Morgunblaðið - 10.09.1983, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1983
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjafd 230 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 18 kr. eintakiö.
Orkuverð í Noregi
Iumræðum hér um stór-
iðju og raforkusölu til er-
lendra fyrirtækja er mjög
vitnað til orkuverðs erlendis
og eru þær upplýsingar,
sem fram koma um það, af
margvíslegu tagi og ekki ör-
grannt um, að þær tölur séu
notaðar, sem henta málstað
viðkomandi hverju sinni. Af
þeim sökum er fróðlegt að
lesa grein eftir Birgi ísl.
Gunnarsson, alþm. og for-
mann stóriðjunefndar, sem
birtist hér í blaðinu í gær. í
grein þessari skýrir grein-
arhöfundur frá orkuverði til
stóriðju í Noregi og er
óneitanlega gagnlegt fyrir
okkur íslendinga að hafa
það til viðmiðunar í viðræð-
um okkar við erlend stór-
iðjufyrirtæki.
Samkvæmt upplýsingum
Birgis ísl. Gunnarssonar
má skipta stóriðjusamning-
um Norðmanna í fernt.
Fyrst má nefna samninga,
sem gerðir voru upp úr
1950. Meðalverð á orku til
álvera samkvæmt þeim
samningum er 5,5 mills. í
annan stað er vitnað til
samninga, sem gerðir voru
upp úr 1960. Meðalverð til
álvera, samkvæmt þessum
samningum, er 9,57 mills.
Þetta eru þeir samningar,
sem gerðir eru á svipuðum
tíma og við gerum okkar
samninga við Svissneska ál-
félagið. í þriðja lagi eru
samningar, sem gerðir voru
fyrir 1976 og er orkuverð
skv. þeim undir meðalverði.
Loks eru svo samningar,
sem gerðir eru 1976 og síð-
ar, en skv. þeim er orkuverð
á bilinu 13,9 mills til 16,1
mills.
Upphaflegir samningar
okkar við Svissneska álfé-
lagið voru gerðir á miðjum
sjöunda áratugnum og raf-
orkuverð skv. þeim endur-
skoðað um áratug seinna.
Síðan hefur ekki tekizt að
ná samningum um endur-
skoðun á raforkuverðinu
fyrr en nú. Á þessu stigi er
ástæðulaust að fjalla ífar-
lega um hina nýju sam-
ninga, þar sem þeir hafa
ekki verið birtir opinberlega
og bæði blöð og stjórnmála-
menn býsna fljótir á sér að
kveða upp dóma um samn-
inga, sem þeir hafa ekki séð.
Hitt fer ekki milli mála,
að orkuverðið, skv. bráða-
birgðasamningunum, sem
gerðir voru í Sviss á dögun-
um, er mjög svipað orku-
verðinu skv. þeim samning-
um, sem í gildi eru í Noregi
frá þeim tíma, sem við
Sömdum um byggingu ál-
versins. Munurinn er aðeins
sá, að við náum þessu orku-
verði ekki fyrr en nú vegna
þess að fyrrverandi iðnað-
arráðherra, Hjörleifi Gutt-
ormssyni, mistókst ger-
samlega að ná nokkrum
samningum við álfélagið.
Þau mistök Hjörleifs Gutt-
ormssonar eru þegar orðin
þjóðinni býsna dýr.
Fiskeldi
eir einstaklingar, sem
hafa barizt í því að
byggja upp fiskeldi á ís-
landi á undanförnum árum
og áratugum, eru frumherj-
ar í atvinnulífi okkar tíma.
Tækifærin í þessari at-
vinnugrein eru gífurleg og
við höfum ekki nýtt okkur
þau sem skyldi.
Pétur Bjarnason, sjávar-
útvegsfræðingur og kennari
við Hólaskóla, skrifaði at-
hyglisverða grein í Morgun-
blaðið í gær, þar sem hann
skýrir frá því hvað Norð-
menn eru komnir langt á
þessu sviði, en við stutt,
þótt báðar þjóðirnar hafi
verið á svipuðu stigi í þess-
ari atvinnugrein fyrir ein-
um og hálfum áratug.
í grein Péturs Bjarnason-
ar kemur fram, að á sama
tíma og við höfum aukið
heildarlaxaframleiðslu
okkar úr 100 tonnum í
200—250 tonn á þrjátíu ár-
um, hafa Norðmenn aukið
sitt fiskeldi úr 100 tonnum
1971 í um 16 þúsund tonn
nú. Jafnframt skýrir grein-
arhöfundur frá því, að
framleiðsla Norðmanna
muni aukast í 40—45 þús-
und tonn á ári að nokkrum
árum liðnum.
óhætt er að fullyrða, að
mikil framtíð er í fiskeldi.
Þetta er sú atvinnugrein,
sem við eigum að leggja
einna mesta áherzlu á
næstu árin.
1
Ólöf leggur af stað í skólann.
2Rétt hji gatnamótum Vatnsstígs og Hverfisgötu hafði sendibifreið verið
• lagt ólöglega og byrgði útsýnið.
Ólöf á leið í skólann:
Ökui
litlu
ÓLÖF Viktorsdóttir er sex ára göm-
ul. Hún á heima á Hverfisgötu 49, á
gatnamótum Vatnsstígs og Hverfis-
götu, norðan megin við Hverfisgöt-
una. í gær fór Olöf í fyrsta sinn í
skólann til þess að heilsa upp á kenn-
ara sína, þær Guðrúnu Halldórsdótt-
ur og Nínu Magnúsdóttur.
Óíöf hefur um langan veg að fara
— hún þarf að fara yfir fjölfarnar
umferðargötur og það er vanda-
samt lítilli stúlku. Blaðamaður
Mbl. og ljósmyndari fóru með
Ólöfu í gær. Hættur leyndust víða
á leið Ólafar litlu og m,argt bar að
varast — hver af annarri þutu bif-
reiðir framhjá á mikilli ferð. Ailir
virtust vera að flýta sér og máttu
lítt vera að því að sinna lítilli
stúlku, sem er að stíga sín fyrstu
skref í umferðinni. Þó ólöf stæði
þolinmóð við gangbrautir, þutu bíl-
Geir Hallgrímsson og í
ræddu flugstöð og flug
göngur í Madrid í gæn
Ræða Gromykos utan marka velsæmis, segir utanríkisráðherra
Geir Hallgrímsson, utanríkisráð-
herra, ræddi í gærmorgun í Madrid við
Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna. Að sögn utanríkisráðherra ræddu
þeir einkum um flugstöðina í Keflavík
og flugsamgöngur, en önnur mál bar
einnig á góma. Geir Hallgrímsson hefur
verið í Madrid undanfarna daga, þar
sem hann hefur setið lokafund Madrid-
ráðstefnunnar og flutti hann ræðu þar í
fyrradag sem birt er í heild í Morgun-
blaðinu í dag.
I fyrrakvöld óskaði Shultz eftir sér-
stökum fundi utanríkisráðherra Atl-
antshafsbandalagsríkjanna, sem
saman voru komnir í Madrid, til þess
að skýra þeim frá viðræðum sínum
við Gromyko, utanríkisráðherra Sov-
étríkjanna fyrr um daginn um árás
Sovétmanna á farþegaþotuna frá
Suður-Kóreu.
Geir Hallgrímsson sagði í samtali
við Morgunblaðið síðdegis í gær, að á
þessum fundi hefði verið rætt um þau
viðhorf, sem skapast hefðu eftir
þennan atburð. Utanríkisráðherrarn-
ir gerðu grein fyrir skoðunum sínum
á þeim viðbrögðum, sem hafa bæri í
frammi við Sovétmenn vegna þessa
atburðar. í þeim efnum voru menn
sammála um að taka bæri málið upp
á fundi ICAO í Montreal hinn 15.
september nk. og jafnframt lýstu
sumir ráðherranna þeim aðgerðum,
sem stjórnir þeirra hefðu þegar tekið
ákvörðun um, eins og t.d. Kanada,
sem hefur sett bann við flugferðum
milli Kanada og Sovétríkjanna í 60
daga.
Á þessum fundi var ákveðið, að
NATÓ-ráðið tæki málið til meðferð-
ar, en jafnframt var talið, sagði utan-
ríkisráðherra, að þetta væri ekki mál
Atlantshafsbandalagsins sem slíks né
heldur austurs og vesturs, heldur
mál, sem snerti allar þjóðir og þess
vegna bæri að halda málinu áfram í
Öryggisráðinu og styðja Kóreumenn í
kröfum þeirra um fullnægjandi skýr-
ingu, afsökun og skaðabætur. Enn-
fremur, að Sovétmenn heimiluðu al-
þjóða flugmálayfirvöldum og yfir-
völdum í Suður-Kóreu aðgang að
staðnum, þar sem flugvélin féll í sjó-
inn og að þeim, sem ábyrgð bæru yrði
refsað.