Morgunblaðið - 10.09.1983, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 10.09.1983, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1983 Fjöldi nýrra hugmynd um smáiðnað: Yfir 100 manns vildu taka sér tak ELLEFU ný iðnfyrirUeki hafa verið stofnuö f framhaldi af árslöngu verkefni um stofnun og þróun smá- fyrirtækja, sem Samstarfsnefnd um iönráðgjöf í landshlutum gekkst fyrir. Að auki hafa níu starfandi fyrirtæki breytt framleiðslu sinni eða þjónustu. Markmið verkefnisins var að byggja upp fleiri og sterkari smáfyr- irtæki og auka þannig fjölbreytni í atvinnulífinu. Jafnframt var ætlun- in að móta aðferðafræði iðnráðgjaf- anna í iandshlutum. Þetta kom fram á blaðamanna- fundi, sem Samstarfsnefndin hélt á Þingvöllum nýlega. Verkefnið hófst fyrir ári síðan þegar aug- lýst var eftir þátttakendum í námskeiðum verkefnisins undir slagorðinu „Viltu taka þér tak?“ Á annað hundrað manna lýsti áhuga sínum á þátttöku en þegar valið hafði verið úr hugmyndum voru hugmyndir orðnar talsvert færri. í lok verkefnisins er verið að vinna að 22 aðalhugmyndum, eins og það er orðað, og þremur viðbótarhugmyndum. Unnið hef- ur verið í hópum á vinnufundum undir umsjón norskra og ís- lenskra leiðbeinenda, sem hafa aðstoðað þátttakendur við að meta hugmyndirnar og skipu- leggja starfið stig af stigi. Á milli funda hafa þátttakendur í verk- efninu unnið hörðum höndum að nánari útfærslu hugmynda sinna og aðlögun þeirra að ráöum leið- beinendanna. Halldór Árnason hjá Iðntækni- stofnun Islands, einn leiðbein- anda verkefnisins, sagði á blaða- mannafundinum að árangurinn af verkefninu lofaði góðu. Væri nú verið að kanna möguleika á að halda fleiri námskeið, enda hefði auðveldlega verið hægt að hafa þátttakendurna helmingi fleiri en þeir voru. Þátttakendurnir í verkefninu luku upp einum munni um að þeir hefðu haft verulegt gagn af þátt- tökunni. Hún hafi verið meira rekstrarlegs eðlis en tæknilegs — mest virði hafi verið að þeir hafi nú lært að byrja á réttum enda. „Það er sitthvað markaðshug- mynd og framleiðsluhugmynd,“ sagði einn þeirra. „Við þekkjum mýmörg dæmi um að hér hefur verið í gangi framleiðsla á vöru, sem enginn vill kaupa. Nú teljum við okkur vita hvað á að gera fyrst og á hverju ber að enda þeg- ar farið er út í nýja framleiðslu eða nýja atvinnugrein." Þátttakendur í verkefninu hitt- ust allir fjórum sinnum á árinu Æ&r \ 1 iBí, ^ \ y j [ WL i 1 WKmKk. ..J m H 3 • L 3f>v 2 M- í |L|^ ■ Wk I Wt I / i mí 9H Þátttakendur í verkefni um stofnun og þróun smáfyrírtækja ásamt leiðbeinendum. MbL kee ásamt leiðbeinendum sínum. Þeir munu verða áfram í sambandi við sína hópstjóra og hafa gælt við þá hugmynd að hittast að ári íiðnu og bera saman bækur sínar. Innan við helmingur þeirra, sem tóku þátt, voru með starfandi fyrirtæki þegar farið var af stað en skipting að þannig, að 6 fyrir- tæki eru í matvælaiðnaði, 10 í ýmsum greinum (vélaverkstæði, efnaiðnaður, trésmíði, prentverk o.fl.), 4 í þjónustuiðnaði og tvö í hönnun. Námskeiðið sjálft var fjár- magnað af iðnaðarráðuneytinu, Iðnþróunarsjóði, Iðnrekstrarsj óði og Byggðasjóði en þátttakendur sjálfir hafa að auki lagt í tals- verðan kostnað I sambandi við fundi og ferðalög. Pálína H. Hjartardóttir: Hefði getða hrúgað upp dúkk- um en nú hef ég lært sitt af hverju. Bjarni Kristinsson: Stærsti kosturinn að Bergur Sigmundsson bakarameistari: Stútfullur af hugmyndum og bjartsýni. hitta frjótt og jákvætt fólk. Saumaskapur hagsýnna húsmæðra ÞAÐ ER ekki mjög langt síðan að tvær hagsýnar húsmæður í Borgar- nesi ákváðu að setja upp sauma- stofu og leggja sitt af mörkum til að sporna við innflutningi á leikföng- um. Það eru þær Pálína H. Hjart- ardóttir og Sigríður Finnbogadóttir, sem nú framleiða tuskudúkkur — fjórar tegundir cins og er og fleiri tegundir eru væntanlegar. „Við erum báðar vanar sauma- skap og höfum unnið við þá iðju áður,“ sagði Pálina í samtali við blaðamann Mbl. „Nú teiknum við þetta sjálfar og útfærum allt tvær. Við höfum fengið leigt hús- næði þar sem áður var sníðaverk- stæði Hattar I Borgarnesi og nú verður farið að sauma!“ Pálína sagðist hafa gengið með þessa hugmynd að dúkkunum í maganum þegar hún hafi rekið augun í auglýsingu um iðnþróun- arverkefnið. „Mér finnst ég hafa lært geysilega mikið,“ sagði hún. „Ég hefði auðveldlega getað framleitt og hrúgað upp dúkkum — en nú veit ég sitthvað um markaðsfæringu og hvernig á að reka fyrirtæki. Ég held að það muni gera gæfumuninn." Lært það sem maður hefur rekið sig óþyrmilega á „ÞAÐ HEFÐI verið gott að hafa farið fyrr á þetta námskeið. Hér hefur maður verið að læra ýmislegt, sem við höfum þurft að reka okkur óþyrmilega á,“ sagði Bjarni Krist- insson, framkvæmdastjóri og annar eigenda Funaofna I Hveragerði, en hann var einn þátttakenda í verk- efninu. í framhaldi af því hafa Funa- ofnar nú hafið framleiðslu á margskonar afbrigðilegum miðstöðvarofnum, vinkilofnum, bognum ofnum, þurrkofnum og rimlaofnum. „Næst á dagskrá hjá okkur er að hefja framleiðslu á öllum lögnum í miðstöðvarkerfi húsa en það ætti að spara hús- byggjendum bæði mikið efni og margvíslega snúninga," sagði Bjarni. „Þá munum við teikna heilu kerfin í húsin og byrjum á ein- ingahúsum, því þar verður hægt að staðla teikningar, sem á að geta sparað húsbyggjendum mik- ið fé.“ Bjarni sagði þátttöku f verk- efninu og námskeiðinu helst hafa breytt því fyrir sig og sitt fyrir- tæki, að hann teldi sig nú eiga auðveldara með að koma nýjung- um á markað. „Þetta er þróunar- verkefni hjá okkur og þróunin verður að halda áfram, því neyt- endur vilja breytingar og nýjung- ar,“ sagði hann. Hann sagðist kannski ekki hafa lært ýkja mikið um ofnasmíði á undanförnu ári, „en við höfum lært ýmis undirstöðuatriði, sem hefðu mátt liggja ljós fyrir manni áður. Nú vitum við hvenær okkur vantar aðstoð sérfróðra manna — ætli einn helsti kostur- inn sé ekki sá, að nú kunnum við að spyrja réttu spurninganna. En þó held ég að enn stærri kostur hafi verið sá, að hér hefur verið að hittast frjótt og jákvæ^t fólk — menn hafa getað velt upp ýms- um hugmyndum án þess að heyra strax úr öllum áttum: „Nei, þetta er ómögulegt, þetta gengur aldr- ei.“ Og það er óneitanlega tals- verður munur að fá jákvæð við- brögð." Hættur að framleiða það sem ekki selst „FYRST og fremst finnst mér að ég hafi lært að byrja á réttum enda,“ segir Bergur Sigmundsson, bakara- meistari í Vestmannaeyjum, sem var einn þátttakenda í iðnþróunar- verkefninu. í framhaldi af því er hann nú að setja á markað nýjar kextegundir, ávaxtafylltar, — grá- fíkjukex og súkkulaðihúðað döðlu- kex. Fram til þessa hefur einungis fengist innflutt fíkjukex hérlendis og ekki er vitað til að fyllt döðlukex hafi verið framleidd áður. Bergur rekur kökugerðina Vilberg f Eyjum ásamt konu sinni, Vilborgu Gfsla- dóttur. „Við höfum stundum verið að framleiða vöru, sem ekki seldist. Þetta hefur oft verið svekkjandi," sagði Bergur I stuttu spjalli við blaðamann Morgunblaðsins. „Við höfum verið með fjölmargar góð- ar hugmyndir — svo fengum við þessa, sem við töldum mjög góða, og ákváðum að ég tæki þátt i námskeiðinu. Það fyrsta sem við gerðum svo var að kanna hvort væri pláss á markaðinum fyrir þessa framleiðsiu og fundum út, að svo var. Fíkjukex vantaði hreinlega á markaðinn. Nú höfum við látið gera arð- semiskönnun á vörunni — þannig veit ég að við erum ekki að fram- leiða með tapi. í bakarabransan- um hefur það gjarnan verið þann- ig, að menn hafa verið að hringja í næsta bakarí til að fá verð á vörum. Það á vitaskuld ekki að gerast lengur — við höfum lært hvernig á að vinna og hvernig á ekki að vinna." Bergur sagðist vera með fleiri hugmyndir á takteinum: I næsta mánuði koma á markað frá Vil- bergi hafrakex og rúgkex og svo hafa verið gerðar tilraunir með frosið smákökudeig. „Við prófuð- um fyrir jólin í fyrra að selja þrjár deigtegundir I öskju. Það líkaði mjög vel og nú vil ég gjarn- an halda þessu áfram — og jafn- vel að selja til bakaríanna, auk þess að selja beint til neytenda." — Svo þú telur þig hafa haft gagn af þátttökunni? „Alveg tvímælalaust. Ég er stútfullur af hugmyndum og bjartsýni. Það þýðir ekkert að vera með vol og víl.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.