Morgunblaðið - 06.09.1983, Page 3

Morgunblaðið - 06.09.1983, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1983 3 Bítlaæðið rifjað upp í Broadway Tólf söngvarar syngja rúmlega 50 lög frá „BíUatímanum“ Flestir helstu dægurlagasöngv- arar landsins munu taka þátt í lid- lega tveggja tíma langri skemmtun med tónlist frá „Bítlatímanum" svonefnda í veitingahúsinu Broad- way síðast í þessum mánuði. For- sprakki skemmtunarinnar og stjórnandi hljómsveitarinnar verð- ur Gunnar Þórðarson. „Þetta verður tóniist frá árun- um 1963—1970, bítlamúsík, ís- lenskt efni og fleira", sagði Gunnar Þórðarson í samtali við blaðamann Morgunblaðsins i gærkvöldi. „Þetta verða rúmlega fimmtíu lög og verður stiklað á ýmsu.“ Hljómsveit Gunnars verður styrkt með strengjakvartett, en hljómsveitin hefur leikið fyrir dansi í Broadway í sumar við góðar undirtektir. Söngvararnir, sem koma fram og syngja sem bítilóðir væru, eru Pálmi Gunn- arsson (sem gengur nú til liðs við hljómsveit Gunnars Þórðar- sonar), Jónas R. Jónsson, Rúnar Júlíusson, Björgvin Halldórsson, Sigursteinn Hákonarson (Steini í Dúmbó), Engilbert Jensen, Þuríður Sigurðardóttir, Pétur W. Kristjánsson, Magnús og Jó- hann og þeir Þorgeir Ástvalds- son og Halldór Kristinsson. Þá er von til að sérstakur „leyni- gestur" komi fram. Fyrirhugað er að skemmtunin verði á föstudagskvöldi — og hugsanlega endurtekin ef aðsókn verður góð. Síðar í haust er jafn- vel von á frekari uppákomum 1 tengslum við þetta skemmtana- hald, að sögn Gunnars Þórðar- sonar. Hluti hópsins, sem tekur þátt f „bítlakvöldunum" í Broadway. Fremstir eru Pálmi Gunnarsson, Jónas R. Jónsson, Gunnar Þórðarson og Sigurður Karls- son. í aftari röð eru Ásgeir Steingrfmsson, Sverrir Guðjónsson (með tvö barna sinna), Sigurður Long, Edda Borg og Jón Kjell. Alls munu 25—30 listamenn taka þátt í skemmtununum. — Ljósm. Mbl. KEE Helgarpóst- urinn seldur starfsfólki Stjórn Vitaðsgjafa hf., útgáfufélags Helgarpóstsins, hefur ákveðið að selja fimm starfsmönnum blaðsins hlutafé- lagið. Verður væntanlega gengið end- anlega frá sölunni í dag eða allra næstu daga, að sögn Bjarna P. Magn- ússonar, stjórnarmanns í Vitaðsgjafa hf. Kaupendurnir fimm eru Ingólfur Margreisson, ritstjóri, Hallgrfmur Thorsteinsson, ritstjórnarfulltrúi, Guðmundur Jóhannesson fram- kvæmdastjóri, Ingvar Halldórsson dreifingarstjóri og Áslaug Nielsen, auglýsingastjóri. Kaupverðlð, samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins, er 1,2 milljónir króna og fylgir því engin skuldayf- irtaka þannig að hinir nýju eigend- ur taka við útgáfufélaginu á sléttu. „Það eru aðeins tæknileg atriði eftir, nánast aðeins handavinna við gerð samningsins," sagði Bjarni P. Magnússon i samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gærkvöld. „Þetta hefur verið ákveðið og það er hvergi skortur á vilja til að frá þessu verði gengið. Okkur sýnist þetta vera vænlegur kostur og I fullu samræmi við þá kennisetningu okkar Alþýðu- flokksmanna, að atvinnutækjum sé best borgið í höndum starfsfólksins. Sú hugmynd hefur alltaf legið að baki útgáfu Helgarpóstsins og verð- ur það áfram,“ sagði Bjarni P. Magnússon. Helgarpósturinn verður eftir sem áður prentaður í Blaðaprenti en unninn að öðru leyti á Alprenti, sem er til húsa á sama stað og ritstjórn og aðrar deildir blaðsins. Tannlæknadeild andvfg fjölgun nemenda í vetur HÁSKÓLARÁÐ hefur, í trássi við Tannlæknadeild, tekið ákvörðun um að 9 nemendum skuli hleypt inn á 2. ár tannlæknanáras í stað 8 eins og verið hefur undanfarin ár, en kennslu- aðstaða í Tanngarði, hinu nýja húsi tannlæknadeildar, er miðuð við þann nemendafjölda. Er það vegna þess að tveir urðu jafnir í 8. og 9. sæti á sam- keppnisprófum, sem haldin eru í lok 1. námsárs, en þau þreyttu um 30 nem- endur. Sigfús Þór Elíasson, forseti Tannlæknadeildar sagði í samtali við Morgunblaðið að Tannlækna- deild væri ósamþykk þessari ákvörðun Háskólaráðs, vegna þess að það gæti orðið erfitt að sjá fleiri nemendum en 8 fyrir verklegri kennslu, þegar þar að kæmi, þar sem allur búnaður og kennarafjöldi væri miðaður við töluna 8. Aðspurð- ur um hvort tannlæknadeild hyggi á einhverjar aðgerðir, sagði Sigfús ekki geta sagt um það, en hins vegar væri það mjög slæmt fordæmi sem Háskólaráð gæfi með því að fjölga nemendum og hefði í för með sér röskun á náminu, sem engan veginn yæru að öllu leyti fyrirséðar. Síminn er 90451185455 (ef þú hringir beint) Hafskip hf. hefur flutt starfsemi markaðs- deildar sinnar að verulegu leyti til stærstu samgönguhafna erlendis. Hagræðið er ótvírætt. Þú getur verið í beinu sambandi við þann stað sem þér hentar þegar þér hentar. Okkar menn hafa sérþekkingu á flutn- ingum hver á sínu svæði. Það sparar tíma og eykur öryggi. Slíkterómetanlegt því tíminn í vöruflutningum er dýrmæt- ur. Þá er ekki síður mikilvægt að vita að íslenskiraðilargæta íslenskra hags- muna erlendis. Þurfir þú að afla þér nákvæmra upplýs- inga samstundis um vöruflutninga milli staða á meginlandi Evrópu og til áfram- haldandi flutninga heim til íslands (eða öfugt) er einfaldast og áhrifaríkast að nýta sér símatæknina og ofangreinda þjónustu Hafskips. Starfsfólk Kaupmannahafnarskrif- stofunnar þau Árni Árnason, Sólklar Haraldsson, Svend Skriver, Morentsa Poulsen og Hólmfríður Gunnarsdóttir munu svara og leysa strax úr erindi þínu. Viljirðu frekar nota telex, er númerið 19745. Þessi þjónusta er til þæginda fyrir þig. Notfærðu þér hana. Okkar maður, - þinn moóur. SS HAFSKIP HF.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.