Morgunblaðið - 31.08.1983, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 31.08.1983, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1983 Eyjafjörður: Horfur á lélegri kartöfluuppskeru „VIÐ SLEPPUM fyrir horn ef grös- in fá að spretta í hálfan mánuð í viðbót, þá ættum við að fá einhvern reyting. En ef grös fara að falla á næstu dögum líst mér ekki á blik- una,“ sagði Sveinberg Laxdal, bóndi í Túnsbergi á Svalbarðsströnd, þeg- ar Mbl. innti hann eftir uppskeru- horfum hjá kartöflubændum í Eyja- firðinum. „Mér er kunnugt um nokkra staði þar sem ekki mundi svara kostnaði að taka upp ef grösin fengju ekki að dafna svolítið leng- ur,“ sagði Sveinberg, en bætti því við að sprettan væri ærið misjöfn, sums staðar jafnvel þokkaleg. Og lítið væri farið að falla af grösum enn sem komið er, þrátt fyrir að legið hefði við næturfrosti í fyrri- nótt. Einn heimildarmaður Mbl. taldi að góð spretta hjá sumum bænd- um í Eyjafirði væri fyrst og fremst því að þakka að þeir not- uðu minkaskít sem áburð, sem gæfist betur en venjulegur hús- dýraáburður. Mbl. bar þessi um- mæli undir Sveinberg og sagði hann að ýmsir létu vel af þessum áburði. „En ástandið núna stafar þó einkum af vorkuldanum," sagði Sveinberg. „Jörðin var sein að hitna og menn settu almennt ekki niður fyrr en viku eða tíu daga af júní. Þarna skiptir hver vika máli og þeir standa betur að vígi sem settu fyrr niður." Þjóðleikhúsið: Framlag ríkis- sjóðs uppurið — mánaðarlegar launagreiðslur allt að 4 milljónum króna ÞEGAR starfsmönnum Þjóðleik- hússins hafa verið greidd laun nú um mánaðamótin lætur nærri að eytt sé framlagi ríkissjóðs til Þjóðleik- hússins. Framlagið nemur alls rúm- um 28 milljónum króna, en auk þess fara 4,5 milljónir í verðbætur vegna launahækkana á árinu eða samtals Æfingaskóli Kennara- háskóla Islands: Einnig með 5 ára nemendur í MBL. í gær var frétt um fjölda nemenda í grunnskólum í ár, og kom þar fram í samtali við Þráin Guðmundsson hjá fræðslustjóra að tveir skólar tækju inn 5 ára nemend- ur, ísaksskóli og Álftamýrarskóli. Það er rétt að það komi fram að einn skóli í viðbót hefur 5 ára nemendur, en það er æfingaskóli Kennaraháskóla íslands, og hefur skólinn kennt 5 ára börnum í nokkur ár. INNLENT um 33 milljónir króna. Framlagið miðast við hvert almanaksár. Auk þessa voru áætlaðar tekjur Þjóðleikhússins af miðasölu og annarri þjónustu 13,6 milljónir á verðlagi fjárlaga. Að sögn Sigurð- ar Þórðarsonar, deildarstjóra gjaldadeildar fjármálaráðuneytis- ins, nema launagreiðslur Þjóð- leikhússins um 4 milljónum króna á mánuði og taldi hann, að af áætluðum tekjum Þjóðleikhússins væru um 8 milljónir eftir. Það væri því Ijóst að áætlaðar tekjur dygðu ekki til launagreiðslna það sem eftir væri ársins. Sagði Sigurður, að það væri ekkert nýtt af nálinni þó starf- semi Þjóðleikhússins væri ekki í takt við fjárhagsáætlun og fram- lög ríkisins. Því mætti segja að starfsemi Þjóðleikhússins væri annaðhvort meiri í umfangi en fjárhagsrammi þess leyfði eða stjórnvöld hefðu ekki viðurkennt þær staðreyndir, sem verið hefðu í rekstri hússins á undanförnum ár- um. Ríkissjóður hefði tekið að sér að greiða laun, en framlagið frá ríkissjóði dygði hins vegar ekki fyrir launum og því ætti Þjóð- leikhúsið að skila þeim mun af sértekjum sínum, en mjög lítið væri um það. Þetta hefði komið fyrir áður og þá endað með því að viðbótarfé hefði fengizt frá ríkis- sjóði til að brúa bilið. Hvað gerðist nú væri ekki gott að segja til um, en ætti starfsemi Þjóðleikhússins að halda áfram í svipuðu formi og undanfarin ár væri aðeins tvennt til, aukið framlag ríkissjóðs eða hs?kka.ð miðaverA__________________ Magnús þór Sigmundsson, söngvari og lagasmiður, kyrjar lagið um Póstinn Pál raeð nokkrum sýningargesta af yngri kynslóðinni. Morgunblaðið/RAX Iðnsýningin: Húsmóðir að norðan gestur númer 50.000 „FJÖRUTÍU og níu þúsund og níu hundruð níutíu og átta, níutíu og níu .. og, bíðum við, hvað er nú þetta ... fimmtíu þúsund og fimm!“ taldi Sigurjón Jóhannsson, blaðafulltrúi iðnsýningarinnar í anddyri Hallarinnar síðdegis I gær. Það voru aðvífandi gestir á Iðnsýningu '83 sem Sigurjón var að kasta tölu á, en til stóð að verð- launa fimmtíu þúsundasta gest sýningarinnar. Streymdi þá inn sex manna fjölskylda frá Svalbarðs- strönd, og var mjótt á mununum hvaða fjölskyldumeðlimur færi fremstur í flokki. Úr því var þó fljótlega skorið; húsmóðirin á heimilinu, Guðrún Guðmundsdóttir, kom sjónar- mun á undan bónda sínum og börnum, og fékk hún fyrir vikið fimm ávísanir, samtals að upp- hæð 10 þúsund krónur, sem hún fær að taka vörur út á. Fjölskyldan, Guðrún, eigin- maðurinn Hrafn Hauksson og börnin fjögur, komu sérstaklega til Reykjavíkur að þessu sinni til að sjá iðnsýninguna. Keyrðu þau í fyrrinótt frá Akureyri til Reykjavíkur en hyggja á heim- ferð aftur á laugardaginn. Sagð- ist Guðrún hugsa sér gott til glóðarinnar að taka út vörur fyrir 10 þúsund krónurnar, án þess þó að hafa neitt sérstakt í huga. Sem skiljanlegt er, því eins og hún sagði sjálf: „Fyrst verður maður að sjá sýninguna!" Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, útvarpsstjóri á iðnsýningunni, og Bjarni Þór Jónsson, framkvæmdastjóri sýningar- innar, óska Guðrúnu Guðmundsdóttur til hamingju. Við hlið Guðrúnar stendur eiginmaður hennar, Hrafn Hauksson, og börn þeirra. Morgunblaðið/RAX Myndin Paradís í Austurbæjarbíói Austurbæjarbíó hefur tek- ið til sýningar myndina Paradís (Paradise). Leik- stjóri og höfundur handrits er Stuart Gilliard, en aðal- hlutverk eru leikin af Willie Aames og Phoebe Cates. Myndin á að gerast um miðja_ síðustu _öld_ _og.fjsJLsr _ um heimferð dóttur nýlátins forstjóra Austur-Indíafé- lagsins. Ráðist er á úlfalda- lest hennar á milli Bagdad og Damaskus og fjallar myndin um flótta hennar og hjálparmanna undan ofsókn- armönnum. 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar: Minnihlutinn með meirihluta í undirbúningsnefndinni Á FUNDI borgarráðs Reykjavíkur í gær var samþykkt tillaga Davíðs Oddssonar borgarstjóra um að skip- uð yrði sérstök 7 manna afmælis- nefnd til þess að undirbúa og annast afmælishátíðarhöld f Reykjavfk í til- efni af 200 ára afmæli Reykjavík- urborgar árið 1986. Nefndin hefur ekki verið skipuð en í henni verða 3 fulltrúar frá meirihlutanum en 4 fulltrúar frá minnihlutanum í borgarstjórn, þ.e. 1 fulltrúi frá öllum minni- hlutaflokkunum og er það heldur óvanalegt að minnihluti borgar- stjórnar skipi meirihluta í nefnd, sem skipuð er af borgarstjórn. Hugsunin á bak við þessa skipun er sú, að allir flokkarnir sem sæti eiga í borgarstjórn eigi fuiltrúa í nefndinni, en nefndin sé þó ekki mjög fjölmenn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.