Morgunblaðið - 10.09.1983, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1983
Aðalfundur Stéttarsambands bænda
Fækkun á sauð-
fé komi ekki niður
á jaðarsvæðunum
FUNDURINN samþykkti ályktun
þar sem vakin er athygli á mikilvægi
sauðfjárbúskapar í sumum héruðum,
þar sem takmarkaði möguleikar eru
á að stunda annan búrekstur.
Taldi fundurinn að frekari sam-
dráttur í sauðfjárrækt mætti ekki
verða hjá þeim, sem þyrftu að
byggja afkomu sína á henni, en
þess í stað kæmi fækkun, ef nauð-
synleg reyndist, niður á þéttbýli
og hjá þeim bændum sem hafa
sauðfjárrækt sem aukabúgrein.
Einnig yrði fullt tillit tekið til
landgæða og ástands beitilanda í
þessu efni.
Hluti framleiðslunefndar fund-
arins lagði fram bókun í fram-
haldi af samþykkt tillögunnar, þar
sem þeir lýsa þeirri skoðun sinni
að bændur í strjálbýlum sveitum,
sem stæðu tæpt og treystu á
sauðfjárbúskap, ætti ekki að beita
verðskerðingu við uppgjör afurða
þeirra, heldur greiða bændunum
fullt verð fyrir afurðir sínar.
Ágúst Gíslason, Botni, nær og Kristófer Kristjánsson, Köldukinn, fjær.
Aukin skógrækt í
tilefni af 40 ára af-
mæli lýðveldisins
A AÐALFUNDINUM var ályktað
um skógrækt. Ályktunin fer hér á
eftir: „Aðalfundur Stéttarsambands
bænda 1983 telur að skógrækt geti
orðið veigamikill þáttur í íslenskum
landbúnaði.
Því felur fundurinn stjórn sam-
bandsins að vinna að því í sam-
vinnu við Skógrækt ríkisins og
Búnaðarfélag íslands að í tilefni
af 40 ára afmæli íslenska lýðveld-
isins á næsta ári taki Alþingi upp
sérstaka árlega fjárveitingu til
skógræktar. Þeirri fjárveitingu
verði varið til að koma upp skóg-
arteigum og/eða skjólbeltum á
þeim bújörðum sem skilyrði hafa
til þess.“ Framsögumaður tillög-
unnar sagði að það sem í þessari
ályktun fælist væri hugsað sem
viðbót við bændaskógana svoköll-
uðu sem komnir eru áleiðis í
nokkrum héruðum.
Frá aðalfundi Stéttarsambands bænda. Frá vinstri: stjórnarmennirnir Gunnar Guðbjartsson fyrrv. formaður Stéttar-
sambandsins; Böðvar Pálsson, Búrfelli, Gísli Andrésson, Hálsi; og Ingi Tryggvason, formaður Stéttarsambands
bænda. Haukur Steindórsson, Þríhyrningi, er í ræðustóli. MorgnnbUíió/HBj.
Könnun á fjárhagsstöðu bænda:
Skuldir bænda allt að 5
þús. kr. á hvert ærgildi
Á MILLI 140 og 150 bændur hafa
óskað fjárhagsaðstoðar sem Stéttar-
sambandið hefur haft í hyggju að
beita sér fyrir að lokinni könnun á
fjárhagsstöðu bænda. Dræm þátttaka
var í könnuninni og telja þeir sem
unnið hafa að þessari könnun öruggt
að miklu fleiri þurfi á aðstoð að halda.
Sigurður J. Líndal bóndi á Lækj-
armóti í Víðidal hefur unnið úr
svörum bændanna og lagði hann
bráðabirgðaskýrslu fyrir aðalfund
Stéttarsambands bænda á Reykj-
um. 112 bændur skiluðu það full-
nægjandi svörum að hægt var að
taka svör þeirra í tölulegan sam-
anburð. 86 þeirra voru bændur inn-
an við fertugt og 68 þeirra voru með
sauðfjárbú. Virðist vandi sauðfjár-
bænda og ungra bænda vera mestur
og segir Sigurður í skýrslu sinni að
mjög greinilegur munur sé á fjár-
hagsstöðu yngri og eldri bænda.
Meðalstærð búa þessara 112
bænda var 381 ærgildi. Hver bóndi
átti fasteignir að meðaltali fyrir
863 þúsund að fasteignamati og
skulduðu að meðaltali 694 þúsund,
þar af voru lausaskuldir tæpur
helmingur að meðaltali. Á sauðfjár-
búunum eru skuldir 2342 kr. að
meðaltali á hvert ærgildi, 1289 kr. á
kúabúunum og 1381 kr. á ærgildi á
blönduðu búunum. Skuldhæstu ein-
staklingarnir skulda um eða yfir 5
þúsund kr. á hvert ærgildi eða tæp-
ar 2 milljónir á meðal búkönnunar-
innar. Á þessum 112 búum er tap af
landbúnaði að meðaltali 75 þúsund
krónur, brúttótekjurnar eru 459
þúsund og gjöldin 534 þúsund, þar
af 191 þúsund vextir og verðbætur.
Sigurður Líndal segir í greinar-
gerð sinni að flestir bændanna hafi
lagt í miklar fjárfestingar svo sem
jarðakaup, íbúðarbyggingar og
byggingu peningshúsa. Telji flestir
þeirra fjárfestingu ástæðu fjár-
hagsvandans og er áberandi hækk-
un skulda vegna fjárfestinga á ár-
unum 1981 og 1982. Segir Sigurður
að erfitt sé að meta áhrif fjárfest-
inga en augljóst að þau séu mikil og
í mörgum tilvikum greinileg orsök
þess að aðstoðar sé óskað. Segir
hann að sjá megi dæmi þess að
jarðnæði sem ungir bændur hafa til
eignar eða afnota nægi ekki til að
standa straum af nauðsynlegri fjár-
festingu.
Aðalfundur
bænda ályktaði
Stéttarsambands
meðal annars um
lánamál. í ályktuninni eru fyrri
samþykktir um lánamál ítrekaðar
og sérstaklega bent á nokkur eftir-
farandi atriði: Nefnd sú er nú vinn-
ur að könnun á fjárhagsstöðu
bænda ljúki störfum sem fyrst og
skili áliti og aðgerðir verði miðaðar
við að breyta lausaskuldum og
skammtímalánum í lán til lengri
tíma með viðráðanlegum kjörum;
iánstími fjárfestingalána verði
lengdur í allt að 40 ár. Lán til jarða-
kaupa verði hækkuð stórlega og
Stofnlánadeild gert kleift að lána út
á fleiri vélar og tæki en nú er. Til
þess að auðvelda þá breytingu er
lagt til að vextir á eldri óverð-
tryggðum lánum verði hækkaðir.
Þá er lagt til að nýjar búgreinar
verði studdar sérstaklega.
Afleysinga- og forfallaþjónusta bænda:
Eftirspurnin
hefur aukist
gífurlega í ár
Á ÞESSU ári hefur eftirspurn bænda
eftir forfalla- og afleysingaþjónustu
aukist gífurlega og er Ijóst að fjár-
veiting ársins til þessarar þjónustu
Frumvarpsdrög um atvinnuréttindi í landbúnaói:
Gæði þjónustunnar verði tryggð
og atvinnuréttindin vernduð
Á AÐALFUNDINUM voru til um-
fjöllunar drög að frumvarpi til laga
um atvinnuréttindi í landbúnaði. A
fundinum fékk sérstök starfsnefnd
frumvarpsdrögin til umfjöllunar og
gerði hún á þeim nokkrar breyt-
ingar. Ákveðið var síðan að frum-
varpsdrögin þannig breytt verði
send öllum búnaðarfélögum og bún-
aðarsamböndum til kynningar á fé-
lagsfundinum og það afgreitt á aðal-
fundum búnaðarsambandanna í vor.
Verði það tekið til endanlegrar af-
grciðslu á aðalfundi Stéttarsam-
bandsins næsta haust og síðan lagt
fyrir Alþingi.
í september síðastliðnum leitaði
Stéttarsamband bænda samstarfs
við Landbúnaöarráðuneytið og
Búnaðarfélag íslands um að settur
yrði á stofn starfshópur til að
semja frumvarp til laga um
starfsréttindi í landbúnaði.
Starfshópurinn gerði þau drög
sem iögð voru fyrir Stéttarsam-
bandsfundinn.
í greinargerð með frumvarps-
drögunum segir að markmið lag-
anna sé annars vegar að tryggja
öryggi og gæði þeirrar þjónustu
sem landbúnaðurinn veiti og
hinsvegar að vernda atvinnurétt-
indi þess fólks sem þessa atvinnu
stundar og aflað hefur sér þekk-
ingar á sviði Iandbúnaðar á svip-
aðan hátt og lög um iðnfræðslu og
lög um verslunaratvinnu gera.
Segir að með aukinni sérhæfingu
á flestum sviðum sé ekki óeðlilegt
að þetta sjónarmið komi einnig
fram varðandi störf við landbún-
að.
Við samningu frumvarpsdrag-
anna athugaði starfshópurinn
einkum tvær leiðir að því er varð-
ar réttindi er búrekstrarleyfi veiti.
Annarsvegar þá leið að öðrum en
þeim sem hafa búrekstrarleyfi
verði óheimilt að framleiða búvör-
ur til sölu. Hinsvegar að lögin
skapi þeim sem hafa búrekstrar-
leyfi vissan rétt umfram þá sem
hefja búskap án slíks leyfis. Er
þar meðal annars átt við forgang
að lánum og framlögum til land-
búnaðarins og forgang að rétti til
að framleiða búsafurðir til sölu. í
báðum tilvikum myndu starfandi
bændur halda réttindum sinum
við gildistöku laganna og fengju
þeir sjálfkrafa útgefið búrekstr-
arleyfi. í frumvarpsdrögum sínum
gerði starfshópurinn ráð fyrir að
síðari kosturinn verði valinn, en
aðalfundur Stéttarsambandsins
lagði til að báðar leiðirnar yrðu
valdar.
Fundurinn lagði til að búrekstr-
arleyfi veiti „réttindi til fram-
leiðslu búsafurða til sölu, lána úr
lánasjóðum landbúnaðarins,
opinberra framlaga til landbúnað-
arins og forgang á ábúð á ríkis-
jörðum svo og öðrum jörðum og
jarðarpörtum í opinberri eign sem
ætlaðar eru til búvörufram-
leiðslu".
f frumvarpsdrögunum er gert
ráð fyrir að sérstök nefnd annist
úthlutun búrekstrarleyfa en í
drögunum eru reglur um hvaða
skilyrðum menn, félög og stofnan-
ir þurfi að fullnægja til að eiga
rétt á að fá útgefið búrekstrar-
leyfi.
nægir hvergi nærri til þess að sinna
þeim beiðnum um aðstoð sem ber-
ast. Þetta kemur fram í skýrslu Inga
Tryggvassonar, formanns Stéttar-
sambands bænda, sem hann lagði
fram á aðalfundinum.
Segir Ingi að þessi aukna eftir-
spurn komi vafalítið til vegna þess
að bændur hafi nú áttað sig betur
en áður á því hver réttur þeirra er,
sérstaklega eftir að út kom bækl-
ingurinn „Hver er réttur þinn“ í
febrúar síðastliðnum. Heildar-
kostnaður ársins er nú áætlaður
11 milljónir króna eða sem svarar
55—57 stöðugildum en fjárveiting
á árinu er 5,5 milljónir. Segir Ingi
það ljóst, að í algert óefni stefni
með þessa starfsemi ef ekki fáist
viðbótarfj ármagn.
Samkvæmt lögum er heimilt að
ráða í 60 stöðugildi við forfalla-
þjónustuna. Fjárveiting hefur
hins vegar aðeins fengist fyrir
hluta af þessum störfum, en verið
smám saman aukin ár frá ári. Frá
miðju síðastliðnu ári var veitt fé
til 36 stöðugilda og frá miðju
þessu ári bætast 4 við. Segir Ingi í
skýrslu sinni, að þetta hafi ekki
komið verulega að sök fram til
þessa þar sem bændur hafi verið
seinir að átta sig á því hver réttur
þeirra er á þessu sviði og hefur því
fjárveitingin nægt til þess að hægt
væri að sinna þeim beiðnum um
aðstoð sem borist hafa. Hins vegar
hafi eftirspurnin aukist mjög á
þessu ári eins og áður sagði.