fyrst eftir nokkur ár. Hvernig
það verður svo gert — engar
áhyggjur, þetta leysist allt með
seinni skipunum.
Við kjósum þau á alþingi, en
hleypum þeim ekki strax að, þau
myndu gera þetta allt alveg vit-
laust — lengi getur vont versnað.
„En þegar þeim öllum verður
sleppt á alþing, Guð hjálpi okkur
fyrst þá,“ sagði maðurinn og fór
með ferjunni. Nútíðin er dagurinn
í dag.
Framtíð
Hver verður hún? Við þessu er
ekkert svar, nema Sturlungaöld-
inni linni, nema íslendingar átti
sig og skilji, að þeir eru ekki einir
í heiminum. Við höldum svo mörg,
að Guð tali eingöngu íslensku.
En að öllu gamni slepptu, þá
verður hér reynt að gera grein
fyrir draumnum um framtíðina.
Þann draum dreymir marga, við
erum ekki alveg vonlaus þjóð,
okkur dreymir mörg um nýja og
betri daga.
„Þessi símaskrá er tveggja ára
gömul, áttu ekki nýja símaskrá?"
„Jú, vitanlega-, hérna er viðbót-
arskráin í ár, við gefum aðalsíma-
skrána aðeins út á þriggja ára
fresti, en viðbót með nýjum og
breyttum númerum kemur út ár-
lega.“ „Hvers vegna?“ „Vegna þess
að nú eru komnir nýir menn og
nýir tímar, og við erum farin að
spara.“
„Hvað er þetta, kemur enginn
strætisvagn?" „Jú, en hann er
hættur að koma á 10 og 15 mín-
útna fresti, nú koma þrír á
klukkutíma í stað fjögurra og sex
áður. Þetta var endurskipulagt,
þegar endurreisnin hófst, árið sem
allt var komið á heljarþröm og
skynsemin varð pólitíkinni yfir-
sterkari."
„Hvaða hús er þarna?“ „Þetta
var áður einn af ótal bönkum.
Mörgum var lokað, þeir urðu að
vísu ekki gjaldþrota, en þeir voru
sameinaðir, og síðan var farið að
færa þetta allt saman. Fleiri þús-
und fermetra gólfpláss sparaðist,
vélar, áhöld og húsgögn, allt sett á
uppboð, sem stóð í marga daga, til
sælla minninga. Þá gerðu margir
góð kaup. Sparnaðurinn í öllum
rekstrinum var stórkostlegur."
„En hvað varð um allt fólkið, sem
missti atvinnu sína?“ „Þetta var
nú ekki eins slæmt og búast mátti
við. Endurreisnin þurfti margt
starfsfólk, nýjar starfsgreinar í
iðnaði, t.d. lyfjagerð, söl, þang og
alls konar lyfjajurtir. Lyfjagerðin
í sambandi við sláturhúsin er
geysimikil atvinnugrein. Ölkeldu-
vatnið er selt álíka erlendis og
Coca-Cola, einnig innanlands. Út-
flutníngur á vatni frá Sauðárkróki
og allar fiskræktunarstöðvarnar
þurfa líka sitt. Framtakið þeirra
fyrir austan fjall, draumur Jör-
undar Brynjólfssonar og ýmissa
samtíðarmanna hans er orðinn að
veruleika. „Síbería", allar mógraf-
irnar milli Eyrarbakka og Kaldað-
arness, eru fullar af eldifiski, heitt
vatn er notað frá Selfossi og þar
úr grennd.
Stóru verksmiðjurnar, sem Egil
Thorarensen, Jón Loftsson og aðra
stórhuga framkvæmdamenn
dreymdi um í Þorlákshöfn, eru
orðnar að veruleika. Nú er bannað
með lögum að flytja úr landi vikur
eða önnur jarðefni. Einangrunar-
efnaverksmiðjan í Þorlákshöfn
hóf framleiðslu á hundrað þúsund
hellum til einangrunar húsa í Evr-
ópu. í einni borg vantaði einangr-
unarhellur í yfir 400.000 íbúðir.
Síðan sandarnir voru ræktaðir í
stórum stíl, hafa breytingarnar
orðið stórkostlegar. Klemenz
Kristjánsson hóf áður þessa rækt-
un, hann var 100 árum á undan
sinni samtíð, líkt og þeir menn,
sem áður voru nefndir. Fram-
leiðsla og útflutningur á heyköggl-
um frá verksmiðjunni á Suður-
landi er mikil atvinnugrein, einnig
þaratakan víðs vegar við Suður-
ströndina.
Hveragerði er heilsulindabær,
blómabær og garðyrkjubær. Að
lokum kom að því, að þar tóku við
stjórn konur og karlar, sem vissu,
hvað þurfti að gera. í áratugi
hafði ekki tekist að vekja menn tii
athafna, hugmyndirnar voru ekki
rétt tímasettar, en nú er farið af
selja möpnum í stórum mæli,
jafnt innlendum sem erlendum,
það dýrmætasta sem til er, heils-
una. Sú saga verður ekki rakin
hér. Það er hægt að draga úr, en
framfarir á sviði vísinda verður
aldrei hægt að hindra til lengdar.
Olíuhreinsunarstöðin er orðin
að veruleika. Þorlákshöfn er olíu-
höfn og var olíuhreinsunarstöðin
reist þar í nágrenninu. Olíuleiðsl-
an er undir brúnni yfir Ölfusá og
liggur þaðan til Selfoss, þar sem
er dreifingarstöð. Frá olíuhreins-
unarstöðinni fæst mikið magn af
asfalti, sem notað er í vegina, og
vegakerfi landsins er nú komið á
annað stig, en áður var.“
Áfram mætti halda, en hvers
vegna? Draumur manns, sem
dreymir of mikið. Draumur, sem
enn hefur ekki ræst, en sem mun
rætast, þegar pólitíkin víkur fyrir
þjóðarhag.
Gísli Sigurbjörnsson er forstjóri
Elli- og hjúkrunarheimilisins
Grundar.
Ódýr 3 vikna haustferö — Brottför 13. sept.
HGlminysafsláttur fyrir börn 2—17 ára
Gisting í glæsilccjum íbú&um á bastu ströndunum
Nú er tækifæriö aö fá sár ócfýran sumarauka fyrir aUa fjölslcylduna
HAGSTÆD GREIÐSLUKJÖFt
EDA
5% STADGREIDSLUAFSLÁTTUR
ORVAL
við Austurvöll @26900
Umboðsmenn um altt land