Morgunblaðið - 31.08.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 31.08.1983, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1983 25 Lárus Sigmundsson á Bjarma. Aðalsteinn Aðalsteinsson á Baldri. Reynir Aðalsteinsson á Sprota. Sigurður Sæmundsson liðstjóri. Myndin er tekin á EM í Hollandi 1979 en þar keppti Sigurður á lánshestinum Fjalari frá Ysta-Bæli. esta kom á daginn. Þessi árangur er af- rakstur mikils áhuga, þrautseigju og dugnaðar og sýnir okkur að möguleikar manna í keppni sem þessari eru meiri en oft virðist í fljótu bragði. Lárus keppir á Bjarma frá Kirkjubae, en hann er undan Yngri- Ljúf frá Kirkjubæ og Snoppu frá Kirkjubæ og er hann níu vetra rauðblesóttur. Keppnisgreinar sem þeir spreyta sig á eru tölt og fjór- gangur. Aðalsteinn Aðalsteinsson og Baldur frá Sandhólum Aðalsteinn er 31 árs tamninga- maður, búsettur í Mosfellssveit. Að- alsteinn byrjaði ungur á að hleypa á kappreiðum og þá á stökkhestum en eftir að drengurinn stálpaðist gerð- ist hann atkvæðamikill skeiðreiðar- maður og má fullyrða að hann sé fremstur á því sviði í dag. Þegar telja á upp þá hesta sem Aðalsteinn hefur náð góðum árangri með eru það fyrst og fremst skeiðhestar sem koma upp í huga manns og allir methafar. Fyrstan skal frægan telja Óðin frá Gufunesi, þá Fannar frá Reykjavík, Skjóna frá Móeiðarhvoli, sem er núverandi methafi í 250 metrunum, og Villing frá Möðrudal sem jafnaði met Skjóna nú fyrir stuttu og að síðustu má svo nefna Leist frá Keldudal sem náði betri tíma en gildandi met er í 150 metr- unum. Þess má einnig geta að Aðal- steinn hefur setið sigurvegara í 250 metra skeiði á þrem síðustu lands- mótum. Alls hefur Aðalsteinn tekið þátt í þrem Evrópumótum, tvisvar á stóðhestinum Hrafni frá Krögg- ólfsstöðum, og í Hollandi á „láns“- hestinum Grákolli frá Heggstöðum. Hesturinn sem Aðalsteinn keppir nú á heitir Baldur og er hann frá Sandhólum f Eyjafirði, undan Náttfara 776 frá Ytra-Dalsgerði og Gránu frá Sandhólum. Hann er sjö vetra, brúnn og keppa þeir félagar í fimmgangi, 250 metra skeiði og gæðingaskeiði. Eyjólfur ísólfsson og Krákur frá Reykjavík Eyólfur er 33 ára reiðkennari sem auk þess starfar við tamningar og járningar milli reiðnámskeiða. Hann er giftur Guðbjörgu Sveins- dóttur og eiga þau þrjú börn. Þegar skyggnst er í afrekaskrá Eyjólfs er sérstaklega einn atburður sem upp úr stendur, nefnilega sýning hans á glæsihestinum Hlyni frá Akureyri, sem stóð efstur á landsmótinu 1978 á Þingvöllum. Einnig keppti Eyjólf- ur á honum í töltkeppni sem haldin var á sama móti og sigraði hann þá keppni og að sjálfsögðu á Hlyni, hlutu þeir 114 stig sem er hæsta einkunn sem gefin hefur verið í þessari keppnisgrein, hérlendis sem erlendis. En Eyjólfur hefur einnig hlotið frægð á öðrum hestum. 1974 keppti hann á Roða frá Flatatungu sem varð annar á landsmótinu sama ár og seinna fór hann með hann út og keppti víða erlendis við góðan orðstír. Minnisstætt er einnig þegar Eyjólfur reið Kristal frá Kolkuósi til sigurs á fjórðungsmótinu á Vindheimamelum 1979. Þetta er í fimmta skipti sem Eyjólfur er val- inn til að keppa fyrir tslands hönd á Evrópumóti. Hestur Eyjólfs að þessu sinni er Krákur frá Reykjavík, en hann er undan hlaupahestinum óla frá Reykjavík og Muggu frá Melum. Hann er brúnn, sjö vetra og keppn- isgreinarnar sem þeir koma til með að glíma við eru tölt, fimmgangur og hlýðniæfingar. Reynir Aðalsteinsson og Sproti Reynir er þrjátíu og átta ára gamall og er sá liðsmanna sem telja verður með mesta reynslu að baki, hann hefur verið keppandi á öllum Evrópumótunum sex, auk þess hef- ur hann tekið þátt í fjölda móta og sýninga á erlendri grund. Hann er giftur Jónínu Hlíðar og eiga þau sex börn. Reynir var fyrstur manna hérlendis til þess að gera hesta- mennsku að lifibrauði sínu og fjöl- skyldu sinnar allt árið um kring. Hann býr nú á Sigmundarstöðum í Borgarfirði með hross eingöngu, starfrækir tamningastöð og hrossa- verslun. Einnig hefur hann verið með reiðnámskeið víða um land. Á löngum ferli hafa mörg hross farið í gegnum hendurnar á Reyni og hefur hann ávallt verið fremstur í röð á mótum. Tvo Evrópumeistaratitla hefur hann unnið, fyrst í fjórgangi á Stjarna frá Svignaskarði og var það á fyrsta Evrópumótinu sem haldið var í Þýskalandi 1970. í Austurríki 1975 varð hann Evrópu- meistari í tölti á Degi frá Núpum. Hér á árum áður gerði hann garð- inn frægan á skeiðhestinum Rand- ver frá Kirkjubæ, en einnig mætti nefna Penna frá Skollagróf en hann átti að keppa í Hollandi en veiktist eins og mönnum er í fersku minni. Keppnishestur Reynis að þessu sinni er Sproti frá Torfastöðum og er hann undan Bægifæti 840 frá Gullbergsstöðum og Glennu 3333 frá Hömrum í Grímsnesi. Sproti er níu vetra bleikálóttur og keppnis- greinarnar eru 250 metra skeið, fimmgangur, gæðingaskeið og hlýðniæfingar. Siguröur Sæmundsson liðsstjóri Sigurð er kannski óþarft að kynna, í það minnsta fyrir hesta- mönnum, því það er svo margt sem hann hefur tekið sér fyrir hendur um ævina. Hann hefur starfað við tamningar og þjálfun keppnishesta um árabil, frægastur er hann þó sennilega fyrir störf sín við járn- ingar í rúman áratug en hann er sá eini hér á landi sem hefur full- komna járningamenntun upp á vas- ann. Hefur hann háldið járninga- og reiðnámskeið víða um land. Um þessar mundir telst hann bóndi og býr hann ásamt konu sinni Lisbeth og tveimur dætrum á jörðinni Holtsmúla í Landsveit. Sigurður hefur tekið þátt í fjórum Evrópu- mótum og ávallt staðið sig með prýði. Varð hann meðal annars Evrópumeistari í Danmörku á Leikni frá Dýrfinnustöðum, bæði í skeiði og samanlögðu. I Noregi ’81 var hann liðsstjóri íslensku keppn- issveitarinnar, þannig að hann telst vanur. Sigurður hefur einnig tekið mik- inn þátt í félagsmálum innan sam- taka hestamanna og er hann for- maður íþróttaráðs LH og einnig for- maður nefndar þeirrar er hefur veg og vanda af þátttöku Islands i Evrópumótinu að þessu sinni. ........................ ! 11 i Þegar íslenska sveitin reið inn á völlinn í Hollandi voru möguleikar þeirra á verðlaunum engir að því er menn tölc en þegar upp var staðið voru þeir í heild hinir mórölsku sigurvegarar og Ragnar Hinriks þrefaldur EvrópumeisUri. Reynir, sem keppir á Sprota eins og áður sagði, verður með í fjórum greinum; skeiði, gæðingaskeiði, fimmgangi og hlýðniæfingum. Reynir á góða von í báðum skeið- greinunum og hlýðnikeppninni en í fimmgangi á hann minnsta mögu- leika af Islendingunum. Þó ber að hafa það hugfast að Reynir er yfir- leitt bestur þegar mest á ríður og auk þess er hann með mikla keppn- isreynslu svo þetta er kannski spurning um hversu langt hann kemst á eigin snilli og reynslu. Sjöundi og síðasti liðsmaður ís- lensku sveitarinnar er Aðalsteinn, en hann keppir á Baldri í þrem greinum; 250 metra skeiði, gæð- ingaskeiði og fimmgangi. Ef þeir fé- lagar verða í álíka stuði og þeir voru í á úrtökunni þarf ekki að spyrja að leikslokum. Baldur skeiðaði þá á 22,2 sek. í 250 metra skeiði. I gæð-| ingaskeiðinu gæti hann einnig orðið' sterkur og vart við öðru að búast en Aðalsteinn verði í úrslitum í fimmgangi. Sterkari sveit nú en ’81 Þeirri spurningu, hvort þessi keppnissveit sem við sendum nú út sé sterkari í heildina litið en sú er fór til Noregs fyrir tveim árum verður ekki svarað til fullnustu fyrr en á sunnudagskvöld. En svona ef litið er á árangur þeirra hesta sem nú eru í sveitinni má álíta, að fimmgangshestarnir séu töluvert betri, en aftur fjórgangshestarnir ívið lakari. En það er eins og alltaf, að allt getur gerst þegar á hólminn er komið. Einnig eru ýmsir óvissu- þættir sem erfitt er að sjá fyrir, eins og það að hestarnir eiga að baki erfitt ferðalag og sjálfsagt eru þeir misjafnlega fljótir að ná sér eftir það. Það er spurning hvernig hver og einn hestur tekur þeim umhverfisbreytingum sem hann verður fyrir þegar komið er á er- lenda grund, loftslag, hitastig og fóður getur haft mismunandi áhrif á hvern og einn. Að síðustu er svo rétt að taka það fram að það sem sagt er í þessari grein, eru skoðanir eins manns, byggðar á því sem hann hefur séð til hesta og manna og heyrt í samræðum. Þessar getgátur eru settar hér fram meira í gamni en alvöru og skyldi því enginn líta á þetta sem einhvern stóradóm byggðan á alvisku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.