Morgunblaðið - 06.09.1983, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1983
Seltjarnarnes — Vesturbær
Fimmtudaginn 8. sept. hefj-
ast á vegum skólans dag og
kvöldtímar, í léttum æfingum
fyrir konur á öllum aldri.
Innritun og upplýsingar í
síma 15359 e.h.
Ballettskóli
Guöbjargar Björgvins,
íþróttahúsinu Seltjarnarnesi,
Litla sal.
stress
manager
Fyrirtækið TIME MANAGER INTERNATIONAL, sem bjó til
og skipuleggur námskeiðið TIME MANAGER, sem náð hefur
gífurlegum vinsældum um allan heim, hefur nú útbúið nýtt
námskeið sem nefnist STRESS MANAGER. Mikil undirbún-
ingsvinna hefur farið fram síðast liðin 2 ár við skipulagingu |
og undirbúning þessa námskeiðs. Stjómunarfélaginu hefur
tekist að fá þetta námskeið hingað til íslands, en námskeiðið
hefur göngu sína í fyrsta skipti á Norðurlöndunum nú í
september. MARKMIÐ:
Eftir setu á námskeiðinu munu þátttakendur hafa
- öðlast þekkingu á streitu og áhrifum hennar
- öðlast hvatningu til þess að breyta lífsstíl sínum
- fengið í hendumar áhöld og tækni sem hægt er að nota til
þess að hafa áhrif á og minnka steitu í hinu daglega lífi.
EFNI:
- Hvað er streita?
- Hvaða áhrif hefur streita á okkur, og af hveiju er hún
vandamál?
- Helstu grandvallaratriði við streitustjómun.
- Hvernig má þekkja helstu einkenni streitu.
- Hvað hefur áhrif á streituþol einstaklingsins.
- Hvemig ná má árangri við minnkun á streitu.
Á námskeiðinu verður dreift umfangsmiklum námsgögnum
auk æfinga og “biodots" hitamæla.
ÞÁTTTAKENDUR:
Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem hafa með höndum sjálf-
stætt starf í fyrirtækjum, stofnunum, bönkum eða félaga-
samtökum. __
LEIÐBEINANDI:
Dr. Janelle M. Barlow, Ph.D. frá Univer-
sity of Califomia, Berkley. Dr. Janelle M.
Barlow hefur sjö ára reynslu sem leið-
beinandi á streitunámskeiðum í Banda-
ríkjunum, og hún er einn af aðalhöf-
undum námskeiðsins STRESS MANA-
GER. Þar sem þetta er í fyrsta skipti sem
námskeiðið er haldið á Norðurlöndunum
mun Dr. Barlow annast kennslu á því,
en framvegis munu skandinaviskir
kennarar annast kennsluna. Þetta er því
einstakt tækifæri til að njóta hæfileika
þessa einstaka og vel menntaða leiðbein-
anda.
TÍMI - STAÐUR:
19. og 20. september kl. 8.30-18 báða dagana.
Hótel Saga, hliðarsalur.
TILKYNNIÐ PÁTTTÖKU
í SÍMA 82930
ATH: Starfsmenntunarsjóður Starfsmannafélags ríkis-
stofnanna greiðir þátttökugjald fyrir félaga sína á þessu
námskeiði og skal sækja um það til skrifstofu SFR.
STJÓRNUNARFÉLAG
ÍSIANDS iS»23
Engin viðurkenning á
ábyrgð Sovétmanna
Moskvu, 5. september. AP.
SAMKVÆMT nýrri frásögn Sovét-
manna um suður-kóreönsku far-
þegaþotuna á hún að hafa litið út
líkt og bandarísk könnunarflugvél
af gerðinni RC-135. Samkvæmt
sömu frásögn skaut sovézki flug-
maðurinn aðeins viðvörunarskotum
í grennd við farþegaþotuna eftir
ítrekaðar en árangurslausar tilraun-
ir til þess að ná sambandi við hana.
Engin viðurkenning kom hins vegar
fram á því, að farþegaþotan hefði
verið skotin niður.
Það var Semyon Romanov, yfir-
maður flugvarna Sovétríkjanna,
sem skýrði frá þessu á sunnudag í
viðtali við TASS-fréttastofuna I
nákvæmustu frásögn, sem enn
hefur verið gefin af hálfu Rússa af
því, sem á að hafa gerzt. Hann
ítrekaði fyrri fullyrðingar Rússa
um að farþegavélin hafi flogið án
loftsiglingaljósa og „svaraði ekki
öllum fyrirmælum flugmanns
okkar, sem i langan tima gerði til-
raunir til þess að fá aðkomuvélina
til þess að lenda á næsta sovézka
flugvelli. Sovézka flugmanninum
tókst ekki, þrátt fyrir tilraunir
sínar, að koma á fjarskiptasam-
bandi við aðkomuvélina", var
ennfremur haft eftir Romanov.
Hann tók það fram, að sovézki
flugmaðurinn hefði gefið merki
með vængjum flugvélar sinnar og
blikkað ljósum, en það hefði engin
áhrif haft á kóreönsku vélina.
Samkvæmt heimild í Moskvu
var Yuri Andropov, forseti Sovét-
ríkjanna, í orlofi fyrir utan
Moskvu, þegar suður-kóreanska
vélin var skotin niður. Samkvæmt
sömu heimild hefði það hins vegar
engu breytt, þótt hann hefði verið
til staðar, því að hann myndi ekki
hafa verið spurður. Andropov
hefði hins vegar verið kallaður til
höfuðborgarinnar á föstudag, er
vaxandi viðbrögð um allan heim
tóku að segja til sín.
Brezka blaðið Sunday Times
heldur því fram, að sá, sem gaf
fyrirskipun um að skjóta farþega-
þotuna, hafi verið Vladimir Govo-
rov hershöfðingi, sem sé yfirmað-
ur hersins í austasta hluta Sovét-
ríkjanna, og að aðalráðgjafi hans
hafi verið Alexander I. Koldunov,
flugmarskálkur og aðstoðarvarn-
armálaráðherra.
Farþegaþotur tvisvar
áður skotnar niður
Moskvu, 5. september. AP.
TVISVAR áður a.m.k. hafa óvopnaó-
ar farþegaflugvélar verið skotnar
niður, en í bæði skiptin játuðu yfir-
völd í viðkomandi ríkjum ábyrgð
sína.
Arið 1955 skutu tvær búlgarskar
orrustuþotur ísraelska farþega-
flugvél niður og fórust allir, sem
um borð voru, eða 68 manns. Búlg-
örsk yfirvöld báðust afsökunar á
verknaðinum, borguðu bætur og
refsuðu ráðamönnum innan hers-
ins, sem ábyrgir voru.
I öðru tilviki skutu ísraelar niður
líbýska farþegaflugvél með 107
Stærðarmunur
á njósnaflugvél
og farþegaþotu
New York, 5. september. AP.
TALSVERÐUR stærðarmunur var á
kóreönsku þotunni sem Rússar
skutu niður á Japanshafi og RC-135
njósnaflugvél bandaríska flughers-
ins, sem var á flugi á svipuðum slóð-
um og kóreanska þotan.
RC-135 er eitt afbrigði af Boeing
707 þotunni, en kunnust afbrigða
af þessari flugvélartegund eru
A WACS-flugvélarnar og KC-135
tankflugvélarnar, en báðar flug-
vélagerðirnar má títt sjá á Kefla-
víkurflugvelli.
Aðalmunurinn á flugvélateg-
undunum tveimur.er sá að far-
þegaþotan er 24 metrum, eða
þriðjungi lengri, og tvöfalt þyngri
en Boeing 707. Einnig er farþega-
þotan auðþekkjanleg á sérkenni-
legri lögun fremst á búknum, þar
séftf ðfjðfftkfefr heflflar er -..
manns innanborðs. Israelar báðust
ekki formlega afsökunar en
greiddu aðstandendum fórnar-
lambanna bætur.
Vika leið áður en Búlgarar báð-
ust afsökunar, sem þá sögðu að
orrustuflugmennirnir hefðu skotið
á flugvélina „í óðagoti" eftir að
hafa fylgt henni eftir 200 kílómetra
í búlgarskri lofthelgi. Þeim hefðu
orðið á þau mistök að reyna ekki
áður að neyða flugvélina til lend-
ingar. Báru Búlgarar því við að
flugvélin hefði verið í njósnaflugi.
Þegar ísraelar skutu niður líb-
ýsku flugvélina, sökuðu málgögn
Moskvustjórnarinnar Israela um
„blóðugt viðbjóðsverk".
Hvarf kóreönsku þotunnar við
Sakhalín-eyju minnir þó hvað mest
á atvik frá 1978 þegar önnur kóre-
önsk farþegaþota átti í hlut. Sov-
ézkar orrustuþotur skutu á þotuna,
sem villtist inn í rússneska loft-
helgi við Múrmansk, með þeim af-
leiðingum að tveir farþegar týndu
lífi. Vegna skotárásarinnar urðu
flugmennirnir að nauðlenda þot-
unni. Rússar viðurkenndu að skotið
hefði verið að þotunni og að hún
hafi verið neydd til lendingar, en
játuðu aldrei að hún hefði verið
hæfð.
Nítján börn fórust
með farþegaþotunni
New York, 5. september. AP.
NfTJÁN börn voru í hópi þeirra, sem fórust með farþegaþotunni, er
Rússar skutu niður í síöustu viku, en alls voru 269 manns af 12 þjóðern-
um með vélinni, er hún lagði af stað frá Kennedy-flugvelli í New York
misst af fluvélinni sunnudaginn á
undan, en leigubíllinn, sem skyldi
aka honum á flugvöllinn, tafðist
sökum óveðurs. Bandaríski þing-
maðurinn Larry McDonald missti
einnig af þeirri vél. Frú Chong
Metcalf, 30 ára gömul, hugðist
heimsækja eiginmann sinn,
David, sem er bandarískur her-
maður óg hafði fyrir skömmu
verið fluttur til Suður-Kóreu til
þess að taka þar við nýrri stöðu.
Hún hafði með sér tvær dætur
þeirra, þriggja og sjö ára.
áleiðis til Seoul f Suður-Kóreu.
Tilviljun réð því um suma far-
þegana, að þeir tóku sér far með
einmitt þessari vél. Rebecca
Scruton, 28 ára gömul ekkja og
tveggja barna móðir, átti að fara
með vélinni laugardaginn þar á
undan, en gleymdi þá vegabréfinu
og fór því með þriðjudagsvélinni i
staðinn, þar sem hún mætti ör-
lögum sínum.
Bill Hong, kennari frá Suður-
Karólínu hafði unnið farmiða
sinn sem verðlaun í golfkeppni.
Takeshi Nakazawa, framhalds-
skólakennari frá Japan, hafði