Morgunblaðið - 06.09.1983, Page 22
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1983
liT
Minning:
TlZKUBLAO — FASHION MAGAZINE
ARMULA 18
105 RE YKJAVIK SIMI82300
er ekki tími til kominn,
aö þú gerist
áskrifandi?
líf er svolítið öðruvísi
Asta Jónsdóttir
frá Eiðsstöðum
Hinn 27. ágúst lést að heimili
sínu Túngötu 43 frú Ásta Jóns-
dóttir húsmóðir.
Hún var fædd 11. september
1895 að Eiðsstöðum við Bræðra-
borgarstíg.
Foreldrar hennar voru hjónin
Jón Guðmundsson sjómaður
fæddur í Ánanaustum og Þórunn
Einarsdóttir úr Skólabænum við
Suðurgötu.
Ásta var elsta barn foreldra
sinna og fyrirmynd fjögurra yngri
systkina, sem voru mjög samrýnd.
Hún giftist hinn 28. ágúst 1919
unnusta sínum Þorsteini Árnasyni
vélstjóra, en hafði áður starfað á
Franska spítalanum hjá merkis-
konunni Maríu Maack.
Þau Ásta og Þorsteinn eignuð-
ust sjö börn, Ingigerði, Árna, Þór-
unni, Þorstein, og tvíburara Gyðu
og Garðar, en eina dóttur misstu
þau aðeins fimm mánaða gamla.
Glæsilegt heimili Ástu fyrst að
Eiðsstöðum og síðar að Túngötu
bar vitni um þá röggsemi og þann
áhuga sem hún sýndi í verki fyrir
fjölskylduna og velferð hennar.
Glæsilegur barnahópur var aðal
MICROLINE
tölvuprentari
á aðeins
kr. 9.900!
Við höfum nú flutt starfsemi okkar í
nýtt og rúmgott húsnæði í Síðumúla 6.
Af þessu tilefni höfum við ákveðið
að bjóða tölvueigendum Microline 80
tölvuprentara á sérstöku tilboðs-
verði kr. 9.900 og gildir tilboðið út september.
Við viljum ennfremur
benda á að vegna hagstæðra innkaupa
hefur verð á öllum gerðum MICROLINE
prentara lækkað stórlega, eða um ca. 40%.
MICROLINE
Mest seldu tölvuprentarar á íslandi.
MÍKR
Síöumúla6 Sími39666
heimilisins að Túngötu 43 og hjá
Ástu var gott að njóta frænd-
seminnar við að rifja upp atburði
og þáttaskil í lífi fjölskyldunnar,
en Ásta var sér vel meðvituð um
uppruna sinn og var stolt fyrir
hönd sinnar heimaslóðar.
Hún hafði lifandi áhuga fyrir
fallegum fötum og klæddist sjálf
oft íslenskum búningi.
Það er stutt síðan við hjónin
heimsóttum Ástu, sem þrátt fyrir
háan aldur hafði frábært minni og
var fróð um liðna atburði og Iíð-
andi stund.
Það var yndisleg kvöldstund
sem við áttum saman við eld
minninga þessarar ágætu dóttur
Reykjavíkur.
Þess má geta að Ásta starfaði
mikið á vegum Reykvíkingafélags-
ins og var heiðursfélagi þess.
Ásta hafði mjög ákveðnar skoð-
anir á mönnum og málefnum og
var ófeimin við að láta þær í ljósi,
en undir ákveðnu yfirbragði brá
fyrir góðri kímnigáfu.
Hún studdi alla tíð Sjálfstæðis-
flokkinn með ráðum og dáð, en
hafði megnustu óbeit á innan-
flokksdeilum sem þjáð hafa flokk-
inn um nokkurt skeið.
Það er langur tími liðinn síðan
ung starfsstúlka dansaði á tröpp-
um Franska spítalans í Reykjavík
geislandi af gleði þegar von var á
unnustanum af hafinu.
En nú er fallin í valinn fallega
rósin frá Eiðsstöðum. Löngu og
gæfuríku ævistarfi er lokið.
Á þeim tímamótum lífs og
dauða þegar leiðir skilur er ljúft
að minnast samfylgdarinnar við
góða og umfram allt trausta
manneskju.
Hjartans þakkir fyrir veganest-
ið sem ég hlaut í minn mal. Bless-
uð sé minning Ástu frænku.
Haukur Hjaltason
Húsgagnasýning
Kíktu vió,
þu færð örugglega eitthvað við þitt hæfi
KM-
, .. Langholtsvegi 1 1 1, Reykjavík,
HUSGOGN símar 37010 - 37144.