Morgunblaðið - 10.09.1983, Page 18

Morgunblaðið - 10.09.1983, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1983 Helsinki-samþykktín veitti kúguðu fólki nýja von — en við erum nær upphafi hennar en lokamarki Fyrir hönd ríkisstjórnar íslands vil ég færa gestgjöfum okkar, Spánverjum, þakkir fyrir mikla gestrisni og góða skipulagningu ráðstefnunnar um öryggi og sam- vinnu í Evrópu í þessari fallegu höfuðborg Spánar. Um leið vil ég nota tækifærið og flytja ríkis- stjórn Spánar einlægar þakkir fyrir frumkvæðið að málamiðlun, sem reyndist veigamikið framlag til þess að leiða þessa ráðstefnu til farsælia lykta. Þegar ég var einn af þeim sem undirrituðu lokasamþykkt Hels- inki-ráðstefnunnar fyrir átta ár- um, sagði ég m.a., að sá atburður táknaði miklu fremur upphaf en endi. Við sama tækifæri sagði Kekkonen Finnlandsforseti: „Þetta er dagur gleði og vonar fyrir Evrópu." Við fögnum öll þeim anda sem ríkti í Helsinki og nú þeim áfanga sem náðst hefur hér í Madrid. En ég hlýt að harma að sífelldar hindranir og vanefndir sumra þátttökuríkjanna á framkvæmd Helsinki-sáttmálans hafa leitt til þess að við erum í dag nær upp- hafi en lokamarki Helsinki- sáttmálans. Það er rétt að ýmsir gagnrýndu Helsinki-samþykktina fyrir að vera að ýmsu leyti óljósa. Samt veitti samþykktin kúguðu fólki nýja von og trú á framtíðina. Lokasamþykktin hefur reynst eins konar mælistika sem nota má til að bera saman árangur eða van- efndir þeirra þjóða, sem að sam- þykktinni standa. Það er ekki lengur innanríkismál þegar mannréttindi eru skert í einhverju ríki. Það varðar réttilega okkur öll. Madrid-ráðstefnunni sem nú er að Ijúka, var ekki ætlað að endur- skoða lokasamþykktina. Aðalhlut- verk hennar var að kanna vand- lega hvort niðurstöðum Helsinki- ráðstefnmunnar hefði verið fram- fylgt og taka til athugunar nýjar tillögur til eflingar öryggis og samvinnu í Evrópu. Því miður hafa hins vegar sum þátttökuríkin reynt að flytja og túlka mál sitt í þeim tilgangi að draga úr mikil- vægum skuldbindingum sem þau höfðu áður gengist undir. Samkomulag náðist hér í Madr- id þrátt fyrir erfitt ástand í al- þjóðamálum. Innrás Sovétríkj- anna í Afghanistan varpaði skugga á setningu ráðstefnunnar og ítrekuð brot gegn mannréttind- um í Sovétríkjunum og virðingar- leysi sumra annarra ríkja fyrir skuldbindingum, sem þau gengust undir í Helskinki hafa einnig vald- ið vanda í störfum ráðstefnunnar og dregið úr árangri. Og nú lýkur þessari ráðstefnu í skugga þess skelfilega og sorglega atburðar, að kóreönsk farþegaflugvél var skot- in niður. Slíkt athæfi afhjúpar al- gert virðingarleysi fyrir mannslíf- um. Með allt þetta í huga er sam- þykkt raunhæfrar og sanngjarnr- ar ályktunar í Madrid þó vonandi spor í rétta átt. Nú sem fyrr skipt- ir sköpum hvernig þær skuldbind- ingar sem gengist er undir verða efndar. Hr. formaður. Ég vona að Madrid-fundurinn skili varanlegum árangri til að tryggja öryggi og samvinnu í Evr- ópu. En ef að árangurinn verður aðeins innantóm orð eða reynist of hægfara vegna vanefnda munu þjóðir okkar glata trúnni á hann. Við erum öll vonandi sammála um lokatakmarkið, við viljum styrkja frið og samvinnu milli þjóða okkar sem margar hverjar hafa þolað ómældar þjáningar af völdum styrjalda. Með Helsinki-sáttmál- anum reynum við að forðast yfir- sjónir fyrri tíma og tryggja okkur öllum trausta framtíð, enda er það grundvallarréttur allra þjóða að lifa í friði og sátt hver við aðra. Það er einnig frumskylda allra þátttökuríkja án tillits til hernað- arstyrks, stærðar eða iegu, að tryggja í reynd frið og öryggi. Bandaríkin og Sovétríkin hafa hér sérstökum skyldum að gegna. í ljósi þessa telur ríkisstjórn mín mjög þýðingarmikið að ákvörðun hefur verið tekin um að boða til ráðstefnu I Stokkhólmi i janúar á næsta ári, um aðgerðir til að efla traust og ákveðna þætti öryggis og afvopnunar í Evrópu í framhaldi af yfirstandandi um- ræðum um takmörkun vígbúnaðar og afvopnun. Við fögnum því að afvopnunarráðstefna Evrópu skuli í byrjun hafa verið falið að fjalla og semja um aðgerðir til að efla traust. Aðgerðir þessar verða hernaðarlegar mikilvægar, póli- tískt bindandi, háðar eftirliti og ná til allrar Evrópu, frá Atlantsh- afi austur að Úralfjöllum. Slíkar aðgerðir til að efla traust takm- arka vígbúnað í raun og stuðla að afvopnun. Þannig gæti Stokk- Ræöa Geirs Hallgríms- sonar á lokafundi Madrid-ráðstefnunnar í fyrradag hólmsráðstefnan þegar f upphafi eflt öryggi í Evrópu og dregið verulega úr spennu og hættunni á hernaðarátökum í Evrópu. Samningaviðræðurnar í Genf um takmörkum meðaldrægra og langdrægra kjarnorkueldflauga eru á mjög mikilvægum tímamót- um. Ríkisstjórn íslands vonar að Nýr Volkswagen Golf kemur á markað í haust: „Skiptir miklu máli hvernig til tekst“ Rætt við Claus Krems, markaðsstjóra fyrir Volkswagen og Audi í Norður-Evrópu, en Golf hefur nú verið framleiddur í 10 ár óbreyttur og er þrátt fyrir það söluhæsti bfll í Evrópu í ár „Þetta er alveg nýr bfll, þó ytra útlit hans haldi sér í meginatriðum,** sagði Claus Krems, markaðsstjóri fyrir Volkswagen og Audi bifreiðir í Norður-Evrópu í samtali við Morg- unblaðið í vikunni, er hann var staddur hér á landi til að kynna nýj- an bfl, en Volkswagen er um þessar mundir að setja á markað nýja gerð Golf bílsins svonefnda, sem verið hefur þeirra söluhæsti bfll allt frá því þeir settu hann á markað fyrir tæpura 10 árum, en fyrsta gerð hans leit dagsins Ijós 1974. Frá því fram- leiðslan hófst og þar til nú, hafa ver- ið framleiddir 6 milljón bflar og til samanburðar má geta þess að fram- ieidd voru 20,5 milljón eintök af „bjöllunni", á þeim tæpu 30 árum sem sú gerð var framleidd í Þýska- landi. Tæknilega séð er um nýjan bíl að ræda „Tæknilega séð er Golf árgerð 1984 algjör nýjung. Bæði vél og gírkassi eru af endurbættri gerð og sama er að segja um afturás og framhjólabúnað. Loftviðnámið er 0,34 í stað 0,42 áður. Eldsneytis- eyðsla er 6,9 1./100 km. í blönduð- um akstri — en var 8,3 1./100 km. — þrátt fyrir að nýi Golfinn er með 5 hestöflum aflmeiri vél. Há- markshraði er nú 150 km./klst. í stað 138 km/klst. áður. Einnig er farþegarými miklu meira. Við höfum verið gagnrýndir mikið fyrir farþegarými í Golf. Úr því hefur nú verið bætt í hinni nýju gerð, sem er að koma á mark- aðinn og jafnast farþegarými nú við það sem algengt er í stærri bifreiðum. Til dæmis er breidd þess meiri en í Mercedes Benz 190. Þessum árangri höfum við náð, þrátt fyrir að Golfinn hefur aðeins verið lengdur um 17 sm. og er ein- ungis 5 sm. breiðari. 1 stuttu máli má segja að þessi nýja gerð af Golf hafi enn betri aksturseiginleika en sú gamla að öllu leyti, og sé hljóðlátari í akstri, þrátt fyrir aflmeiri vél. Þó að nýja gerðin stækki örlítið hið ytra, þá er bíllinn mjög liðlegur og skemmtilegur í akstri. Útlitið breytist í samræmi við kröfur tímans, en allir sjá þó að þarna er um Golf að ræða. Það er með ráð- um gert, enda krafðist söludeild okkar þess, vegna þess að við höf- um þegar selt 6 milljónir Golfbif- reiða og við viljum að allir geri sér ljóst að þarna er um Golf að ræða. Við urðum varir við það, eftir að við settum Golf á markaðinn 1974, að aðrar bifreiðaverksmiðjur reyndu að feta í fótspor okkar, enda má sjá það þegar litið er á þróunina í hönnun bíla undanfar- inn áratug. Við erum mjög hreyk- in af hinum nýja Golf og teljum að sérstaklega vel hafi tekist til um hönnun hans,“ sagði Krems. Mest seldi bíllinn í Evrópu 1982 og ’83 Aðspurður um þá gagnrýni sem MorgunblaóiöKmilí* Claus Krems, markaðsstjóri fyrir Volkswagen og Audi í Norður- Evrópu. Volkswagen verksmiðjurnar hafa orðið fyrir, vegna þess að þær hefðu verið seinar til að breyta Golfinum, sem hefur í meginatrið- um verið óbreyttur frá því hann kom fyrst fram, sagði Krems: „Golfinn hefur verið mest seldi bíllinn í Þýskalandi frá því að hann kom fram og var raunar mest seldi bíllinn í Evrópu af ár- gerðunum 1982 og 1983. Hvers vegna hefðum við því átt að breyta bíl sem selst jafnvel og raun ber vitni, því viðtökurnar sýna að um mjög góðan bíl er að ræða, þó sá nýrri sé ennþá betri. Breytingar hafa ekki verið tímabærar fyrr en nú. Það skiptir miklu máli hvernig til tekst með þennan bíl. Golf gerðin er brauð Volkswagenverk- smiðjanna, ef svo má að orði kom- ast, og því standa verksmiðiurnar og falla með þessum bíl. Eg hef verið á ferð um Skandinavíu og viðtökurnar við hinni nýju gerð hafa verið mjög góðar, enda full ástæða til, því þetta er frábær bif- reið. Okkar stærsta vandamál til að byrja með, verður langur af- greiðslutími." Krems sagði að lagt hefði verið í mikla fjárfestingu vegna fram- leiðslu nýja Golfsins. 800 milljónir marka hefði hönnun hans kostað og aðrar 1500 milljónir hefði þurft að leggja út vegna vélakosts við framleiðsluna. Samtals nemur þetta um 23 milljörðum íslenskra króna. Hann sagði hins vegar að forsendan fyrir því að hægt væri að leggja út í þennan mikla kostn- að vegna nýju gerðarinnar, sem hefði orðið mörgum smærri fyrir- tækjum ofviða, væru vinsældir og mikil sala Golfsins hingað til. Bandaríkjamark- aður óstööugur Volkswagen verksmiðjurnar hafa átt í erfiðleikum á Banda- ríkjamarkaði. Krems var beðinn um að skýra frá í hverju þeir erf- iðleikar væru fólgnir. „Við áttum tvær samsetningaverksmiðjur í Bandaríkjunum og önnur hefur nú verið seld til Chrysler. Við töpuð- um peningum á Bandaríkjamark- aði í fyrra en gerum það ekki í ár, svo það er ekki pressa á okkur að taka ákvörðun, sem getur verið orðin röng eftir árið. Amerískur markaður er erfiður hvað það snertir að hann er mjög óstöðug- ur. Þegar orkukreppan hélt inn- reið sína, jókst eftirspurn eftir smærri bílum og díselbílum mjög, sem var okkur mjög hagkvæmt. Þetta breyttist og nú er aftur farið að kaupa stærri bíla, og markað- urinn fyrir díselbílana hrundi bókstaflega eða fór niður um 75% á stuttum tíma, sem kom mjög illa við okkur," sagði Krems. Aðspurður um samstarf við Chrysler, sagði Krems að viðræð- ur væru í gangi, en engar ákvarð- anir hefðu verið teknar. 30% af innanlands- markaði í Þýskalandi Það kom fram hjá Krems að Volkswagen hefur um 30% af inn- anlandsmarkaði í Þýskalandi og að markmiðið sé að halda því markaðshlutfalli sem lágmarki. Þeir eigi hins vegar í harðri sam- keppni við aðra bílaframleiðend- Nýi Golfinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.