Morgunblaðið - 10.09.1983, Side 9

Morgunblaðið - 10.09.1983, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1983 9 faaigM Œdfl Umsjónarmaður Gísli Jónsson 208. þáttur Ónefndur Reykvíkingur sendi mér á dögunum pésa nokkurn sem er raunalegt dæmi um hroðvirkni og óvand- að málfar. Fyrirtæki þáð, sem gefur út pésann, nefnist í hon- um fyrst Rekstrarstofan, en kynnir sig síðan sjálft þannig: „Tarkenton & Company USA er samstarfsaðili Rekstrar- stofnunar (leturbreytingar eru sendanda) um jákvæða fyrir- tækjastjórnun." Á næstu síðu er tilkynnt um námskeið sem sett verði stundvíslega kl. 13.30 tiltekinn dag af framkvæmdastjóra Rekstrarstofnunar. Fer nú að koma upp efi, hvort fyrirtækið heiti Rekstrarstofa eða Rekstrarstofnun. Síðan er ástæða til þess að spyrja hvort orðin jákvæð fyrirtækjastjórnun muni ekki merkja góða stjórn fyrirtækjanna. Satt best að segja virðist margt í kynningarpésa þessum vera heldur bágborin þýðing úr ensku. Auk margs konar óvandvirkni einkennist ritling- urinn af fleirtöluáráttu og mjög óljósri framsetningu. Þrjú af atriðunum á dagskrá þess námskeiðs sem auglýst er, heita markmiðasetning, upp- lýsingastreymi og hvatninga- stjórnun. Um konu í Banda- ríkjunum segir að störf hennar hafi aðallega beinst að styrk- ingu á afköstum fyrirtækja, bættu stjórnskipulagi og boð- leiðum hjá fyrirtækjum í raf- eindaiðnaði, fataiðnaði, vöru- dreifingu, flug- og landflutning- um (svo!) og framleiðsluiðnaði. Spyr nú sendandi að vonum: „Er fata- og rafeindaiðnaður eitthvað annað en framleiðslu- iðnaður?" En konan hefur gert fleira: „Randa Wilbur hefur skrifað og staðið fyrir framleiðslu á mörgum þjálfunarnámskeið- um ..." Og sendandi spyr að vonum: „Hvað hefur hún skrif- að, og hvað merkir að standa fyrir framleiðslu á þjálfunar- námskeiðum? Hefur hún ef til vill haldið slík námskeið eða staðið fyrir þeim?“ Þetta er ekki búið: „Tarkent- on & Company hefur stuðlað að verulegri framleiðniaukn- ingu með breyttri stjórnunar- hegðun (svo!) í meira en 200 stærri fyrirtækjum. Síðan fyrirtækið var stofnað 1969 hefur það þjálfað meira en 50.000 stjórnendur til að ná upp umtalsverðri árangursaukningu með útvíkkun og uppbyggingu á stjórnunarvenjum.“ Spreyti menn sig nú að skilja þetta og umorða það á íslenskt manna- mál. En afrek Tarkenton & Co. eru ekki upp talin á þessu hrognamáli: „Tekist hefur að aðstoða fyrirtæki í mjög fjöl- breyttum greinum með því að sameina áhersluatriði sem skila verulegum árangri í fækkun fjar- verustunda, minna gegnum- streymi mannskaps, aukinni sölu og auknu framleiðsluör- yggi“ Líklega á þetta að þýða eitthvað á þá leið, að ráðgjafa- fyrirtækinu hafi tekist á margan góðan hátt að fá starfsfólk til að sækja betur vinnu sína og starfa lengur á sama stað. Hafi það svo orðið til þess að örva söluna og efla öryggi við framleiðsluna. Eða þannig. Að lokum úr þessum ritlingi: „Hvert mál sem lagt er fyrir er tekið þeim tökum að það gefi mælanlega aukningu í afköstum, framleiðni og starfsgleði. Að- ferðirnar eru valdar eftir þörf- um hvers og eins til að falla að fjölbreytilegum og sérstökum verkefnum þar sem leitast er við að hámarka árangur fyrir- tækjanna." Umsjónarmaður ætlar ekki að reyna að umorða þetta. Honum þykir einsýnt að farið sé eftir þörfum hvers og eins, þegar starfsgleðin er mæld, hvernig sem það er svo fram- kvæmt. Sendandi hefur ekki auð- kennt fleira úr þessum kynn- ingarpésa. En í vinsemd er mönnum, sem standa að slíku lesmáli, ráðlagt að leita til ein- hvers sem ætla má að sé betur að sér í íslensku. Ulskiljanlegt hrognamál minnkar þann mest sem lætur það frá sér fara. Þá er hér enn bréfkafli frá Skúla Magnússyni í Hvera- gerði, dagsettur 20. ágúst: „í síðasta þætti (þeim 205ta) var rætt um tvítölu og fleir- tölu persónufornafna. Ég er sjálfur (ekki „persónulega") hlynntur tvítölunni vér — oss — oss — vor. Ástæðan er m.a. mikil ofnotkun á „við — okkur — okkur — okkar". Mikið um eftiröpun og þýðingar úr skandinavískum málum: „Hundurinn okkar" og allt það stagl. Orðmyndin „okkur" er langt í frá að vera fögur. Góðu heilli — einsog Gísli bendir á — mun „vér“ ætla að lifa af í biblíumáli og jafnvel í hátíða- ræðum á 17. júní. Hugsum oss slíka slepju: Gef okkur í dag okkar daglega brauð. „Við“ er að réttu lagi ég og þú og bezt notað í tali tveggja. Veit ekki hvaðan það er komið — örugg- lega ekki af Biblíu-lestri, sennilega meðfætt — en ég hefi töluvert ríka tilfinningu fyrir „vér“ um marga, einsog „vér Islendingar", en „við“ sem ég + þú. Ég er ekki eins mikill stuðn- ingsmaður þéringa. Þéringar hafa kuldalegan blæ, sem ekki verður burt skafinn úr tilfinn- ingunni. Fólk grípur til þér- inga svotil einungis þegar það vill halda viðmælanda sínum fjarri. Undirrituðum þykir betur fara á því að þéra þegar um er að ræða afgreiðslu ókunnugra t.d. í búð eða á skrifstofu. Þá er ekki um að tefla persónuleg samskipti, og þúun kann að tákna að viðskiptavinur geri sig full-heimakominn. Þetta er nú samt að leggjast af — og verður sjálfsagt ekki við snúið. En hvernig skal ávarpa For- seta íslands (skrifa vísvitandi stórt F í F.í.) og titla, sérstak- lega þegar svo vill til að forset- inn er kona? Enn eitt: Vér nútíðarmenn brúkum ef. persónuforn. sem eignarfornöfn. í fornu máli tíðkuðust beygð eign.f.n. (í kyni, föllum og tölum) í þeirra stað. Vor, vorn, vorum, vors og yðvar (r), yðvarn, yðvörum, yðvars. Undirritaður stóð sig að því að grípa til efn. „yðvar" í upphöfnum texta. Vill nú ekki Gísli gera grein fyrir þessum efn. þegar rúm leyfir í þættinum?" Jú, þetta vill umsjónarmað- ur gera fyrr en síðar. 29555 — 29558 Einbýlishús óskast Höfum verið beðnir að útvega fyrir mjög fjársterk- an kaupanda ca. 200—300 fm einbýlishús á Reykjavíkursvæðinu. Má vera á byggingarstigi. Eignanaust skíphoití 5. Þorvaldur Lúövíksson Sími 29555 og 29558. EFTIRLÝSTAR Höfum veriö beönir aö útvega fyrir fjársterka kaupendur eftirtaldar íbúðir. í báöum tilfellum eru mjög góöar greiðslur í boöi. 2ja herb. íbúö í Hafnarfiröi, helst í blokk í noröurbænum. 3ja til 4ra herb. íbúð í Reykjavík, stór bílskúr skilyröi. Fasteignasalan Gerpla, Suðurgötu 53, sími 52261. Gissur V. Kristjánsson hdl. esió reglulega af ölíurn fjöldanum! Saad Opiö í dag 1—3 í Lundunum 270 fm giæsilegt einbýlishús á góðum staö. Tvöf. bílskúr. Verð 4,3 millj. Arnartangi, Mos. 140 fm gott einbýlishús á einni hæö. Tvöfaldur bílskúr. Tilboð óskast. Einkasala. Sérhæö í Hlíöum 160 fm 7 herb. glæsileg sér- hæö. Arinn í stofu. Bflskúr. Verð 3,1 millj. Viö Heiöarás 340 fm fokhelt einbýli á góöum staö. Teikn. á skrifstofunni. Endaraðhúsí Suöurhlíöum 300 fm glæsilegt endaraöhús á góöum útsýnisstaó. Húsiö afh. í sept. nk. Möguleiki á sér íbúö í kj. Bein sala eöa skipti á sér- hæö koma til greina. Teikn. og upplýs. á skrifst. í austurbænum Kóp. 220 fm gott endaraðhús á góö- um staö (Hjöllunum). Bílskúr. Verö 2,9—3 millj. Skipti á minni eign koma til greina. Glæsilegt einbýlis- hús viö Barrholt 140 fm 6 herb. nýlegt einbýlis- hús m. 40 fm bílskúr. Fallegur blóma- og trjágaröur. Verö 3,5 millj. Raöhús í Selásnum 200 fm vandaö raöhús á tvelm- ur hæöum. 50 fm bílskúr. Húsiö er laust nú þegar. Viö Brekkubyggö 3ja—4ra herb. vandaö raöhús. Bílskúr. Gott útsýni. Allt sér. Fasteignin Lykkja I Kjalarnesi er tll sölu. ibúöarhús: gamalt steinhús ca. 100 fm auk kjall- ara. 160 fm ágæt hlaöa auk gamalla gripahúsa og hlööu. 1 hektari eignarlands. Penthouse viö Krummahóla 160 fm skemmtileg penthouse- íbúð á 6. og 7. hæð. Stæöl í bflgeymslu. Á 6. hæö eru svalir í noröur en á 7. hæö stórar suö- ursvalir. Stórkostlegt útsýni. Verð 2,4—2,5 millj. Viö Skipholt 5 herb. 117 fm góö endaíbúö á 4. hæö. Bílskúrsréttur. Verð 1600 þús. Viö Drápuhlíð 4ra herb. 115 fm efri sérhæö ásamt bílskúr. Ákveðin sala. Verð 1,9—2 millj. Hæö viö Kvisthaga — skipti 5 herb. 130 fm 1. hæö m. bíl- skúr við Kvisthaga. Fæst í skiptum fyrir 3ja—4ra herb. íbúö i vesturborginni eöa viö Espigerði. Vió Ljósheima 4ra herb. 90 fm íbúö á 7. hæð í lyftuhúsi. Verð 1450 þú«. Við Holtagerði Kóp. 3ja herb. 80 fm ibúð á jaröhæö í tvíbýlishúsi. Verö 1350 þús. Við Æsufell 3ja herb. 90 fm góö íbúö á 4. hæö. Verö 1400 þús. Viö Hamraborg 3ja herb. rúmgóö 102 fm íbúð á 4. hæö. Bílhýsi. Frábært útsýni. Verð 1400—1500 þúe. Við Hraunbæ 2ja herb. góö íbúö á 1. hæö. Verð 1.100 þús. í Smáíbúöahverfi 2ja herb. góö kjallaraíbúö. Sór inng. Laus nú þegar. Verö 930 þús. Einstaklingsíbúð vió Flúöasel 45 fm einstaklingsíbúö. Verð 900 þús. , 25 EtcnnmiÐLunin X'!?B'Tf/Jt ÞINGHOLTSSTRÆTI 3 ~ SIMI 27711 Sðlustjórl Sverrir Kristinsson ÞorieHur Ouðmundsson sðlumaður Unnstoinn Bock hrl., simi 12320 Mróifur Halldórsson Iðgfr. Kvöldsími sölumanns 30483. Hafnarfjörður Nýkomiö til sölu m.a.: Hólabraut nýtt 250 fm parhús, 2 hæöir og kjallari meö innb. bílskúr. Mjög fallegt útsýni. Noröurbraut 2ja—3ja herb. íbúö á jaröhæö í eldra steinhúsi. 20 fm útihús fylgir. Móabarö 3ja herb. íbúö á efri hæð í fjór- býlishúsi. Bílskúr, mikiö útsýni. Verö 1,4 millj. Suðurvangur 3ja—4ra herb. falleg og vönduö íbúö á 3. hæö (efsta hæð). Verð 1400—1450 þús. Brattakinn 2ja herb. rúmgóð risíbúö í timb- urhúsi. Álfaskeið 2ja herb. íbúö á 3. hæö, meö bílskúr. Verö 1,2 millj. Nönnustígur Járnvariö timburhús hæö og ris. Um 100 fm alls. á róiegum staö. Mávahraun 6—7 herb. steinhús á einni hæö. 200 fm með bílskúr. Hamarsbraut 5 herb. járnvarið timburhús. Hæð og ris á rólegum og fögr- um útsýnisstað. Laufvangur 4ra—5 herb. mjög falleg íbúö á 3. hæö. Verö 1650 þús. Sléttahraun 2ja herb. íbúð á 3. hæð. Verð 1,1 millj. Hringbraut 4ra herb. í steinhúsi. Góöur bflskúr. Lækjargata 3ja herb. nýstands. risíbúö í timburhúsi. Verð 1050 þús. Hringbraut 3ja herb. 65 fm risíbúö í stein- húsi. Fallegt útsýni. Verð 1050 þús. Garðavegur 3ja herb. risíbúö í timburhúsi. Álfaskeiö 3ja herb. íbúö á 1. hæð. Sér þvottahús og nýtt eldhús. Bíl- skúr fylgir. Verö 1450 þús. Hverfisgata 2ja herb. falleg ibúö á jaröhæö. Verð 850—900 þús. Holtsbúö Garðaoæ 125 fm finnskt timbur-eininga- hús. 3 svefnherb., sána, biiskýli, hornlóö. Barmahlíð Rvk. 6 herb. aðalhæö 170 fm ásamt bilskúr. Þvottahús innaf eld- húsi. Suöursvalir. Verö 2,4 millj. Granaskjól Rvk. Glæsileg efri hæö 145 fm í tví- býlishusi. Allt sér. Vogar Vatnsleysu- strandarhreppi 130 fm vandaö timbur-eininga- hús. Skiþti möguleg á elgn á höfuöborgarsvæöinu. Laus 1. október. Verö 1,4 millj. Opiö 1—4 í dag. FASTEIGNASALA Árna Gunnlaugssonar Austurgötu 10 — 8:50764 VALGEIR KRISTINSSON, HDL. AUCLÝSINGASTOFA MYNDAM0TA HF

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.