Morgunblaðið - 10.09.1983, Side 14

Morgunblaðið - 10.09.1983, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1983 Sýning hagsmunafélags myndlistarmanna „Hagsmunafélag myndlistar- manna", var stofnað fyrir fáum árum í þeim augljósa tiígangi, að vinna að hagsmunum starfandi myndlistarmanna. Ég leyfi mér að setja nafn félagsins innan gæsa- lappa vegna þess, að ennþá mun ekkert myndlistarfélag hafa verið stofnað hérlendis án þess að markmið þess væri einmitt öllu öðru fremur, að gæta hagsmuna meðlima sinna. Ekkert lát virðist eiga að vera á misvísandi og rugl- andi nöfnum og framslætti á þess- um vígstöðvum. Markmið félags- ins er t.d. einnig sagt vera, að gefa fólki kost á myndakaupum með afborgunum en slíkt form hefur tíðkast í einhverri mynd frá fyrstu tíð og hefur ósjaldan verið getið á sýningarskrám einstakra sýninga og samsýninga. Stefnumörkin eru þennig langt frá því ný þótt mis- brestur hafi orðið á framkvæmd áætlana, — en hér er heiti félags ekki nóg. — Hitt er nýtt, að hleypa svo til öllum inn í félagið er utan- garðs standa og þurrka þannig út allar gæðakröfur, — en það skrýtna er, að þá kemur sú gamla staðreynd í ljós, að þetta er ekki með öllu gerlegt. Sýningarnefnd er sett á laggirnar til að setja myndverkin upp og skipuleggja ramma sýningarinnar í stað þess t.d., að henda öllu á tvist og bast upp um veggi í samræmi við frels- iö og fjölrita sýningarskrá á klúð- urslegan hátt. Hér kemur þannig greinilega í ljós, að öll myndlistarféiög verða að setja sér einhverjar fastmótað- ar reglur, og umfram allt, halda þær, en hér hefur orðið á örlaga- ríkur misbrestur með hörmu- legum afleiðingum svo sem dæmin sanna. Sá framsláttur er ekki alls kost- ar réttur, að fólki hafi sérstaklega verið haldið utan félaga, en hér má koma fram, að inntaka nýrra félaga t.d. í FÍM hefur verið harla tilviljunarkennd og ráðist af því hverjir sækja aðalfund hverju sinni. Það ætti þó að vera sjálf- sagður réttur allra félagsmanna, einnig þeirra er einhverra orsaka vegna eru fjarverandi eða mæta ekki, að fá að taka þátt í atkvæða- greiðslu um nýja meðlimi. Reifaði ég því þá hugmynd fyrir mörgum árum, að öllum félagsmönnum væru sendir atkvæðaseðlar með nöfnum nýrra kandidata en hún Myndlist Bragi Ásgeirsson fékk ekki hljómgrunn. Það ætti þó að vera mikilvægara að leitast við að virkja sem mest alla meðlimi en að hygla skoðunum tilfallandi kjarna og valdaklíku hverju sinni. Þá eru mörg ár síðan ég barðist fyrir stofnun myndlistarsam- bands er næði yfir allt landið, þar sem mér fannst nafnið „Félag ís- lenzkra myndlistarmanna" ekki standa undir sér. Það er alveg rétt, sem Magnús Pálsson segir í formála á ágætlega hannaðri sýningarskrá (sem sann- ar ótvírætt, að það þarf reglu þótt í frjálsri mótun sé), „að óeining meðal myndlistarmanna gerði það að verkum, að allnokkur fjöldi myndlistarmanna stóð utan félaga og aðrir töldu sig af nokkurri for- dild ekki eiga samleið með þeim, sem höfðu önnur listræn sjónar- mið en þeir sjálfir". En það er full djúpt tekið í árina að halda því fram, að mönnum hafi beinlínis verið meinaður aðgangur að sam- tökum eins og t.d. FÍM, því að hér réði sem fyrr segir rangt fyrir- komulag atkvæðagreiðslna. Sumir urðu þannig að bíða jafnvel í ára- tug vegna þess, að þeir voru óheppnir með þá er mættu á aðal- fundum — munaði t.d. einu eða tveim atkvæðum á sömu persónu um árabil. Hitt var algengara að minnihluti innan félagsins segði sig úr félaginu vegna þess að þeir töldu sig beitta ofríki og einstakl- ingar ruku burt í fússi vegna þess, að sérskoðanir þeirra fengu ekki hljómgrunn. Ráðríki og miðstýr- ing stóð þannig eðlilegri þróun fyrir þrifum og gerir enn og því erum við myndlistarmenn svo aft- arlega á merinni í félagsmálum; sé tekið mið af hinum Norðurlöndun- um ... Það var stigið mjög gæfulegt spor með stofnun myndlistarsam- bands en hér er ekki hægt að setja allt undir sama hatt og það munu menn fljótiega reka sig á ásamt ótrúlegum erfiðleikum við að bygggja samtökin upp. En hér get- um við hagnýtt okkur reynslu annarra þjóða og þá verður okkur fátt að vanbúnaði. Það er æði marglitur hópur er á myndir á sýningu Hagsmunafé- lagsins enda mun það hafa verið á stefnuskránni að taka inn „mafí- ista“ o.fl., sem ekkert höfðu lært en voru að gera einlæga hluti. Það er haft til réttlætingar, að slíkt sé jafnvel mikilvægara í myndlist en skólanám séu viðkomandi að gera einlæga hluti. En þá kemur það auðvitað upp, að dæma verður á milli þess sem er innihaldslaust sprell og naflaskoðun ásamt exhi- bisjónisma og þess, sem gert er af þörf. Vill þá málið vandast mjög því að einlægni kallar ávallt á sjálfsnám og þekkingarleit því að annars hefur viðleitnin engan botn. Fyrir utan ágætlega hannaða sýningarskrá, sem er félaginu til mikils sóma og ræður því til úr- slita, að sýningin gleymist ekki, þá ber öll sýningin vott um að menn hafa ekki fundið sýningarstarf- seminni fastan grundvöll. Hún er í heild of laus í reipum og erfitt að átta sig á henni. Mörg verkanna njóta sín alls ekki sem skyldi i upphengingu, svo sem hin fínlegu verk Jóhönnu Kristínar Ingvadóttur, sem eru miklu betri en þarna kem- ur fram. Hins vegar njóta önnur verk góðrar staðsetningar svo sem verk Rúrí „Skógur“, — nær óhugs- andi hefði .verið að ætla verkinu annan stað nema með miklum til- kostnaði og fyrirhöfn. Þótt upp- hengingin í heild sé ekki sem verst miðað við myndavalið þá ægir öllu saman og er gott dæmi þess hvernig viðkomandi skilja mynd- mál samtímans. Það má skiljast sem hrós ef sú er raunin að rétt myndmál sé það, sem menn sjá í erlendum bókum og tímaritum, sem auðugir listpáfar kosta. En þá er það einnig ljós vottur um að viðkomandi takist ekki ennþá á við samtímann út frá eigin kennd- um og þroskaðri lífssýn. Áhrif að utan eru mjög góð, en það þarf miklu meira til en að vera bara með hverju sinni til að skapa sannfærandi myndverk. Nú er svo komið, að sjái maður eitthvað persónulegt á samsýningu og ekki að öllu leyti í takt við al- heimssynfóníuna þá lifnar maður allur við og gildir einu í hvaða stíl myndin er. Dæmið hefur nefnilega snúist við — því að í stað þess, að brautryðjendur lifi erfiðu lífi fyrir sannfæringu sína, búa þeir nú í Myndverk eftir Guðjón Ketilsson Myndverk eftir Sigurð Þóri Sigurðsson glæsivillum, eiga glæsikerrur og eru ríkulega styrktir af eigendum samsteypu sýningarsala austan hafs og vestan. Á þessari öld hefur nú þegar fátt verið fjármagnað eins gríðarlega á undanförnum ár- um, í formi bóka, tímarita og risa- markaða og einmitt nýbylgju- málverkið. Stóru nöfnin verða auðvitað að mála svo sem eigend- ur sýningarsalanna mæla fyrir, og því eru ágætir málarar farnir að gera grín að öllu saman og gefa fjármagninu og listfræðingunum er styrkja þetta, langt nef með því að skipta um stíl á nokkurra mán- aða fresti... Nei, ég er langt frá því að vera á móti nýbylgjumálverkinu, því að það speglar vissulega tímana á vorum dögum — en ég er fyrst og fremst hlynntur myndrannsókn- um á breiðum grundvelli og að menn haldi nokkurnveginn sínu striki en umhverfist ekki allir ef kippt er í spottann af erlendum kaupahéðnum í myndlist. Sérstaða okkar hér á hjara ver- aldar er sú, að við eigum enga steinríka listaverkakaupmenn til að styðja við bakið á nýbylgjumál- verkinu og eru í þráðbeinu sam- bandi við New York, Köln og Míl- anó. Og því er markaðurinn nær enginn. Sannfæringin flytur fjöll, geta menn sagt í táknmáli og viðlíking- um og því ber mönnum að mála svo sem hugurinn býður. Þetta voru fyrst og fremst hugleiðingar er listrýnirinn varð fyrir eftir nokkrar heimsóknir á sýninguna. Nákvæm upptalning nafna er hér óþörf þótt sum verk hafi hrifið mig meira en önnur. Vísa máski til þess síðar. Aðalatriðið þykir mér, að vekja athygli á sýningunni og hvetja sem flesta til að skoða hana — jafnframt óska ég félaginu alls góðs í framtíðinni. Seint er skárra en ekki Hér á dögunum varð heiðurs- maðurinn og listaverkasafnar- inn Hallsteinn Sveinsson í Borg- arnesi áttræður. Ekki skal hér rakinn hans ferill, enda hafa aðrir gert það rækilega í blöðum í sumar. En í tilefni þessa merkisafmælis minntust yfir- völd í Borgarnesi dagsins með því að efna til sýningar á hinni miklu listaverkagjöf sem Hall- steinn færði þeim, er hann tók saman pjönkur sínar á Undra- landi og flutti í hornið hjá þeim í Borgarnesi. En þá kom í ljós, að í fórum Hallsteins var eitt af merkustu söfnum af því er hafði verið um nokkur ár á oddinum í íslenskri myndlist. Þegar smið- urinn Hallsteinn Sveinsson tók sig til og tíndi fram um hundrað listaverk, var gaman að vera til í Borgarnesi. Á þessum merkisdegi Hall- steins var okkur nokkrum vinum hans og skjólstæðingum boðið til mikillar veislu í Borgarnesi og um Ieið að skoða sýningu á gjöf hans, sem var sett upp í Skóla- Myndlist Valtýr Pétursson húsi á staðnum. Samtímis þessu var afhent listaverk eftir Ás- mund, bróður Hallsteins, á Borg á Mýrum, og er það hið kunna meistaraverk „Sonatorrek", sem margir munu hafa séð við vinnu- stofu Ásmundar. Auðvitað var Hallsteinn potturinn og pannan í þessu, og í leiðinni vil ég vekja athygli á, hve sérlega vel þetta listaverk fer í því umhverfi, sem því hefur verið valið. Það var nú annars ekki ætlun- in að fara að rekja hér, hvað gerðist þennan ánægjulega dag, heldur að minnast eilítið á það merka safn, sem er að finna í Borgarnesi. Þarna er á annað hundrað listaverka, sem Hall- steinn eignaðist og síðan gaf. Hann var ætíð tilbúinn að hjálpa málurunum með ramma og fékk síðan stundum mynd og mynd. Ásmundi hjálpaði hann með af- steypur, og einhvern veginn end- uðu margir hlutir í umsjá Hall- steins. Síðan Hallsteinn gaf safn sitt, hefur verið keypt inn því til viðbótar og fylgdi gildur sjóður frá Hallsteini til þeirra nota. Allt hefur þetta hjálpast að til að gera þetta einkasafn að veru- legu undri, því Hallsteinn var kræsinn á list og lét ekki selja sér allt. Hann hafði sínar skoð- anir og oft á tíðum brutu þær nokkuð í bága við það viður- kennda. Hann var þess umkom- inn að leggja mat á hlutina, og eftir því fór hann og lét allt ann- að lönd og leið. Það var oftar en einu sinni, að mann rak f roga- stans við að sjá hvað Hallsteinn hafði sett upp á hefilbekkinn eða hvað stóð við höfðalagið á rúmi hans, að ekki sé minnst á, hvað hékk á veggjum smíðastofunnar. Síðan baukaði hann saman ramma, og allir voru ánægðir. Þannig varð þetta safn til og mætti segja margt skemmtilegt í sambandi við þetta allt saman, en látum það bíða betri tíma, Málverk eftir Pál Guðmundsson af Hallsteini að skera ask. þegar listfræðingar okkar hafa gert sér það ljóst, að fátt verður skrifað eða athugað í list okkar hérlendis nema stuðst sé við safnið í Borgarnesi. Það er að segja, visst tímabil í þeirri öru þróun sem átt hefur sér stað. Ekki er heldur öll nótt úti enn, það er verið að auka við safnið, og Hallsteinn hefur enn augun opin. Það er til að mynda nýlega búið að bæta þar við mynd af Hallsteini eftir Pál Guðmunds- son, ungan málara frá Húsafelli, og fylgir ljósmynd af því lista- verki hér með þessum seinbúnu línum. Ég held, að óhætt sé að full- yrða að þarna í Borgarnesi sé eitt af merkilegri sýnishornum af íslenskri list sem til er frá því tímabili, er einna mest braut á boðum í listasögu okkar á þess- ari öld. Þetta er að mestu verk eins manns, og það verður aldrei nógsamlega þakkað, að smiður- inn á Undralandi skyldi vera svo vel af náttúrunni búinn, að slíkt safn varð til. Við sem þarna eigum verk og sumir okkar, sem þarna voru í kaffi og kökum, eigum merka minningu um mann og safn, sem staðsett er í Borgarnesi, en er raunverulega eign allrar þjóðar- innar. Vonandi eiga margir eftir að njóta áráttu Hallsteins Sveinssonar, og megi allir vel biggja.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.