Morgunblaðið - 10.09.1983, Qupperneq 25
25
eftir dr. Ara K. Sæmundsen
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1983
ORVERUFRÆÐI
Erfðavísar krabbameins
8
14
I4q
Jc-myc
Stílfærð mynd af litningi nr. 8 og litningi nr. 14. Einnig er sýnt, hvernig lítill bútur af litningi nr. 8 (8q-r) hefur færst
yfir á litning nr. 14 (14q+) í BL. Þessi litli bútur inniheldur c-myc. (Úr grein R. Dalla-Favera o.fl.)
III hluti
Áður en lengra er haldið, þá er
rétt að rifja stuttlega upp gerð
próteina. Öll prótein eru samsett
úr svokölluðum amínósýrum og
eru þær yfir 20 talsins. Það gefur
því augaleið að fjölbreytileiki
próteina er óendanlegur, en með-
alstórt prótein er samsett úr
200—300 amínósýrum. Smávægi-
legar breytingar í gerð próteina
eta haft afdrifaríkar afleiðingar.
sumum tilvikum nægir að ein
amínósýra falli brott eða ein komi
í stað annarrar. Slíkar breytingar
endurspegla breytingar, sem orðið
hafa í erfðaefninu, f þeim erfða-
vísi, er ákvarðar viðkomandi pró-
tein. Breytingar á erfðaefninu
nefnast stökkbreytingar. Þær geta
verið margvíslegs eðlis, en ekki
verður farið nánar út í það hér.
Stökkbreytingar
í c-onc
Þegar farið var að rannsaka þá
c-onc, sem einangrast höfðu úr
ýmsum krabbameinum og bera þá
saman við sambærilega c-onc í
heilbrigðum frumum, þá kom í
ljós, að stökkbreyting hafði átt sér
stað f c-onc krabbameinsfrum-
anna. 1 fyrstu virtust þessar
stökkbreytingar litlar og ómerki-
legar, en þær nægðu þó til þess að
raska réttri amínósýruröð við-
komandi próteins. Þarna var
hugsanlega komin ein skýring á
því að c-onc gat átt þátt í því að
umbreyta heilbrigðum frumum.
Það að svo fáir, náskyldir c-onc
einangruðust alltaf, var túlkað
þannig að þessir erfðavísar væru
e.t.v. næmari fyrir stökkbreyting-
um en aðrir.
Nokkrar orsakir mismunandi
krabbameina virtust því liggja á
hreinu: 1) Veirur í flokki Retro-
veira, sem innihalda v-onc, trufla
eðlilega starfsemi hinna sýktu
fruma með því að framleiða pró-
tein, sem ekki á að vera til staðar,
eða með því að auka magn ákveð-
ins próteins innan frumunnar.
2) c-onc geta valdið krabbameini
beint, ef ákveðnar stökkbreyt-
ingar áttu sér stað í þessum erfða-
vísum. En gátu c-onc hugsanlega
valdið krabbameini á annan hátt,
án þess að beinar stökkbreytingar
í erfðavísunum sjálfum kæmu til?
Litningabrengl
í mörgum tegundum krabba-
meins má finna ákveðin litninga-
brengl (chromosomal abberat-
ions), sem eru stöðugir fylgifiskar
viðkomandi krabbameina og þar
af leiðandi mikilvægur þáttur í
sjúkdómsgreiningu. Sem dæmi má
nefna að í einni tegund hvítblæðis,
„chronic myeloid leukaemia"
(CML), er að finna svokallaðan
Fíladelfíu-litning. Hann sker sig
úr við skoðun í smásjá og er mikil-
vægur í sjúkdómsgreiningu CML.
Þessi litningur er samsettur að
hluta til úr tveimur öðrum litn-
ingum, þ.e. litning nr. 9 og litning
nr. 22. Ánnað dæmi er eitlakrabbi,
sem kallast „Burkit’s lymphoma"
(BL), en þar má finna litning sam-
settan að hluta til úr litning nr. 14
og litning nr. 8 (mynd 2). Til eru
margar aðrar tegundir litninga-
brengla.
Þessi stöðugleiki ákveðinna litn-
ingabrengla í ákveðnum krabba-
meinum varð til þess að Georg
Klein við Karolinska Institutet í
Stokkhóimi setti fram þá tilgátu,
að e.t.v. mætti finna c-onc á ein-
hverjum þeirra litninga, sem taka
þátt í litningabrenglum af þeirri
tegund, sem lýst er hér að ofan.
Tilgáta þessi byggði á því að séu
erfðavísar færðir úr sínu eðlilega
umhverfi, t.d. frá einum litningi
yfir á annan, þá ruglist starfsemi
þeirra. Þannig var hugsanlegt að
einhver c-onc væri til staðar á
litningi nr. 8. Þegar hluti af þess-
um litningi flyttist yfir á litning
nr. 14, þá væri viðkomandi c-onc
komið í annað umhverfi, starfsemi
hans brenglast og afleiðingin er
BL.
Þegar farið var að athuga stað-
setningu hinna ýmsu c-onc á litn-
ingum frumunnar, kom í ljós að
bæði c-myc og c-mos voru á litn-
ingi nr. 8. Ennfremur sýndi það
sig að c-mycvar á þeim hluta litn-
ings nr. 8, sem fluttist yfir á litn-
ing nr. 14 í BL (mynd 2). Frekari
rannsóknir hafa síðan leitt í ljós
að c-abl og c-bas eru á litningi nr.
9 og c-sis á litningi nr. 22. Allir
þessir c-onc taka því þátt í þeim
litningabrenglum, sem koma fyrir
í CML. Margir fleiri c-onc hafa
verið staðsettir á litningum frum-
unnar og oft virðist mega rekja
breytta starfsemi þeirra til litn-
ingabrengla.
Leikurinn æsist
Töluvert er unnið við svokallað-
ar raðgreiningar próteina. Með því
að raðgreina prótein, þá má
ákvarða, hvaða amónósýrur eru til
staðar og í hvaða röð þær koma
fyrir. Nú á tölvuöld þykir sjálfsagt
að mata allar niðurstöður inn í
tölvur. I hvert sinn, sem nýtt pró-
tein er raðgrein er amínósýru-
röðinni matað inn í tölvu og síðan
getur tölvan gert samanburð á
tegund og röð amínósýra í fjöl-
mörgum ólíkum próteinum og
þannig er hægt að ákvarða, hvort
um einhvern skyldleika er að ræða
milli mismunandi próteina.
Nýlega var próteinið PDGF
(platellet-derived growth factor)
einangrað og raðgreint. Þetta
prótein finnst í miklu magni í
blóðflögum, en blóðflögur gegna
m.a. mikilvægu hlutverki í blóð-
storknun. PDGF er vaxtarþáttur,
þ.e. hvetur vöxt og viðgang fruma,
og er talin gegna hlutverki í við-
gerð vefja, t.d. þegar sár grær.
Þegar amínósýruröð PDGF var
matað inn í tölvu, þá kom í ljós að
þetta prótein var náskylt einu
öðru próteini, nefnilega p28, en c-
sis ákvarðar einmitt p28 (sjá töflu
II).
Enn hefur c-sis, mér vitanlega
ekki verið orðaður við neitt
krabbamein í mönnum, en simian
sarcoma-veiran (ein í hópi Retro-
veira), sem inniheldur v-sis, velur
sarcoma-krabbameinum í vissum
apategundum. Það má einnig
minna á að c-sis er til staðar í"
litningi nr. 22, þeim hluta, sem
flyst yfir á litning nr. 9 í CML.
Niðurstöður raðgreiningarinnar á
PDGF benda því til að c-sis (og
v-sis) ákvarði vaxtarþátt (p28)
samskonar eða mjög líkan PDGF,
og að þessi vaxtarþáttur geti und-
ir vissum kringumstæðum truflað
eðlilega starfsemi fruma og valdið
krabbameini. En krabbamein er jú
einmitt óviðráðanlegur vöxtur.
Lokaorð
Hér hefur verið rakin í stuttu
máli 15—20 ára stöðug vinna við
leitina að orsökum krabbameins.
Aðeins hefur verið fjallað um
þann hluta krabbameinsrann-
sókna, sem ná yfir rannsóknir á
„erfðavísum krabbameins". Svo
virðist sem svörin séu innan seil-
ingar. En vert er að minna á að
krabbamein eru flóknir sjúkdóm-
ar og orsakir þeirra eru eflaust
samspil margra ólíkra þátta.
Þessar rannsóknir endurspegla
starf og samvinnu fjölmargra í
mörgum mismunandi löndum og
er hún gott dæmi um það, hvernig
hver hópur leggur til þekkingar-
mola, sem síðan er smám saman
hægt að raða í heillega mynd.
Þannig leggja margra ára grund-
vallarrannsóknir grunninn að
þeirri þekkingu, sem síðan er
hægt að hagnýta í baráttunni
gegn krabbameini.
Heimildir:
A. de Klein o.n. (1982) Nnture 300:765—767.
B. G. Neel o.fl. (1983) Proceedings of the nation-
al Academy of Science, handrit.
E. Santos o.fl. (1982) Nature 298:343-347.
FJ. Fenner og D.O White (1973) „Medical Viro-
logy“, Academic Press, New York.
G. Klein (1981) Nature 294:313—318.
J.M. Bishop (1982) Advances in Cancer Re-
search, 36. bindi, Academic Press, New York.
M.D. Waterfield o.fi. (1983) Nature 304:35—39.
R. Dalla-Favera o.fi. (1983) Proceedings of the
National Academy of Science, handrit.
R. A. Weinberg (1982) Advances in Cancer Re-
search, 36. bindi, Academic Press, New York.
S. Cory (1983) Immunology Today 4:205—207.
S. Pulciani o.fl. (1982) Nature 300:539-542.
Keppt í ökuleikni
við Laugarnesskóla
BINDINDISFÉLAG ökumanna stóð
fyrir keppni í ökuleikni á 21 stað á
landinu í sumar. Mjög góð þátttaka
var og hefur hún aukist ár frá ári.
Um 300 manns tóku þátt í keppn-
inni.
í dag verður íslandsmeistara-
keppnin í ökuleikni haldin við
Laugarnesskólann í Reykjavík og
verður keppt í karla- og kvenna-
riðli. Um 40 manns alls staðar að
af landinu eiga rétt á þátttöku og
keppa allir á sams konar bifreið,
þ.e. Opel Kadett frá Véladeild
Sambandsins. í keppninni í dag
verða einnig valdir þátttakendur
til keppni í ökuleikni í Vín, sem
fram fer í lok nóvember. Keppend-
ur þar verða að vera á aldrinum
18-25 ára.
Hjólarall í Hafnarfirði
SUNNUDAGINN 11. september
gengst JC-Hafnarfjörður fyrir Hjóla-
ralli á Álftanesvegi. Lagt verður af
stað frá Engidaj, þ.e. mótum Reykja-
víkurvegar og Álftanesvegar, klukk-
an tvö eftir hádegi. Skilyrði til þátt-
töku er aðeins það eitt að eiga reið-
hjól og að það sé í lagi.
Keppt verður í þrem aldurshóp-
um þ.e. 9—11 ára, 12—14 ára og 15
ára og eldri. Vegalengdirnar sem
hjólaðar verða eru 7—13 km, allt
eftir flokkum. Þátttökugjald er 20
krónur. Skráning í rallið hefst
klukkan hálf eitt, einnig er hægt
að láta skrá sig í versluninni
Parma Reykjavíkurvegi 64 og
verða skráningar þar að berast
fyrir hádegi á laugardag. Góð
verðlaun eru í boði fyrir þá sem
hlutskarpastir verða, einnig fá all-
ir viðurkenningarskjal fyrir þátt-
tökuna.
JC-Hafnarfjörður hvetur fjöl-
skyldufólk til að mæta og taka
þátt í gamninu, segir í frétt frá
félaginu.
Sigrún Guðmundsdóttir ásamt Jóni Gunnari Árnasyni (t.h.) og Hannu Siren frá Finnlandi við skúlptúr hennar
sem hún kallar „Kýrhausinn".
Höggmyndasýning í Noregi
— fimm ísl. listamenn meðal þátttakenda
í DRAMMEN í Noregi stendur nú
yfir sýning á norrænum höggmyndum
og nefnist hún „Nordisk skulptur
1983“. Á henni sýna fimm listamenn
frá bverju Norðurlandanna en i þeún
hópi eru frá Islandi Jón Gunnar Árna-
son, Helgi Gíslason, Þór Vigfússon,
Þorbjörg Pálsdóttir og Sigrún
Guðmundsdóttir með fimm högg-
myndir hvert. Alls eru 125 höggmynd-ir.
Sýningin hófst 18. ágúst og stend-
ur til 14. sept. en þá fer hún á flakk
um Noreg í eitt ár.