Morgunblaðið - 31.08.1983, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 31.08.1983, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1983 37 ey Sigurgeirsdóttir, kona hans, var þá látin fyrir fjórum árum. Þau voru barnlaus. f nóvember 1945 gekk Krist- björn að eiga Guðbjörgu Helga- dóttur Bergs, húsmæðrakennara, mikla myndarkonu og fríða sýn- um. Hún bjó manni sínum indælt og fagurt heimili, var ávallt mjög glaðvær og sérlega geðþekk í við- móti. Það var einkar ánægjulegt að heimsækja þau hjón, bæði gáfuð og gestrisin, og eins að fá þau í heimsókn. Frú Guðbjörg hefur um árabil átt við mikla vanheiisu að stríða og á enn. Börn þeirra eru þrjú, öll búsett í Reykjavík: Helgi, dr.med. Hann er kvæntur Sigríði Sigurðardóttur og eiga þau 4 börn. Fanney gift Gunnari R. Einarssyni, lögg. endurskoðanda, þau eiga þrjú börn, og Halla, kennari. í maímánuði sl. fór Kristbjörn með Helga syni sínum til Stokk- hólms og var viðstaddur doktors- vörn hans í Karolinska sjúkrahús- inu. Skömmu síðar fóru þeir feðg- arnir til Seyðisfjarðar, en þangað fór Helgi til afleysingastarfs fyrir lækni. Meðan Kristbjörn dvaldi hjá syni sínum lést hann í svefni þann 23. þ.m., sjötíu og fjögurra ára að aldri. Með Krisbirni er genginn einn af gáfuðustu og duglegustu lækn- um, sem við Islendingar höfum átt. Það munu allir sakna hans mjög, er honum kynntumst eitt- hvað. Við Þórdís kona mín og fjöl- skylda okkar samhryggjumst ekkju hans, börnum og fjölskyld- um þeirra, og biðjum honum Guðs blessunar á þeim leiðum er hann nú hefur lagt út á. Blessuð sé minning hans. Erlingur Þorsteinsson Kveðja frá Félagi íslenskra barnalækna í dag kveðjum við Kristbjörn Tryggvason barnalækni, fyrrum prófessor og yfirlækni á Barna- spítala Hringsins. Kristbjörn var á meðal fyrstu íslensku læknanna, sem lögðu barnalækningar fyrir sig sem aðalstarf. Hann nam sér- grein sína í Danmörku og gerði sér memma grein fyrir því, að á ís- andi er hætta á að sérfræðingar staðni, ef ekki er leitað eftir kynn- um og samstarfi við starfsbræður erlendis. Kristbjörn hélt því alltaf tengslum við barnalækna á Norð- urlöndum. Hann var aðalhvata- maður að stofnun Félags íslenskra barnalækna, vorið 1966, fyrst og fremst með það í huga að auðvelda íslenskum læknum samskipti við samtök norrænna barnalækna. Kristbjörn baðst undan því að veita félaginu formennsku, en samt sem áður var hann ötulasti starfsmaður þess á fyrstu árum félagsins. Árið 1973 var ráðist í það stóra verkefni að halda þing sambands norrænna barnalækna hér á landi. Að sjálfsögðu var Kristbjörn aðal forvígismaður þess og forseti þingsins. Þessa þings er minnst innan sambandsins fyrir sérstak- an glæsibrag. Kristbjörn var einróma kjörinn fyrsti heiðursfélagi í Félagi ís- lenskra barnalækna á 15 ára af- mæli félagsins, í maí 1981. Segja má að hann hafi öðrum fremur skapað barnalækningum sess inn- an læknisfræði hér á íslandi. Hann var kennari okkar flestra og mótaði að verulegu leyti viðhorf okkar til veika barnsins. Kristbjörn var fyrsti yfirlækn- irinn á Barnadeild Landspítalans, sem síðar varð Barnaspítali Hringsins, og markaði þeirri stofnun starfsanda. Hann var ótvíræður yfirmaður deildar sinn- ar, sístarfandi og kennandi. Hann þekkti alla sjúklinga deildarinnar og reyndi jafnan að mynda sér skoðun á þörfum hvers og eins. Hann hafði mjög ákveðnar skoð- anir um þarfir skjólstæðinga sinna og þurfti sterk rök til að breyta þeim. Það fór ekki hjá því, að stundum þætti okkur nóg um stjórnsemi hans. Gagnrýni tók hann þó vel, ef að á rökum var reist. Það var unun að sjá hann um- gangast sjúklinga sína. Með ró- legri, en ákveðinni framkomu sinni, ávann hann sér á fáum mín- útum traust hvaða hrínandi og óttaslegins barns sem var. „Segðu barni aldrei ósatt um væntanleg óþægindi,“ sagði Kristbjörn. Eftir erfiða reynslu og trylltan grát eyrnaskoðunar, átti hann það til að taka barnið í fang sér og ganga út að glugga. Það var eins og hryndi hríð af húsi, barnið varð strax upptekið af ábendingum og umfeðmi þessa smávaxna, feit- lagna manns. Hann leit á börn sem sjálfstæða einstaklinga með eigin vilja og jftrfir, sem oft eru allt aðrar en hinna fullorðnu. Sem sjúklingar eru börn ekki smávaxið fullorðið fólk, heldur sjálfstæðir einstakl- ingar, sjúk börn. Félag íslenskra barnalækna minnist Kristbjarnar með söknuði og vottar fjölskyldu hans samúð sína. Kveðja frá Kvenfélaginu Hringnum Árið 1965 26. nóvember var Barnaspítali Hringsins formlega afhentur og tekinn í notkun í nú- verandi mynd. Þessi atburður kom upp í huga minn þegar ég las and- látsfregn fyrrverandi yfirlæknis Ég hef fregnað frá dóttur hans vestra að Lawrence F. Beste sé látinn. Hann andaðist að heimili sínu í Rapid City í Suður-Dakota þann 1. ágúst. Hann varð 74 ára. Með Larry, einsog kunningjarn- ir kölluðu hann, er horfinn gáfað- ur og fjölhæfur sómamaður sem gerði það sér til dundurs þegar hann átti að heita sestur í helgan stein að læra íslensku af kennslu- bókum og tungumálaplötum og gera það svo rækilega að hann skrifaði málið reiprennandi og tal- aði það með ágætum. „Komdu blessaður og sæll,“ hét það hjá honum í vor þegar hann sló á þráðinn til mín. Hann fékkst nokkuð við þýð- ingar úr íslensku og var fær og samviskusamur penni. Bréf sín skrifaði hann á ensku ef hann var að flýta sér einsog hann sagði, en skaut þó tíðum inn setningum eða málsgreinum á íslenskunni. Ég minnist þess naumast að honum hafi þá brugðist bogalistin, hvorki í stafsetningu til dæmis né bless- uðum beygingunum. Það var líka vissara að vera ekki með neinn flumbrugang þegar hann vildi ræða íslenskar bók- menntir: eins gott að flýta sér hægt og hafa allt sitt á þurru. Kristbjarnar Tryggvasonar. í til- efni af því langar mig til að minn- ast þessa ágæta læknis með nokkrum orðum, sem þakklætis- vott frá okkur Hringskonum f mörg ár höfðu félagskonur unnið að því að koma upp full- komnum Barnaspítala, (sem ekki verður tíundað hér). Uppúr 1951—2 komst fyrst skriður á málið, var það ekki síst fyrir at- beina Kristbjarnar, (ásamt mörg- um öðrum góðum mönnum). Árið 1957 var settur á stofn fyrsti vísir að Barnaspítala, var hann á efstu hæð í gamla Land- spítalanum, því sóttum við góð ráð til Kristbjarnar um kaup á búnaði á deildina, hann var þá deildar- læknir þar. Svo þegar ráðist var í stækkun Landspítalans og ákveðið að Hringurinn fengi til umráða tvær efstu hæðir í vesturálmunni, þá Maðurinn útí Ameríku var þaul- kunnugur bókunum okkar bæði í nútíð og fortíð; honum hentaði raunar að auki eitt sinn að ég man að vitna í Selmu Lagerlöf þegar honum fannst ganga óvenju seint að koma vitinu fyrir mig. Þó var hér á ferðinni útlendingur sem var kominn um miðjan aldur þegar hann ákvað að læra málið okkar og sem einungis auðnaðist að gista landið okkar í þrjár fjórar vikur eitt sumar fyrir liklega tveimur áratugum — sumar sem var sól- ríkara en í þetta skiptið til allrar guðslukku, því að Larry Beste þótti svo ótrúlega vænt um kjör- landið sitt. Hann gekk því miður ekki heill til skógar og var þá þeg- ar orðinn bæklaður af þeim sárs- aukafulla sjúkdómi sem leiddi til andláts hans núna á dögunum. Hann var sveitastrákur sem tók við búi af föður sínum og fékk nóg af baslinu og afréð að afla sér menntunar. Hann hafði yndi af tónlist og lauk prófi í þeim fræð- um frá The Chicago Music Insti- tute en tók sig seinna til og innrit- aðist í háskólann í Illinois og fór þaðan með meistarapróf í efna- fræði uppá vasann og hóf störf á rannsóknastofum Du Pont fyrir- fyrst fengum við að reyna á hjálp- semi og ráðleggingar Kristbjarn- ar, það var okkur ómetanlegt, hann var óþreytandi við að veita okkur lið í einu og öllu. Gjarnan má það koma fram hér að þegar við vorum að koma upp Geðdeild Barnaspítala Hringsins við Dalbraut, þá var Kristbjörn ávallt mikil stoð og stytta fyrir okkur, ætíð reiðubúinn með góð ráð, bæði utanhúss og innan. Eftir að Barnaspftalinn tók til starfa, Kristbjörn var þá búinn að vera lengi yfirlæknir, áttum við mjög góð samskipti við hann. Fyrir allt þetta munum við ávalit minnast hans með þakklæti og virðingu. Ég vil svafyrir hönd Kvenfélags Hringsins senda ættingjum hans innilegar samúðarkveðjur. Sigþrúður Guðjónsdóttir fyrrv. formaöur. Lawrence Beste tækisins. Ég nefndi hér á undan að Larry hefði verið fjölhæfur. Hann var hljóðlátur kurteis maður, hrokalaus og nærgætinn. Hann var líka skemmtilegur, æðrulaus í veikindum sínum, kvik- ur og lifandi. Það hefði ekki verið amalegt að eiga hann fyrir ná- granna hér í götunni, geta rambað til hans í spjall og kaffi. Sumir þykjast vita að menn fæðist aftur; ég er að vona að það verði þá í mannslíki. Ef satt er, þykir mér ekki ólíklegt að Larry kjósi ísland. Hann yrði ekki í vandræðum með að bjarga sér hérna, bóndinn sem varð hljómlistarmaður og þá vís- indamaður og síðan á haustmán- uðum æfi sinnar svo lærður á allt sem var íslenskt að maður mátti hafa sig allan við að halda í við hann. Gísli J. Ástþórsson Látinn: Lawrence F. Beste Guðmundur Ágúst Gíslason — Minning Fæddur 16. ágúst 1915 Dáinn 18. ágúst 1983 í dag verður til moldar borinn Guðmundur Ágúst Gíslason, pípu- lagningamaður. Hann lézt 18. ágúst síðastliðinn á Rimini á Ítalíu, 68 ára að aldri. Hann var á leið til ítalfu í sum- arleyfi ásamt konu sinni, Stefan- íu, er hann fékk hjartaáfall og var lagður á sjúkrahús í Rimini, þar sem hann lézt tveimur sólarhring- um seinna. Hafði hann kennt þessa sjúk- dóms síðustu árin, en hafði þó ákveðið að leggja upp í ferð þessa, sér og konu sinni til langþráðrar hvíldar og hressingar. Er minnst var á það við hann, að þetta gæti verið áhættusamt vegna fyrrgreinds sjúkdóms, átti hann til með að segja: „Er ekki bezt að lifa lífinu lifandi meðan hægt er, ekki er betra að sitja heima og bíða.“ Tók kona hans undir þetta með honum, og ótrauð héldu þau af stað, bjartsýn með framtíðina. En svo fór sem fór, og tóku þau hjónin þessu með því æðruleysi, sem þeim var lagið, sama æðru- leysinu og þau höfðu tekið lífsins meðlæti og mótlæti gegnum öll sín ár. Guðmundur Ágúst Gíslason er fæddur í Reykjavfk 16. ágúst 1915. Foreldrar hans voru Gfsli Sæ- mundsson frá Núpi f ölvusi og Júlíana Guðrún Gottskálksdóttir frá Sogni í Ölfusi. Hann giftist Stefaníu Guð- mundsdóttur 7. júní 1941 og bjuggu þau í Reykjavík alla tíð. Fyrstu árin vann Guðmundur alla venjulega verkamannavinnu, lengi hjá Hitaveitu Reykjavíkur. Arið 1945 hóf Guðmundur svo nám í pípulagningum, þá þegar þriggja barna faðir. Sýndi hann þar sérstakan kjark og framtaks- semi við að leggja út í slíkt nám á þeim tíma. Verður að kalla það þrekvirki. Ekki hefur verið auðvelt að sjá fyrir fjölskyldu með þeim launum er þá buðust, en með sérstakri samheldni og dugnaði þeirra hjóna tókst þetta með ágætum. Hlaut hann sín iðnréttindi 1949, og fæddist þeim hjónum þá fjórða barnið. Fimmta barnið eignuðust þau nokkru seinna, svo barnalán var þeim gefið. Börnin eru þessi: Jörundur, Jón, Guðmundur Finn- ur, Sigríður Stefanía og Gísli Sæmundur, allt harðduglegt og efnilegt fólk. Guðmundur var allt sitt líf einn af þessum hæglátu og hlýju mönnum, sem ekki var gjarn á að segja mikið né tala hátt. Hann kaus heldur að láta verkin tala, enda vinnusamur til sfðasta dags og mátti helzt ekki iðjulaus vera nokkra stund. Átti hann þó alla tíð við vanheilsu að stríða, en yfir- vann það allt með sinni sérstöku þrautseigju og æðruleysi og með stuðningi sinnar ágætu konu. Þrátt fyrir yfirlætisleysið og hæglætið fékk hann því fram- gengt sem hann vildi og naut góðs trausts allra þeirra, sem hann þekktu. Var hann t.d. formaður Sveina- félags pípulagningamanna nokkur ár, og starfaði þó nokkuð að fé- lagsmálum ýmsum. Því miður fékk ég og fjölskylda mín að njóta samvista við hann alltof stuttan tíma, en kunnum vel að meta hlýleik hans og yfirlætis- leysi í hvívetna. Ég veit vel, að eiginkona hans, börn, barnabörn og tengdabörn kunnu líka vel að meta þessa góðu eiginleika hans, og er honum bezt lýst með þeim orðum, er eiginkona hans lét um hann falla fyrir skemmstu: „Hann var góður eigin- maður, faðir og afi.“ Fjölskylda mín kann vel að meta síðustu minninguna um hann, er hann kom á tröppurnar á heimili mínu til að kveðja okkur fyrir sitt síðasta ferðalag. Hlýlegt var það handtak og vel þess vert að minnast sem hinstu kveðju. Fari hann vel, og Guð geymi hann um eilífð. Ég votta konu hans, Stefaníu, og öllumaðstandendum, börnum barnabörnum og tengdabörnum dýpstu samúð við missi þessa mæta manns. Ljúf minning hans mun lifa í hjörtum okkar allra um ókomna framtíð. Baldur Bjarnasen í dag fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík útför Guðmundar Gíslasonar, pípulagningameist- ara. Þegar okkur, vinnufélögum Guðmundar, barst fréttin um lát hans, er ekki hægt að segja að það kæmi okkur með öllu á óvart. Hann hafði ekki gengið heill til skógar um árabil, og fengið alvar- leg áföll vegna sjúkdóms þess, sm í dag leiðir til aldurtila margra. Hann var samt kominn til starfa strax og heilsa hans leyfði, stund- um ef til vill fyrr. Undangengna mánuði virtist sem heilsu hans hrakaði ekki og skilaði hann sín- um dagsverkum til jafns við aðra, eins og vani hans var. Veikindi sín og aðra þá erfiðieika, sem lífið lagði honum á herðar, bar hann af æðruleysi. Guðmundur Gíslason var prýddur öllum kostum góðs starfsmanns. Hann átti auðvelt með að lynda við aðra og vegna þessa og annarra mannkosta sótt- ust vinnufélagar hans eftir því að starfa með honum. Kurteisi og prúðmennska var honum í blóð borin. Vandvirkur var Guðmund- ur og verklaginn með afbrigðum. Honum var ekki tamt að láta aðra ganga f erfiðustu störfin, vann þau fremur sjálfur og sýndi þá einatt hve slyngur og ráðagóður hann var og hversu seigla hans gat verið með ólíkindum. Eftir að hafa starfað um fjöru- tíu ára skeið við iðngrein sína, var Guðmundur, 68 ára gamall, elstur starfandi pípulagningamaður hér í borg, og sennilega sá, sem á að baki lengstan samfelldan starfs- tíma frá upphafi þessarar iðn- greinar hér á landi. Sem að líkum lætur, eru ófá húsin þar sem Guðmundur vann í gegnum árin. Víða má þar finna handbrögð hans, sem líkja má við listasmíði, enda var hann um ára- bil talinn meðal snjöllustu log- suðumanna stéttar sinnar. Guðmundur Gíslason hafði þeg- ar hann lést, starfað hjá Guð- mundi Finnbogasyni, pípulagn- ingameistara hér í borg, í fullan aldarfjórðung. Með þeim nöfnum myndaðist strax traust og trúnað- ur. Heiðarleiki og samviskusemi Guðmundar Gíslasonar veitti vinnuveitanda hans öryggi og vissu um það að hvert það verk- efni sem hann fól þessum starfs- manni sínum var í traustum hönd- um. Er hér þakkað fyrir órofa tryggð og vináttu frá fyrstu kynn- um. Við samstarfsfélagar Guð- mundar Gíslasonar þökkum hon- um fyrir áratugalangt samstarf og fyrir að hafa fengið að kynnast öllu hinu góða í fari hans. Við sendum innilegar samúð- arkveðjur til eiginkonu hins látna, Stefaníu Guðmundsdóttir, sem alla tíð hefur verið manni sínum stoð og stytta, svo og börnum þeirra og öðrum ástvinum. Blessuð sé minning Guðmundar Gíslasonar. Kveðja frá samstarfsmönnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.