Morgunblaðið - 10.09.1983, Síða 31

Morgunblaðið - 10.09.1983, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1983 31 Mikil aukning í bílasölu í Banda- ríkjunum í júlí BÍLASALA hefur aukizt jafnt og þétt í Bandaríkjunum síðustu mánuðina og júlímánuður var þar engin undan- tekning á, því heildarsalan jókst um tæplega 34,5% hjá bandarísku fram- leiðendunum General Motors, Ford, Chrysler, American Motors og Volkswagen. Bandarísku framleiðendurnir seldu samtals 576.866 bíla í júlí, eða 23.075 bíla að jafnaði á dag, borið saman við 429.908 bíla, eða 16.535 bíla á dag, á sama tíma í fyrra. Talsmaður bílainnflytjenda sagði síðan í liðinni viku, að aukn- ingin í innflutningi hefði verið lið- lega 12% í júlímánuði, en mark- aðshlutdeild innflutningsins var um 27% í mánuðinum og hefur farið nokkuð minnkandi undan- farna mánuði. Alls voru seldir 214.050 innfluttir bílar í Banda- ríkjunum í júlímánuði, eða um 8.562 bílar að jafnaði á dag, borið saman við 198.398 bíla, eða 7.631 að jafnaði á dag á sama tíma í fyrra. Dagleg bílasala hefur ekki verið meiri síðan í júlímánuði 1979, þeg- ar samtals 27.166 bílar voru seldir að meðaltali á dag. Hins vegar var dagleg bílasala í júlímánuði á síð- asta ári sú minnsta síðan á árinu 1961. VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF Umsjón: Sighvatur Blöndahl Breytingar hjá Véladeild SÍS Vegna mikils samdráttar undan- stæðis- og varahlutaþjónusta farin misseri í sölu véla, tækja og þeirra vegna, verður skilin frá bifreiða sem véladeild Sambands- véladeild frá og með 1. septem- ins hefur verslað með og sem m.a. ber nk. og gert að sérstakri hefur orsakast af hinni sterku skipulagseiningu. Gert er ráð stöðu Bandaríkjadollars, hafa ver- fyrir að á næstunni verði öll ið ákveðnar nokkrar skipulags- starfsemi bifreiðadeildar flutt breytingar hjá véladeild sem miða að Höfðabakka 9, Reykjavík. að því að styrkja samkeppnisstöðu Forstöðumaður fyrir rekstrar- Sambandsins í verslun á þessu einingu bifreiða hefur verið ráð- sviði. inn Tómas Óli Jónsson, sem und- anfarið hefur starfað sem að- Helsta breytingin verður sú að stoðarmaður framkvæmdastjóra verslun með bifreiðir og verk- véladeildar. Sovétviðskipti Álafoss: Semja um sölu á 40.000 treflum Höfðu áður samið um sölu TIL viðbótar á sölu á 250.000 trefl- um til Sovétríkjanna sl. vor hefur Álafoss hf. nú gert samning um sölu á um 40.000 treflum til afgreiðslu fyrir áramót, að sögn Ernst Hemmn- ingsen, sölustjóra Álafoss. „íslenzkar ullarvörur njóta mik- illa vinsælda í Sovétríkjunum og góðar líkur eru fyrir áframhald- 250.000 stykkjum andi sölu á árinu 1984,“ sagði Ernst ennfremur. Þá kom það fram hjá Ernst að viðskipti Alafoss við Sovétríkin hafa aukizt mjög mikið undanfar- in ár og er nú eitt helzta mark- aðssvæði fyrir Álafoss-fatnað og -værðarvoðir. Ávarp til Langholtsbúa 2. sept. 1956 var fyrsta skóflu- stungan tekin í grunni þeirrar starfsstöðvar sem Langholtssöfn- uður hefir síðan verið að reisa við Sólheima. Mörgum merkum áfanga hefir verið náð, stærri og stærri hluti stöðvarinnar tekinn í notkun. Sumum fannst undarlega af stað farið, skildu hreinlega ekki, að þeir horfðu á árroða nýrra starfshátta innan íslenzkrar kirkju, en þegar safnaðarheimilið var risið, varð öðrum söfnuðum ljósara, að slíkan stað þyrftu þeir líka að eignast. Já, það dettur eng- um lengur í hug, að kirkjustarf sé það eitt að halda uppi guðsþjón- ustum á sunnudögum. Alla daga vikunnar hefir safnaðarheimilið verið skjól iðandi lífi og athöfn. Sumt, sem þar var hafið, hefir reynst markalínur í þeirri þjóð- lífsmynd er við nú stærum okkur af. Kynntu þér sögu Ungtemplara — kynntu þér baráttu AA-manna fyrir því að þeirra starf væri talið hæfa innan veggja safnaðarheim- ila og kirkna. Hvar var starf fyrir aðstandendur drykkjusjúkra stofnað hér á landi? Hvar stofn- uðu aðstandendur geðsjúkra sín samtök? Hvar er það kórastarf unnið að markar tímamót í ís- lenzkri kirkjutónlist? Allar þessar spurnir leiða þig að safnaðarheim- ilinu við Sólheima. Þú heldur þetta kannski ýkjur, en þá þekkir þú líka lítið til þessara mála. Ég gæti haldið áfram, nefnt þér starf fyrir aldraða — ekki einn dag í viku heldur þrjá, nefnt þér barna- starf yfir veturinn, þar sem æska og elli takast í hendur við gerð óskastunda. Enn stöndum við á tímamótum, nú er lokaátakið við kirkjuhúsið sjálft að hefjast. Þegar, eða frá 1974, hefir miklu fjármagni verið varið til byggingarinnar, það nýtt á þann veg, að allir, er til þekkja, eru sammála um, að íslenzkt menningarstarf á í vændum frá- bært hús. Ég vona, að þú sért mér sammála að lítil hyggindi sé að láta húsið standa óarðbært lengi enn, og því þurfi að hraða frá- gangi þess, kirkju-, tónlistar- og menningarlífi öðru til eflingar. Að draga samasemmerki milli kirkju og menningar undrar þig kannski. En nefnum þá örfá dæmi. Það er í tízku að tala um frið. En hvert snýr nú hrjáður heimur sér í von um hann? TIL KIRKJUNN- AR. Menn tala um réttlæti og líkn. Á hvaða akri er slíks að vænta? KIRKJUNNAR. Undan gaddsvip- um kúgaranna flýja menn í KIRKJUR til þess að leita ráða til frelsis, orða og verka. Allt þetta veiztu, og í trausti þess, að þú sért einn þeirra, er vilt rétta nytjaþráð í vef íslenzkrar framtíðar, mun í dag eða á morgun knýja dyra hjá þér einn af tugum sjálfboðaliða sem ganga um Langhoitspresta- kall þessa helgi. Hann mun bjóð- ast til að bera gjöfina þína til kirkjunnar þinnar. Hefði ég kannski átt að rita: gjöfina þína í einn þráð framtíðar barnanna okkar. Það væri nær sanni. Hafðu þökk fyrir lesturinn, þökk fyrir framlag þitt. Sig. llaukur Guðjónsson f f f ..Islandsmótió l.deild.Islandsmótiö l.deild.Islandsmótió l.deild.. Keflavíkurvöllur laugardaginn IO. sept. kl 14 HJÁ OKKUR NÁ GÆÐIN i GEGN LOZARON þéttilistinn Nýr kröftugur þéttilisti, sem lækkar hitunarkostnað hússins. Aukþesser auðvelt að taka listann úr við málningu eða fúavörn. Þessi nýjung auðveldar mjög allt viðhald. niBi hi #i luröaverksmiðja NJAROVIK Simi 92-1601 Posthólf 14 Söluumboð i Reykiavik: IÐNVERK H.F. Nóatúni 17, simi 25930 og 25945

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.