Morgunblaðið - 10.09.1983, Page 15

Morgunblaðið - 10.09.1983, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1983 15 Norskir í norrænu húsi Myndlist Bragi Ásgeirsson Eitt af hlutverkum Norræna hússins er að sjálfsögðu að kynna landanum myndlist hinna Norðurlandaþjóðanna. Það hef- ur verið gert svo sem kostur hef- ur verið á og stundum tekist mjög vel, en að sjálfsögðu er það einnig hlutverk þess að stuðla að almennum sýningum frá þessum þjóðum, svo við gætum fengið nokkurn þverskurð af hand- bragði og sköpun á þeim slóðum. Nú er ein slík almenn sýning í kjallarasölum hússins og eru hér á ferð vefarinn Vebjörg Hagene Thoe (f. 1953) og málarinn Scott Thoe (f. 1947). Bæði eru þau starfandi í Lófóten í Norður- Noregi og hafa litrlkan námsfer- il að baki, sem fyrir bæði endaði í Krakow í Póllandi þar sem leið- ir þeirra lágu saman. Vebjörg kom frá Noregi en Scott Thoe frá Bandaríkjunum, en hann er af norsku foreldri. Yfir sýningunni í kjallarasölum Norræna hússins er með sanni norskt yfirbragð. Scott Thoe, sem sýnir 20 olíumál- verk, málar t.d. eins og innfædd- ur Norðmaður, en þó eðlilega með svolitlum ameriskum áhrif- um. Hann notar mikið af græn- um 'litasamböndum og myndir hans eru á köflum dökkar og þungar, en byggjast um leið á ljósflæði er lýsir þær upp og magnar. Þetta kemur einkum fram í myndinni „Brim I“, sem máluð er á þessu ári (9), en einn- ig í öðrum og þá á mismunandi hátt, t.d. í myndunum „Strand- búar“ II 1982 (4), „Brim 11“ 1983 (10), „Svarti svanurinn" 1983 (16). Tvær myndir skera sig úr á sýningunni fyrir léttari og „art- istískari" vinnubrögð og eru það myndirnar „Ströndin" 1981 (14) og „Haraldur" 1983 (15). Báðar þær síðastnefndu eru með því hrifmesta á sýningunni og skera sig skemmtilega úr öðrum myndum í þá veru að yfir þeim er léttara yfirbragð og meira af rennandi blóði. í heild geta myndir Scott Thoe virst nokkuð eintóna og að hann vinni á mjög afmörkuðu sviði, en slíkt eru nú einkenni mjög margra norskra myndlistarm- anna og verður að taka mið af því. Vefjarlistarkonan Vebjörg Hagene Thoe vinnur í allt öðru myndmáli en eiginmaður henn- ar. í myndum hennar blandast saman ýmis áhrif nútíma vefn- aðar og svo einnig sérstök pólsk Ljósm. Emilía. Scott Thoe við eitt verka sinna. áhrif sem koma vafalítið frá dvöl hennar í Krakow. Má hér einmitt vísa til stóru myndar- innar er nefnist „Krakow" 1983, (10). En þau verk er vöktu eink- um athygli mína voru: „Ljóti andarunginn“ 1980 (2) og „Fund- ur“ 1983 (9). Vebjörg er mjög vönduð í vinnubrögðum sínum og kastar hvergi til höndum til að gera þau „nútímalegri" og hún á vafalaust eftir að láta til sín taka í framtíðinni. Bæði tvö hafa skreytt ýmsar opinberar byggingar í Noregi, en þar er það hundraðfalt algeng- ara að virkja listamenn á þann hátt en hér. Þetta er látlaus sýning og fal- leg og ber að þakka framtakið. íslenzkir sjófuglar Vert er að geta þess, að uppi í forsal Norræna hússins er merkileg sýning á íslenzkum sjó- fuglum og ber að vekja sérstaka athygli á henni. Einkum er fróð- legt að skoða eggin og eru þar fremst í flokki egg langvíunnar, en hún eignast aðeins eitt egg í einu, en ótrúlega breytileg. Sum þeirra minna á nútímalistaverk og þá aðallega þeirra er tileinkað hafa sér lögmál kalligrafíunnar, — frjáls vinnubrögð, sem þó eru háð ströngustu reglum. Og má hér enn einu sinni vísa til þess, að náttúran er strangasti bygg- ingarmeistarinn og af henni geta menn lært mest. „Það gengur mikil og eilíf fegurð gegnum ver- öld alla og henni er réttlátlega dreift yfir stóra og smáa hluti.“ (Rainer Marie Rilke.) Ætli það sé ekki svipað og i mannheimum að útlit fugla sé jafn margbreytilegt. Við höldum t.d. að allir Grænlendingar, Kínverjar og Japanir séu eins, en það er svo sannarlega al- rangt! Hvet ég sem flesta til að leggja leið sína í Norræna húsið þessa dagana ..., er ekki tími til kominn, að þú gerist áskrifandi? líf er svolítiö öðruvísi TÍZKUBLAÐ — FASHION MAGAZINE ÁRMULA 18 105 REYKJAVlK SÍMI 82300

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.