Morgunblaðið - 06.09.1983, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1983
45
Fast sumarstarf á tjörninni
Jón Guðmundsson skrifar:
Velvakandi!
Þegar Reykjavíkurvika stóð yfir
og barnahátíðin var haldin í
Hljómskálagarðinum, fór ég, eins
og margir aðrir foreldrar, með
börnin mín niður að Tjörn. Var
þarna margt til gamans gert og
undu börnin sér sæl og ánægð við
íþróttir og leiki allan daginn. Mest
spennandi þótti að fá að sigla um
stund á Tjörninni, enda veður hið
ákjósanlegasta.
Eftir að hafa séð hversu mikið
er hægt að gera fyrir krakkana
þarna, þá dettur mér í hug að for-
vitnast um hvort ekki sé hægt að
hafa bátaleigu á Tjörninni sem
fastan þátt í sumarstarfi borgar-
innar. Margir myndu taka þeirri
tilbreytingu fegins hendi og eiga
sér ánægjulegar stundir á Tjörn-
inni þegar vel viðraði. Þarna
mætti kenna börnum að róa og
leyfa þeim að spreyta sig á kapp-
róðri. Borgaryfirvöld gætu annað
hvort rekið starfsemi þarna með
þremur eða fleiri umsjónar-
mönnum á eigin vegum, eða látið
hana í hendur einhverju skáta-
eða íþróttafélagi.
Rennibekkir
Stærðir: 400x1000 irtm, 400x1500 mm.
og 200x480 mm.
G. Þorsteinsson & Johnson h.f.
Armúla 1. — Sími 8 55 33
Oþarfi í útvarpi og sjónvarpi
Starri skrifar:
Velvakandi.
Það var full ástæða til skrifa
þeirra sem birtust í dálkum þín-
um Velvakandi góður, í dag 19.
ágúst, og hafi Eyþór Þórðarson
á Neskaupstað þökk fyrir að
hreyfa málinu.
Er furða þótt mönnum blöskri
sumt í rekstri ríkisútvarpsins,
þegar þessi stofnun er sífellt að
barma sér og fara fram á hækk-
anir á afnotagjaldi. Eyþór getur
um ýmsa liði, sem fella mætti
niður og myndi spara fé án þess
að nokkur tæki eftir. En það er
af svo mörgu að taka, að varla
er hægt að ætlast til þess að
Eyþór myndi eftir þvi öllu. Júlí-
sjónvarpið var óþarft með öllu,
enda var boðið upp á „rusl“, sem
fáir höfðu ánægju af að horfa á.
Mætti gjarnan taka aftur upp
fyrri hátt og loka þennan
sumarmánuð, sem fólk er að
jafnaði í ferðalögum eða vildi
geta haft tengsl við vini og ná-
granna, án þess að hafa þau öll
glápandi á skerminn meðan á
samræðum stendur. Sá háttur
sjónvarpsmanna, að þylja hver
sína frétt, líta hver til annars og
apa eftir amerískum, er í raun-
inni út í hött. Þetta „passar"
ekki hér. Sjónvarpsþulurnar eru
með öllu óþarfar. Það er nánast
hlægilegt að lesa dagskrána með
eigin augum og þurfa svo að
hlusta á hana lesna fyrir mann
aftur, rétt eins og maður sé ekki
læs. Danir voru með þessar
„puntudúkkur" til að byrja með,
en eru löngu hættir því. Ég se»>
„puntudúkkur“; skki í óvirð-
lugárskyni, mér finnst bær við-
feldnar og elskulegar stúlkur, en
allsendis óþarfar. Þarna mætti
spara mikla fjármuni. íslensku
leikritin, sem sum hver hafa
verið sýnd í sjónvarpi, önnur sí-
fellt flutt í útvarpi, eru mörg
ekki þess virði að heyrast eða
sjást. „Brútalitet" og klám á
ekki að sjást á skermi hins al-
menna borgara né heldur heyr-
ast í útvarpi. Það á að tilheyra
sérklúbbum þeirra manna, sem
hafa þesskonar smekk. Nú í
kvöld voru Albert Guðmundsson
og Ragnar Arnalds aðal til-
hlökkunarefnið. En mikill and-
skotans asi var á stjórnandan-
um. Hann gat ekki framlengt
þennan ágæta þátt um nokkrar
mínútur, þegar án efa öll þjóðin
skemmti sér og farið var að
lifna yfir samræðunum. Þá
þurfti að stöðva þáttinn í miðj-
um klíðum til þess að sýna fá-
dæma vitlausan kappaksturs-
þátt, skrípaleik, sem varla á er-
indi til ökuníðinga á íslandi. Ég
held að varla sé á bætandi. Ann-
ars er svo margt sem spara
mætti í rekstri þessa dæma-
lausa ríkisfyrirtækis að Albert
ætti að snúa sér að því, fyrst af
öllu. Þar þarf að lofta út og
hreinsa til, svo ekki sé meira
sagt.
Sagt var: Þessi vegur er mikið lengri en hinn.
Rétt væri:.. miklu lengri.
..cniJTj'nj* 0901 junym shuuíjív .inaaaaúil utrwi
Geröu þaö
sjálfur IgSaéni
SPÓ,
eik,fu
mahoj
40, 50
og 2-