Morgunblaðið - 06.09.1983, Side 36

Morgunblaðið - 06.09.1983, Side 36
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1983 bot^u^um heim<íx-y5uo v/ið t/iljum. bo.ro. rerknc*. þc^ ú-fc kuúð t/ið Ko-Fum. £pc\rab mikið." Ast er... 1, ... að taka rúllurnar úr hárinu ef hann hringir óvænt. Flýttu þér, maður, flýttu þer. Ég hef gert einhverja vitleysu! Með morgunkaffíriu Þegar svo allt kemur til alls er það spurningin um heilsuna sem öllu máli skiptir, góða mín! HÖGNI HREKKVÍSI M PÓ<ER-<?LOTT/'' Með söng undir seglum Sigfús B. Valdimarsson skrifar: Velvakandi Það er upphaf þessa máls að Smyril Line bauð okkur hjónunum ferð tii Bergen með hinu glæsilega skipi sínu „Norröna". Er það i annað skiptið sem Færeyingar bjóða okkur slíka ferð vegna þess sjómannastarfs, sem við höfum drifið um áratugaskeið. Þetta opnaði okkur möguleika til að láta þann draum rætast að heimsækja okkur af trúboðsskipum ná- grannaþjóða okkar, og kynnast af eigin raun því mikla starfi sem þar er unnið. Fyrst lá leið okkar frá Bergen til Bodö í Norður-Noregi. Þar var kominn til móts við okkur Olav Haugen sem er skipstjóri á trú- boðsskipinu „Nytt Háp“ en heima- höfn þess er Sör-Arnöy, er um 2ja tíma ferð þangað frá Bodö. Það fór sérstök tilfinning um mig þegar ég sté um borð í þetta skip. Þarna hafði orð Guðs verið boðað í mörg ár. Fólk hafði frelsast og eignast nýtt líf. Fjöldi af ungu skólafólki hafði verið þarna og notið bless- unar Guðs og aukið við þekkingu sína og starfsreynslu. Arnöy var í innanverðum skerjagarðinum en í fjarska sér út til Lófóten. Þarna vorum við nokkra daga hjá elsku- legum vinum. Einn daginn rennd- um við færum nokkra stund á milli eyjanna og fengum sæmi- legan afla, stærsta fiskinn, 90 sm langan, fékk 9 ára gamall drengur. Þar sem 2 önnur trúboðsskip Fredsbudet og Elieser 4 sem verið höfðu í Lófóten yfir vertíðina voru nýfarin suðureftir og annað í slipp. Þá fórum við ekki þangað en „ventum okkar kvæði í kross“ og settum strikið á Strömstad í Sví- þjóð. Var send bifreið eftir okkur þaðan til Osló og komum við til Strömstad kl. 1 að nóttu. Þar lágu þá hlið við hlið 2 seglskip hvít að lit með Ijósblárri rönd og hvítum seglum er á var málað í bláum lit kross og stafirnir Joh 3:16 og eins á toppveifu. Eru þetta hinir glæsi- legustu farkostir. Bæði heita skip- in Elida og eru mjög lík að útliti nema hvað nokkur stærðarmunur er á þeim. Það eldra er No 2 en minna, hefir nú verið selt til Nor- egs og heldur þjónustunni áfram þar. Þegar við stigum um borð í Elidu 3 kom skipstjórinn, Lennart Tarren Abrahamsson, á móti okkur og bauð okkur velkomin og vísaði okkur síðan til klefa hvar við skyldum búa svo lengi sem við yrðum á skipinu. Þarna vorum við í 5 daga sem verða okkur ógleym- anlegir. Lífið um borð má heita ein guðsþjónusta frá kl. 8 að morgni og fram eftir kvöldi. Rúm eru fyrir 70 manns, og komast oftast færri að en vilja. Fasta- áhöfn er um 12 manns. Svo kemur fólk og er þarna svo lengi sem það hefir tíma og ástæður til og tekur þátt í og nýtur þess sem fram fer. Biblíufræðsla er um borð, sem „Tarren“, en svo er skipstjórinn ávallt nefndur í daglegu tali, leið- ir, sem og annað er fram fer hvern dag, þó margir aðrir segi frá trú- arreynslu sinni. Þegar legið er við bryggju eru ávallt haldnar „bryggjusamkom- ur“. Eru þá allir skipverjar ofan- þilja og sungið er og vitnað um Jesúm, og hundruð eða þúsundir áheyrenda fylla bryggjurnar og stundum upp á götur. Á eftir er svo fólki boðið um borð til að skoða skipið og tala við áhöfnina. Þá verða oft blessaðar samræður. Einnig er farið í land og hafðar samkomur í kirkjum og samkomu- húsum í samráði við presta og for- stöðumenn á hverjum stað. Þegar siglt er milli staða er mikið sungið og fólk veifar til okkar af gleði yfir heimsókn þessara fagnaðar- boðenda. Elida er orðin vel þekkt í Svíþjóð, því nú er yfir 20 ár síðan Elida 1 byrjaði að sigla meðfram ströndum Svíþjóðar og kringum Veneren. Tvo fyrstu dagana sem við vorum þarna voru bæði skipin saman. Var farið til margra staða og allt til Halden í Noregi. Þangað inn er löng og fögur sigling, með sitt landið á hvort borð, og svo mjótt að kasta má í land, og alls staðar eru hús og fólk. Þá var mik- ið sungið og aldrei virtist ein- söngvarinn Solveig Delhag þreyt- ast á að syngja t.d. „Þú mikli Guð, sem manninn elskað hefir“ eða „Fyrir blóðið frelsið á ég“. Hún frelsaðist um borð í Elidu fyrir 14 árum, og hefir hún ávallt varið sumarfríi sínu um borð síðan. Nú er hún þrítug og er forstöðukona á elliheimili. Meðan við vorum þarna var langmest af ungu fólki á skipinu, og ég held að oftast hafi verið sungið: „Hann er mín gæfa og gleði“. Það er gott fyrir hvern og einn í æsku að tileinka sér þennan söng. í vetur kom Kristinn Snæ- land fram í útvarpinu og sagði frá kynnum sínum af þessu starfi, og lét í ljós ósk sína um að fá þetta skip og áhöfn þess í heimsókn til íslands ef hægt væri, sem hlyti að hafa mikla þýðingu fyrir kristnilif þjóðar vorrar. Þetta er nú í athug- un hér og hjá vinunum þar úti. Kristið fólk ætti að sameinast í bæn fyrir þessu, og greiða fyrir því svo sem hægt er. Já, það var dásamlegt að vera með í „söng undir seglum" um borð í Elidu. Sé byggingarnar fyrir mér MaAur sem befur gefist upp i að byggja sér einbýlishús, skrifar: Velvakandi. Hvað er fólk að þrasa um ein- hverjar óskiljanlegar tölur um nýt- ingarhlutfall 1,43 eða 1,87 eða hvort það sé bjart um miðjan dag við Skúlagötuna, þegar ungu fólki bráð- liggur á hentugu húsnæði — og besti staðurinn í Reykjavík liggur laus fyrir ónýttur. Þar gæti verið fínt að búa og ekki færu peningar úr bæjarsjóði í snjómokstur á þeim stað. Bara þar verði ekki klesst niður einhverjum hallæriskössum, en maður verður að treysta því að sól- arferðirnar hafi opnað augu manna fyrir því að það er líka hægt að hafa fjölbýlishús falleg útlits. Ég hef stundum átt leið í út- varpshúsið við Skúlagötu, og dáðst að útsýninu þegar ég hef horft þar út um gluggana, hvort sem það hef- ur verið að sumri eða vetri. En það er ókostur við þá byggingu að það er gengið inn í hana að norðanverðu og að þurfa að berjast við norðangarr- ann þegar sú vindátt er. I nýju Skúlagötuhúsunum verður að taka mið af veðri og vindum og hafa inn- ganginn að sunnanverðu, í skjóli, og bílageymslur gætu verið að norðan- verðu, undir húsunum. Já, ég er strax farinn að sjá bygg- ingarnar fyrir mér, af því að mér liggur á að fá þar inni, og þetta er svo góður staður og hefur svo mikla kosti fram yfir alla aðra sem ég hef heyrt lengi. Þessu tækifæri má ekki spilla með pólitísku ofstæki þar sem Ein að noróan skrifar. Ágæti Velvakandi! Þegar ég las greinina um ís- lensku hestamennina, sem eru að keppa fyrir okkar hönd í Þýska- landi, hélt ég að þið hefðuð sett vitlausa mynd með greininni. menn hætta að sjá sólina um miðjan dag eins og segir í þjóðsögunni um Axlar-Björn eða var það um Svein skottu? AHavega, ekki meiri snjómokstur (í tvöfaldri merkingu). Myndin sem fylgdi virtist vera af lyftingaköppum í þyngsta flokki. Ef myndin er af réttum mönnum; háir þetta ekki okkar smávaxna en snjalla hesti að burðast með þessa jötna í erfiðri keppni? Jötnar á smávöxnum hestum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.