Morgunblaðið - 10.09.1983, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1983
17
íþróttarannsóknir
mjög margvíslegar
— samstarfsnefnd rannsóknarráða íþrótta
sambanda á Norðurlöndum fundaði hér
Barðaströnd:
Flestir að ljúka heyskap
DAGANA 29. og 30. ágúst var hald-
inn að Hótel Esju fundur samstarfs-
nefndar rannsóknarráða íþróttasam-
bandanna á Norðurlöndum, en þess-
ir fundir hafa verið haldnir árlega
síðastliðin 12 ár en þetta er í fyrsta
skiptið sem hann er haldinn á ís-
landi. Á fundinum voru haldnir
margir fyrirlestrar varðandi íþróttir
en fundinn sóttu um 50 manns.
íslendingar hafa ekki oft setið
þessa fundi þar sem þeir hafa ekki
tækifæri til að stunda íþrótta-
rannsóknir en á hinum Norður-
löndunum er veitt 1% af tekjum
íþróttasambandanna og svarar
það til um 5 milljóna króna árlega.
Iþróttarannsóknir á Norðurlönd-
unum, og raunar víðar um heim,
eru margvíslegar og ná meðal
annars til lífeðlisfræði, læknis-
fræði, félagsfræði, sálarfræði,
íþróttaslysa, hreyfitækni og
íþróttasögu en í því síðastnefnda
ættum við að geta staðið framar-
lega eins mikil söguþjóð og við er-
um.
Þrátt fyrir að rannsóknir á
íþróttamönnum fari fram á Norð-
urlöndunum þá hafa íþróttasam-
böndin þar ekki yfir rannsókna-
stofum að ráða en þau styrkja
hins vegar ýmsar stofnanir sem
rannsóknir stunda og áhuga hafa
á að leysa hin ýmsu vandamál sem
snúa að íþróttum. Hér heima eru
aftur á móti litlar sem engar
rannsóknir í gangi en þó hafa
ýmsir menn gert minniháttar
rannsóknir. Þórólfur Þórlindsson,
prófessor við Háskólann hér, gerði
eina slíka á 1200 börnum á aldrin-
um 12—16 ára og hélt hann fyrir-
lestur um rannsóknina og niður-
stöður hennar á fundinum.
A. Morgan, prófessor við Há-
skólan í Osló, var fundarstjóri á
fundinum og við spurðum hann
hverskonar rannsóknir það væru
sem gerðar væru á Norðurlöndun-
um.
„Þessar rannsóknir eru mjög
mismunandi. Sumir eru að rann-
saka hvernig hægt er að ná sem
bestum árangri og er þá mest tek-
iö tillit til mataræðis og hvenær
og hvernig haga á æfingum, aðrir
eru að kanna hvernig íþróttamenn
æfa og hversvegna. Ein rannsókn
er í gangi í Noregi núna og má
vænta niðurstöðu á næstunni.
Þessi rannsókn náði til nokkuð
margra íþróttamanna og voru þeir
spurðir, en ekki rannsakaðir, um
hvað það vissi um lyfjanotkun og
það kom mér mikið á óvart hversu
lítið fólkið vissi um þessa hluti
sem þó virðast vera nokkuð al-
gengir meðal íþróttafólks."
— Er mikilvægt að hafa sam-
starf milli Norðurlanda á þessu
sviði?
„Já, það er það og svona fundir
eru mjög mikilvægir til að skipt-
ast á skoðunum. Þið getið lært
miklu meira af rannsóknum sem
gerðar eru í Noregi en þeim sem
gerðar eru í Bandaríkjunum því
fólkið hér og í Noregi á miklu
meira sameiginlegt. Það er einnig
mikilvægt fyrir okkur að hafa ís-
land með f þessu því þið eruð svo
fámenn að það lyggur við að hér sé
hægt að koma á fót rannsókna-
stofu sem næði til allra lands-
manna,“ sagði Morgan að lokum.
lnnrimúla, Barðaströnd, 8. september.
HÉR HEFUR verið góður þurrkur
síðan á höfuðdag og er útlit með
heyskap að verða gott. Þeir sem
verka í vothey eru flestir búnir með
heyskapinn og aðrir ljúka honum
um helgina ef þurrkurinn helst.
Tún eru þó blaut og erfið yfirferðar
og í gær voru 3 dráttarvélar fastar
á einu og sama túninu hér á næsta
bæ.
Þó nú hafi aðeins rofað til er
þetta sumar það óþurrkasamasta
sem elstu menn muna. Hrefnu-
veiðunum frá Brjánslæk er lokið,
en þær hafa gengið frekar illa í
sumar vegna ótíðar. Skelveiðarn-
ar byrja fljótlega éftir helgi og
að líkindum munu tveir bátar
héðan stunda þær og leggja upp
á Brjánslæk.
SJ.Þ.
BILABORG HR
Smiöshöföa 23 sími 812 99
EinstaW'íekit
__ trPíð. ^
ryiuo — -
„ytti!
________ verð aou>
.....
284.
307.900
315.590
V .... V-SÆ
Gerð
1 6262dyraCo^P----_-----***' að Vlð
Þetta etu án e» áðsta{að. btta uPP > *aup
eru Uandmuerotna maZDa ,
töKum LrílJndriíið íyrir veturmn