Morgunblaðið - 06.09.1983, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1983
21
Liðið
veróur
þannig
skipao
JÓHANNES Atlason, landsliös-
þjálfari, hefur ákveöiö byrjunarliö
íslands gegn Hollendingum annaö
kvöld.
Þorsteinn Bjarnason stendur í
markinu, bakveröir veröa Viðar
Halldórsson og Ómar Rafnsson og
miöverðir veröa Jóhannes Eö-
valdsson og Ólafur Björnsson.
Á miöjunni veröa Ásgeir Sigur-
vinsson, Pétur Ormslev, Pétur Pét-
ursson og Arnór Guðjohnsen. í
fremstu víglínu liösins veröa svo
Atli Eðvaldsson og Lárus Guö-
mundsson.
Pétur Pétursson meiddist um
helgina, en kom engu aö síöur til
Hollands, og verður hann í lækn-
ismeöferö fram aö leik. Þaö er ekki
alveg öruggt aö hann geti leikiö,
en ef svo verður ekki er ekki búiö
aö ákveöa hver taki sæti hans í
Meisturum fagnað
Knattspyrnan er í hávegum höfö á Akranesi og rúmlega 1700 áhorfendur fögnuðu innilega aö loknum leiknum gegn Vestmanneyingum á
laugardag. íslandsmeistaratitillinn var í höfn og tveir eftirsóttustu verölaunagripirnir í íslenzkri knattspyrnu veröa því geymdir á Akranesi
næsta vetur. Árangur Skagamanna hefur veriö ótrúlega góöur í knattspyrnunni í ár og á miöopnu íþróttablaðsins er sagt frá leiknum viö ÍBV
á laugardaginn og spjallaó viö leikmenn. Morounw»e»/Friöþjó*ur H«iga*on.
Loks sterkasta liðið
Langt er síðan ísland hefur getað stillt upp jafn sterku liði og nú
• Ásgeir leikur sinn fyrsta landsleik í langan tíma. Síóast skoraði
hann tvö mörk gegn Wales. Hvaö gerir hann nú?
„Vitum lítið um lióió"
— sagði Guðni Kjartansson, sem stjórnar yngra liðinu
Frá Þórarni Ragnarssyni, blaöamanni
Morgunblaöaina, í Hollandi.
ÞAÐ ER orðið langt síöan ísland
hefur getaö stillt upp jafn sterku
Cruyff of gamall
„CRUYFF er orðinn of gamall.
Þaö væri ekki verjandi aó velja
hann í landslióið," sagói einn af
stjórnarmönnum hollenska
knattspyrnusambandsins í sam-
tali viö mig.
„Þaö er eina ástæöan fyrir því
aö hann var ekki valinn. Hann er
oröinn 36 ára og er ekki lengur
góöur í heilan leik. Hann stendur
sig yfirleitt vel í fyrri hálfleik meö
Feyenoord en síöan ekki söguna
meir. Viö erum aö byggja upp ungt
lið og þaö er ekki hægt aö velja
Cruyff."
— ÞR/SH.
Lalli kemur
í fyrramálið
Frá Þórarni Ragnarssyni, blaóamanni
Morgunblaósins, í Hollandi.
PÉTUR Pátursson, Arnór Guó-
johnsen, Atli Eövaldsson og Pét-
ur Ormslew komu hingað til
Groningen í gærkvöldi.
Lárus Guömundsson kemur
ekki fyrr en í fyrramáliö — á miö-
vikudagsmorgun, en reiknaö er
meö aö Jóhannes Eövaldsson
komi hingaö upp úr hádegi í dag
— þriöjudag.
liói og gegn Hollendingum á
morgun. Nú eru sjö atvinnumenn
með í hópnum, en aftasta vörn
liösins veröur aö öllum líkindum
aðal höfuöverkurinn I leiknum,
því mikið mun örugglega á henni
mæöa. Vörnin hefur breyst tals-
vert frá því í flestum leikjum und-
anfarin ár og veröur fróölegt aö
sjá hvernig hún kemur út.
Miöjan verður hins vegar mjög
sterk hjá liðinu, og viö getum ör-
ugglega ekki stiilt upp sterkari
miöju. Ásgeir Sigurvinsson, Pétur
Ormslev, Arnór Guöjohnsen og
Pétur Pétursson ættu að geta orö-
iö Hollendingum erfiöir.
Þetta veröur áttundi landsleikur
þjóöanna. ísland hefur einu sinni
unniö, í fyrsta leiknum í Reykjavík
19. júní 1961. Þá sigraði ísland 4:3.
Holland hefur fimm sinnum sigraö
og einu sinni hefur orðiö jafntefli, í
Reykjavík í fyrrasumar í Evrópu-
keppninni, 1:1.
Þetta veröur fyrsti leikur Ásgeirs
Sigurvinssonar síöan í Swansea f
Wales 14. október 1981, en þá
skoraöi hann tvö stórglæsileg
mörk í 2:2-jafnteflinu, sem frægt
varö. Þetta veröur fyrsti leikurinn
síöan þá sem landsliðsþjálfari get-
ur stillt upp öllum þeim leik-
mönnum sem hann hefur viljaö
nota, nema hvaö Sævar Jónsson
kemur ekki í leikinn. Hann var rag-
ur aö koma þar sem þjálfarinn vildi
ekki leyfa honum þaö. Sævar hefur
lítið ieikiö f haust, og vildi ekki taka
áhættuna meö því aö fara.
— ÞR/SH
„VIÐ VITUM sáralítiö um hol-
lenska liðið — vitum ekki hvort
þetta er svipaö iiöinu sem vió
gerðum vió jafntefli heima í
fyrra,“ sagöi Guöni Kjartansson í
samtali viö Mbl. í gær, en hann
stjórnar yngra landsliöinu (skip-
uðu leikm. 21 árs og yngri) í
Venlo í Evrópuleiknum í kvöld.
Hollendingar voru heppnir aö ná
jafnteflinu í Keflavík í fyrra — en
þeir eru taldir meö mjög sterkt lið
nú, t.d. sigruöu þeir Spánverja f
keppninni 4:0 á heimavelli.
íslenska liðiö sem leikur á morg-
un verður þannig skipaö: Stefán
Jóhannsson, KR, veröur í marki,
Guöjón Þórðarson, ÍA, og Kristján
Jónsson, Þrótti, veröa bakveröir
og miöverðir Erlingur Kristjánsson
KA og Stefán Halldórsson, Víkingi.
Á miöjunni verða Ragnar Mar-
geirsson, ÍBK, Aöalsteinn Aöal-
steinsson, Víkingi, Siguröur Jóns-
Atvinnumenn-
irnir koma í
íraleikinn
NÚ ER Ijóst aö allir þeir atvinnu-
menn sem leika hér á morgun í
Groningen gegn Hollendingum
geta gefiö kost á sér í landsleik-
inn gegn írum í Evrópukeppninní
á Laugardalsvellinum 21. sept.
nk.
Þaö veröur í fyrsta skipti í lang-
an tíma sem sterkasta liöinu verö-
ur stillt upp á heimavelli — og
sleppi þeir viö meiösli fram aö því
veröa þeir allir meö.
— ÞR/SH
son, ÍA, og Sigurjón Kristjánsson,
UBK. Frammi veröa Sigurður Grót-
arsson, UBK og Óli Þór Magnús-
son, ÍBK.
„Stákarnir eru ákveönir í aö
standa sig í leiknum. Ef viö náum
upp góöri stemmningu og baráttu
og leikum skynsamlega er ég ekki
hræddur. En viö verðum bara aö
sjá hvernig dæmiö kemur út,"
sagöi Guöni.
— SH