Morgunblaðið - 10.09.1983, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1983
29
jffleööur
á tnorgun
Guðspjall dagsins:
Matt. 6.:
Enginn kann tveímur herrum
að þjóna.
DÓMKIRKJAN: Æskulýösmessa
kl. 11. Jónas Þórir Þórisson,
Graham Smith og 3 ungar stúlk-
ur úr Garöabæ sjá um tónlistina
ásamt dómkirkjukórnum. Ungt
fólk les bænir og texta. Sr. Þórir
Stephensen.
LANDAKOTSSPÍTALI: Messa kl.
10. Organleikari Birgir Ás Guö-
mundsson. Sr. Hjalti Guömunds-
son.
ÁRBÆJARPRESTAKALL: Guös-
þjónusta í safnaöarheimili Ár-
bæjarsóknar kl. 11 árd. Organ-
leikari: Jón Mýrdal. Sr. Guö-
mundur Þorsteinsson.
ÁSPRESTAKALL: Guösþjónusta
að Noröurbrún 1, kl. 11. Sr. Árnl
Bergur Sigurbjörnsson.
BREIDHOLTSPREST AKALL:
Guösþjónusta í Breiöholtsskóla
kl. 14. Sr. Lárus Halldórsson.
BÚST AÐAKIRKJA: Guösþjón-
usta kl. 11. Organleikari Guöni Þ.
Guömundsson, prestur sr. Sol-
veig Lára . Guömundsdóttir.
Sóknarnefnd.
ELLIHEIMILIÐ GRUND: Messa
kl. 10. Sr. Lárus Halldórsson.
FELLA- OG HÓLAPRESTA-
KALL: Guösþjónusta í menning-
armiöstööinni viö Geröuberg kl.
14. Haustfermingarbörn beöin
aö koma. Sr. Hreinn Hjartarson.
FRÍKIRKJAN í REYKJAVÍK:
Guösþjónusta kl. 14. Skírn. Guö-
spjalliö í myndum, sunnudags-
póstur handa börnum, afmælis-
börn boðin sérstaklega velkom-
in. Barnasálmar og smábarna-
söngvar, framhaldssaga. Viö
hljóðfæriö Pavel Smidt. Sr.
Gunnar Björnsson.
GRENSÁSKIRKJA: Guösþjón-
usta kl. 11. Organleikari Árni Ar-
inbjarnarson. Kvöldmessa kl.
20.30 sunnudag. Altarisganga.
„Ný tónlist." Almenn samkoma
nk. fimmtudagskvöld kl. 20.30.
Sr. Halldór S. Gröndal.
H ALLGRÍMSPREST AKALL:
Messa kl. 11. Organleikari Hörö-
ur Áskelsson. Sr. Karl Sigur-
björnsson. Guösþjónusta kl. 14.
Jón Sætran prédikar. Sr. Miyako
Þóröarson, heyrnleysingjaprest-
ur.
LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10.
Sr. Karl Sigurbjörnsson.
HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11.
Sr. Tómas Sveinsson.
BORGARSPÍTALINN: Messa kl.
10. Sr. Tómas Sveinsson.
KÓPAVOGSKIRKJA: Guösþjón-
usta í Kópavogskirkju kl. 11 árd.
Sr. Árni Pálsson.
LANGHOLTSKIRKJA: Guös-
þjónusta kl. 14. Prestur sr. Sig-
urður Haukur Guöjónsson, org-
anleikari Jón Stefánsson. Sókn-
arnefndin.
LAUGARNESKIRKJA: Laugar-
dagur: Guösþjónusta Hátúni
10B, 9. hæö kl. 11. Sunnudagur:
Guösþjónusta kl. 11. Þriöjudagur
13. sept. bænaguösþjónusta kl.
18. Sr. Ingólfur Guðmundsson.
NESKIRKJA: Guösþjónusta kl.
11. Miövikudagur, fyrirbæna-
messa kl. 18.20. Sr. Frank M.
Halldórsson.
SELJASÓKN: Guösþjónusta
Ölduselsskóla kl. 14. Smári Óla-
son tekur viö störfum sem
organisti safnaöarins. Fimmtu-
dagur, 15. sept., fyrirbænasam-
vera Tindaseli 3, kl. 20.30.
Sóknarprestur.
HVÍT ASUNNUKIRK J AN Fíla-
delfía: Safnaöarguösþjónusta kl.
14. Ræöumaöur Keith Parks frá
Kanada. Almenn guösþjónusta
kl. 20. Sami ræðumaöur. Fórn til
skálans.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Vetrar-
starfiö hefst. Sunnudagaskóli kl.
11. Bæn kl. 20 og kl. 20.30.
Hjálpræöissamkoma. Brigadier
Ingibjörg og Óskar Jónsson
stjórna og tala.
DÓMKIRKJA KRISTS Konungs
Landakoti: Lágmessa kl. 8.30.
Hámessa kl. 10.30. Lágmessa kl.
14. Alla rúmhelga daga er lág-
messa kl. 18 nema á laugardög-
um þá kl. 14.
FELLAHELLIR: Kaþólsk messa
kl. 11.
KFUM & KFUK, Amtmannsstíg
2B: Samkoma í upphafi starfs.
Nýjum starfsmönnum fagnaö.
Ræðumaöur sr. Jónas Gíslason.
BESSASTAÐAKIRKJA: Guös-
þjónusta kl. 11. Álftanesskóli
settur. Sr. Bragi Friöriksson.
KAPELLA ST. Jósefssystra
Garðabæ: Hámessa kl. 14.
VÍÐIST AÐASÓKN: Guðsþjón-
usta kl. 11. Sr. Siguröur Helgi
Guömundsson.
HAFNARFJARÐARKIRKJA:
Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Gunn-
þór Ingason.
FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Guös-
þjónusta kl. 14. Viö orgeliö Jó-
hann Baldursson. Sr. Bernharöur
Guömundsson prédikar. Safnað-
arstjórn.
KAPELLA St. Jósefsspítala:
Messa kl. 10.
KARMELKLAUSTUR: Hámessa
kl. 8.30. Rúmhelga daga messa
kl. 8.
KÁLFATJARNARKIRKJA: Guös-
þjónusta kl. 14. Stóru-Vogaskóli
settur. Sr. Bragi Friöriksson.
HVALSNESKIRKJA: Messa kl.
14. Sóknarprestur.
KIRK JUVOGSKIRKJA: Messa kl.
14. Sóknarprestur.
AKRANESKIRKJA: Messa kl.
10.30. Sr. Björn Jónsson.
Tónlistarskóli Akraness:
Menntamálaráðu-
neytið fer ekki að
lögum um greiðslur
Akranes, 5. september.
TÓNLISTARSKÓLINN á Akranesi er nú aö hefja vetrarstarf sitt. Er þaö
fjölbreytilegt eins og undanfarin ár. Aösókn að skólanum er mikil og nú þegar
er fólk á biðlista til að komast í söng og gítarnám. Skólinn fékk til umráða nýtt
húsnæði á síöastliðnum vetri og var það húsnæði sem áður hýsti bæjarskrif-
stofurnar á Kirkjustræti 8.
Bæjarstjórn Akraness mótmælti í
júlímánuði síðastliðnum túlkun
Menntamálaráðuneytisins á lögum
um tónlistarskóla. Ráðuneytið hefur
á undanförnum misserum gengið
meira og meira í berhögg við lögin.
Fyrst með því að meina öllum sem
vilja, aðgang að skólanum og síðan
með því að endurgreiða laun kenn-
ara eftir sínum reglum. í samtali
við Jón Karl Einarsson, skólastjóra
Tónlistarskólans á Akranesi um
þetta mál, sagði hann að í lögum um
Tónlistarskóla stæði að sveitarfélög
eigi endurkröfurétt á 50% af laun-
um kennara miðað við gildandi
kjarasamninga. Gildandi samning-
ar á Akranesi eru samningar kenn-
ara við Akraneskaupstað. Greiðslur
frá ráðuneytinu hafa síðan dregist
þannig að miðað við bókhaldsstöðu
bæjarins er fjárveiting til skólans
uppurin. Það er vegna þess að ráðu-
neytið stendur ekki í skilum og
hluta af því sem þeir skulda, ætla
þeir sér ekki að greiða, sagði Jón að
lokum.
Fréttamaður Mbl. bar þessi um-
mæli undir Ingimund Sigurpálsson,
bæjarstjóra á Akranesi. „Það er
rétt, við höfum mótmælt túlkun
menntamálaráðuneytisins á kostn-
aðarþátttöku ríkisins í launakostn-
aði tónlistarkennara. Lög kveða á
um að ríkissjóður eigi að greiða
helming af launakostnaði kennar-
anna miðað við gildandi kjarasamn-
inga, en gildandi kjarasamningur
við tónlistarkennara á Akranesi er
kjarasamningur Akraneskaupstað-
ar og starfsmannafélags Akranes-
kaupstaðar. Lögin kveða mjög skýrt
á um þetta atriði að mínu mati og ég
hef ekki ástæðu til að ætla að glögg-
um starfsmönnum ráðuneytisins
sjáist yfir fleirtölumynd lagagrein-
arinnar, gefist þeim á annað borð
tækifæri tii að lesa lögin yfir í hinu
daglega amstri. Ég er því ekki í
nokkrum vafa um að staðið verði í
skilum við þessa skuld, en það sem
sveitarfélögunum kemur verst, þeg-
ar svona mál koma upp er hins veg-
ar það að raungildi endurgreiðslna
rýrnar verulega þegar greiðslur
dragast á langinn á verðbólgutím-
um,“ sagði Ingimundur að lokum.
J.G.
Fjórir meðlimir ritnefndar, en þeir eru frá vinstri: Halldór E. Sigurösson, Þór Vilhjálmsson, Steingrímur Jónsson og
Leó E. Löve. Ljósm. Mbi. ói.k.m.
ísafoldarprentsmiðja gefur út
bók til heiðurs Ólafi Jóhannessyni
ísafoldarprentsmiðja mun í næsta
mánuði gefa út rit til heiðurs Ólafi
Jóhannessyni, fyrrverandi ráðherra,
og verða í bókinni greinar eftir sam-
ferðamenn Ólafs. Fjalla sumar grein-
anna um Ólaf sjálfan og störf hans,
en aðrar fjalla um lögfræðileg efni og
samtíðarsögu, sem tengjast fræða- og
stjórnmálastörfum Ólafs. Þá verður í
bókinni ítarlegt viðtal við Ólaf, sem
Gylfi Gröndal ritar, og einnig verða
þar nokkur stutt viðtöl við nokkra
samstarfsmenn Ólafs, en þau skrifar
Tómas Karlsson.
Ritnefnd verksins skipa þeir Þór
Vilhjálmsson, forseti Hæstaréttar,
Björn Sveinbjörnsson, hæstarétt-
ardómari, Halldór E. Sigurðsson,
fyrrverandi ráðherra, Leó E. Löve,
lögfræðingur, og Steingrímur
Jónsson, bókavörður. Meðlimir rit-
nefndar, að Birni Sveinbjörnssyni
undanteknum, kynntu verkið á
blaðamannafundi i gær og kom
fram á fundinum að um væri að
ræða að nokkru leyti ævisögu
ólafs, séða frá annarra bæjardyr-
um. Töldu þeir a bókin myndi hafa
bæði sagnfræðilegt og löfræðilegt
gildi og má nefna að 5—6 greinar
fjalla um lögfræðilegt efni.
Áætlað er að bókin verði um 320
blaðsíður að stærð, prýdd fjöl-
mörgum myndum, sem bæði eru
fengnar frá ólafi sjálfum og úr
dagblöðum. Fram kom á fundinum
að handrit bókarinnar væri nær
tilbúið, en eftir væri að prenta
hana. Var sérstaklega tekið fram
að þeir sem þess óskuðu, gætu
gerst áskrifendur að bókinni og
fengið nafn sitt í heillaóskaskrá,
„tabula gratulatoria" sem prentuð
verður fremst í bókinni. Munu
áskriftarlistar liggja frammi í
bókaverslunum.
Höfundar ritgerðanna í bókinni
eru þessir: Ágúst Þorvaldsson, Al-
freð Þorsteinsson, dr. Ármann
Snævarr, Björn Bjarnason, Bogi
Sigurbjörnsson, Eiríkur Pálsson,
Eiríkur Tómasson, Grímur Gísla-
son, dr. Guðmundur Alfreðsson,
Guðmundur Eiríksson, Halldór E.
Sigurðsson, Jóhann Þorvaldsson,
dr. Jóhannes Nordal, Leó E. Löve,
Magnús Torfi ólafsson, Páll Pét-
ursson, dr. Páll Sigurðsson, Stefán
Guðmundsson, Þór Vilhjálmsson
og Þórarinn Þórarinsson.
IAUGARDAGUR
OHÐim 104
E/DISTORG111
VörumarkaðurinD hf.
i